Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 20
20 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR S tundum er skammt stórra högga á milli og ekki gott að vita hvar þau lenda. Grímur sigraðist á krabbameininu, en besti vinur hans, Guðjón Ægir Sigurjónsson, sem stóð þétt við bakið á honum meðan á baráttunni stóð, lést hins vegar í janúar síðastliðn- um þegar hann varð fyrir bifreið. Guðjón og Grímur æfðu meðal ann- ars maraþon og hlupu mikið saman um Selfoss. Grímur veit því betur en margur að lífið er óútreiknanlegt fyrirbæri. Hafði engar áhyggjur Það kom Grím í opna skjöldu að greinast með krabbamein vorið 2007. „Það er engin saga um krabba- mein í fjölskyldunni. Ég hélt, eins og flestir halda alltaf, að ég væri mjög hraustur og taldi mig ekki í neinum áhættuhópi. Ég fann ekki fyrir nein- um slappleika, hita eða veikindum. Það eina var að smá kúla kom allt í einu á hálsinn sem ég hélt að myndi bara fara. Hún stækkaði hins vegar smám saman og ég fékk óþægindi eins og ég væri með hálsbólgu. Þó tengdi ég kúluna og særindin í háls- inum alls ekkert saman og var ekk- ert að drífa mig til læknis. Það var því mjög skrítið þegar ég fór loks til heimilislæknisins, að heyra á honum að þetta gæti verið eitthvað alvar- legt.“ Hafði gengið með krabbameinið lengi Krabbameinið sem Grímur greind- ist með var svokallað flöguþekju- krabbamein sem birtist oftast sem húðkrabbamein utan á líkaman- um og í þeim tilfellum er auðvelt að sjá strax að um frumubreyting- ar er að ræða. Krabbameinið lagðist á slímhúðina í hálsi Gríms og háls- kirtlana. Því var hann að mati lækn- is búinn að vera með krabbamein lengi, jafnvel allt upp í eitt ár. Háls- kirtlakrabbamein er mjög sjaldgæft en á ári hverju greinast aðeins um tveir Íslendingar með þessa tegund krabbameins. Fjórum dögum eftir sjúkdómsgreininguna var Grímur drifinn í umsvifamikinn uppskurð. Fjögurra barna faðir „Þetta var mjög óraunverulegur tími og hræðslan er mikil fyrstu dagana og maður veit ekki hvernig meðferðin mun ganga, hverjar líkur manns eru eða í raun hvað fram- haldið býður manni upp á. Læknarn- ir sögðu mig eiga ágætis líkur þótt ekki sé kannski verið að gefa manni nákvæmlega upp hverjar þær eru. Maður finnur hvernig maður þráir að vita allt nánar og fer á netið og leggst í rannsóknarvinnu. Mér reikn- aðist til út frá því sem ég las að ég ætti að eiga í það minnsta fimmtíu prósent líkur á sigri,“ segir Grím- ur og bætir við að margar hugsanir þjóti í gegnum kollinn þessa fyrstu daga sem þó séu þokukenndir. „Ég á fjögur börn og það skýrist allt fyrir manni hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Manni finnst maður þurfa að nýta tímann með fjölskyldunni til hins ítrasta.“ Borðaði hafragraut í marga mánuði Krabbameinið var á það alvarlegu stigi að opna þurfti háls Gríms Áfallið fylgir manni alltaf Fyrsti vinnudagur Gríms Hergeirssonar á lögfræðistofu á Selfossi varð meira en örlagaríkur en ekki bara vegna nýs vinnuum- hverfis. Á hádegi fékk Grímur þá greiningu að hann væri með krabbamein í hálskirtlum sem hafði dreift sér í eitla. