Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. ebrúar 1993 31.tbl.77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ragnheiður Davíðsdóttir segist hafa orðið vör við aukinn áhuga á framboði Nýs vettvangs í kjölfar „hreinsana" í Alþýðuflokknum: Nýr vettvangur með framboð? Tveir af helstu forystumönnum Nýs vettvangs, Ragnheiður Davíðs- dóttir og Ólína Þorvarðardóttir, telja að framkoma Alþýðuflokksins við fé- lagshyggjuarminn í flokknum geti orðið til þess að hleypa nýju lífi í Nýjan vettvang. Ragnheiður segist hafi orðið vör við aukinn áhuga á framboði Nýs vettvangs meðal þess fólks sem stóð að framboðinu á sín- um tíma. „Ég held að eftir þessa síðustu at- burði í Alþýðuflokknum komi vel til álita að endurvekja Nýjan vettvang Ragnheiður Davíðsdóttir ef hægt er að orða það þannig,“ sagði Ragnheiður. Hún sagðist því geta tekið undir með Ólínu Þorvarðar- dóttur að „hreinsanirnar" innan Al- þýðuflokksins gætu blásið lífi í Nýj- an vettvang. Nýr vettvangur hefur Ieitað eftir viðræðum um sameiginlegt fram- boð minnihlutaflokkanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þeim viðræðum er ekki lokið. Ragn- heiður sagði að Nýr vettvangur myndi sjá til hvert þær viðræður Ieiddu og taka síðan ákvarðanir í framhaldi af því. „Gengi Nýs vettvangs í síðustu kosningum í Reykjavík gefur alveg tilefni til þess að það sé hægt að gera betur,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður sagði að það væri sorg- legt hvemig Alþýðuflokkurinn kæmi fram við allt það góða fólk sem gekk til Iiðs við flokkinn í tengslum við framboð Nýs vettvangs. „Eg veit um marga flokksmenn sem fylgja félags- hyggjuarmi flokksins að málum og eru um það bil að missa þolinmæð- ina. Það er í rauninni tímaspursmál hvenær þeir yfirgefa þetta sökkvandi skip,“ sagði Ragnheiður. -EÓ Sjá viðtal við Ólínu Þorvarðar- dóttur á blaðsíðu 2. Þaö dugar ekkert annað en stórvirk moksturstæki á loðnuna hjá bræöslunni á Kletti sem bræð- ir dag og nótt á meðan hráefni er til staðar. Timamynd Ami Bjama 170 þúsund tonna viðbót við loðnukvótann mundi þýða „feitan“ milljarð í útflutningsverðmætum í mjöli og lýsi: Ekkert lát á loðnuveiðum Ekkert lát virðist vera á mokveiði loðnuflotans á miðunum og um helgina nam afli skipanna um 26 þúsund tonnum. Búist er við að bætt verði alls um 170 þúsund tonnum við heildarloðnukvótann þannig að heildarkvótinn á vertíð- inni verði alls 810 þúsund tonn. Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda, segir að miðað við verðlag á mjöli og 17,5% nýtingu og hins vegar 5% nýtingu í lýsi og verð á þeirri afurð sé viðbúið að 170 þúsund tonna viðbót við heildarloðnukvótann mundi þýða „feitan" milljarð í útflutnings- verðmætum í mjöli og lýsi. Ekki er mikið um þróarrými í höfnum sem eru næstar miðun- um og því eru skipin farin að sigla með aflann alla leið til Siglufjarð- ar og Raufarhafnar og einnig til Bolungarvíkur þar sem Haraldur Böðvarsson hf. hefur tekið loðnu- verksmiðju EG á leigu. -grh Hagvirki-Klettur gjaldþrota? Bústjóri Fómariambsins hf. (áður Hagviríd hf.) hefur kraflst þess að samníngur sem félagið gerðl við Iiagvirid-Klett hf. í desember 1990 verði rift Jafnframt hefur bústjóri krafist kyrrsetningar eigna í Hag- virld-Kletti fyrir kröfu sem ncmur tæpum 400 milljónum króna. Jó- hann Bergþórsson, framkvæmda- stjóri Hagvirids-KIetts, segir að nái samning vtð Hagvirid-KIett (sem reyndar hét þá Hagtala). Samkvæmt samningnutn voru nær allar eignir Hagviríds færðar yfir til Hagvirkis- Kletts gegn yfirtöku skulda. Jóhann Bergþórsson heldur því fram að með þessum samningl hafi Hag- virki- Klettur keypt ákveðnar eignir af Hagvirki en bústjóri Fómar- lambsins lítur öðruvísi á málið. Hans sjónarmið er að með samn- ingnum hafi verið gengið á hlut kröfuhafa í þrotahúi Fómarlambs- ins. Fómariambið var teldð til gjaldþrotaskipta síöastliðið haust. Kröfur í Fóraariambið nema um 1.220 milljónum króna en eignlr ero nær engar. Bústjóri hafnaði um- talsverðum kröfum í búið. Viður- kenndar forgangskröfur í þrotabúið em 13 milljómr. