Tíminn - 22.12.1992, Page 4
Það er svo gaman
um græna hjalla
Þættir úr bændaferðum Búnaðarsambands Suðurlands
Um tíu ára skeið hefur Búnaöarsamband Suðurlands staðið að
því að bjóða bændafólki á sínu sambandssvæði í eins dags
skemmti- og fræðsluferðir í samvinnu við búnaðarfélögin.
Sú síðasta var farin 20. ágúst, síðasta fímmtudag í 18. viku
sumars. Hófst hún frá Skarði í Landssveit. Farin var Fjalla-
baksleið um Landmanna- og Skaftártunguafrétti að Tunguseli.
Ferðin hófst á hiaðinu í Skarði kl. 10 um morguninn og voru
þar mættar 10 stórar rútur með um eða yfír 400 manns.
Fljótlega hófst hin hefðbundna
ferðastemning. Veður var gott
og þótt sólina vantaði var fjalla-
sýn góð, enda fremur háskýjað,
laust við þoku og rigning vart
mælanleg. En góðir fararstjórar
bæta okkur sólarleysið er þeir
lesa nafn á hverjum tindi og
tanga, stöðuvatni og stórfljóti,
lækjum og lautum, eins og þeg-
ar presturinn les guðspjallið á
helgri stund. Brátt er Sauðafell-
ið og Valafellið á hvora hönd og
Sauðleysur framundan sem nú
stefna í að verða réttnefndar, en
nafnið var fyrir tæpum 60 árum,
er ég fór hér fyrst um, öfugmæli.
Þá dreifði sér þar lagðprúður,
litríkur fénaður um allar snasir,
lautir og bala.
Við Landmannahelli er hægt á
ferð og gerður stuttur stans og
litið yfir þá gróðurlegu vin með
litrík fjöllin og Hellis-Kristín
líður hægt og hljótt framhjá.
Þarna er eins og fjöllin og Krist-
ín fallist í faðma eins og ástfang-
ið par á óskastund.
Aflíðandi hádegi er komið í
Landmannalaugar. Þar vantaði
sólina, aflgjafa lífs og orku að
breiða sína hlýju og hreinleika
yfir þessa paradís ferðamannsins
til að hann fái notið litbrigða
umhverfisins í gróðri og grjóti.
Við fyrstu sýn er hér heldur til-
komulítið landslag sem mótað-
ist mikið af veðrinu, sem þessa
stundina var norðaustan kalsa-
strekkingur með smá rigningar-
hreytingi. Það var því heldur
kaldranalegt að taka upp nestið
og fara að borða undir beru lofti
í hlaðvarpanum. Þarna bauð
Búnaðarsambandið upp á höfð-
inglega máltíð: saðsaman, nær-
ingarríkan, kjarnmikinn, þjóð-
legan mat. Þarna varð einhverj-
um orðglöðum ferðalangi að
orði — en þó með ánægjuhreim
yfir góðri kviðfylli — að hefði nú
gert þokkalega þrumuskúr, hefði
kartöflumúsin getað runnið eins
og rjómi eftir líparítinu og
baunirnar flotið út um allan
Landmannaafrétt eins og kornél
á polli í útsynnings- þorragarra.
Landmannalaugar eru fjölsótt-
ur ferðamannastaður. Héðan
liggja gönguleiðir til allra átta.
Notalegt er að koma til baka
göngumóður og synda og
svamla í Laugalæknum 30-40
stiga heitum.
Um leið og við rennum á vit ör-
æfanna úr Laugunum, greiðast
skýin heldur í sundur svo að að-
eins rifar í sól augnabliksstund-
ir. Við njótum leiðsagnar heima-
manna um Skaftártunguafrétt,
sem veita okkur ómældar upp-
lýsingar um afréttinn, greina frá
fjöllum og öðrum kennileitum
ásamt skemmtilegu ívafi sög-
unnar og ýmsum sögnum af
kynlegum kvistum, sem háð
hafa hér um slóðir harða baráttu
fyrir lífi sínu og afkomu. Víða á
þessum slóðum birtast hinar
sérkennilegustu klettamyndan-
ir, holur og skútar umvafin fjöl-
breytni í gróðri og fegurð. En
víða eru skilin skörp, því víða
má sjá nakin hraun og eyðifláka.