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Grím, rúmu ári eftir að meðferð lauk og tveimur mánuðum eftir að besti vinur hans varð fyrir bíl á Selfossi. STUTT STÓRRA HÖGGA Á MILLI Líf Gríms hefur tekið óvæntar beygjur síðustu árin og hann segist hafa lært að það er ekki hægt að gera ráð fyrir lífinu. Hann sé heppinn að geta farið út að hlaupa og sinnt börnunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI og skera í burtu eitla í hálsi, undir tungu og niður á bringu. Þetta var afar stór aðgerð en hér á landi er talið að áhrifaríkast sé að skera allt sem hægt er að skera burt við krabbameini af þessu tagi. „Þegar örið var að mestu gróið tók við geislameðferð í sex vikur. Hálsinn er afar viðkvæmt svæði og hún var því mjög sársaukafull og ég brennd- ist allur innan í hálsi og koki.“ Mán- uðum saman var hafragrautur því það eina sem Grímur gat nærst á og við tók langur og strangur tími. „Ég var mjög veikur allt sumarið og langt fram á haust. Konan mín er ljósmóðir og gat tekið sumarfríið sitt og sinnt mér en annars eru veikinda- réttindi maka engin þegar svona ber undir og helst að stóla á liðlega yfir- menn. Við vorum með yngstu dótt- ur okkur þarna aðeins rúmlega eins árs og svo tvö börn á aldrinum tíu til tólf ára. Elsta stelpan okkar var hins vegar orðin tvítug svo hún gat hjálp- að mikið til.“ Hljóp maraþon sex mánuðum eftir greiningu Grímur og kona hans tóku þá ákvörð- un að setja börnin alveg inn í málin eins og þau voru enda ekki hægt að komast hjá því að þau fylgdust með baráttu föður síns. Grímur ákvað þó snemma að þetta væri verkefni sem hann ætlaði að setja sér markmið í. Þannig var hann í lögfræði í Háskóla Íslands, á þriðja ári, þegar hann greindist, og tók þá ákvörðun að skrá sig í kúrsa um haustið. „Mér hefur kannski gengið betur, en ég náði að klára. Í nóvember skráði ég mig svo í maraþonhlaup sem átti að fara fram í London í apríl 2008. Maraþonið var þarna sem gulrót. Ég fór smám saman að byggja mig upp, gekk stutt- ar vegalengdir og fór svo út að hlaupa með konunni minni og vinum hér á Selfossi. Ég á því mikið að þakka að ég var í góðu formi þegar ég veikt- ist og hafði hlaupið mikið áður. Það hefur eflaust haft mikið með það að gera að ég var fljótari að ná mér en menn bjuggust við.“ Þunglyndi getur sótt á Þegar sjúkdómurinn hefur verið sigraður tekur við strangt eftirlit og í dag fer Grímur á tveggja mánaða fresti í athugun. Það er mikil spenna í kringum þann tíma. „Stundum er eins og fólk búist við því að maður hafi kvatt krabbameinið að fullu, lifi fjarri sjúkdómnum fyrst maður hafi sigrast á honum. Það er ekki svo auð- velt. Sjúkdómurinn fylgir manni alla tíð og áfallið sem maður lendir í er kannski bara eins og að lenda í snjó- flóði, maður er breyttur maður og hugsanirnar geta ásótt mann: Mun sjúkdómurinn taka sig aftur upp? Og það er alltaf mikil gleði að vera kominn úr skoðun og allt kom vel út. Kannski rjátlast þetta af manni. En það er alveg hætt við að margir, sem hafa kannski ekki góða að tala við, finni fyrir þunglyndi þegar slíkar hugsanir sækja á.“ Grímur mælir eindregið með því að þeir sem eru í þessum sporum og eru að há þessa baráttu leiti til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. „Þar eru sér- fræðingar sem geta hjálpað manni alveg ótrúlega mikið og eru alltaf boðnir og búnir til að svara öllum spurningum.“ Grímur segir að það sé kannski ekki alltaf efst á óskalistanum að ræða sjúkdóminn í þaula við kunn- ingja sem maður hitti á götum úti. „Maður vill halda áfram og verður fljótt leiður á því að svara spurn- ingum um hvernig manni líði. Ég skil það samt alveg, fólk spyr af umhyggjusemi. En það kemst upp í vana að segja bara að manni líði vel þótt maður sé kannski enn þá mjög veikur.