Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn 7 Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans: Horfur hafa dökkn- að í okkar þjóðlífi ,J\lér er minnisstæöast hvað allar horfur hafa dökknað í okkar þjóð- lífi á því ári sem er að líða. Erfiðleikar hafa aukist í efnahagsmálum og atvinnuleysi er orðið meira en hér hefur verið um áratugaskeið“, sagði Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans um atburði þess árs sem nú er að líða. ,Af einstökum þingmálum er mér baráttan um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna mjög minnis- stæð. Mjög hörð átök urðu á Al- þingi um þær breytingar sem rík- isstjórninni tókst að lokum að knýja fram á lánasjóðslögunum, breytingar sem ég tel að hafi haft og muni hafa afar slæm áhrif á okkar námsfólk og okkar mennta- kerfi. Sé horft fram á næsta ár þá virð- ist svo sem ekkert bendi til þess að ástandið muni skána. Sé eitthvað að marka spár fiskifræðinga þá eru ekki líkur til þess að veiðar aukist að neinu marki. Á meðan við sitj- um uppi með þessa ríkisstjórn, sem að mínum dómi er að magna þessa kreppu með sínum aðgerð- um, þá er náttúrulega ekki von á góðu. Maður vonar þó við hver áramót að lífíð verði okkur gott til lands og sjávar. Það er afar mikilvægt að menn missi ekki trúna á að við getum rifið okkur upp úr öldu- dalnum. Við megum ekki falla í þá gryfju að sitja með hendur í skauti og væla eins og ríkisstjórnin gerir. Af erlendum vettvangi vil ég nefna forsetakosningamar í Bandaríkjunum. Maður spyr sig hvaða breytingar kjör Clintons hefur í för með sér. Nú um áramót ieita náttúrulega á mann stórar spurningar varðandi þróunina í Evrópu og hvort Evr- ópska efnahagssvæðið verður yfir- leitt að veruleika. Það er líklegt að á nýju ári fáist svör við þessum spurningum. Við höfum alltaf haldið því fram, Kvennalistakonur, að rétta leiðin hefði verið sú að fara út í tvíhliða viðræður við EB. Ég held að við verðum að fara að skoða þessa leið betur, ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir í mál- inu. Maður vonar að árið 1993 færi okkur frið í heiminum, að átökum ljúki í Júgóslavíu og annars staðar þar sem barist er“, sagði Kristín. EÓ Kristín Ástgeirsdóttir. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins: Ríkisstjórnin glat- aði arfi þjóðarsátt- ar og stöðugleika „Mér flnnst það merkilegast að ríkisstjómin skuli vera búin að missa út úr höndunum þann góða arf þjóðarsáttar og stöðugleika sem hún fékk í hendur frá okkur í síðustu ríkisstjóra. Það er merki- legt að ríkisstjóra sem átti tækifærí á breiðrí samstöðu samtaka launafólks, atvinnulífs og stjóramálaaflanna í landinu, skuli hafa kosið stríð við allt og alla“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, þegar hann var beðinn að líta um öxl og minnast þess athyglisverðasta sem gerst hefur á árinu sem er aö líða. .Alþýðubandalagið setti fram í byrjun október ítarlegar tillögur um nýja leið íslendinga. í þeim til- lögum fólust hugmyndir um hvemig væri hægt að skapa allt að 1.800 ný störf í atvinnulífinu. Það var ljóst að bæði innan ASÍ, BSRB og samtaka atvinnulífsins var víð- tækur stuðningur við þessar hug- myndir. En á næturfundum um eina helgi í nóvember ákvað rfkis- stjórnin að slá á þessar útréttu hendur. Síðan hefur hún bara magnað ófriðarbálið í landinu. Þess vegna blasir því miður við á nýju ári óvissa og átök á vinnu- markaði. Gamli stíllinn í efna- hagsmálum virðist vera að halda innreið sína á nýjan leik. Þetta er allt saman mjög miður og spurn- ing er hvort ríkisstjórnin sér að sér á fyrstu dögum nýs árs og ákveður að snúa af þessari braut og taka Ólafur Ragnar Grímsson. höndum saman við okkur og aðra aðila í þjóðfélaginu um að taka hér upp nýja stefnu. Ef svo verður ekki óttast ég því miður að nýtt ár verði okkur mjög erfitt. Á erlendum vettvangi finnst mér rísa hæst að bandaríska þjóðin af- þakkaði hina hörðu frjálshyggju eftir að hafa kynnst henni í 12 ár. Glæsilegur sigur Clintons var ávís- un á nýja umbótastefnu þar sem finna má margar þær hugmyndir í efnahagsmálum sem við höfum verið að kynna hér að undanförnu á íslandi. Það er satt að segja stór- furðulegt að á sama tíma og bandaríska þjóðin hafnar hinni hörðu frjálshyggju þá skuli þetta heittrúaða kreddugengi ráða ís- lenska stjórnarráðinu", sagði Ólaf- ur Ragnar. -EÓ OLAFI GUÐMUNDSSYNI handritafræðingi voru veitt heið- ursverðlaun úr minningarsjóði um Ásu Guðmundsdóttur Wright, fyrir áratuga- starf að handrita- og textarannsóknum. Sturla Friöriksson formaður sjóðs- stjómar afhenti verðlaunin í fyrradag. Ása gaf Vísindafélagi fslendinga pen- ingagjöf áríö 1968 og var þetta því í 24 skipti sem verölaun voru veitt úr sjóön- um. Timamynd Ámi Bjarna. ÞORGEIR BALDURSSON forstjóri prentsmiðjunnar Odda var valinn maður ársins 1992 í íslensku viðskiptalífi en fyrirtækið prentar um þriöjung þess sem prentað er hér á landi. Stöð tvö og tímaritið Frjáls verslun standa að útnefningunni. Árni Vilhjálmsson prófessor, formaður dómnefndar, afhenti Þorgeiri heiöursskjal við hátíðlega viöhöfn í fyrradag. Tímamynd Ami Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.