Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 22
22 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1992
ÍÞRÓTTA-
ANNÁLL
1992
Jónína Víglundsdóttir ÍA hampar hér bikarmeistaratitlinum í
knattspyrnu.
Janúar
Leeds United hóf nýtt ár í topp-
sæti ensku deildarinnar, en mikið
einvígi var á milli liðsins og
Man.Utd og höfðu þau talsvert for-
skot á næstu lið. Ragnheiður Run-
ólfsdóttir, sunddrottning, var val-
in íþróttamaður ársins af íþrótta-
fréttamönnum og var hún svo
sannarlega vel að titlinum komin.
Þeir Þorvaldur Örlygsson og
Guðni Bergsson léku hvorugir
með liðum sínum í Englandi í
mánuðinum og virðist ekki sjást
fyrir um vandræði þeirra. Hlynur
Stefánsson knattspyrnumaður í
ÍBV ákvað að ganga til liðs við
Örebro í Svíþjóð og Gunnar Már
Másson skipti úr Val í KA. Skaga-
menn sigruðu á íslandsmótinu í
innanhússknattspyrnu knatt-
spyrnu og Breiðablik sigraði í
flokki kvenna. íslenska landsliðið
bar sigur úr býtum á sex landa
móti í Austurríki og Körfuknatt-
leikslandsliðið lék við Litháa og
sigruðu þjóðirnar í einum leik
hvor.
Febrúar
Þau Broddi Kristjánsson og Elsa
Nielsen tryggðu sér íslandsmeist-
aratitilinn í Hniti. Eric Cantona
gekk til liðs við Leeds og Björn
Rafnsson skipti úr KR í knatt-
spyrnunni og tók að sér þjálfun
Snæfells í 4. deild. Eyjólfur Sverr-
isson samdi á ný við Stuttgart og
sú stórfrétt barst úr kvennaknatt-
spyrnunni að Olga Færseth
markadrottningin úr Keflavík ætl-
aði að leika með UBK.
Vetrarólympíuleikarnir í Albert-
ville fóru fram í febrúar, en árang-
ur íslendinganna fimm var ekki
góður. Víkingsstúlkur urðu bikar-
meistarar í handknattleik og FH-
ingar bikarmeistarar karla. ís-
lenska landsliðið í knattspyrnu lá
fyrir Möltu, 1-0, ytra og Bjarni
Friðriksson sigraði á opna danska
meistaramótinu íjúdó.
Mars
Pétur Guðmundsson kúluvarpari
varð fimmti á Evrópumeistara-
mótinu í kúluvarpi sem er frábær
árangur. ísienska landsliðið sem
býr sig undir B-keppni HM sigraði
Litháa í tveimur leikjum. í
kvennahandboltanum tryggði
Stjarnan sér deildarmeistaratitil-
inn. Skagamenn tilkynntu að þeir
hefðu endurheimt Sigurð Jónsson
í 1. deildina í knattspyrnu, Þórður
Birgir Bogason fór frá Val til
Grindavíkur og Blikar fengu júgó-
slavneskan markmann.
Það sem bar þó hæst í þessum
mánuði voru bronsverðlaun sem
íslenska landsliðið í handknattleik
vann sér inn í B-keppninni í Aust-
urríki. Þeir tryggðu sér bronsið
með ævintýralegum sigri á Sviss.
Apríl
Keflavík og Valur léku til úrslita í
Japisdeildinni í körfuknattleik og
sigruðu Keflvíkingar eftir fimm
leiki. Keflvíkingar urðu sömuleið-
is meistarar í kvennaflokki. Teitur
Örlygsson var kjörinn bestur
körfuknattleiksmanna og Hanna
Kjartans best kvenna. Grótta og
UBK féllu í 2. deild í handbolta
karla. íslendingar gerðu jafntefli
við ísraelsmenn í vináttuleik, 2-2,
ytra og Fylkismenn náðu sér í tvo
Júgóslava til að styrkja lið sitt í 2.
deildinni. Bjarni Friðriksson vann
tvenn gullverðlaun á NM í júdó,
auk þess sem aðrir keppendur
náðu góðum árangri. Víkings-
stúlkur tryggðu sér Islandsmeist-
aratitilinn í handknattleik kvenna
í fyrsta sinn og FH-ingar og Sel-
fyssingar hófu úrslitakeppni sína
um titilinn í karlaflokki. Þorbjörn
Jensson var endurráðinn þjálfari
Valsmanna í handknattleik.