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að bústjóri telji augljóst af aðdraganda samnings- geröarinnar og öllu yfirbragði samntnganna að þeir hafi miðað að því að hægt væri að gera upp við nánast alla aðra en ríkissjóð. Jafn- framt telji bústjóri að kröfuhöfum hafi gróflega verið misboðið með þessum samningum og íorsvars- menn félagsins hafi hreinlega gefið Bústjóri getar ekki gert kröfu um riftun nema ríldssjóður ábyrgist kostnað af henni og hugsanlegum bótum ef máliö tapast íyrir dómstól- um. Þessa ábyrgð hefúr ríkisvaldið veitt. Fjármálaráöherra sagði að með ábyrgðinni væri aðeins vcrið að skapa sköyrði svo að dómstólar gætu fjaUað um máfið. Hann sagði að miðað við hvemig málið væri vaxið væri óeðlUegt ef ríkisvaldið hefði ekki skapað slík skilyrðL Jó- hann segir að lögfræðingar Hagvirk- is-Kletts teljl að kyrrsetningarkraf- an sé umfram það sem lög leyfa. Um sé að ræða ólögmætan geraing. Jóhann Bergþórsson hefur ekki mótmælt því að Hagvirid hafi lagt litia áherslu á að greiða skuldir sín- ar við ríkissjóð en í því sambandi vísar hann tíl ágreinings við ríkis- sjóð um gamia söluskattsskuld. Það mál er nú fyrir dómstólum. Jóhann sagði að ef þessi kyrrsetningaricrafa næði fram að ganga væm stjóraend- ur Hagvirkis- Kletts neyddir tíl að lýsa sig gjaldþrota. Fjármálaráð- herra sagði í gær að hann sæi ekld að krafan þyrfti endilega að Íeiöa til þeirrar niðurstöðu en viðurkenndi að kyrrsetningin rýrói getu þess til að halda áfram starfsemi. Jóhann sagðí það tnat stjóraenda Hagvirkis-Kletts að fyrirtækið ætti eignir umfram skuldir. Færi fyrir- tækið hins vegar í gjaldþrot þá myndu eignirnar rýrna mjög mildð og ekki yrði hægt að standa í skUum við aila kröfuhafa Efnahagsreikn- ingur Hagvirkis-Klctts er um 1.100 mUfjónhr króna. í gær var unnið að því að meta eignir Hagvirkis-Kletts bæði á höfúðborgarsvæðinu og ufan þess. Nokkrir undirverktakar hjá Hag- virki-Kletti mættu ekki tíl vinnu í gær. Þeir telja að á meðan framtíð fyrirtækisins sé jafnóljós og raun ber vitni sé tilgangslaust fyrir þá að halda áfram störfúm. Ekkert muni fást greitt fyrir vinnu þeirra verði fyrirtækió lýst gjaldþrota. Starfs- menn Hagvirids-Kletts mættu til vinnu sinnar í gær en nú vinna um 150 manns hjá fyrirtækinu. -EÓ þessi kyrrsetningarkrafa fram að ganga verðí fyrirtæki sitt gjaldþrota. í descmber 1990 gerði Hagvirid eignir tu þess að þær gætu ekki nýst skuidhehntumönnum féiagsios. Ríkissjóður átti 20.000 milljónir útistandandi í gjaldföllnum eftirstöðvum í árslok 1991: Tveir milljarðar afskrifaðir 1991 „Yfirskoðunarmenn leggja þunga áherslu á að innheimtureglum ver- ið framfylgt og stöðug aukning vanskila stöðvuð," segir í nýrri skýrslu þeirra um ríkisreikning 1991. í lok þess árs átti rikissjóð- ur útistandandi um 20 milljarða króna í gjaldföllnum skattaskuld- um sem var talsvert hærri upphæð en öU útgjöld menntamálaráöu- neytisins á sama árí til dæmis. Þar af voru vanskil kaupgreiðenda á staðgreiðslusköttum um 3,4 milljarðar, Þar af telja yfirskoðun- armenn að hátt í heímingur muni tapast. Segja þeir það með öllu ólíðandi að fyrirtæki skili ekki frá- dregnum staðgreiðslusköttum launamanna og ríkið neyðist til að taka hart á þeim málum. Þá telja þeir mjög alvarlega þróun að strax á öðru ári virðisaukaskattsins skuli vanskil komin í rúma 2,7 milljarða króna. Nauðsynlegt sé að sporna við þessari þróun strax í upphafi. Mikið tap á staðgreiðslusköttum segja yfirskoðunarmenn sérstak- lega alvarlegt gagnvart ríkissjóði í ljósi þess að hann þurfi að standa sveitarfélögunum skil á þeirra hlut í staðgreiðslunni (útsvarinu) þó svo að hún hafi ekki verið innheimt að fullu. Væri athugunarefni hvort áhætta ríkisins af vanskilum sé hlutfallslega of mikil. Sömuleiðis sé nauðsynlegt að rannsaka hvern- ig á því standi að starfandi fyrirtæki geti skuldað staðgreiðslu í nokkra mánuði án þess að beitt sé viður- lögum samkvæmt lögum. Afskriftir opinberra gjalda í ríkis- reikningum hafa aukist hraðfara undanfarin ár. Rúmlega 2.170 milljónir voru afskrifaðar 1991 og og rúmlega 4 milljarðar samtals ár- unum 1988-1991, Þar af voru meira en þrír milljarðar skattar fyr- irtækja. Kröfur vegna staðgreiðslu- skatta verður í fyrsta sinn hægt að afskrifa formlega í ríkisreikningi 1992, þótt þær séu löngu tapaðar. Ástæður þess að afskrifa þarf veru- legan hluta af tekjufærðum kröfum ríkissjóðs telja yfirskoðunarmenn margar en afskriftir skattaskulda séu að langmestum hluta vegna fjölgunar gjaldþrota á undanföm- um ámm. Árið 1991 hafi gjald- þrotaskiptum lokið í nær 1.500 málum og samtals rúmlega 3.400 málum á ámnum 1988-1991. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.