Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 8
12 Tíminn Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Agnar Helgi Yigfusson Fæddur 29. júní 1937 Dáinn 3. febrúar 1993 Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á ceðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðmirm breiðir. (Einar Benediktsson) Agnar vinur minn hefur verið hrifinn á braut í blóma lífsins. Hann kvaddi þegar vorið er í nánd og myrkrið að víkja fyrir birtunni. Eftir standa minningar um góðan dreng, sem jafnan bar með sér hressileika og jákvætt viðhorf til þeirra sem hann umgekkst. Það eru nú liðin rúmlega 20 ár síðan við Agnar kynntumst, en þá vorum við Agnes systir hans saman í skóla. Agnar var þá í millilanda- siglingum sem hann stundaði oft á vetrum, en þegar voraði hvarf hann norður í Skagafjörð þar sem hann starfaði flest sumur, lengst af á skurðgröfu hjá Ræktunarsam- bandi Skagfirðinga. Eins og far- fuglarnir fylgdi hann vorinu norð- ur til æskustöðvanna, en þegar aft- ur haustaði togaði útþráin og haf- ið hann til sín. Agnar var fæddur á Hólum í FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Þingborg Félagslundur Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15 verða alþingismennimir Jón Helga- son og Guöni Ágústsson til viðtals I Þingborg I Hraungeröishreppi og kl. 21 sama dag I Félagslundi I Gaul- verjabæjarhreppi. Kópavogur — Opið hús Opið hús er alla laugardaga kl. 10.00 - 12.00 að Digranes- vegi 12. KafFi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjórí verður til viðtals. Framsóknarfélögin Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin Mývatnssveit Föstudagur 19. febrúar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Hótel Reynihliö kl. 21. Viötalstimi verður I Seli sama dag frá kl. 13-15. Allir velkomnir. Guðmundur Bjamason, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Guömundur Stefánsson. Framsóknarflokkurinn Guðni Verslunarstjóri Verslunarstjóri óskast að verslun okkar að Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum. Reynsla í verslunarstörfum er nauðsynleg. Upplýsingar gefa: Árni Benediktsson í Vestmannaeyjum í síma 98-12052, Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri, Selfossi, í síma 98-21208 og Guðmundur Búason að- stoðarkaupfélagsstjóri, Selfossi, í síma 98-21207. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Hjaltadal, næstelstur sjö systkina sem upp komust. Elstur er Guð- mundur Hákon, þáÁsa (lést 1969), Hörður Birgir, Þórhildur, Agnes og Baldur Jón. Öll eru þau búsett í Reykjavík, nema Þórhildur sem býr í Fellabæ. Eftirlifandi móðir hans er Elín Helga Helgadóttir, sem býr í Reykjavík, en faðir hans, Vigfús Helgason, lést árið 1967. Elín Helga er fædd á Núpum í Fljóts- hverfi, V-Skaftafellssýslu, en Vig- fús var fæddur á Hóli í Hörðudal í Dalasýslu. Um fjörutíu ára skeið var Vigfús kennari við bændaskól- ann á Hólum og í Skagafirði eru öll systkinin fædd. Margmennið í kringum bænda- skólann átti vel við Agnar og þar undi hann vel uppvaxtarárin og kynntist fjölda af ungu fólki og minntist hann oft þess tíma. Agnar var búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum. Einnig útskrifaðist hann úr Garðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði og var öll ræktun honum hugleikin. Fyrir 15 árum keyptu þau systk- inin Agnar og Agnes sér íbúð að Mávahlíð 19 í Reykjavík þar sem þau héldu heimili saman. Þangað var ætíð gott að koma og njóta gestrisni þeirra, sem var einstök. Má segja að sérhvert sinn, sem þar var barið að dyrum, væri boðið til veislu og hlýlegt viðmót, glaðværð og góður hugur gerði hvern þann ríkari sem frá þeim fór. Hann giftist ekki né eignaðist börn, en börn hændust að honum. Hann fylgdist vel með systkina- börnum sínum og börnum vina sinna, sem mörg hver voru dugleg að heimsækja hann. Agnari var ekki tamt að láta frá sér fara ill orð um nokkurn mann og leiddi hjá sér slíkt umtal. Heið- arleiki og hreinskilni voru eðlis- kostir sem hann mat mikils, enda voru það aðaleigindir hans. Gleði- maður var hann og naut sín vel í vinahópi, en ekki síður átti það vel við eðli hans að una einn með stöngina við skagfirska veiðiá, þeg- ar dagur og nótt runnu saman í eitt og miðnætursólin merlaði á bárufaldi. Þá átti hann sín ævintýr. Döggvað gras, mófugl á nætur- rölti, lágur seiðandi niður árinnar og sporðkast á lygnu. Þetta voru hans bestu stundir, hans lífssin- fónía. Og Agnar hefði örugglega verið sammála Stephani G. Steph- anssyni