Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 68
40 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Góð vika … Hlandskálaeigendur. Össur Haf- þórsson og félagar á tónleika- staðnum Sódóma Reykjavík fengu mikla athygli fyrir þá nýbreytni sína að bjóða upp á andlit útrásarvíkinga í hland- skálum staðarins. Sódóma opnar ekki fyrr en 6. mars og enginn hefur einu sinni séð hland- skálarnar enn þá. Góð markaðssetning, myndi ein- hver segja. En aumingja útrásarvíkingarnir. Þessi niðurlæging bætist við aðra sem þeir verða nú að þola. Þeir geta þó huggað sig við að myndirnar af þeim eru ekki ofan í sjálfum klósettunum og losna því væntanlega við „númer 2“. Fyrir norska skiptidíla. Þetta var ekki vond vika fyrir alla brottreknu seðlabankastjórana því Ingi- mundur Friðriksson, sá sem kvaddi fyrst, fékk æsandi tilboð frá seðlabanka Noregs. Vitanlega var Ingimundur upp með sér, enda ekki á hverjum degi sem manni er boðin vinna nú í kreppunni, sérstaklega ekki í banka. Á sama tíma var norskur náungi selfluttur í funheitan stól Ingimundar og félaga í Seðló. Það virðist því hafa verið um eins konar skiptidíl að ræða. Slæm vika … Fyrir ástralska fjárfesta. Steve Cosser fékk ekki að kaupa Mogg- ann og er eðlilega fúll. Hver yrði ekki fúll yfir að missa af svona gullnámu? Ekki er vitað hvort milljarðerinn fékk yfirhöfuð að kaupa eitthvað á Íslandi. Það var óvanalega hátt uppi á Cosser typpið í sjónvarps- viðtölum. Hann er víst svona líka ógeðslega ríkur, vill hann meina. Í venjulegu árferði hefðu landsmenn verið svag fyrir svona gengdarlausu monti og litið upp til ríkidæmis útlendings sem vill fjárfesta á skerinu. Bara ekki akkúrat núna. Fyrir (d)rekna. Sorrí. Það er að æra óstöð- ugan að draga Davíð enn einu sinni inn í þennan dálk, en nú er ekki annað hægt. Maðurinn kvaddi jú djobbið sem hann vildi ekki kveðja í vikunni. Loksins. Margir sáu snilldarlegan stjórnmálajöfur þegar Davíð mætti með allt á hornum sér í Kastljósið. Aðrir sáu eitthvað allt annað. Var þetta síðasta vikan í bili þar sem allt snerist um Davíð enn einu sinni? Maður spyr sig. - drg GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Hvar ertu fæddur og hver er teng- ing þín við Ísland? Ég fæddist í Brattleboro í Vermont í Bandaríkj- unum. Vinur minn, tónskáldið Nico Muhly, er einnig frá Vermont. Við fluttum báðir þaðan til New York og hann kynnti mig síðar fyrir Íslandi og Gróðurhúsinu, stúdíói Valgeirs Sigurðssonar. Þar byrj- aði ég að vinna árið 2006 með Val- geiri og öllu frábæra fólkinu hjá Bedroom Community og ég hef í kjölfarið reynt að koma til Íslands eins oft og ég mögulega get. Hvenær varstu hamingjusam- astur? Ég verð vonandi hamingju- samastur einhvern tímann í náinni framtíð. Hvar býrð þú núna? Ég er heim- ilislaus! Nei, kannski að mér sé betur lýst sem farandsöngvara. Ég er eiginlega alltaf á hljómleika- ferðalagi en mér líður alltaf mest eins og heima hjá mér í New York- borg. Hver er uppáhaldsflíkin í fata- skápnum þínum og af hverju? Það er græn skyrta og á henni stóð eitt sinn „ Donnely Threshing Bee“ en stafirnir hurfu í þvotti. Vinur minn Mike gaf mér hana þegar ég var fjórtán ára og ég fer með hana hvert sem ég fer. Mike reyndi að verða ríkisstjóri í Minnesota á tíunda áratugnum og til þess að auglýsa sjálfan sig reið hann á hestbaki yfir allt ríkið. Hann tap- aði. Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist? Ég hef aldrei í rauninni samið lag, en tek gömul þjóðlög og endurskrifa þau. Ég byrjaði á því fyrir um fjórum árum en ég hef spilað tónlist alla ævi. Ég á kass- ettur af sjálfum mér að syngja þegar ég var tveggja og hálfs árs og ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var þriggja ára. Hvernig tónlist hefur mest áhrif á þig og hvað er uppáhaldslagið á ipodinum þínum þessa stundina? Ég er ekki viss um áhrifavald- ana mína, sennilega fullt af dóti sem mér finnst ekki einu sinni skemmtilegt. En uppáhaldslagið mitt á ipodinum mínum er „You“ af nýju plötu Q-Tip. Ég er líka með allt sem ég finn með Theolonius Monk á playlista og reyni að hlusta á hann eins oft og ég get. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Nei, ég bý yfir ofurmannlegum krafti og get sofið hvar sem er, hvenær sem er, í mjög langan tíma. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- ir þú fara og hvers vegna? Ég myndi fara til New York-borgar árið 1957 til þess að heyra Theol- onius Monk spila á Five Spot- klúbbnum. Áttu þér einhverja leynda nautn? Kvikmyndir eftir Wes Anderson. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Kvikmyndaleik- stjórans Takeshi Kitano. Eða The RZA frá Wu Tang Clan. En hvaða núlifandi manneskju þolir þú ekki? Sennilega Dick Cheney. Hvaða eitt atriði myndi full- komna líf þitt? Að láta gera við gula kajakinn minn svo að ég gæti farið út á haf og ferðast um heim- inn ásamt ímynduðum vini mínum sem væri selur. Hvaða frasa ofnotar þú? „It‘s all good“, hræðilegur frasi. Þetta er ekki einu sinni satt. Hvað er uppáhaldsorðið þitt á íslensku? Mér finnst gaman að segja „Hvað segirðu“. Eru fleiri tónleikar skipulagðir í Reykjavík á næstunni? Ekki sem ég veit um en ég skal leyfa ykkur að fylgjast með! Hvaða lag vilt þú að sé spilað í jarðarförinni þinni? „When you know why you are happy“ eftir Mary Margaret O‘Hara. Er alltaf á ferðalagi Bandaríski tónlistarmaðurinn Sam Amidon kom fyrst til Íslands fyrir þremur árum en hann er hjá íslenska plötufyrirtækinu Bedroom Community. Anna Margrét Björnsson spjallaði við Sam að ný- loknum tónleikum á Kaffibarnum í vikunni. SAM AMIDON „Ég hef aldrei í rauninni samið lag, en tek gömul þjóðlög og endur- skrifa þau.“ ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Samuel Tear Amidon STARF: Tónlistarmaður og atvinnumaður í körfubolta (NBA) FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1981 , árið sem Frakkland hætti að nota fallöxina. Breytti slys þínum aðstæðum? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys hafa margs konar áhrif á líf okkar og starf. Fáðu ráðleggingar – það kostar þig ekkert. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.