Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. febrúar 1993
Tíminn 13
MDAGBÓK 8p!gS|
Félag eldri borgara í Reykjavík
Opið hús í Risinu kl. 13-17. Frjáls spila-
mennska. Sýning á Sólsetri kl. 16. Upp-
lýsingar í síma 28812 og 19662. Dansæf-
ing k). 20.
Hússtjórnaikennarar
í Reykjavíkurdeild
Munið aðalfundinn, sem haldinn verður
í Vogaskóla miðvikudaginn 17. febr. kl.
17. Stjómin.
Miöstöö fólks í atvinnuleit
Á morgun, miðvikudag 17. febr., kl. 16
mun Gunnar Klængur Gunnarsson frá
Félagsmálastofnun Kópavogs ræða um
fjármál heimilanna.
Fimmtudag, 18. febr., kl. 15 mun Grét-
ar J. Guðmundsson frá Húsnæðisstofn-
un ríkisins flytja erindi um fjárhags-
vanda í kjölfar atvinnuleysis.
Miðstöðin er í Lækjargötu 14 (gamla
Iðnskólahúsinu). Þar er opið mánudaga
til föstudaga frá kl. 14 til 17. Sími
628180.
Fræöslukvöld í Hallgrímskirkju
í kvöld, þriðjud. 16. febrúar, verður
fræðslukvöld á vegum Reykjavíkurpró-
fastsdæmis vestra í Hallgrímskirkju og
hefst kl. 20.30. Efni fræðslukvöldsins er:
Guðsþjónustan og söngurinn og mun
Hörður Áskelsson organisti flytja erindi
um efnið með tóndæmum. Hörður mun
leika á hið nýja orgel kirkjunnar og einn-
ig mun Mótettukórinn syngja.
Eftir stundina í kirkjunni verður boðið
upp á kaffi í safnaðarsalnum og gefst þá
tækifæri til að bera fram fyrirspumir og
ræða málin.
Þetta er þriðja fræðslukvöldið í vetur og
verður fjórða og síðasta kvöldið í Há-
teigskirkju þriðjudaginn 16. mars, en þá
mun dr. theol. Arngrímur Jónsson flytja
erindi um guðsþjónustuna með sérstöku
tilliti til sakramentanna.
Það er von aðstandenda að þessi sam-
eiginlegu fræðslukvöld verði til að efla
samskipti milli sókna í prófastsdæminu
og gefa almenningi möguleika á góðri
fræðslu um kirkjuleg málefni.
Fyririestrar á Akureyri:
Fjallamennska og háfjallaklifur
Vetrarfjallamennska á fslandi og há-
fjallaklifur erlendis eru krefjandi og
spennandi íþróttir. Tveir reyndir fjalla-
menn, þeir Hreinn Magnússon og Ari
Trausti Guðmundsson, efna til tveggja
fyrirlestra og myndasýninga á Akureyri
nú í febrúar, í samvinnu við hjálparsveit-
ir og fleiri aðila.
Fyrri fyrirlesturinn/myndasýningin
verður miðvikudaginn 18. febrúar kl.
20.30 í Lundi við Viðjulund. Þar verða
sýndar myndir af vetrarferðum, einkum
úr ferðum sérútbúinna jeppa, um há-
lendi fslands og fjallað sérstaklega um
veðurlag á hálendi og snjóflóð og sagt frá
ýmiss konar fróðleik um jökla.
Seinni fyrirlesturinn/myndasýningin
verður fimmtudaginn 19. febrúar kl.
20.30 í Lundi við Viðjulund. Þar fjalla
þeir Hreinn og Ari Trausti um ísfossaldif-
ur og ýmiss konar vetrarferðir á íslandi,
m.a. uppgöngu á áður óklifna tinda hér-
lendis, s.s. Snók, Snæfell og Stöng.
Einnig segja þeir frá ferðum á 5000-7400
metra há fjöll í Alaska, Bólivíu og Pakist-
an.
Fyririestur í Odda:
Konur, fötlun og samfélag
í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, mun dr.
Rannveig TVaustadóttir þjóðfélagsfræð-
ingur flytja opinberan fyrirlestur í boði
Rannsóknastofú í kvennafræðum við
Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefriir
hún Konur, fotlun og samfélag.
