Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Tíminn 11 Færeyingar aftur farnir að sækja til íslands í atvinnuleit: Fjöldi Færeyinga fann hér laus störf í fiskvinnslu „Fjöldi félagsmanna okkar fór í nokkra mánuöi til íslands s.l. haust, þar sem þeir komust í laus störf í frystihúsum. Við getum ekki vísað fólki á betri möguleika. Og fólk er fúst að fara, því síðustu árin hefur það aðeins haft um 80.000 Dkr. (ca. 800.000 ísl. kr.) árstekjur." Þessar fréttir hefur danska LO-blað- ið eftir Ingeborg Vinther, formanni verkamannasambands Færeyja. Sambandið hefur rúmlega 7.700 launþega innan sinna raða, hvar af stór hluti hefur starfað í fiskiðnaðin- um, sem nú er í mikilli kreppu. Ingeborg spáir fjöldaflótta frá Faer- eyjum á þessu ári. Enda er því spáð að allt að þriðjungur Færeyinga verði án vinnu fyrir lok þessa árs. Fiskimennirnir eru meðal þeirra sem leita til annarra landa eftir vinnu, m.a. á dönskum og norskum skipum. ,Afstaða margra Færeyinga er sú, að maður leitar frekar að starfi jafnvel hinumegin á hnettinum, heldur en að ganga atvinnulaus hér heima,“ segir Óli Jacobsen, formað- ur samtaka færeyskra fiskimanna. Vinnumiðlun og ráðgjöf til at- vinnulausra í Færeyjum er í hönd- um atvinnuleysistrygginga, sem fyrst tóku til starfa í ágúst s.l. Haft er eftir framkvæmdastjóranum, Torg- erd Nielsen, að það sé mjög tak- Stöðlakot við Bókhlöðustíg: LEIRLISTAR- SÝNING KOLBRÚNAR KJARVAL Kolbrún Kjarval opnaði um helg- ina sýningu á leirmunum úr jarð- leir og steinleir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Sýningin stendur til 28. þ.m. og er opin alla daga kl. 13-18. Þetta er fimmta einkasýning Kol- brúnar, en auk þeirra hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Kolbrún hefur starfað að leir- munagerð síðan árið 1968 og jafn- framt kennt keramikgerð bæði hér heima og í Danmörku, þar sem hún var búsett í 15 ár. Síðan 1984 hefur hún kennt við Myndlista- skóla Reykjavíkur. markað sem hægt er að bjóða at- vinnulausum. Það sé hvorki tryggt að hægt verði að bjóða þeim ný störf, né að fólk haldi rétti til at- vinnuleysisbóta lengur en þá 15 mánuði sem núgildandi reglur ganga út frá. „Samkvæmt núgildandi lögum er fólki ekki gert mögulegt að fara í nám meðan það nýtur bóta. Og fólk fær heldur ekki neinar bætur, ef það hefur nokkra minnstu möguleika á föstu starfi — jafnvel þótt aðeins væri um að ræða 2ja stunda skúr- ingastarf," segir Torgerd Nielsen. Að sögn LO-blaðsins hefur at- vinnuleysi um langt skeið verið lítið sem ekkert í Færeyjum, þar til fyrir um tveim árum síðan. Þvert á móti hafi raunar margir haft aukastörf til hliðar við sín aðalstörf. Uppsprettuna að vandamálum Færeyinga segir LO-blaðið þá að fiskafli þeirra hafi minnkað um helming síðan 1985. Mikill sam- dráttur útflutningstekna hafi leitt til stöðugt hækkandi erlendra skulda. Erlendar skuldir Færeyinga séu nú komnar yfir 8 milljarða Dkr. (sem svarar rúmum 80 milljörðum Ikr.). Þetta jafngildi um 1.750.000 ís- lenskra kr. skuld á hvern Færeying, sem blaðið segir um þrisvar sinnum hærri meðalskuld heldur en hjá hin- um „stórskuldugu Dönum“. Samkvæmt þessu lætur nærri að erlendar skuldir Færeyinga séu um tvöfalt hærri en erlendar skuldir ís- lendinga, miðað við fólksfjölda. Hver íslendingur skuldar þá á hinn