í eftirfarandi Ijóðlínum: Ég ann þér, fjalls og fjarða hnoss, með flaum og grunnstraum tcerum, sem jafn vel kannt að falla í foss og fljóta í lygnum vaerum! Og lykkjum þínum leiðum d — sem leiðast sumra hugum — ég aldrei gekk með græsku frá négramdist þínum bugum. Hann var sveitamaður í eðli sínu og ekkert jafnaðist á við að anda að sér fersku fjallalofti og vaka bjartar skagfirskar nætur. Hann átti íbúð á Sauðárkróki, sem hann bjó í þeg- ar hann var fyrir norðan. Þangað var gott að heimsækja Agnar og margar voru veislumar þegar þangað var komið. Veturinn er að baki, hinsti vetur vinar míns og framundan er vorið og sumarið, nóttlaus voraldar ver- öld við ysta haf. Sólin mun varpa hlýjum geislum sínum yfir skag- firska byggð, geislum sínum yfir menn og málleysingja sem fagna komu hennar sem boðbera lífs- hvatans og lausnar úr doða vetrar- ríkisins. Eitt verður þó ekki eins og var. Agnar mun ekki axla stöng- ina á bökkum árinnar sem honum var kæmst, ekki lengur ganga troðna slóð markaða af spomm kynslóðanna. En í minningunni mun hann lifa, eins og sérhvert vor er fyrirboði sumarkomunnar, bjartur, hlýr og traustur. Innilegar samúðarkveðjur sendar ættingjum. Amheiður Guðlaugsdóttir Svo erþví farið: Sd er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Nú er mikill maður í okkar huga látinn. Þegar við hugsum aftur sækja margar minningar að. Það u* Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Bríet Magnea Stefánsdóttir Utboð Bessastaðanefnd óskar eftir tilboðum í uppsteypu og hluta frágangs tveggja nýrra húsa við Bessastaðagarð. Húsin eru hvort um sig kjallari, hæð og ris, en 189 m2 og 172 m2 að grunnfleti. Verktími ertil 15. júní 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Almennu verkfræði- stofunnar hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, 4. hæð, frá kl. 13.00 þriðjudaginn 16. febrúargegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14.00 mánudag- inn 8. mars 1993. Bessastaðanefnd andaöist á Dvalarheimilinu Skjólgaröi, Höfn Homafiröi, sunnudaginn 14. febrúar. Helga Pétursdóttlr Höröur Valdimarsson Eystelnn Pétursson Aldfs Hjaltadóttir Kristfn Pétursdóttir Ágúst Alfreösson bamabörn og bamabamaböm _______________________________________________________________/ var alltaf jafn gaman að umgang- ast Agnar frænda, föðurbróður okkar, alltaf líf og fjör í kringum hann. Hann var óstöðvandi. Ef það var eitthvað sem honum datt í hug að framkvæma í dag, þá mátti það varla bíða til morguns. Allt hálfkák fór fyrir brjóstið á honum, hann vildi kraft í hlutina. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllu og var óhræddur við að tjá þær. Hann kom sinni lífsspeki á framfæri op- inskátt og af krafti, þannig að fólk hlustaði, og þannig hafði hann áhrif á okkur sem umgengumst hann. Agnar var mikill áhugamaður um mat og matargerðarlist og oftar en ekki þegar við komum í Mávahlíð- ina var töfruð fram veisla, gjarnan með mat úr Skagafirði, því allt sem þaðan kom var mest og best f huga hans. Hann var alltaf mjög góður við okkur systurnar, en við vorum heimagangar hjá þeim systkinun- um í fríum okkar hjá pabba. Agnar var mikið á millilandaskipum þeg- ar við vorum yngri og var alltaf spennandi að sjá hvað hann kæmi með heim, því alltaf vildi hann gefa öllum eitthvað sem gladdi. Kannski er Agnari best lýst með því hvað hann var gjafmildur með afbrigðum og tryggur við sína, og vildi hvers manns vanda leysa. Þetta, ásamt því hversu hressandi áhrif hann hafði á umhverfið, hafði þau áhrif að fólk laðaðist mikið að honum, enda var hann mjög vinmargur maður. Þegar við vorum litlar, brölluðum við Agnar margt saman, en uppá- haldsleikurinn var Li li klifurmús og Mikki refur. Vildi hann oftast endilega fá að vera Lilli klifurmús af því hann var svo oft kallaður Lilli. Það eru einmitt svona svip- myndir í lífi manns sem gefa því gildi. Við þökkum Agnari fyrir hin- ar mörgu svipmyndir sem hann setti í okkar líf, þær munu lifa í hjörtum okkar. Okkur langar að ljúka þessum pistli með fáeinum lauslega þýddum orðum. Þú ert einstakur „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. JEinstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr.nætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. ,J£instakur“ er orðið sem best lýsirþér. (Teri Femandez) Ásr. og Harpa Harfc-dætur BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PONTUM BILA ERLENDIS interRent # i j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.