Rannveig Traustadóttir varði doktors-
ritgerð við Syracuseháskóla í New York
fylki í Bandaríkjunum í október síðast-
liðnum, en hún stundaði þar nám í
stefnumótun og skipulagningu í málefn-
um fatlaðra í sex ár. Ein af hliðargrein-
um í námi Rannveigar var kvennafræði
og í doktorsritgerðinni samþættir hún
fötlunarrannsóknir og kvennarannsókn-
ir með því að skoða framlag kvenna til
þeirra umbóta, sem hafa átt sér stað í
þjónustu við fatlaða undanfama tvo ára-
tugi. Þrátt fyrir að konur séu í miklum
meirihluta þeirra, sem sinna fötluðum í
einkalífi og á opinberum vettvangi, þá
hefur framlag þeirra á þessu sviði verið
nánast ósýnilegt og lítið um það fjallað. í
rannsóknum sínum hefur Rannveig
skoðað þrjá hópa kvenna: mæður fatl-
aðra bama, konur sem starfa með fötluð-
um og konur sem eru vinir fatlaðra.
Meðal annars beinast rannsóknir Rann-
veigar að því að athuga hvemig framlag
kvenna til málefna fatlaðra tengist stöðu
kvenna í nútímaþjóðfélagi og hefð-
bundnu umönnunarhlutverki kvenna.
Eftir Rannveigu hafa birst fjöldi greina á
rannsóknarsviði hennar, bæði í íslensk-
um og bandarískum ritum.
Fyrirlesturinn verður í stofú 101 í Odda
kl. 17 og er öllum opinn.
Samkomur með Ulrich Parzany
í Brciðholtskirkju:
Jesús ‘93
Dagana 14.-21. febrúar verða haldnar
vakningarsamkomur í Breiðholtskirkju í
Reykjavík undir yfirskriftinni ,Jesús
‘93“. Samkomumar em haldnar á veg-
um KFUM, KFUK, Kristilegu skólahreyf-
ingarinnar og Kristniboðssambandsins.
Ræðumaður á samkomunum verður
þýski vakningarpredikarinn Ulrich Parz-
any, en hann er framkvæmdastjóri
KFUM/K í Þýskalandi.
Parzany er þekktur víða um lönd sem
áhrifamikill predikari. Hann kom hingað
til lands árið 1990 og talaði þá á fjöl-
mennum samkomum sem haldnar voru
í Bústaðakirkju.
Á samkomunum nú í Breiðholtskirkju
verða flutt ávörp, leikþáttur og frásagnir.
Sönghópar munu syngja og hljómsveitin
„Góðu fréttimar" spila. Auk þess verður
mikill almennur söngur, lofgjörð og fyr-
irbænir. Ulrich Parzany predikar síðan á
öllum samkomunum nema þeirri fyrstu
og verður mál hans túlkað á íslensku.
Sunnudagana 14. og 21. febrúar hefjast
samkomumar kl. 17 og eru fyrir alla fröl-
skylduna. Dagana þar á milli, 15.-20.
febrúar, verða þær kl. 20.30. Allir eru vel-
komnir á samkomumar.
Ásgeir Smári Einarsson
sýnir í Fold
Dagana 13.-27. febrúar verður sýning á
olíuverkum Ásgeirs Smára Einarssonar í
Gallerí Fold, Austurstræti 3, Reykjavík.
Verkin nefnir hann Borgarlandslag.
Ásgeir Smári er fæddur árið 1956 og eru
foreldrar hans Einar Stefánsson og Halla
Jónatansdóttir. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands á ár-
unum 1974-78 og síðar við listaskólann
DFK í Stuttgart í Þýskalandi. Ásgeir
Smári hefur haldið 11 einkasýningar hér
á landi, í Danmörku og Þýskalandi, auk
þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga. Hann hefur dvalið í Dan-
mörku undanfarið og em myndimar,
sem hann sýnir í Fold, unnar þar.
Opið er í Fold virka daga frá 11-18 og
laugardaga 11-17. Öll verkin eru til sölu.
Fræöslukvöld í Bústaöakirkju
um kristið siöferöi
Hver er rammi lífs míns? Hvað er krist-
ið siðferði? Á okkar hröðu umbreytinga-
tímum er spuming um rétta siðferðilega
hegðun krefjandi. Menn spyrja f þessu
samhengi: „Hvað er kristin trú og hvað
er kristið siðferði?" Bústaðasöfnuður vill
mæta þessari þörf með fyrirlestraröð um
grundvallaratriði kristins siðferðis. Fyr-
irlestramir munu fjalla um efni boðorð-
anna tíu og leitast verður við að nálgast
spuminguna um „rétta" siðferðilega
hegðun í Ijósi þeirra. Eftir fyrirlestrana
verður boðið upp á umræður yfir kaffi-
bolla. Fyrirlesari: Dr. Sigurjón Ámi Eyj-
ólfsson.