bóginn um 50% meira í útlöndum en hver Dani. Þetta minnir á, að íyr- ir örfáum árum voru erlendar skuld- ir íslendinga og Dana mjög áþekkar, þ.e. miðað við fólksfjölda. - HEI Útlán böka hjá Héraðs- bökasafni A-Skaftafells- sýslu hafa aukist um 135,2% á tveimur árum; Bóklestur á uppleið á ný Míldl gróska hefur verið í starfsemi Héraðsbókasafns A-Skaftafellssýslu og hafa útlán bóka safnsins aukist til muna að undanfömu og virðist ekkert lát á. Frá árinu 1990 hafa útlán aukist um 135,2%, fræðibóka um 170% og bama- og ung- lingabóka um 126%. Guðný Svavarsdóttir, sem hefur unnið á safninu f 18 ár, segir margvíslegar ástæð- ur liggja að baki þessari aukningu í útlánum bóka. Hún nefnir m.a. að safnið er í nýju og rúmbetra húsnæði, skólamir notfæra sér safnið í miklum mæli, en sfðast en ekki síst virðist sem almenn- ur áhugi á lestri bóka fari vaxandi. „Þá virðist fólk almennt vera orðið mettað af fjöl- miðlum og leitar í bókina sér til skemmtunar og afþrey- ingar.“ Að auki kunna efnnig minnkandi ráðstöfunartekj- ur almennings að valda ein- hverju um að fólk leitar í safnið eftir bókum, t.d. sfð- ustu jólabókunum, fremur en að kaupa þær. „Á tímabili voru börn hætt að lesa annað en teikni- myndasögur. Það hvarflar að manni að einhver brotalöm hafi verið í menntakerfinu, því fólk á aidrinum 20-30 ára virðist jafnvel eiga í erf- iðleikum með að leita sér að upplýsingum í bókum eins og uppflettiritum og alfræði- bókum.“ -gth Skjaldarglíma Ármanns glímd í 81. sinn: Orðahnippingar og fótastapp Þann 7. febrúar nýliðinn var boð- að til þessa sögufræga móts í íþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands. Á glímuskrá þeirri, sem afhent var á mótsstað, stóð neðst á for- síðu og undirstrikað að skjaldar- hafi 1991 „er Ólafur Haukur Ólafs- son“. Búast hefði mátt við að þama stæði ártalið 1992. Ekki er sú skjaldarglíma Ármanns svo fjarlæg í tíma og tvímælalaus sig- ur Ólafs Hauks minnisstæður. Ástæða fyrir þessu er þannig skýrð á forsíðunni: „Þar sem lög- mæti 80. skjaldarglímu Ármanns 1992 var kært, verða úrslit móts- ins ekki tekin með þar til dómsúr- skurður hefur verið uppkveðinn." Kunnugt var við upphaf mótsins, að vafi léki á lögmæti tveggja keppenda. Annar ætti ekki heimil- isrétt í Reykjavík og félagsskipti hins skeð fyrir of skömmu. Hafi þessi atriði í fari keppendanna tveggja verið brot gegn reglugerð mótsins eða þátttakendareglum og þeir því felldir af vinningaskrá þess. Þá hefur sú aðgerð engin áhrif á rétt Ólafs Hauks til skjald- arins og nafnbótarinnar sem hon- um fylgir. Þetta mátti mótanefnd skjaldarglímunnar í ár vera ljóst, svo að hún hefði ekki í raun og veru með þessari athugasemd á mótsskránni gert skjaldarhafann 1992 Ólaf Hauk með „ólögmætan" skjöld, sem sömu menn afhentu honum fyrir tveimur mánuðum. Vel getur verið að athugasemdir hafi orkað á Ólaf svo, að hann hætti við keppni í skjaldarglímu ársins 1993, þar sem vafi léki á að hann þyrfti að vinna skjöld þann sem um var glímt einu sinni eða tvisvar sér til eignar. Ég skil hann mjög vel. Á umræddri mótsskrá voru sjö skráðir til keppni í móti sem ein- kennt er sem hið 81. um Ár- mannsskjöldinn, þó að hins 80. og skjaldarhafans frá því sé ekki get- ið. Við setningu mótsins voru þrír væntanlegir keppendur sagðir for- fallaðir. Fjórir