Tíminn - 15.01.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 15.01.1993, Qupperneq 5
Föstudagur 15. janúar 1993 Tlminn 5 Laundrjúgur skáldskapur Krlstján Kaiisson: Kvæðl 92, Almenna bókafélagiö 1992. Það fer víst ekki milli mála að Kristján Karlsson hefur haslað sér völl sem eitt af fremstu Ijóðskáldum okkar. Þó fer því fjarri að hann fari fram með nokkrum látum, hvað þá bægslagangi. Ljóð hans eru yfirlæt- islaus og fjarri því að vera hávær. Þvert á móti eru þau þeirrar tegund- ar sem kallar á vandlegan lestur og yfirlegu. Þau bera með sér menntun höfundar í Vesturheimi og hin al- þjóðlegu viðhorf sem þar eru ríkj- andi. Víða skírskotar hann til per- sóna sem þekktar eru á heimsmæli- kvarða. Sjónarhom hans er með öðmm orðum talsvert víðara en það sem við eigum að venjast hér uppi á hólmanum. Gott dæmi um yrkingarmáta Krist- jáns er upphafsljóð þessarar bókar, Á hinn bóginn: Andstæða sérhvers hlutar er eftirlíking hans: andstœður vamargarðs laufhringur umhverfis tré og smálœkur með hólmum sem eyðast hægt og hægt. Ég er ekki viss um að ég sé fær um að túlka þetta kvæði nákvæmlega. En á hinn bóginn ber það með sér þá vandvirkni og það Iistamannshand- bragð í samspili orðanna sem gerir ljóð að góðum ljóðum. Ég held að ef við eigum að reyna að skilgreina í hverju Iist Kristjáns sé fólgin sé einna helst að benda á þetta: Hann er búinn að ná því valdi á málinu að það getur verið hreinasta unun að lesa ljóð hans, þeirra sjálfra vegna, jafnvel þótt efnið eða vísanimar höfði ekki tiltakanlega sterkt til okk- ar. Kannski er þetta loðið en þó trú- lega það sem skilur á milli feigs og ófeigs f Ijóðagerð. Ef tína á til galla á verkinu er kannski helst að benda á að á stöku stað em vísanir Kristjáns nokkuð óljósar og benda í átt til fólks eða fyrirbæra sem ætla verður að venju- legum íslenskum lesanda séu ekki handbærar. Þannig er langt frá því að mér sé ljóst hvað hann er að fara í sumum tilvikum. Annars staðar er hann þó meira á heimaslóðum, svo sem í persónunni Eyvindi sem kemur þarna fram í nokkmm Ijóðum. Eyvindur kemur þar fram sem eins konar viðmæl- andi skáldsins og er notaður til að koma boðskap hans á framfæri í ýmsum málum. Víða hafði ég gaman af ljóðunum en lengst staldraði ég þó við ljóð sem höfundur nefnir Tómstundir. Það byrjar svona: Þómý á einhverjum aldri fer ofan í snjórákir Esjunnar með sjötíu ára gömlum varalit dregur Hvítbláin upp á Skálafelli með amiku sem vitrast henni blá, ogjógúrt. Ljóðið er lengra en þar er að mínu viti á ferðinni ósvikið skopskyn sem sér- staklega höfðar til okkar Reykvíkinga og Esjunnar sem við höfum daglega fyrir augunum. En eftir stendur þó fýrst og fremst að hér er á ferðinni Kristján Karlsson. ljóðabók sem nær því máli að hana má enginn ljóðaunnandi láta fram hjá sér fara. Hún er miklu efnismeiri en svo að hægt sé að gera henni nokkur full- nægjandi skil í stuttum ritdómi. Hún er svo efhismikil að menn geta legið yfir henni lengi. Hér er með öðrum orðum á ferðinni laundrjúgur skáld- skapur sem felur í sér miklu fleira en kannski sést í fljótu bragði. Og þannig eiga ljóðabækur að vera. Eysteinn Sigurðsson Fjarlægt samfélaginu Slndrl Freysson: fljótið sofandi konur, Forlagiö 1992. Að því er segir á bókarkápu er hér á ferðinni rúmlega tvítugt ungskáld sem núna sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók. Nafn hans kemur þó kunnuglega fyrir sjónir, enda mun hann þegar hafa birt töluvert af skáldskap í tímaritum og safnritum. Það gildir um alla þá, sem velja sér hlutskipti ljóðskáldsins, að þeir þurfa að gera upp við sig hvort þeir ætla að yrkja fyrir almenna lesendur eða útvalinn hóp þess fólks sem gjarnan kallar sig áhugafólk um ljóðlisL Taki menn seinni kostinn, er Ijóst að þeir eiga á hættu að verk þeirra verði ekki lesin nema af til- tölulega fámennum hópi áhuga- fólks, en nái ekki almennri skírskot- un. Ég veit ekki hvort Sindri Freysson hefur velt þessu fyrir sér, en hitt virðist ljóst að ljóð hans eru þess eðlis sem flokkast hér í síðar nefnda flokkinn. Það er margt gott um ljóð hans að segja, þau