Maí
Jóhannes Sveinbjörnsson varð
glímukóngur íslands og er því
handhafi Grettisbeltisins næsta
árið. FH-ingar tryggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn í hand-
knattleik eftir harða úrslitakeppni
við Selfyssinga. Landslið íslands í
körfuknattleik varð í 7. sæti á
opna Norðurlandamótinu. Sævar
Jónsson endurheimti sæti sitt í
landsliði íslands í knattspyrnu
fyrir leik gegn Grikkjum ytra.
Eyjólfur Bragason var ráðinn
þjálfari HK í handknattleik og
Framarar tryggðu sér Reykjavík-
urmeistaratitilinn í knattspyrnu,
en Valsmenn sigruðu í meistara-
keppninni. U21 árs landsliðið tap-
aði 3-0 fyrir Grikkjum ytra, A-
landsliðið tapaði 1-0, en leikirnir
voru báðir liður í undankeppni
HM. Eyjólfur Sverrisson varð
þýskur meistari með liði sínu
Stuttgart og átti Eyjólfur ekki
minnstan þátt í þeim sigri. Páll
Kolbeinsson gekk í raðir Tinda-
stóls í körfuknattleik. í 1. deild-
inni í knattspyrnu var Fram spáð
sigri, og KA og Þór falli. Leeds
Utd. varð enskur meistari í knatt-
spyrnu.
Júní
íslensku landsliðin, U21 árs og A-
landsliðið, léku við Ungverja ytra
og náðist þar frábær árangur. U21
árs liðið tapaði naumlega 3-2 en
A-Iiðið sigraði 1-2 með mörkum
þeirra Þorvaldar Örlygssonar og
Harðar Magnússonar. Þórsarar
sem komu úr 2. deild í knatt-
spyrnunni náðu að komast á topp
deildarinnar. Hans Guðmundsson
gekk í raðir HK í handknattleik,
en lenti í rimmu við FH-inga
vegna félagaskipta, sem leystist
ekki fyrr en eftir að mótið var haf-
ið. Júlíus Jónasson handknatt-
leiksmaður gekk að nýju í raðir
Paris Asnieres eftir að hafa verið í
tvö ár hjá Bidasoa. Svali Björg-
vinsson var ráðinn þjálfari Vals í
körfuknattleik.
JÚIÍ
KR-ingar komust í hann krappan
í 16-liða úrslitum í bikarkeppni
KSÍ þegar þeir heimsóttu Völ-
sunga á Húsavík. KR-ingar sigr-
uðu þó 1-2, en Völsungar leika í 3.
deild. Hörður Hilmarsson tók við
þjálfun Breiðabliks af Vigni Bald-
urssyni og Ómar Jóhannsson tók
við af Sigurlási Þorleifssyni sem
þjálfari Eyjamanna. íslendingar
sendu 13 íþróttamenn auk ís-
lenska landsliðsins í handknatt-
leik, sem bættist við síðar. Eftir
frekar slakan árangur Ragnheiðar
Runólfsdóttur tilkynnti hún að
hún væri hætt keppni. Árangur
annarra keppenda á ÖL í júlímán-
uði var frekar slakur. Björn
Steffensen var ráðinn þjálfari ÍA í
körfuknattleik
Agúst
íslendingar léku landsleik við
ísraelsmenn og biðu þar lægri
hlut 0-2. Leikurinn var vináttu-
leikur. Sigurður Einarsson náði 5.
sæti í spjótkastkeppninni á ÓL í
Barcelona og íslenska landsliðið í
handknattleik náði fjórða sæti,
tapaði leik gegn Frökkum um
bronsið. Valsmenn tryggðu sér
bikarmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu karla í þriðja skiptið í röð
og ÍA í kvennaflokki annað árið í
röð.
September
Skagamenn tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í knattspyrnu eft-
il
Bandalag starfsmanna
ríkis og bœja
óskar landsmönnum öllum
gleðilegs árs
og friðar
m