Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1992
„Menn búa sig undir
að geta svarað þessu“
— segir Benedikt Davíðsson forseti ASÍ um atvinnustigið og rýrnun kaupmáttarins
„Að því er varðar þá atburði sem mér finnst snerta okkar fólk
mest, þá er fyrst og fremst að nefna atvinnustigið. Þess finnst
mér þungbærast að hugsa til og því tengist það fólk sem ég hef
mest samskipti við o| hef mestar áhyggjur af“, segir Benedikt
Davíðsson forseti ASI, þegar við innum hann eftir hvað helst
brenni á verkalýðshreyfingunni nú um áramótin.
„Svo fær fólk nú auðvitað skell
í sambandi við launakjörin og
kaupmáttinn. Tvímælalaust eru
allir sammála um að við slíkt
megi ekki búa áfram og að menn
skuli rétta sinn hlut. Engum
innan raða ASÍ getur blandast
hugur um að það er röng áhersla
hjá ríkisstjórninni eða Þjóðhags-
stofnun að ígildi kaups skuli
vera óbreytt þegar kjörin eru
færð niður um 7-8% með þeim
hætti sem nú hefur verið gert.
Því eru nú mikil fundahöld í öll-
um verkalýðsfélögum landsins,
er menn búa sig undir að geta
svarað þessu með þeim eina
hætti sem við höfum lögvarinn
til þess að verjast — það er með
því að segja upp kjarasamning-
um og reyna að ná fram lagfær-
ingu.
Við höfum verið að reyna að
vinna upp tillögur í sambandi
við atvinnumálin í því augna-
miði að koma í veg fyrir enn
aukið atvinnuleysi. I þetta vor-
um við búin að leggja talsverða
vinnu í haust og við erum ekki
hætt, þótt ríkisstjórnin hafi rof-
ið sambandið við okkur um
þetta og tekið út úr einhverja af
þeim punktum sem við vorum
að vinna að. Við höldum ótrauð
áfram að vinna upp tillögur sem
í framkvæmd mundu draga úr
atvinnuleysinu og því máli
finnst mér mest brennandi að
sinna — auk þess sem ég hef
þegar getið um og snýr að því
áfalli sem launakjörin hafa orðið
fyrir. Okkur er Ijóst að við viss
efnahagsleg vandamál er að etja
og að þörf er á að vinna sig út úr
vandanum. Það viljum við reyna
fremur en að leggja óbærilegan
kostnað á okkar fólk vegna
átaka. Áður verða aðrar leiðir
reyndar til þrautar.
Þetta er það sem mér er efst í
huga nú um áramótin. í fram-
haldi af fundum félaganna vegna
uppsagna samninga, á ég von á
að við verðum með fundi með
stjórnum þeirra í janúar næst-
komandi, hér og þar um landið.
Á þeim fundum munu menn
bera sig saman um hvernig helst
skuli standa að aðgerðum og á
hvað beri að leggja megináhersl-
una“.
Benedikt Davíðsson.
Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaga:
Mikilvægt er að kjara-
samningar náist án átaka
„Það sem er mér minnisstæðast eru kjarasamningarnir frá því í vor
sem náðust í framhaldi af því samstarfí sem tókst að skapa milli að-
ila vinnumarkaðarins með samningnum 1990. Ég Iít ekki svo á að
það hafí slitnað upp úr þessu samstarfi. Það hefur orðið hlé á því
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ég vona svo sannarlega að það
takist að halda samstarfínu áfram á nýju ári. Mér fínnst það óskap-
lega viðamikið mál að það takist. Þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjómar-
innar geri ég mér góðar vonir um að það verði friður á vinnumark-
aði á nýju ári“, sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnu-
málasambands samvinnufélaga.
„Verkalýðsforingjar hafa sagt við
mig að höfuðágreiningur þeirra sé
ekki við okkur heldur ríkisstjórnina.
Menn skilja stöðu atvinnulífsins.
Ég er ekki í neinum vafa um að rík-
isstjórnin ræður miklu um það
hvernig til tekst á vinnumarkaði á
nýju ári. Það fer algjörlega eftir við-
brögðum ríkisstjórnarinnar þegar
til hennar verður leitað í febrúar-
mánuði hvernig framhaldið verður.
Það ár sem er að líða hefur verið at-
vinnulífinu með fádæmum erfitt.
Það sem veldur einna mestum von-
brigðum er að ekki skuli hafa tekist
að lækka vaxtakostnaðinn. Vaxta-
kostnaðurinn hefur verið allt of hár.
