Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTT OG
FERSKT s
DAGLEGA
88
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113 - SÍMI73655
p JjCmSbnel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum
\ varahlutir
Hamarshöfda 1 - s. 67-Ö7-44
W
Iíniinu
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
Þáttaskil í atvinnulífi Bolungarvíkur. Gjaldþrot fyrirtækja EG og Hóla hf. vel á annan milljarð:
A annað hundrað manns
atvinnulausir í Víkinni
Þáttaskil urðu í atvinnusögu Bolungarvíkur í gærmorgun þegar
stjórnir fyrirtækja Einars Guðfinnssonar hf. og Hóla hf. fóru fram
á það við héraðsdómara á ísafirði að fyrirtækin yrðu tekin til gjald-
þrotaskipta. Gjaldþrot fyrirtækjanna er trúlega með þeim stærstu í
sjávarútvegi á seinni tímum en talið er að það geti numið vel á ann-
an milljarð króna.
Um svipað leyti í gærmorgun var
stöðugur straumur fólks á skrif-
stofur Bolungarvíkurbæjar til að
láta skrá sig á atvinnuleysiskrá.
Viðbúið er að tala atvinnulausa
verði um 130-140 manns og ná-
lægt 200 þegar togarar EG stöðv-
ast. Dagrún ÍS er að veiða í sigl-
ingu á markað í Þýskalandi en
Heiðrún er væntanleg í land um
miðja þessa viku. Jón Guðbjarts-
son, fulltrúi minnihlutans í bæjar-
stjórninni, segir nauðsynlegt að
reynt verði að fá reksturinn leigð-
an til að hjólin fari að snúast á ný
og í framhaldi af því að stofna fyr-
irtæki með aðild bæjarins og íbúa
hans til að sjá um vinnslu og út-
gerð.
Bæjarráð Bolungarvíkur hittir
væntanlega í dag fulltrúa frá
Byggðastofnun, bankastjóra
Landsbanka íslands og ráðherra til
að reyna að tryggja áframhaldandi
atvinnu í plássinu.
Ennfremur hafa forráðamenn
bæjarins haft samband við forystu-
menn sjávarútvegsfyrirtækja í
næstu nágrannabyggðum. Ingi-
mar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Frosta hf. í Súðavík og for-
maður Útvegsmannafélags Vest-
fjarða, segir menn að sjálfsögðu
fylgjcist grannt með framvindu
mála í Víkinni. Þó vilji menn bíða
og sjá hverju framvindur í því sem
heimamenn eru að vinna að. Ingi-
mar segir að sú þróun sem verið
hefur í málefnum sjávarútvegsins í
fjórðungnum undanfarin ár og
misseri sé hrein hörmung. í því
sambandi bendir hann á Patreks-
fjörð, Bíldudal, Flateyri og Suður-
eyri við Súgandafjörð. Ingimar tel-
ur að ástæður þessa alls megi rekja
til hins mikla niðurskurðar á
þorskkvóta sem Vestfirðingar hafa
orðið fyrir bótalaust, auk hinna
bágbomu almennu rekstrarskil-
yrða sem sjávarútveginum eru bú-
inn.
Forráðamenn EG tilkynntu
starfsfólki hvemig komið væri fyr-
ir fyrirtækjunum á fundi sl. laug-
ardag og að enginn vinna yrði eftir
helgina. Um 13 tonn af rækju voru
flutt til vinnslu í Súðavík og annar
afli til var í hraðfrystihúsinu var
sendur á fiskmarkaði.
Daði Guðmundsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélagsins,
segir að þessi staða sem er komin
upp í atvinnulífi bæjarins sé gífur-
legt áfall og mikill ótti ríkjandi
meðal fólks.
„Það hefur aldrei verið neitt at-
vinnuleysi héma. Fólk hefur unn-
ið myrkranna á milli og hefur aldr-
ei upplifað iðjuleysi."
Formaður stéttarfélagsins segist
vera svartsýnni um framhaldið en
bæjarstjórnin. Hann segist í fljótu
Fráá Bolungarvík.
bragði ekki sjá að heimamenn
muni fá nokkra aðra meðhöndlun
en önnur byggðarlög.
„Hins vegar þurfum við hjálp til
að geta hjálpað okkur sjálfir og við
teljum okkur eiga það inni hjá
þjóðinni eftir allt það sem við höf-
um lagt af mörkum gegnum tíð-
ina,“ segir Daði Guðmundsson.
Um miðjan dag í gær var haldinn
fundur með fyrrverandi starfsfólki
fyrirtækja EG til að upplýsa það
um réttindi þess og atvinnuleysis-
bætur en obbinn af starfsfólkinu
var fastráðinn. Þar að auki hefur
atvinnuleysi verið óþekkt fyrir-
brigði meðal verkafólks í Bolung-
arvík fram til þessa. -grh
Tólf Íslendíngar tilnefndir til friðargæslustarfa
á vegum SÞ:
6,4 milljónir í laun
þriggja einstaklinga
Híkisstjónvin hefur ákveðið að ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu og
veita 6,4 milljónir króna til að í öðrum löndum. Enn mun þó
greiða laun allt að þriggja ein- vera óvíst hvort eða hvenær ein-
staklinga sem kunna að verða hverjir þeirra verða kallaðir til
ráðnir til starfa við friðargæslu í starfa.
ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Það var starfshópur skipaður
Alls sóttu fimmtíu manns um fulitrúum utanríkisráðuneytisins
störfín en af þeim hafa þegar tólf og fjármálaráðuneytis sem fjall-
verið tilnefndir sem til álita koma aði um umsóknimar 50 í sam-
við störf í stjómsýslu og upplýs- ráði við Hjálparstofnun kirkjunn-
ingamiðlun í tengslum við fríðar- ar og aðila innan Rauða kross ís-
gæslu Sameinuðu þjóðanna í lands. -grh
Vinnlngstölur
iaugardaginn
13. febrúar 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 1 2.356.476
éí. 4af5^i tf 2 204.679
3. 4af5 77 9.170
4. 3af5 3.437 479
Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.118.247
upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002
...ERLENDAR FRETTIR...
D E N N I D ÆMALAU S I
SARAJEVO
Vandræöi meö neyöar-
flutninga
Samningamenn S.þ. reyndu í gær aö fá
uppreisnarmenn Serba til aö hleypa
flutningalest gegnum viglínur sinar meö
neyöaraöstoö til sveltandi múslima í
austurbluta Bosníu. Rikisstjórn Bosniu,
sem múslimar fara meö, og leiötogar
Serba hafa fallist á vopnahlé til aö
hleypa flutningabilunum i gegn en yfir-
maöur flóttamannahjálpar S.þ. í Belgrad
sagöi að yfirmenn serbnesku hersveit-
anna á svæöinu héldu því fram aö þeir
heföu ekki fengiö i hendumar leyfi til aö
hleypa lestinni í gegn.
NlKOSlA
íhaldsmaður kosinn forseti
Kosning hins gamalreynda ihalds-
manns Glafcos Clerides í embætti for-
seta Kýpur gæti stöðvaö áætlun S.þ.
um aö binda enda á 18 ára skiptingu
eyjarinnar aö þvl er stjómarerindrekar
sögöu i gær. Leiðtogi tyrkneskra Kýp-
verja, Rauf Denktash, bauöst til aö
ganga til fundar viö Clerides hiö fyrsta
en sagöi aö gagnslaust værí aö taka
aftur upp friövarviöræöur S.þ. í næsta
mánuöi.
VILNA, Litháen
Brazauskas afneitar
Algirdas Brazauskas, fynverandi leiö-
togi Kommúnistaflokks Litháens, var
kosinn nýr forseti landsins og afneitaöi i
gær kommúnistafortíö sinni jafnframt
þvi sem hann hét þvi aö flýta einkavæö-
ingu og stuöla aö eríendri tjárfestingu.
PEKING
Frjáls markaðsstefna
sett í stjórnarskrá
Kommúnistaflokkur Kina lagöi i gær
fomilega til aö efnahagslegar umbætur
Dengs Xiaopings í átt til markaöshyggju
yröu tryggöar I viöbótargreinum viö
stjómarskrána og niöur yröu felldar full-
yröingar um sigur sósíalismans.
KINSHASA
Þingið foröast lokaupp-
gjör viö Mobuto
Bráöabirgöaþing Zaire, sem stendur i
valdabaráttu viö Mobutu Sese Sedo for-
seta, frestaöi i gær mikilvægum fundi
og heimildir sögöu leiötoga þess vera
aö reyna aö komast hjá lokauppgjöri viö
Mobutu.
MANILA
Dauöarefsingu komið á
Fyrrverandi gamanleikari sem oröinn er
þingmaöur greiddi i gær úrslitaatkvæðiö
um aö dauöarefsing skyldi tekin upp á
ný eftir sex ára heiftarlegar umræöur og
andstööu hinnar valdamiklu rómversk-
katólsku kirkju.
KABÚL
Ránshendi fariö um heimili
Islamskir skæmliöar fóm I gær ráns-
hendi um heimili i Kabúl. Þeir gripu
tækifæriö sem gafst i gær I óstööugu
vopnahléi sem komiö var á til aö minn-
ast þess aö fjögur ár em liöin frá þvi
Sovétmenn hurfu frá Afganistan.
STOKKHÓLMUR
Þrír Svíar úr fangelsi í írak
Þrír Svíar, sem setiö hafa I fangelsi I Irak
frá þvi i september, kunna bráðum aö
veröa látnir lausir, aö þvi er eiginkona
Breta nokkurs, sem einnig er i fangelsi I
Bagdad, sagöi sænskum fjölmiölum i gær.
LÚANDA
Enn barist um Huambo
Angólska rikisstjómin tilkynnti I gær aö
hermenn hennar heföu unniö landsvæöi
af uppreisnannönnum UNITA í úrslita-
onustunni um næststærstu borg lands-
ins, Huambo, en aö a.m.k. 6.000
óbreyttir borgarar hefðu látiö lífiö á þeim
rúma mánuöi sem bardagar hafa staðiö.
KIGALI
Frakkar berjast í Rúanda
Franskir hermenn böröust í fyrri viku fyr-
ir hönd rikisstjómar Rúanda i fjögurra
daga höröum bardögum viö uppreisnar-
menn sem reyna aö steypa Juvenal Ha-
byarimana forseta af stóli, aö því er
óháöar heimildir hermdu i gær. Frakkar
neita aö hermenn þeirra hafi tekiö þátt.
„Ég gefst upp. Hvað heldurþú að þú þurfir oft að
mérað haga mér skikkanlega. “
segja