er hnitmiðuð, vel samin og greinilega þrautfáguð. Um tjáningarþörf og raunverulega tján- ingargetu höfundar þarf sömuleiðis ekki að efast. En hitt er jafnljóst að hann leggur ekki stund á að yrkja á það ljósan og auðskilinn veg að búast megi við að ljóð hans höfði beint til íslensks al- mennings. Þvert á móti virðist hann kappkosta að fela skírskotanir sínar og það sem nefna mætti raunveru- leg viðfangsefni Ijóðanna, þannig að fyrir lesanda getur það kostað jafn- vel töluverða yfirlegu að fá botn í málin. Þau eru með öðrum orðum f)arlæg samfélaginu í kringum sig. Ég nefni sem dæmi annars vel ort Ijóð sem heitir Galdur skerjanna: Ég bý í öllu því sem ég eyði annars væri tortímingin gleðilaus. Þetta segi ég þér seinna þérsem skjögrar burt með skipsflök í sálinni fangað bergmál af fomri þráhyggju. Ég á heima í öllu því sem ég eyði fórþó fyrr en rottumar en slíkur er galdur skerjanna. Sindri Freysson. Ég býst við að fleirum fari sem mér að spyrja hvað sé hér verið að fara. Hér er skáldið með gott efni, sker sem geta tortímt skipum, og slíkum skipströndum líkir hann saman við hvers konar skipbrot sem menn geta beðið á lífsleiðinni. Og rotturnar sem sagan segir að yfirgefi skip, sem á fyrir höndum að farast, eru hér einnig á sínum stað. En hér vantar samhengi eða það sem kalla mætti markvissa úr- vinnslu hugmyndarinnar sem verið er að byggja upp ljóð utan um. Ljóð- ið er hnitmiðað og vel gert að ytra formi til, en ekki er nægilega vel unnið úr hugmyndinni eða hún tengd við einhver þau atriði í samfé- lagi okkar sem geri þetta að veru- lega listrænni líkingu eða ljóðmynd. Hér verður lesandinn eiginlega að taka við og halda áfram að yrkja sjálfur, ef hann ætlar fá eitthvað út úr lestri ljóðsins. Það er einkum í þessu atriði sem mér virðist að höfundur eigi enn ýmislegt eftir ólært. Ljóð hans eru enn full innleitin í sjálf sig og of fjar- læg frá því sem ætla má að séu áhugasvið þess almenna lesenda- hóps sem þau hljóta að vera ætluð. En þetta eru allt atriði sem má laga með nánari yfirvegun og athugun, og höfúndur hefur enn nægan tíma til stefnu. Og hann hefur greinilega til að bera bæði ríka tjáningarþörf og gott formskyn að því er Ijóð varð- ar. Það má því ætla að við eigum eft- ir að sjá frá honum áhugaverðar ljóðabækur á komandi árum. Eysteinn Sigurðsson Þessir íslensku dagar Jónas Þorbjamarson: Aridartak á jörðu, Forlagið 1992. Eitt af Ijóðunum í þessari bók nefnist Nú á þessum berangri og hefst á þessu erindi: Þú ert langt í norðri og þetta er œvi þín að líða þessir íslensku dagar sem standa sína vakt ósjálfrátt, eins og merm frá vöggu til grafar. Það er sérkenni á þessu ljóði, og reyndar fleirum í bókinni, að þar gæt- ir þjóðemiskenndar og gott ef ekki beinlínis ættjarðarástar í gömlum og góðum þjóðlegum stfl. Þetta er heldur fágætt í Ijóðabókum ungu skáldanna en verður að teljast af því góða. Hvað sem öllum nútíma og framförum líð- ur erum við íslendingar nú einu sinni ein þjóð og það sem gefur okkur sam- kenndina er landið sem við búum í og tungan sem við tölum. Að því er segir á bókarkápu er höf- undur ættaður að norðan og hefur lært heimspeki og sjúkraþjálfun við Háskóla íslands. Þetta er önnur ljóða- bók hans; hin fyrri kom út 1989. Það má margt gott segja um þessa bók þótt ekki sé hún tiltakanlega efn- ismikil. Höfundur vandar til vinnu- bragða sinna og ber gott skynbragð á hvemig best er að raða ljóðum niður í flokka eftir efni þeirra. Arangurinn er skynsamlega samin ljóðabók og vel unnin. Það er víða ljóst að landið og þjóðin höfða mjög sterkt til hans en fleiru bregður fyrir, svo sem ástinni, meðal annars í ljóði sem heitir Um langan veg: Fögnum þessu undri að hafa vaknað hvort afsinni eilífð til sömu stundar og sama staðar. Ljósár aðskildu okkur ennú — rúmast engin fjarlœgð á milli okkar. Komdusamtnœr og unaður mirm afþér rennur saman við unað þirm af mér. Ennnær fógnum komu hvors annars í heiminn. Þetta er vel gert ljóð og túlkar smekklega og býsna nýstárlega hið ei- lífayrkisefhi, sambandið milli karls og konu. Aftur á móti má segja að í