Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.02.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Tíminn 5 Þorleifur Kr. Guðlaugsson: Að hleypa iííu blóði í fólk Þeir eru kúnstugir hjá Alþýðusambandinu, eins og fyrri daginn. Alltaf er sama viðkvæðið hjá leiðtogum þessara stéttarfélaga þeg- ar stefnt er að átökum á vinnumarkaðnum. Þeir gera mikið af því að rétta sáttahönd, en atvinnurekendur, hafið þið munað eftir að gá í lófa þeirra hvort fimmaurar eru þar, eða eitthvað meira handa atvinnulausa fólkinu? Og þið sláið bara á útrétta sáttahönd, því- lík vandræði. Sáttahöndin reynist því miður ekki traust og hver hugsar um sig. Þó er mikið talað um nauðsyn þess að efla atvinnureksturinn í landinu, en síst af öllu finnst mér að þeir, sem gala hæst í verkalýðshreyfingunni, vilji nokkuð leggja til þeirra mála af sanngimi, svo raunverulega gagni, heldur velta boltanum á aðra. Þeir slá á útrétta sáttahönd og hleypa illu blóði í samtakahópa, segja leiðtogar vinnandi stétta. Þetta slagorð, sem er í miklum hávegum haft til undir- búnings átaka á vinnumarkaðnum, er hinn kommúniski gamli áróður, sem alltaf virðist hafa forystu hjá vinnandi fólki hér á íslandi, sem því miður hefur bitnað á vinnustéttum þessa lands í tugi ára til verri vegar, verri afkomu þess fólks. Að hleypa illu blóði í fólk, er í raun það ilia blóð sem rennur í æðum óvina sátta og raunsæis, innræting hugarfars fólks af hatursmönnum atvinnurekenda og athafnamanna í landinu. Verkalýðshreyfingin er í raun lengi búin að stefna að því, að óhjákvæmilega varð atvinnuleysi; hundruð fyrirtækja hafa lagt upp laupana, ef svo má segja, vegna forsprakka launþegahreyfingarinn- ar, sem pínt hefur atvinnurekendur til uppgjafar í valdatíð Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins. Þá voru stöðugar árásir á atvinnurek- endur og framleiðendur með ýms- um hætti. Þetta er sannleikurinn í málinu, sem alltaf er þaggaður niður og nú- verandi stjóm kennt um slæma stöðu efnahagslífsins, sem fyrri rík- isstjómir þvinguðu fram um tugi ára og ekkert fyrirtæki mátti bera eyrisvirði úr býtum til frekari at- hafna. Ég hefi aldrei séð árangur af vinnu- deilum, heldur þveröfugL Miklar lántökur hafa staðið yfir í tugi ára til að fela raunverulega stöðu atvinnulífsins og greiða niður yfirvofandi verðbólgu. Það þýðir ekki að mótmæla, en ekki heftir verið haldið á lofti sannleikanum sem skyldi, um verk Framsóknar og Al- þýðubandalagsins, um niðurbrot efnahagslífs þjóðarinnar um fjölda ára skeið er þeir stjómuðu lands- málum og ekkert fyrirtæki sá eyris- virði í hagnaðarvon, ekki einu sinni þeirra eigin fyrirtæki sem þjóðin borgaði þó hundruð milljóna til að endurreisa. Þá var gripið til lána- sjóðanna heima og erlendis án nokk- urs tilgangs, gjaldþrot voru stað- reynd. Þetta var árangurinn af ára- tuga samstöðu Framsóknar og kommanna, lántaka ríkissjóðs var drifin upp með hundmð milljóna kr. auglýsingaherferð sem almenningur greiddi í góðri trú um betri tíma. En þetta var nú ekki allt. Nú hlóð- ust upp vextir af milljarða lántökum ríkissjóðs, fólkið í Iandinu varð einn- ig að greiða þá. Enginn möglaði þó vextimir væm spenntir upp fyrir alla aðra vexti og þeir, sem peningana áttu, lifa enn góðu lífi á framlagi frá almenningsfyrirtækinu, ríkinu, þeg- ar nú enn bætast við gjafir ríkisins í skattaafslætti í greiðaskyni við pen- ingamenn. Þetta var besta uppfinn- ing fjármálaráðherra alþýðunnar og þetta hefur ekki breyst. Þetta þjóð- ráð hefur haldið uppi háum vöxtum um lengri tíma, en engin af lág- launastéttunum hefur kvartað, af því að það var kommúnistinn Ólafur Ragnar Grímsson sem átti þjóðráð- ið, sem alþýðan býr nú við frá velvilj- uðum formanni sínum. Ennþá er þessi faránlega staða við lýði, sem Ólafur Ragnar Grímsson gaf þjóð- inni í arf úr fjármálabúi sínu fyrir nokkmm ámm. Þegar