hófú keppnina. Ein- um þeirra var vísað úr keppni. Þrír luku henni. Jón Birgir Valsson KR hlaut 2 vinninga og þar með Ár- mannsskjöldinn 1993. Annar með einn vinning varð Ingibergur Sig- urðsson Ármanni og þriðji Stefán Bárðarson UMF Víkverja. Glímustjóri var Sigurjón Leifs- son, yfirdómari Hörður Gunnars- son og meðdómarar Þorvaldur Þorsteinsson og Hjörtur Þráins- son. Sveinn Guðmundsson setti mótið, afhenti verðlaun og sleit mótinu. Eftir Þorstein Einarsson Þau atvik geta borið að hjá keppi- nautunum og fyrir afskipti eða úr- skurði dómara, að keppanda sárni, jafnvel reiðist. En ein af dyggðum íþróttamannsins, fyrir áhrif frá þjálfun og keppni, er að hafa taumhald á skapi, þar með málfari og athöfn. Þessa gættu ekki allir. Urðu af orðahnippingar, fótastapp og hlutur þaut í vegg. Fyrsta viðureign var Jóns Birgis Valssonar við Orra Björnsson. Jón beitti hægra fótlegg um of þvert upp á kvið viðfangsmanns og sótti úr þeirri stöðu sniðglímu sem Orri stóð af sér. Hann skipti eitt sinn yfir til vinstri og hafði nærri náð mjaðmarhnykk. Hjá honum mistókust ristarbragð og hæl- krókur hægri á hægra. Orri sótti lausamjöðm oft og er hann beitti leggjarbragði sem undanbragði náði hann að sækja lausamjöðm út fyrir hné Jóns. Jón var í bragð- inu, en þá gall flauta tímavarðar og yfirdómari tók undir með flautu sinni. Þar með ónýttist Orra bragðið. Viðureignin varð jafn- glími. Einhver orð féllu um þetta. Stefán Bárðarson átti góðar við- ureignir. Sótti ýmis brögð og var því athafnasamur. Ingibergur sótti á hann með að flétta þrjú brögð saman, svo Stefán féll í handvörn. Hann beitti Stefán lausamjöðm, Þorsteinn Einarsson. sem Stefán slapp úr. Einn hælkrók hægri á hægra, en með því að flétta saman sniðglímu og leggjar- bragði náði hann að bylta Stefáni. Þetta var eitt besta bragð mótsins. Stefán átti góða glímu við Jón Birgi. Hann var óragur að sækja. Hann fléttaði saman hnéhnykk og klofbragði. Náði langt. Þeir stóðu vel að glímu í upphafi, en Jón steig fljótt langt aftur öðrum fæti og beitti hné í kvið. Jón náði að lok- um góðu bragði, sem var ristar- bragð tekið í framhaldi af hárri lausamjöðm. Þá var komið að fjórðu viðureiginni, sem varð ör- lagarík. Sú var milli Orra og Ingi- bergs. Upphafsstaðan var góð. Stígandi treg. Orri stóð af sér sóknir og sótti stutt. Ingibergur freistaðist til að reyna hælkrók fyrir báða. Orri sótti oft lausa- mjöðm, bæði vinstri og hægri. Sóknarbrögð Ingibergs voru hné- hnykkur, hælkrókur bæði á hægri og vinstri. Þessir vönu glímu- menn lentu í hálfgerðu tuski. Ingibergur beitti lágum hné- hnykk, sem snerist í leggjarbragð svo að Orri hrasaði í gólfvörn. Dómarar dæmdu að hann hefði runnið niðri og því tapað glím- unni. Úr þessu urðu orðaskipti milli yfirdómara og Orra, sem lauk með brottvikningu Orra. Síðasta viðureignin var milli Jóns Birgis og Ingibergs. Þeir byrjuðu vel, en brátt brá til óvana þeirra beggja. Hægra fæti beitt í sífellu þvert fyrir og vinstri fæti stigið langt aftur. Þetta ásamt tauga- spennu, því um skjöldinn var glímt, hlaut að ljúka með ýtingum og lágum hnykkjum. Ingibergur byltist niður á bragðleysu. Jón Birgir Valsson KR var þar með orðinn skjaldarhafi 1993. Höfundur er fyrrv. fþróttafulltrúi rikisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.