Eftir smá áningu á Herðubreið-
arhálsi var skundað niður í Eld-
gjá. Fengu flestir í hópnum sér
heilsubótargöngu inn að Ófæru-
fossi, en þeir sem þyngri voru á
sér og fótstirðari héldu kyrru
fyrir og virtu fyrir sér þær
óskapa náttúruhamfarir þegar
þessi landslagsbreyting átti sér
stað. Þarna gerðist smá óhapp:
Kona úr hópnum hrasaði í götu
á göngu inn að fossi og hlaut
handleggsbrot. Henni eru send-
ar hlýjar óskir um að Guð gefi
henni heila hönd, þó vitanlega
sé alltaf betra heilt en vel gróið.
Eftir skemmtilega samveru-
stund í Eldgjá er lagt af stað í
lokasprettinn fram yfir Skaftár-
tunguheiðar, sléttar, bungu-
myndaðar, með tærum lækjum
Eftir
Guðbjörn
Jónsson,
Framnesi í
Ásahreppi
sem liðast um blómabrekkur og
hvannastóð.
Undir það að síðustu geislar
kvöldsólarinnar, sem voru í
daufara lagi, eru að hverfa, er
rennt í hlað í Tunguseli, vist-
legu, látlausu félagsheimili
Tungumanna, með góðan anda
innan veggja. Þarna eru að vísu
húsakynni í þrengra lagi til að
taka á móti þessum mannfjölda,
sem var eins og fjallasafn í al-
menningi á kyrru réttakvöldi.
Þarna sannaðist eins og oft áð-
ur í sveit, að þröngt mega sáttir
sitja. Þarna var til staðar hin
aldagamla bænda- og sveita-
menning og þar sem bjartsýni
og hjartahlýja er í fyrirrúmi
verður húsrými nóg. Eftir að all-
ir höfðu kýlt vömb sína eins og
kýr eða lambær sem kemst í
góðan töðubagga, leið kvöldið
við kröftugan söng, spjall um
hin ólíkustu efni og margvísleg
skoðanaskipti. Eins og áður í
þessum ferðum tók nokkuð
langan tíma að kveðjast. Flogið
hefur fyrir að á þessum stundum
hafi menn jafnvel fundið sína
lífshamingju og „ráðið æviörlög
sín“.
Ég vil í lok þessara punkta
þakka Skaftfellingum hjartan-
lega fyrir góða leiðsögn og höfð-
inglegar móttökur í Tunguseli
og vænti þess að orðhagur penn-
apuði geri þessum þætti betri
skil síðar. í framhaldi af þessum
hugleiðingum langar mig um
leið og ég þakka ykkur, góðir
ferðafélagar, fyrir skemmtilegan
og tilbreytingaríkan dag að
þessu sinni, að þakka ykkur um
leið fyrir samveruna á undan-
förnum árum.
11 ferðir, sex þús.
farþegar
Þetta mun nú vera 11. ferðin
sem við höfum ferðast á vegum
Búnaðarsambands Suðurlands.
Fjöldi þátttakenda er orðinn um
sex þúsund manns, sem í ferð-
unum hafa fengið að kynnast
starfsemi sambandsins og um
leið séð nokkuð af því fjölþætta
lífi og starfi sem íslenskur Iand-
búnaður byggist á.
Við erum búin að kanna helstu
ferðamannaleiðir um sambands-
svæðið og höfum einnig brugðið
okkur út fyrir landamörk þess.
Þannig höfum við rennt um
Borgarfjörð og einnig þvert um
yfir hálendið um Hveravelli og
Auðkúluheiði til Blönduvirkjun-