Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 68
40 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Góð vika …
Hlandskálaeigendur. Össur Haf-
þórsson og félagar á tónleika-
staðnum Sódóma Reykjavík
fengu mikla athygli fyrir þá
nýbreytni sína að bjóða upp á
andlit útrásarvíkinga í hland-
skálum staðarins. Sódóma
opnar ekki fyrr en 6. mars og
enginn hefur einu sinni séð hland-
skálarnar enn þá. Góð markaðssetning, myndi ein-
hver segja. En aumingja útrásarvíkingarnir. Þessi
niðurlæging bætist við aðra sem þeir verða nú að
þola. Þeir geta þó huggað sig við að myndirnar af
þeim eru ekki ofan í sjálfum klósettunum og losna
því væntanlega við „númer 2“.
Fyrir norska skiptidíla. Þetta var ekki vond vika
fyrir alla brottreknu seðlabankastjórana því Ingi-
mundur Friðriksson, sá sem kvaddi fyrst, fékk
æsandi tilboð frá seðlabanka Noregs.
Vitanlega var Ingimundur upp
með sér, enda ekki á hverjum
degi sem manni er boðin vinna
nú í kreppunni, sérstaklega ekki
í banka. Á sama tíma var norskur
náungi selfluttur í funheitan stól
Ingimundar og félaga í Seðló. Það
virðist því hafa verið um eins konar
skiptidíl að ræða.
Slæm vika …
Fyrir ástralska fjárfesta. Steve
Cosser fékk ekki að kaupa Mogg-
ann og er eðlilega fúll. Hver
yrði ekki fúll yfir að missa
af svona gullnámu? Ekki er
vitað hvort milljarðerinn fékk
yfirhöfuð að kaupa eitthvað á
Íslandi. Það var óvanalega hátt
uppi á Cosser typpið í sjónvarps-
viðtölum. Hann er víst svona líka
ógeðslega ríkur, vill hann meina. Í
venjulegu árferði hefðu landsmenn verið svag
fyrir svona gengdarlausu monti og litið upp til
ríkidæmis útlendings sem vill fjárfesta
á skerinu. Bara ekki akkúrat núna.
Fyrir (d)rekna.
Sorrí. Það er að æra óstöð-
ugan að draga Davíð enn einu
sinni inn í þennan dálk, en nú
er ekki annað hægt. Maðurinn
kvaddi jú djobbið sem hann
vildi ekki kveðja í vikunni.
Loksins. Margir sáu snilldarlegan
stjórnmálajöfur þegar Davíð mætti
með allt á hornum sér í Kastljósið. Aðrir
sáu eitthvað allt annað. Var þetta síðasta vikan í bili
þar sem allt snerist um Davíð enn einu sinni? Maður
spyr sig. - drg
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Hvar ertu fæddur og hver er teng-
ing þín við Ísland? Ég fæddist í
Brattleboro í Vermont í Bandaríkj-
unum. Vinur minn, tónskáldið Nico
Muhly, er einnig frá Vermont. Við
fluttum báðir þaðan til New York
og hann kynnti mig síðar fyrir
Íslandi og Gróðurhúsinu, stúdíói
Valgeirs Sigurðssonar. Þar byrj-
aði ég að vinna árið 2006 með Val-
geiri og öllu frábæra fólkinu hjá
Bedroom Community og ég hef í
kjölfarið reynt að koma til Íslands
eins oft og ég mögulega get.
Hvenær varstu hamingjusam-
astur? Ég verð vonandi hamingju-
samastur einhvern tímann í náinni
framtíð.
Hvar býrð þú núna? Ég er heim-
ilislaus! Nei, kannski að mér sé
betur lýst sem farandsöngvara.
Ég er eiginlega alltaf á hljómleika-
ferðalagi en mér líður alltaf mest
eins og heima hjá mér í New York-
borg.