saman er tekið, er þetta orð- inn nokkurra milljarða króna baggi á almenn- ingi, ef allt er reiknað þessu við- komandi. Almenn- ingur er ekki enn farinn að skilja klæki og óráðsíu vinstrimanna í stjómsýslu, sem brýtur niður at- vinnulíf og afkomu vinnandi fólks. Stefnumörkun Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins hefur lagt allt efnahagslíf í rúst af áðurgreindum ástæðum og þetta kemur svo vel heim við gerðir kommúnista í A- Evrópu að furðu sætir, þar sem heimsveldi hmndi gersamlega, stjómmálalega og efnahagslega. Þetta er það sem þeir stefna að hér, fái þeir ekki lækningu við Rússafár- inu. Efnahagslíf á íslandi nær sér aldrei á strik aftur, ef Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag fá tækifæri til að stjóma landsmálunum á ný. Illt er í eftii að Alþýðubandalagið skuli stjóma verkalýðshreyfingunni, því það skiptir engu máli fyrir það þó verkamenn verði fyrir tjóni, bara ef þeim tekst að sundra með einhverj- um hætti þeim möguleika að sjálf- stæðismönnum takist að rétta við efnahagsástandið í landinu. Þetta er fyrst og fremst ásetningur Benedikts Davíðssonar, eftir ummælum hans að dæma um daginn margsinnis í sjónvarpi, og áfram vilja hann og hans líkar ganga villur vega sinna manna, sem reynst hafa svik við verkamenn, þjóðina og atvinnulífið. Lántaka erlendis er hjálpræði þess- ara manna, sem er að koma þjóðinni í gjaldþrot og verkalýðsvinimir hika ekkert við að auka skatta almenn- ings, sem hækka óhjákvæmilega við aukin vaxtagjöld af skuldum erlend- is, ég tala nú ekki um ef verður gengisfelling. f svona tillögum Al- þýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins gerast vandræði þjóðar- innar og fer heldur lítið fyrir vináttu við fólkið, sem vinnur störfin í land- inu, frá falsspámönnunum í okkar þjóðfélagi. Ég held þeir verði að þegja, Höllustaðabóndi. Það fer lítið fyrir þjóðhollustu þessara manna og vináttu við sína félaga, þegar ekki má hrófla við eyri af þeirra þénustu, sem hafa vinnu, til að koma málum atvinnulausra manna á rétta braut með því að styrkja stoðir atvinnulífs- ins, eins og allir em sammála um að verði að gera. En samt bregst Bene- dikt Davíðsson hinn versti við og segir þetta stefnu sjálfstæðismanna. Og hún brennur á honum þegar þeir taka að sér að undirbúa jafnvægi í þessum vanræktu málum stéttarfé- laganna, sem enga ábyrgð vilja taka á sig til að efla atvinnuástand félaga sinna sem hin ranga efnahagsstefna félaga þeirra hefur hmndið þeim út í, sem er arfúrinn frá fyrmm ríkis- stjómum. Þar á ég við efnahags- þrengingar til margra ára, sem vom boðaðar af fyrri formanni Alþýðu- bandalagsins og sem verða flokki hans til mikillar hneisu um framtíð alla. Hafa þeir þó vítin til að varast, er þeir réðu ekki við sínar misgerðir sem þeir óðu í upp fyrir haus og hlupu volandi frá í óðaverðbólgu á annað hundrað stig og hafa komið láglaunafólkinu sérstaklega illa. Af völdum eldri yfirsjóna em efnahags- þrengingamar hans Svavars Gests- sonar enn að veltast inni á borðum þjóðarinnar og reyndist hann þó einu sinni spámaður í sinni stétt. Er þetta dæmigerður spádómur fyrir endalokum kommúnismans heima og erlendis? Allt efnahagslegt og stjómmálalegt kerfi hans er hmnið og það má ekki koma aftur. Ef at- vinnureksturinn rís ekki upp aftur til að bera álögur ríkisins og ann- arra, eins og honum hefur verið þröngvað til í miklu hærri álögu en hann bar, þá verða vinnustéttimar að bera einar þær þungu byrðar sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- bandalagið sköpuðu þjóðinni á valdatíma sínum. Getur þjóðin virki- lega þakkað þeim? Er hún blind? Mikill hugur er í þessum flokkum að ná yfirráðum í ríkisstjórn og úr- lausnin í efnahagsmálunum er hreint hin sama og þeir ekki hafa Ieyst neinn vanda með hingaðtil. Þeir segja jú, að þeir ætli að ná meiri sköttum af hátekjufólki