Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 1
w Afengiskaup fyrir áramót síst minni en áður: Aramótaáfengi fyrir allt að 300 milljónir króna Búast má við að landsmenn kaupi áfengi fyrir á milli 200 til 300 milljónir króna fyrir áramótin og neyti mun rncira af freyði- og létt- vínum en áður. Svo virðist sem jólaglögg sé á undanhaldi því ailt bendir til að sala á rauðvíni sé minni í desember en áður. Þetta kem- ur m.a. fram hjá Höskuldi Jónssyni forstjóra ÁTVR. Kæra Félags íslenskra stórkaupmanna tekin fyrir á þriöjudag: Lækkun álagn- ingar frestað ummánuð Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að ákvörðun um að laekka heildsöluálagningu lyfja komi ekki til framkvæmda nú um áramótin heldur 1. febrúar. Ástæðan er sú að Félag íslenskra stórkaupmanna hefúr kært ákvörðun ráðuneytisins til dómstóla. Undirréttur hefur fellist á að meðferð málsins verði flýtt fyrir dómi og hefur verið ákveðið að réttað verði í málinu 5. janúar. Ákæra Félags íslenskra stórkaup- manna byggir á þeirri forsendu að ákvörðun heilbrigðisráðherra að lækka álagninguna hafi verið ólög- leg. Seta Guðjóns Magnússonar, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, í lyfjaverðlagsnelhd sé ekki í samræmi við lög. í því sam- bandi vitnar félagið til álits um,- boðsmanns Alþingis varðandi setu forvera Guðjóns í nefndinni. -EÓ Höskuldur segir að sala á áfengi fyrir gamlárskvöld fari nokkuð eftir því hvaða dagar liggi að því og þann- ig dreifist salan t.d. nú á nokkra daga. Hann býst við svipaðri sölu og áður og telur að hún geti numið allt að 300 milljónum króna. Um það hvort landsmenn skáli frekar í léttum vínum nú en áður segir Höskuldur: „Neyslumunstrið breyttist þegar bjórinn kom 1989. Núna seinni árin hefur dregið úr bjómeyslunni og þá hefur aftur auk- ist neysla á freyðivíni og léttvíni". Hann bætir við að þegar sala í mán- uðunum júlí, ágúst og september var gerð upp hafi komið í ljós að um- talsvert hafi dregið úr neyslu á sterkum vínum. Höskuldur segir að sala á áfengi í desember sé yfirleitt tvöfalt meiri en í meðalmánuði. „Það hefur ekki komið í Ijós ennþá hvort svo verði", bætir hann við. Eins og kunnugt er hefur borið við að sala á rauðvíni hafi stóraukist í desember í tengslum við jólaglögg. „Sala á rauðvíni virðist ætla að verða heldur minni en í fyrra. Það er eins og þessi jólaglöggssiður sé á undan- haldi. Það er alveg ljóst að talsvert er keypt af bjór í þessi samkvæmi sem haJfa veriö kennd við jólaglögg", seg- ir Höskuldur. -HÞ Vélstjórafélags (slands ríð- ur á vaðið með fyrstu verk- fallsboðunina á nýju ári: Verkfall boð- að á skipum Hafró Vélstjórafélag fslands hefur boðað til verkfalls á skipum Haf- rannsóknastofnunar íslands sem kemur til framkvæmda að kveldi 3. janúar n.k. hafi ekki samist fyrir þann tíma. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari hefur boðað deilu- aðila til sáttafundar klukkan 16. laugardaginn 2. janúar n.k. Sáttasemjari segir að Vélstjórafé- lagið boði til verkfallsins sökum þess að Hafrannsóknastofnun hefur ekki úppfyllt gerða samn- inga frá því síðastliðið vor. Ef til verkfalls kemur stöðvast rannsóknarskipin Ámi Friðriks- son, Bjarni Sæmundsson og Dröfn. Jafnframt yrði þetta fyrsta verkfallið á nýju ári, en um miðj- an dag í gær hafði embætti ríkis- sáttasemjara borist 93 uppsagnir á gildandi kjarasamningi. -grh Fimmtudagur 31. desember 1992 213.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Um tveir tugir áramótabrenna Blaðsíða 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.