lok bókar- innar, þar sem höfundur fer út í meira af því sem nefna mætti efni af ætt draumóra og heimsfirringar, liggi nær því að honum bregðist bogalistin. Martraðarlýsingar af einni eða annarri gerð eru satt best að segja orðnar svo margar í ljóðabókum síðustu ára að spyrja má hvort hér sé ekki bráðum nóg ort. Vissulega er sálarlíf mann- skepnunnar og órar þess merkilegt og verðugt yrkisefni í ljóðum en í harð- býlu landi á borð við það sem við byggjum þurfa menn eigi að síður að venja sig á að laga sig að hinum harða raunveruleika umhverfis. Það gildir um ljóð eins og annað að eigi þau að ná til fólks þurfa þau að snerta við þeim samfélagsveruleika sem snýr að þessu sama fólki. En eftir stendur að hér er á ferðinni höfundur sem virðist geta lofað góðu. Hann er vandvirkur og agar efnivið- inn samviskusamlega undir ljóðform- ið. Ef eitthvað er mætti kannski fara Jónas Þorbjarnarson. fram á að hann gerði meira af því að taka afstöðu til manna og málefna en hann gerir héma. Eitt helsta hlutverk skálda á öllum tímum hefur einmitt verið að ræða aðkallandi málefni og segja okkur hinum til syndanna. Ljóð- rænar myndir af fegurð lífsins eru svo sem ágætar en geta orðið dálítið ein- hæfar. Hressileg afstaða til hlutanna getur brotið slík ljóð ákaflega þægi- lega upp. Eysteinn Sigurðsson Á TAKKA- PUTTANUM Skáldiö Steinn Steinarr skrifaöi iærðar greinar ímerkilegt blað, sem hét Hádegisblaöiö og kom út I Reykjavík i seinna stríöi, Þar tók skáldið út lífið i borginni eftir að Bretar her- námu iandiðogiauk elnni grein ð þessum orðum: „Sennllega eru menn að leita aö hamingjunni og visdómn- um. Ásmundur Guðmundsson fór til Jerúsatem og Magnús Jónsson til Nazaret, jafnvel ég fór upp á Akranes og inn fyrir raunaleg, þegar á það er litiö, hve litiö hefur unnist, þrátt fyrir alltr Höfundur föstudagspistils mundi eftir orðum Reykjavlkur- skáldsins þegar hann horfði ó þingmenn stjómarflokkanna greiða atkvæði um Efriahags- svæöi Evrópu á þriðjudaginn var á Alþingi. Þamafærði þingheimur iandið langt upp á fastaland állúnnar og inn í for- sal Evrópubandalagslns meö þvi að ýta á takkana frægu. Og ekki nóg meö það. Sumir þingmenn sögðu líka frá þvf af hverju þeir væru að þessu á annað borð. Þeir sögöust vilja forða iand- inu frá einangrun. Nú er Evr- ópa ekki stór i sniöum, borin saman við aðrar álfur, og held- ur ekki ýkja fjölmenn byggö. Lönd álfunnar framleiða enga þá útflutningsvöru sem íslend- ingar geta ekki keypt á betra verði frá öðrum löndum. Nema ef vera skyldi danska tertu- botna. Guðjón Ólafsson hjá SÍS hefur sagt frá þvf aö Is- lendingar geti selt mun meiri fisk vestur um haf. Aörir mark- aöir hafa ekki veriö kannaöir tii hlitar. Möguleikar blasa við hvarvetna um heimsbyggðina. En stjómarþingmenn vildu forða þjóöinni firá einangrun og höfundur þessa pistils dnegur ekki orð þeirra í efa. Af hverju stigu þeir þá ekki skrefið til fulls? Höfnuöu einangrun Evr- ópu og gengu f bandalag við sjálfan umheiminn? Á þriðjudaginn lögðu stjómar- þingmenn svo af staö á putt- anum um Evrópu. Á takkaputt- anum. Eflaust voru marglr þeirra að leita að hamingjunni og vfsdómnum á þvl ferðalagi. Búiö var aö segja þeim að at- kvæðið væri farseðill inn f tutt- ugustu og fyrstu öldina og gilti um þvert og endilangt fasta- landið. Bara styðja puttanum á takkann. Það er enginn smá- ræöis takki og fuli ástæöa til að taka ofan fyrir þvflíkum takka. En eru allar ferðir til fjár? Jafnvel sæfarinn Gúlliver mátti hafa sig allan við í puttalandi. Og þó að stjómarþingmenn stefni á Jerúsalem og Nazaret, er þaö samt engin trygging fyr- ir endaniegum áfangastað. Ef tll vill verður þelm innanbrjósts eins og skáldinu Steini, þegar þeir kasta mæðinni við ferða- lok: Farseðillinn gilti ekki lengra en upp á Akranes og i besta falli inn fyrir Hvalljörö! Við skulum því öli vona að lokaorö skáldsins hér aö ofan gildi ekki sem eftirskrift um Efnahagssvæði Evrópu: „Það er löng saga og rauna- leg, þegar á það er litið, hve iitið hefur unnist, þrátt fyrir ailtr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.