og þeim fyr- irtækjum sem enn eru starfandi. Hvað þýðir svo þetta? Verði þessir flokkar til að brjóta niður þau fáu fyrirtæki, sem eftir em, með skatt- lagningu, þá kostar það meira at- vinnuleysi og hrun. Svona liggur fyrirætlun þessara flokka fyrir og ættu menn að skoða í fúllkominni alvöm það ólán sem steðjaði að at- vinnulífi í landinu, ef svona efna- hagsstjóm næði tökum í þjóðarsál- inni þrátt fyrir staðreyndir að þeir em jafnvel að fyrirfara heilli þjóð, ef þeir em rændir skynsemi í tíma og rúmi, eins og lítur út fyrir. Ég er nú búinn að lýsa hvað hefur valdið efnahags- ástandi fólksins í landinu að nokkm leyti, þó að fjölda- margt vanti á að séu tæmandi upplýsing- ar um aðför Fram- sóknarflokksins og Alþýðubandalagsins að íslensku atvinnu- lífi á valdatíma sín- um. Þeir segja þetta velferðarþjóðfé- lag, en hvemig er það fengið? Það er fengið með gífurlegri skattheimtu á þjóðina og atvinnurekendur, sem enganveginn standast álagið, og get- ur því ekki staðist til lengdar, eins og reynslan sýnir. Ef ríkið á að reka hvert heimili í landinu að meira eða minna leyti, getur það ekki þýtt ann- að en gjaldþrot þess, sem svo sann- arlega verður reyndin á. Fjárstyrkir frá ríkinu em svo sann- arlega misnotaðir og finnst fjölda fólks það sjálfsagt og jafnvel skylt, þar sem kerfið býður uppá mögu- leikana. Það er heiðarlegra til dæm- is, að efnað fólk sjái um framfæri barna sinna, heldur en arðræna það í skattlagningu öðrum til búbótar (hvomtveggja ekki heldur eigi sér stað). Þessvegna á að leggja niður allar uppbætur og virðisaukaskatt. Ljótur áróður er það, að niður- greiðslurnar til landbúnaðarvara séu fyrir bændur, því þær ganga til lækk- aðs verðs fyrir neytendur og enn- fremur lágur, eða enginn virðisauka- skattur af þessum vömm til neyt- enda. Allt em þetta kjarabætur fyrir neytendur og munar talsvert um, og þó er verið að væla og röfla yfir bændastéttinni, að hún fái þetta allt og sé einn þyngsti baggi á þjóðinni. Svona er hugsunarháttur fólksins rangur og óraunsær og fullorðnu fólki til vansæmdar. Söluskatturinn, síðar virðisauka- skattur, er eitt af því sem er að eyði- leggja efnahag fólksins. Þetta á að af- nema. Upphaflega var söiuskattur- inn innleiddur af Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. Virðisaukaskattur hreinlega sundrar efnahagskerfi okkar, 27% gera hreint ótrúlega upplausn í efnahag landsmanna. Fólk ætti að sjá fyrir sér 27% lækkun á vöruverði. Ef virð- isaukaskatturinn væri afnuminn, gæti nær öll félagsþjónusta lagst niður, fyrir utan það að staða við- skipta við útlönd mundu bera mik- inn ágóða í þjóðarbúið og þarafleið- andi atvinna aukast og auðvelt að selja hvers konar iðnað og vömr úr landi með góðum árangri. Allur efnahagur landsins mundi snar- breytast til hagsældar fyrir alla. Engum þýðir að láta sér detta í hug að atvinnuleysi hverfi á stundinni, hversu miklu fé sem væri varið í uppbyggingu atvinnuvega. Einnig er það algjörlega vonlaust að taka lán erlendis til uppbyggingar atvinnu- málanna. Við emm ekki aldeilis laus við efna- hagsvandann ef Alþýðusambandið og verkalýðsfélögin ætla nú að drífa upp harðar vinnudeilur. Það er alveg eins víst, ef á að standa jafnfætis Efnahagsbandalaginu að við verðum að lækka kaupið eða gera einhverjar aðrar róttækar aðgerðir til að stand- ast samkeppni. Auk þess vil ég minna á að ef á að hækka mikið kaup, þá er ekkert vísara en að efn- aðir menn og fyrirtæki, sem enn em einhvers megnug, flytji úr Iandi, þar sem með slíku aðhaldi er arðvænn atvinnurekstur hér á landi með öllu vonlaus, eins ef Alþýðubandalag og Framsóknarflokkurinn fá að ein- hverju leyti ráðið framhaldi efna- hagsmála í framtíðinni. Skattheimtu er nú þannig varið, að tekjuskattur og útsvar em 37%, virðisaukaskattur 27%, fyrir utan marga aðra skylduskatta. Má því segja að það sé gott að