Tíminn - 22.01.1993, Page 7

Tíminn - 22.01.1993, Page 7
Föstudagur 22. janúar 1993 Tíminn 7 Skuldaukning borgarsjóðs á hvern einstakling timabilið 1989-93 Áætlun fyrir árin 1992-93 Skuldir í þús. Kr 't 1989 1990 1991 1992 1993 Ár Á þessu súluriti sést vel hversu skuldastaða borgarinnar hefur versnað frá árinu 1989. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins: Goðsagnirnar að engu orðnar „Það hefur orðið kollsteypa á peningalegrí stöðu borgarsjóðs. Á árinu 1993 eru áætlaðar yfír 1000 milljónir í vexti og afborgun. Coðsagnir sjálfstæðis- manna frá síðustu kosningabaráttu eru því að engu orðnar en þeir lofuðu traustri fjármálastjóm, stjómkerfi eins og vel smurðri vél og samhentum meirihluta og borgarstjóra úr sínum hópi,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, m.a. á borgarstjómarfundi í gær þar sem þríðja umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fór fram. Hún tekur dæmi frá árinu 1989. „Þá Sigrún kom víða við en varð tíðrætt um slæma fjárhagsstöðu borgarinnar. „Hvað segja íbúar Grafarvogs- og Borgarholtshverfa við því að allt sem þeir greiða í útsvar til borgarsjóðs fer í að borga vexti af umframeyðslu síð- ustu ára?“ spyr Sigrún. Hún bendir á að ástandið fari síst batnandi. „Borgin tók síðastliðið haust 2.500 milljónir kr. erlent lán. Helmingurinn fór í að lækka yfirdráttinn í Landsbankanum og hinn helmingurinn kemur nú í febrúar til að loka þessari fjárhags- áætlun," segir Sigrún. Hún bætir við að það sé augljóst að borgarsjóður verði að taka á sig skuld- ir bfiastæðasjóðs sem áætlaðar eru í árslok 750 millj. kr. „Þetta mun enn auka á skuldabyrði borgarsjóðs," segir Sigrún. Sigrún segir að þessa versnandi s öðu borgarsjóðs megi reka til slakr- ar fjármálastjómunar og umfram- eyðslu. „Forráðamenn sveitarfélags sem leyfa sér að eyða umfram fjár- hagsramma 5.400 millj. kr. á þremur árum eiga að fara frá. Ef við bætum árunum 1991 og 1992 við eru frávikin frá fjárhagsáætlun einn milljarður til viðbótar eða samtals er umframeyðsl- an í byggingum 6.500 millj. kr. á fimm árum," segir Sigrún. Auglýst eftir vitnum Lögreglan í Kópavogi auglýsir eftir vitnum er ekið var á bifreið á gatna- mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku kl. 23.25 18. janúar sl. Tjónvaldur hvarf af vettvangi eftir að hafa ekið aftan á aðra. Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. átti að verja til byggingaframkvæmda 1.943 millj. kr. en útkoman varð 3.646 millj. kr.. Umframeyðslan er því 1702 millj. kr. á verðlagi ársins. Hvemig er þessu mætt? Skilgreining borgarend- urskoðanda á ársreikningi: „Tekin ný skammtímalán fyrir 700 millj. kr„ fengið að láni hjá fyrirtækjum borgar- innar tæpar 300 millj. kr„ minni af- borgarir lána en ætlað var og fært á milli sjóða.“ Það sérkennilega við þetta ár er að aldrei hefur borgin fengið jafn mikið í tekjur umfram áætlun en það dugði ekki til. Ef við framreiknum frávikið frá áætlun meðaltals byggingavísitölu ársins 1992, eru það 2.210 millj kr. í síðustu viku hafði lögregla á höf- uðborgarsvæði og nágrannabyggð- um afskipti af 980 ökutækjum í sérstöku átaki. Sjónum var beint að virðingu ökumanna fyrír umferðar- ljósum og umferðarmerkjum ásamt óskoðuðum ökutækjum og bfibelta- notkun. Reyndust 464 ökutæki í lagi, 405 ökumenn voru kærðir og 111 fengu áminningu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, að- stoðaryfírlögregluþjóns í lögregl- unni í Reykjavík. Frá því í septemberbyrjun hafa lög- regluyfirvöld á höfuðborgarsvæði og Suðurnesjum staðið fyrir sérstöku umferðarátaki í byrjun hvers mán- aðar. Átak janúarmánaðar var í síð- ustu viku og Ómar segir að veðrið hafi sett sitt strik í reikninginn þar Þessi umframeyðsla ársins 1989 er næstum jafnhá upphæð og borgin hefur til byggingaframkvæmda 1993,“ segir Sigrún. M.a. af þessum sökum segist Sigrún ekki gera tillögur um frekari fram- kvæmdir á vegum borgarinnar en eru í frumvarpsdrögum borgarmeirihlut- ans. „..vegna þess að ég vil ekki frekari lántökur fyrr en ég sé hvemig vaxta- og afborgunarbyrði lána verðut til næstu ára.“ „Það þýðir ekki að ég vilji ekki hrað- ari uppbyggingu skóla og einsetningu þeirra, dagvistarúrræði fyrir öll böm, aukningu á leiguhúsnæði og hjúkrun- arheimili fyrir aldraða. Ég hef fundið vilja fyrir því inni í bygginganefnd aldraðra að brýnustu verkefnin núna séu byggingar hjúkrunarheimila, en heibrigðisráðherra er ekki sömu skoð- unar og segir meiri steinsteypu leysa engan vanda. Hvemig væri að flokks- maður hans hér í borgarstjórn reyni að koma vitinu fyrir hann?" sem lögreglan hafði í nógu að snúast vegna veðurs og ófærðar. Frá því þessi átaksverkefni byrjuðu, segir Ómar að lögreglan hafi haft af- skipti af samtals um 2.000 öku- mönnum. Hann telur að notkun bfi- belta sé svipuð og verið hefur. „Við virðumst þurfa að sinna þessu reglu- lega til að reka á eftir," segir Ómar. Hann hefur ekki tölur um hve margir hafi verið kærðir fyrir akstur á rauðu Ijósi í þessum átaksverkefn- um Iögreglunnar en bendir á að 1293 ökumenn hafi verið kærðir fyr- ir að aka á rauðu Ijósi í fyrra sem sé svipað og var árið áður. Þá segir hann að hátt í 1.400 ökumenn hafi verið kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á síðasta ári eða um 100 fleiri en árið áður. -HÞ -HÞ Umferðarátak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Of margir hunsa öryggisþættina Núer Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika !

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.