Næsti fyrirlestur verður miðvikudags-
kvöldið 24. febrúar. Efni hans en Eru
boðorðin tíu reglur mannlegs lífs?
Síðan verður fyrirlestraröðin þessi:
3. mars. Ber maðurinn ábyrgð gagnvart
Guði?
10. mars. Siðferðilegur grundvöllur fjöl-
skyldunnar og hjónabandsins.
17. mars. Lff og eignir. Er maðurinn það
sem hann á. gerir eða er gefið?
24. mars. Áhrif góðrar/réttrar hugsunar
á hegðun.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœr þurfa að vera vélritaðar.
Fyrír einu árí héldu þau Venera Azizova og Andrew Simmons brúökaup sitt og þá átti öll skriffinnska
aö vera afgreidd.
Hjónabandssælan verður
bara Ijúfari og Ijúfari hjá
rússnesk/enska parinu
Ári seinna eru þau Venera og Andrew hamingjusamari en nokkru
sinni fyrr, en enn gerir skriffinnskan þeim erfitt fyrir.
Nú er ár liðið síðan rússneska
leikkonan Venera Azizova gekk
í hjónaband með enska kær-
astanum sínum, bókhaldaran-
um Andrew Simmons, eftir
mjög svo rómantískan aðdrag-
anda. Reyndar segjast hjónin
verða æ ástfangnari hvort af
öðru eftir því sem tíminn líð-
ur. Þó hefur starf Veneru haft
það í för með sér að hún hefur
orðið að vera fjarvistum frá
manni sínum, og það í órafjar-
lægð, langtímum saman.
Aðdragandinn að hjónaband-
inu var sá að Andrew var að
horfa á heimildarmynd frá
BBC í sjónvarpinu heima hjá
sér og sá þar þessa undurfögru
rússnesku fegurðardrottningu,
Ungfrú Ráðstjórnarríkin, sem
tók huga hans svo fanginn að
hann gat ekki á heilum sér
tekið fyrr en hann hafði náð
sambandi við hana og boðið
henni í heimsókn til Englands.
Af því leiddi bónorð, sem var
tekið.
Þrátt fyrir góðan vilja beggja
vegna fyrrum járntjalds hafa
síðan alls kyns Ijón orðið á
vegi unga parsins. Þar er fyrst
til að nefna að móðir brúðar-
innar gat ekki komið til brúð-
kaupsins í Englandi og Venera
var þess vegna ekki í rónni fyrr
en hún gat komist í heimsókn
til að sýna foreldrum sínum og
systkinum myndir og mynd-
bönd frá brúðkaupinu mánuði
síðar. En bakaferðin gekk ekki
áfallalaust, þá var skriffinnsk-
an komin í spilið, brottfarar-
áritun kom ekki fyrr en eftir
dúk og disk. Venera heldur
enn rússneskum borgararétti.
í spegli
Tímans
Og sagan endurtók sig þegar
Iokið var við tökur á kvikmynd
sem Venera lék f í Úkraínu. Þá
hafði hún verið í fjóra mánuði
í burtu frá Englandi og
Andrew, að leika í breskri
hryllingsmynd. Andrew notaði
tímann þó vel á meðan kona
hans var í burtu og fór á hrað-
námskeið í rússnesku. Hann
heimsótti svo konu sína til Od-
essa á afmæli hennar í septem-
ber og sagði henni á rússnesku
að hann elskaði hana. Hann
þurfti síðan að fara heim.
En Venera var enn þvæld í
skriffinnskuna og heimför
tafðist. Farangurinn hennar
komst þó á leiðarenda, en
Andrew var farið að lengja eftir
elskunni sinni.
Nú eru þau hjónakornin að
hugsa um að flytjast til
Moskvu, um stundarsakir
a.m.k. Þar ætti að verða auð-
veldara fyrir Veneru að komast
áfram í leiklistinni og Andrew
gerir sér vonir um að fá starf
sem bókhaldari. En í framtíð-
inni vill Venera búa í Englandi
og þar vill hún eignast börnin
— „Ég vil eignast þrjú,“ segir
hún.