í reikningum yfir fyrstu 10 mánuði
þessa árs, er það áberandi hve vaxta-
kostnaðurinn hefur hækkað frá ár-
inu áður og hefur haft afgerandi
áhrif á niðurstöðuna.
Því miður held ég að næsta ár verði
okkur afar erfitt og menn verða að
búa sig undir það. Eg vona hins veg-
ar að það fari að birta til á árinu
1994, en til að svo megi verða, verð-
ur okkur, aðilum vinnumarkaðar-
ins, að takast að ná saman um skyn-
samlega samninga fljótlega á næsta
ári. Ef okkur tekst ekki að ná kjara-
samningum fljótlega á árinu mun
það framlengja svartnættið sem nú
ríkir í okkar efnahagsmálum", sagði
Hjörtur. -EÓ
Hjörtur Elríksson.
jr Ögmundur Jónasson, formaður BSRB:
Ojafnaðarstefnan hindrar hagvöxt
Árið sem er að líða hefur verið ár mikilla tíðinda fyrir íslendinga. Marg-
vísleg vandamál hefur borið að höndum, sem valda áhyggjum. Við innt-
um Ogmund Jónasson, formann BSRB, álits á stöðunni í efnahags- og
atvinnumálum:
„Eftir allar þjóðarsáttirnar — þar
sem fulltrúar ólíkra hagsmuna
komu að borði með það fyrir augum
að finna sameiginlegar lausnir — þá
hefur viðkvæðið jafnan verið, þegar
horft hefur verið á gjörðir stjórn-
valda undanfarin misseri — og
menn hafa reynt að skilja þær og
skilgreina — að eitthvað hlyti að
vera að, að eitthvað hefði farið úr-
skeiðis. Menn hafa jafnvel tekið svo
til orða að ríkisstjórnin hafí leikið af
sér, ráðherrum gæti ekki hafa verið
alvara, einhver hroðaleg mistök
hefðu átt sér stað og þar fram eftir
götunum. Þetta hefur jafnan verið
viðkvæðið, þegar ný stjórnarfrum-
vörp hafa verið kynnt," segir Ög-
mundur.
Hann segir menn hins vegar vera
að byrja að átta sig á því að þetta er
alröng nálgun. Ríkisstjórnin hafi
alls ekkert spilað af sér. Hún sé full-
komlega sjálfri sér samkvæm —
hún standi meira að segja vel í
stykkinu. Það er að segja fyrir sína.
Innan stjórnarliðsins hafi margir
orðið mjög reiðir vegna fjárlaganna
— ekki út af árásum á öryrkja, held-
ur vegna þess að Shell er áfram látið
greiða landsútsvar. „Hvílíkt rang-
læti, hvílík mismunun — í saman-
burði við Kók og Bónus, sem siuppu
við aðstöðugjaldið. Menn áttu ekki
nokkurt orð. Enda ætlar VSÍ í mál.
Þó nú væri,“ segir formaður BSRB.
Ögmundur segir kominn tíma til
að fólk átti sig á því að ríkisstjórnin
situr ekki við neitt þjóðarsáttarborð.
Hún sé einfaldlega í hagsmuna-
gæslu. „Hún er í hagsmunagæslu
fyrir stórfyrirtæki, hún er í hags-
munagæslu fyrir fjármagnseigend-
ur. í stuttu máli: hún er í hags-
munagæslu fyrir efnafólk á íslandi.
Og henni hefur ekki aðeins tekist að
halda hlut umbjóðenda sinna.
Henni hefur tekist að auka hann og
bæta. Fyrir hönd umbjóðenda sinna
er ríkisstjórnin ekki í vörn, hún er í
sókn, stórfelldri sókn,“ segir hann.
„Og það sem er hrikalegast er að
hún stillir upp til sóknar í skjóli at-
vinnuleysis. Menn eru látnir finna
að atvinna þeirra sé ótrygg. Og það
er skorið niður í velferðarkerfinu og
það er einkavætt á þeim grundvelli
að verið sé að fara vel með sameigin-
lega fjármuni. Þetta er náttúrlega af
og frá.
