Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 31. desember 1992
DAGBOKl
ÁRMANN KR. EINARSSON
*
Ovænt ævintýri
og fjor
Vaka-Helgafell sendir nú frá sér nýja
bók í bókaflokknum Ævintýraheimur
Armanns, Grallaralif f Grænagerði,
eftir Armann Kr. Einarsson. Armann
hefur um árabil verið einn allra vin-
sælasti bamabókahöfundur á fslandi.
„Grallaralíf í Grænagerði" er óvenju-
leg og skemmtileg saga úr samtíman-
um þar sem segir frá grallaranum
Robba, Kalla vini hans, systurinni
Litlu Ló, kisunni Soffíu frænku,
hundinum Keisaranum og svo auð-
vitað mömmu hans og pabba og
ömmu og afa.
Robbi er fjörmikill strákur, sem læt-
ur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og
saman bralla þeir Kalli margt. Þeir
senda til dæmis köttinn Soffíu
frænku í flugferð á fjarstýrðri flugvél
— og geri aðrir betur!
Á bókarkápu segir: „Atburðarás
þessarar nýju sögu er hröð og lífleg
— full af óvæntum ævintýrum og
fjöri. Armann kann svo sannarlega að
skemmta bömum."
Búi Kristjánsson gerði kápumynd
og teiknaði myndir í bókina og er
hún prentuð í prentstofu G. Ben. —
„Grallaralíf í Grænagerði" er 107
blaðsíður.
Þétt útgáfa
Nýlega hafa komið út með stuttu
millibili tvö hefti af Tímariti Máls og
menningar. Þriðja hefti ársins var að
hluta tileinkað verkum Halldórs Lax-
ness, en i þvi fjórða ber mest á skáld-
skap.
f þriðja hefti skrifa Ámi Bergmann
og Thor Vilhjálmsson almennar hug-
leiðingar um verk Halldórs Laxness í
tilefni af níræðisafmæli hans; Halldór
Guðmundsson fjallar um æskiuninn-
ingabækur nafna síns; Soffía Auður
Birgisdóttir ræðir um samband Sölku
Völku og móður hennar; og Vésteinn
Ólason tekur fyrir hetjuhugmyndina
i verkum skáldsins. í fjórða heftinu
eru svo tvær greinar í viðbót um
Halldór, önnur eftir Bergljótu S.
Kristjánsdóttur, sem fjallar um af-
stöðu hans til skáldskapar, og grein
þar sem Öm Ólafsson ræðir framúr-
stefnu í verkum Halldórs á árunum
milli stríða.
Skáldskapur í þessum timaritsheft-
um er eftir Braga Ólafsson, Bertolt
Brecht (Þorsteinn Gylfason þýðir),
Dag Sigurðarson, Einar Má Guð-
mundsson, Hans Magnus Enzens-
berger (Kristján Ámason þýðir), Pét-
er Esterházy (Hjalti Kristgeirsson
þýðir), Gerði Kristnýju, Guðberg
Bergsson, Gunnhildi Sigurjónsdóttur,
Kristján Ámason, Magnús Einarsson,
Melkorku Teklu Ólafsdóttur, Óskar
Áma Óskarsson, Sindra Freysson,
Sjón, Stefán Sigurkarlsson og Thor
Vilhjálmsson.
Höfimdar ritdóma em Eiríkur Guð-
mundsson, Ingeborg Huus, Jón Hall-
ur Stefánsson, Kristján Amason,
Kristján B. Jónasson og Silja Aðal-
steinsdóttir.
Af öðm efni má nefna grein um
Hervarar sögu eftir Torfa Tulinius,
viðtal við Péter Esterházy, grein um
vinstristefnu og hrun heimskomm-
únismans eftir Áma Bergmann, grein
Ólafs Gíslasonar um endurmat á
Bertel Thorvaldsen, grein Ólínu Þor-
varðardóttur run Píslarsögu Jóns
Magnússonar, ritgerð eftir Hörð
Bergmann um markaðsþjóðfélagið,
hugleiðingu eftir Pétur Knútsson,
grein eftir Aðalgeir Kristjánsson um
Paludan MUller og Jónas Hallgríms-
son og Ioks þá grein sem einna mest-
um tíðindum sætir, en það er glæný
ádrepa Milans Kundera um skáld-
söguna og ofsóknimar á hendur Sal-
man Rushdie, þar sem m.a. er farið
þungum orðum um breska ráða-
menn.