vera skattlaus með 60 þúsund krónur á mánuði, sem maður fær þó í hendumar. Þetta em nú ástæðumar sem fyrr- verandi stjórnarsamstarf hefur fært yfir þjóð sína og börnin sín á kom- andi ámm. Ef sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkur fá ekki að starfa í friði að mögulegri endurreisn efnahags- lífsins nú, þá mun langt líða þar til fólk fær að sjá hag sinn vænkast. Þeir segja þetta velferðarþjóðfélag, en hvernig er það fengið? Það er fengið með gífurlegri skattheimtu á þjóðina og atvinnurekendur, sem enganveginn standast álagið, og getur því ekki staðist til lengdar, eins og reynslan sýnir. Ef ríkið á að reka hvert heimili í landinu að meira eða minna leyti, getur það ekki þýtt annað en gjaidþrot þess, sem svo sannarlega verður reyndin á. Enn herðir IBM mittisólina Á síðustu undanförnum ámm hef- ur Intemational Business Machi- nes, IBM, fækkað starfsfólki sínu í heimi öllum úr 400.000 í 300.000. Og í síðustu viku desember 1992 tilkynnti stjómarformaður IBM, John Akers, að enn yrði starfsfólki þess fækkað um 25.000 á komandi ári, en 1992 sem 1991 var tap á rekstri þess. — Á kauphöllum hafa hlutabréf IBM fallið í verði úr 175 $ árið 1987 í 50 $ síðla árs 1992. íhugar IBM endurskipulagningu, og kann það að gera deildir sínar að dótturfélögum. Uppgangur AT&T á ný Hin bandaríska eftirlitsnefnd með einokun lét 1984 skipta upp Amer- ican Telephone & Telegraph Comp- any. Hélt það eftir langlínu-sím- samböndum (og fjarskiptum), Westem Electric, Unix-hugbúnaði og hlut í Olivetti. Síðan hefur AT&T enn færst í aukana. Það keypti NCR 1991 og í nóvember 1992 símtóla- gerðina McCair Communications. 30 ný kjamorkuver í Russlandi í Rússlandi verða byggð 30 ný kjamorkuknúin raforkuver fram til 2010, að rússneska ríkisstjórnin samþykkti í desember 1992 að til- lögu Victors Mikhailov kjarnorku- málaráðherra. í fyrstu verður lokið við nokkur, sem við var hætt í miðj- um klíðum fyrir nokkrum ámm. Á meðal hinna nýju verða a.m.k. sjö með svonefndum vatnsþrýstikljúf- um (WER), en ef til vill tíu, en hvert þeirra mun vinna 1000 megawött. Um þessa ákvörðun rússnesku ríkisstjórnarinnar segir einn forráðamanna Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín, David Kyd: „Rússland þarf að selja olíu og jarðgas við erlendum gjaldeyri. Það verður að nýta kjarn- orku til að vinna sér næga raforku." Hamborg eflist Skipting Þýskalands 1945 dró þrótt úr atvinnulífi í Hamborg, en um þriðjungur viðskipta borgar- innar var við þá landshluta, sem urðu Austur-Þýskaland. Þegar vest- ur-þýska ríkisstjórnin styrkti fyrir- tæki til starfsemi á mörkum ríkj- anna, fluttust þangað allmörg fyrir- Viðskiptalífið 1 tæki frá Hamborg. Á sjöunda ára- tugnum gátu skipasmíðastöðvar borgarinnar ekki lengur keppt við skipasmíðastöðvar í Austur-Asíu. Olíuhreinsunarstöðvar borgarinnar guldu olíukreppnanna á áttunda áratugnum. En nú nýtur atvinnulíf borgarinnar endursameiningar Þýskalands. Um þessi efni hafði Newsweek 11. janúar 1993 eftir Urda Martens- Jeebe, einum framkvæmdastjóra Þróunarfélags Hamborgar: „Ham- borg hafði tapað liðlega 40% af hin- um 263.000 störfum sínum við framleiðslu iðnvamings frá 1970, en tala vinnandi fólks nú, 872.000, er innan við 10% lægri en þá.“ — Hamborg er nú miðstöð fjarskipta- og upplýsingatækni í Þýskalandi og á eftir Frankfurt helsta fjármála- borg þess. Við þjónustustörf í víð- asta skilningi eru nú 660.000 störf, þrjú af hverjum fjómm störfum í borginni. ,Að athugun ráðgjafaríyrirtækis- ins Ernst & Young 1991 þykir út- lendum firmum, sem hyggja á við- skipti í Evrópu, álitlegast að setjast að í Hamborg; könnun á meðal þýskra fyrirtækja sýnir, að þrjú af hverjum fjómm hyggja á aukin umsvif í Hamborg. Helstu skipafé- lög í Asíu hafa sett evrópskar aðal- stöðvar sínar upp í borginni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.