Hér á Iandi hefur pólitískt vald að
undanförnu þjónustað stóru, stönd-
ugu aðilana á markaðinum. Fært
þeim skattaívilnanir sem nema
milljörðum og boðið þeim til gjafar
ríkiseignir, stofnanir og starfsemi
sem samfélagið hefur komið sér
upp. Þannig að það er ekki verið að
spara eða sýna ráðdeildarsemi. Það
er verið að eyða og sólunda. Efnin
eru færð á fáar hendur. Á sama tíma
minnka tekjur annarra eða þeir
hreinlega missa atvinnu sína. Og
varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar
til efnahagsmála almennt, þá er það
umhugsunarefni hvernig tekið er á
okurvöxtunum, sem sennilega eru
sá þáttur sem mestu veldur um erf-
iðleika í atvinnulífi og þar af leið-
andi lágt atvinnustig. Að ekki sé nú
minnst á skattlagningu arðs af fjár-
magni. Á hálfs árs fresti er okkur
sagt að allt sé í könnun og athugun
og síðan er sagt að könnuðirnir hafi
komist að raun um að málið sé mjög
flókið. í næstu lotu er sagt að þótt
málið sé flókið, verði það skoðað og
gaumgæft til þrautar. Því mega
menn treysta.
En það skyldi þó aldrei vera að hér
væru hagsmunir að veði, að um
væri að ræða hagnað sem nemur
hundruðum milljóna, og að þeir
sem eru aðnjótendur þessa hagnaö-
ar — skjólstæðingar ríkisstjórnar-
innar — eigi sitt komið undir því að
henni takist að þæfa málið til þess
að óbreyttu ástandi verði viðhaldið.
Ég fæ ekki betur séð en einmitt
svona sé í pottinn búið. Fyrir efna-
fólk á íslandi hefur þetta verið gott
ár. Vextir hærri en áður hefur þekkst
og misskipting tekna almennt farið
vaxandi. Þeir, sem telja þetta til
góðs, geta því glaðst yfir góðu ári.
Fyrir þjóðina almennt, sérstaklega
þá sem standa á einhvern hátt höll-
um fæti, hefur þetta hinsvegar ekki
verið gott ár. Auknar á'iögur hafa
verið settar á sjúklinga, gamalt fólk,
öryrkja og þá sem búa við ómegð.
Ögmundur Jónasson.
Fyrir þá einstaklinga, sem tilheyra
þessum hópum og búa við almennar
launatekjur, hefur þetta verið slæmt
ár. Og fyrir almennt launafólk hefur
orðið rýrnun á heildarkjörum. Enda
kemur maður nú orðið hvergi að
þar sé ekki talað um nauðsyn þess
að hnekkja stjórnarstefnunni,"
sagði Ögmundur.
Ögmundur telur að mjög margir
þeirra, sem stutt hafa stjórnina, séu
farnir að efast um gildi þeirrar
stefnu sem fylgt er. „Ég held að
margir séu farnir að átta sig á því að
ójafnaðarstefnan kemur í veg fyrir
hagvöxt og leiðir beinlínis til efna-
hagslegrar stöðnunar og atvinnu-
leysis. Lítil efnahagseining eins og
okkar er sérstaklega viðkvæm fyrir
þróun í þessa átt,“ segir hann og
bætir síðan við: „Ríkt fólk kaupir
munaðarvörur, en þær eru að meg-
inhluta fluttar inn til landsins. Is-
lensk þjónusta og vara byggir hins
vegar fyrst og fremst á almennri
neyslu hér innanlands. Ef dregið er
stórlega úr innlendri eftirspurn,
eins og nú er stefnt að með því að
skerða kaupmátt almennings — hjá
fjöldanum, á meðan minnihlutinn
fitnar sem aldrei fyrr — þá gerist
það fyrr eða síðar að hjól atvinnu-
lífsins stöðvast. Og þetta er því mið-
ur að gerast. Og auðvitað þurfa nú
allir að taka höndum saman um að
stýra þessari þróun inn á nýja braut.
Hvarvetna erlendis eru menn nú að
söðla um. Brauðmolahagfræði Rea-
ganismans, sem byggði á því að gefa
hinum ríku svigrúm til að baka hin
stóru brauð — því fleiri yrðu mol-
arnir sem hrykkju til okkar hinna —
sú hagfræðikenning er nú víðast
hvar á leið í ruslakörfuna. Nema þá
ef til vill hér á landi.
Mér sýnist þetta stefna víðast hvar í
að hinn hugsandi maður vilji smíða
kerfi með öflugum markaði, en að
honum verði settar ákveðnari skorð-
ur en áður og hætt verði að tilbiðja
hann að frumstæðra manna hætti,
eins og gert hefur verið um nokkurt
skeið, sérstaklega innan háskóla-
stofunnar og í bómullarvöggum
frjálshyggjudrengja og -stúlkna,
sem aldrei hafa komist úr vernduðu
umhverfi fjármagns og pólitískra
áhrifa," sagði ögmundur Jónasson
að lokum.