“ Heppinn Örið á hálsi Gríms minnir hann á hvað er að baki og hvað muni fylgja honum næstu árin. „Ég flý ekki sjúk- dóminn og það er margt breytt. Ég er með skerta munnvatnsframleiðslu og þarf því að drekka mikið til að mat- urinn festist ekki í hálsinum. Ég er alveg tilfinningalaus öðrum megin í andlitinu og langt niður á bringu. Ég tel mig hins vegar lukkunnar pamfíl. Oft þegar ég fer út að hlaupa hugsa ég með mér hvað ég sé heppinn að geta verið úti að hlaupa en ekki undir grænni torfu. Og að ég gæti háð bar- áttu, það eru ekki allir sem eiga kost á því. Baráttan er verkefni og þannig verður maður að líta á það.“ Berlín í haust Grímur er þessa dagana að klára mastersritgerð úr lögfræði og vinn- ur með skólanum á lögmannsstofunni sem hann byrjaði fyrsta vinnudaginn svo eftirminnilega á. Hann hleypur mikið og segir að þessa dagana sé hann eins og flestir aðrir Íslending- ar að vona að framtíðin beri eitthvað bjartara í skauti sér en flestir ótt- ast. „Það sem skiptir máli er auðvit- að heilsan og ef maður nær að eiga húsnæði fyrir sig og börnin getur maður verið sáttur. Þetta snýst ekki um neitt annað. Það er samt auka- álag að vera veikur get ég ímynd- að mér á svona tímum. Og ég finn það sjálfur að ég hugsa meira um hvað verði ef ég veikist aftur. Er ég tryggður og hvaða réttindi hef ég á krepputímum? Það er erfitt að ganga í banka í dag og redda sér yfirdrætti hvenær sem er. En ef það kemur að því þá kemur bara að því. Maður verður bara að gíra sig upp í verk- efnið sem krabbameinsbaráttan er. Nú er ég hins vegar að undirbúa mig undir maraþon í Berlín í haust sem og að útskrifast í sumar úr lögfræð- inni. Það skiptir mestu máli á þess- um tíma að halda vinnu og húsnæði. Annað er hjóm eitt.“ Sjúkdómur- inn fylgir manni alla tíð og áfallið sem maður lendir í er kannski bara eins og að lenda í snjó- flóði, maður er breyttur maður og hugsanirnar geta ásótt mann: Mun sjúkdómur- inn taka sig aftur upp? Árlega greinast um 630 karlar með krabbamein á Íslandi, almennt gera þeir sér seinna grein fyrir einkennunum en konur. Á morgun hefst formlega átak Krabbameinsfélagsins Karlmenn og krabbamein. Yfirskrift viðtalsins í ár er Lífsstíll, heilsa og mataræði og er höfuðáherslan á að með því að stunda heilbrigða lífshætti sé hægt að draga úr líkunum á krabba- meini. Þar má benda á þætti eins og heilbrigt mataræði, að vera í kjörþyngd, að forðast reykingar, að drekka sem minnst af áfengi og varast sólbruna. Mælt er með því að borða mikið af tómötum, hvítlauk og gulrótum. Mikið af grænmeti og ávöxtum og eins er gott að neyta mikilla trefja, t.d. grófs korns og bauna. Átakið hefst með pomp og prakt í Vodafone-höllinni á morgun kl. 14 en þá etja kappi helstu knattspyrnuhetjur landsins eldri en fjörutíu ára og núverandi lands- liðshetjur. Í tengslum við átakið verður sala á „miðum“ í matvöruverslunum – sem fólk getur keypt fyrir 250, 500 eða 1000 kr. Þá verða falleg bindi með litum átaksins (blátt, fjólublátt og hvítt) til sölu í verslunum Herragarðsins. Litlar álnælur (svipaðar og bleiki borðinn) verða einnig seldar til fyrirtækja. Peningurinn sem safnast fer til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar, sem veitir körlum og konum ókeypis ráðgjöf, námskeið og þjónustu af ýmsum toga, og í frekari forvarn- ir. Karlmenn og krabbamein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.