Kápumyndir tímaritsins eru eftir
Nínu Tryggvadóttur og Antonio
Canova, tímaritið er prentað og
bundið í Odda hf., hvert hefti er 112
blaðsíður að stærð. í lok 4. heftis fylg-
ir yfirlit yfir efni árgangsins. Ritstjóri
Tímarits Máls og menningar er Ami
Sigiujónsson.
Draugagangur
Draugahúsið í skógmum heitir ný
myndabók um litla stúlku sem kann
ekki að hræðast. Hún villist úti í
skógi og nornir, draugar og skrímsli
trúa ekki sínum eigin augum, þegar
hún lætur sér hvergi bregða við ólæti
þeirra. Höfundur er Kicki Stridh, Eva
Erikson myndskreytti og Ámi Sigur-
jónsson þýddi. Mál og menning gef-
ur út bókina, sem er 29 blaðsíður og
kostar 880 krónur.
Fiskur á þurru
Fiskurinn sem flúði á land heitir ný
myndabók frá Máli og menningu,
sem segir frá því þegar lungnafiskur-
inn Kólumbus flúði á land undan há-
körlum hafsins. Erik Hjort Nilsen
segir hér söguna um upphaf lífsins á
jörðinni, bæði f máli og myndum.
Guðlaug Richter þýddi bókina, sem
er 26 bls. og kostar 880 krónur.
tindAtinn
STABFASTI
Einfætti tindátinn
Tindátinn staðfasti er eitt af hinum
sígildu ævintýmm H.C. Andersen og
fjallar um tindáta sem vantar annan
fótinn, en stendur samt jafn staðfast-
ur á sínum eina fæti og aðrir standa á
tveimur. Sígild þýðing Steingrims
Thorsteinssonar kemur nú út hjá
Máli og menningu í nýrri mynd-
skreytingu eftir Elisabeth Nyman.
Bókin er 30 bls. og kostar 880 krónur.
Tíminn 25
Julia Ogilvy er svo upptekin af þvi aö koma undir sig fótunum i viöskiptallfinu aö hún hefur ekki gefiö
sér tima til aö leiöa hugann aö barneignum enn.
Hamingjusamt
hjónaband íbresku
konungsfjölskyldunni!
Fréttir hafa borist jafnt og þétt af
alls kyns óhamingju og óförum í
nánustu fjölskyldu Elísabetar
Bretadrottningar á árinu sem senn
er á enda, „annus horribilis" eins
og hún talar sjálf um árið 1992.
En engar fréttir eru góðar fféttir
er stundum sagt og það á vonandi
við um þá ættingja drottningarinn-
ar sem lítið hefur borið á í fféttum.
Hér segir frá einum þeirra, en svo
sem ekkert fréttnæmt nema hvað
„allt gengur vel“.
James Ogilvy er sonur Alexöndru
prinsessu, þær Elísabet eru
bræðradætur, og Sir Angus Ogilvy.
Það er reyndar stutt síðan að í
spegli Tímans var sagt frá ósætti
þeirra hjóna og dóttur þeirra Mar-
inu Mowatt, sem þeim fannst hafa
gifst niður fyrir sig. En engar sögur
fara af því að James bróðir hennar
eigi í útistöðum við einn eða
neinn. James kynntist konu sinni
Juliu þegar þau stunduðu bæði
nám við St. Andrews háskóla og
þau héldu brúðkaup sitt með pomp
og prakt árið 1988. Julia Ogilvy
hefur alla tíð síðan óskað þess að
setjast að í Skotlandi og nú hefur
henni orðið að ósk sinni. Hún hef-
ur gegnt starfi framkvæmdastjóra
eins virtasta skartgripafyrirtækisins
í spegli
1P« Itl M M ágrn
i ímans
í Edinborg, Hamilton & Inches,
undanfama fjóra mánuði og þykir
það óhemju spennandi enda er hún
að breyta öllu þar í hólf og gólf.
Samt þykir henni einna mest til
koma að hún stjórnar einmitt
versluninni þar sem afi hennar og
amma keyptu trúlofunarhringana
sína!
Þetta er ábyrgðarmikið starf fyrir
28 ára gamla stúlku og hún leggur
sig alla fram í starfinu. Maður
hennar vinnur hjá skipafélagi. En
þau eru ánægð með tilveruna, eru
samhent í því að njóta þess að búa í
Skotlandi og ekki síst þess að geta
farið í langar gönguferðir og rennt
fyrir fisk án mikillar fyrirhafnar í
tómstundum. „Við söknum Lond-
on alls ekki neitt", segir Julia Og-
ilvy.
Elísabet drottning var viöstödd brúökaup frænda sfns James Ogilvy og Juliu 1988. Þau eru enn ham-
ingjusamlega gift.