Hver er uppáhaldsflíkin í fata-
skápnum þínum og af hverju? Það
er græn skyrta og á henni stóð eitt
sinn „ Donnely Threshing Bee“
en stafirnir hurfu í þvotti. Vinur
minn Mike gaf mér hana þegar
ég var fjórtán ára og ég fer með
hana hvert sem ég fer. Mike reyndi
að verða ríkisstjóri í Minnesota á
tíunda áratugnum og til þess að
auglýsa sjálfan sig reið hann á
hestbaki yfir allt ríkið. Hann tap-
aði.
Hvenær byrjaðir þú að semja
tónlist? Ég hef aldrei í rauninni
samið lag, en tek gömul þjóðlög og
endurskrifa þau. Ég byrjaði á því
fyrir um fjórum árum en ég hef
spilað tónlist alla ævi. Ég á kass-
ettur af sjálfum mér að syngja
þegar ég var tveggja og hálfs árs
og ég byrjaði að læra á fiðlu þegar
ég var þriggja ára.
Hvernig tónlist hefur mest áhrif
á þig og hvað er uppáhaldslagið á
ipodinum þínum þessa stundina?
Ég er ekki viss um áhrifavald-
ana mína, sennilega fullt af dóti
sem mér finnst ekki einu sinni
skemmtilegt. En uppáhaldslagið
mitt á ipodinum mínum er „You“
af nýju plötu Q-Tip. Ég er líka með
allt sem ég finn með Theolonius
Monk á playlista og reyni að hlusta
á hann eins oft og ég get.
Er eitthvað sem heldur fyrir
þér vöku á nóttunni? Nei, ég bý
yfir ofurmannlegum krafti og get
sofið hvar sem er, hvenær sem er,
í mjög langan tíma.
Ef þú ættir tímavél, hvert mynd-
ir þú fara og hvers vegna? Ég
myndi fara til New York-borgar
árið 1957 til þess að heyra Theol-
onius Monk spila á Five Spot-
klúbbnum.
Áttu þér einhverja leynda nautn?
Kvikmyndir eftir Wes Anderson.
Hvaða núlifandi manneskju lítur
þú mest upp til? Kvikmyndaleik-
stjórans Takeshi Kitano. Eða The
RZA frá Wu Tang Clan.
En hvaða núlifandi manneskju
þolir þú ekki? Sennilega Dick
Cheney.
Hvaða eitt atriði myndi full-
komna líf þitt? Að láta gera við
gula kajakinn minn svo að ég gæti
farið út á haf og ferðast um heim-
inn ásamt ímynduðum vini mínum
sem væri selur.
Hvaða frasa ofnotar þú? „It‘s all
good“, hræðilegur frasi. Þetta er
ekki einu sinni satt.
Hvað er uppáhaldsorðið þitt á
íslensku? Mér finnst gaman að
segja „Hvað segirðu“.
Eru fleiri tónleikar skipulagðir
í Reykjavík á næstunni? Ekki sem
ég veit um en ég skal leyfa ykkur
að fylgjast með!
Hvaða lag vilt þú að sé spilað
í jarðarförinni þinni? „When you
know why you are happy“ eftir
Mary Margaret O‘Hara.
Er alltaf á
ferðalagi
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sam Amidon kom
fyrst til Íslands fyrir þremur árum en hann er hjá
íslenska plötufyrirtækinu Bedroom Community.
Anna Margrét Björnsson spjallaði við Sam að ný-
loknum tónleikum á Kaffibarnum í vikunni.
SAM AMIDON „Ég hef aldrei í rauninni samið lag, en tek gömul þjóðlög og endur-
skrifa þau.“
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: Samuel Tear
Amidon
STARF: Tónlistarmaður og
atvinnumaður í körfubolta
(NBA)
FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ-
IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI:
1981 , árið sem Frakkland hætti
að nota fallöxina.
Breytti slys þínum aðstæðum?
Við könnum rétt þinn á bótum!
Slys hafa margs konar áhrif á líf okkar og starf.
Fáðu ráðleggingar – það kostar þig ekkert.
Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n