Tíminn - 16.02.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 16.02.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriöjudagur 16. febrúar 1993 Viðskiptaráðherra fagnar frumkvæði lífeyrissjóðanna og segist munu beita sér fyrir viðræðum um lækkun vaxta: Stjómvökl hvetja til viðræðna um lækkun vaxta Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ritað samtökum lífeyrissjóðanna bréf þar sem hann fagnar samþykkt framkvæmdastjómar Sambands al- mennra lífeyrissjóða og stjómar Landssambands lífeyrissjóða, en í henni er hvatt til samráðs um lækkun vaxta. Viðskiptaráðherra segir stjóravöld vera tilbúin til viðræðna um lækkun vaxta og muni beita sér fyrir því að af þeim verði. Viðskiptaráðherra skrifaði lífeyris- sjóðunum bréf fyrir skömmu, strax og honum barst í hendur samþykkt framkvæmdastjómar Sambands al- mennra lífeyrissjóða og stjórnar Landssambands lífeyrissjóða. í bréf- inu fagnar ráðherra þeirri afstöðu lífeyrissjóðanna að vilja efna til við- ræðna um vaxtamál sem miði að lækkun vaxta. Viðskiptaráðherra og fjármálaráð- herra áttu í nóvember á síðasta ári fundi með forystumönnum lífeyris- sjóðanna um hlut þeirra í fjármögn- un íslenskra atvinnuvega og um vaxtamál. Viðskiptaráðherra sagðist líta svo á að nú sé verið að taka þráð- inn upp að nýju í samræmi við það sem þá var um rætt. Jón sagði að stjómvöld muni á næstunni gera tillögu um frekari viðræður við lífeyrissjóðina og jafn- framt beina því til annarra lána- stofnana að þær komi inn í viðræð- urnar. „Ég hef trú á því að það sé mjög mikilvægt núna að menn glöggvi sig á þeim almennu atriðum í málinu, sem stuðlað geta að raunhæfri lækk- un vaxta. Þar em allmörg atriði, sem hægt er að ræða og sem em að ein- hverju leyti á valdi hins opinbera og að einhverju leyti á valdi þátttakend- anna á lánamarkaðinum," sagði Jón. Jón sagði að minni lánsfjáreftir- spum hins opinbera sé að sjálfsögðu lykilatriði í viðleitni manna við að ná niður vöxtum. Hann sagði hins vegar að það sé fleira sem skipti máli en lánsfjáreft- irspurn ríkisins, þegar menn ræði um háa vexti. Þessi atriði þurfi menn að ræða. Hann sagðist því fagna mjög fmmkvæði lífeyrissjóð- anna í þessu máli. -EÓ Þau undirrituðu samstarfssamning VISA fsland og SVG. Frá vinstri: Bjarni I. Árnason í stjóm SVG, Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri VISA ísland, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SVG, og Wilhelm Wessmann formaður SVG. Samstarfssamningur VISA ísland og Sam- bands veitinga- og gistihúsa: Island kynnt gegnum VISA Samband veitinga- og gistihúsa og VISA ísland hafa gert með sér samn- ing um að vinna sameiginlega að landkynningu á víðum gmndvelli, með það að markmiði að efla veg ís- lands sem eftirsótts áfangastaðar og ferðamannalands. Báðir aðilar leggja til fé í sérstakan þróunarsjóð. Upp- hafsframlag VISA ísland er tvær milljónir kr. Frumsýning í íslensku óperunni næstkomandi föstudag: Sardasfurstynjan í óperunni íslenska óperan frumsýnir óper- ettuna Sardasfurstynjuna föstu- daginn 19. febrúar. í helstu hlut- verkum eru Signý Sæmundsdóttir, Bergþór Pálsson, Þorgeir J. Andr- ésson, Jóhanna G. Linnet, Sigurð- ur Björnsson, Kristinn Hallsson, Sieglinde Kahmann og Bessi Bjarnason. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson, leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, leikmyndir gerði Sig- urjón Jóhannsson og búninga Hulda Kristín Magnúsdóttir. Þýð- endur textans eru Flosi Ólafsson og Þorsteinn Gylfason og höfundur dansa er Auður Bjarnadóttir. Sögusvið Sardasfurstynjunnar eru Vínarborg og Búdapest árið 1915 þar sem aðallinn í Austurrísk- ungverska keisaradæminu lætur ógnir fyrri heimsstyrjaldarinnar lítt á sig fá, en stundar skemmtan- ir og dansiböll af kappi. Edwin Ronald furstasonur verður ástfanginn af hinni frægu og vin- sælu kabarettsöngkonu Sylva Var- escu, en föður hans líst miður á og vill gifta strákinn Anastasíu greifa- dóttur. Skapast af þessu bralli ýms- ar flækjur. Bergþór Pálsson syngur hlutverk Bonifaciusar greifa, sem kann best viö sig í hópi fagurra kvenna. Tímamynd Sigursteinn Hlutverk þróunarsjóðsins er m.a. að stuðla að útgáfu kynningarefnis um land og þjóð, sem í verði t.d. létt get- raun um íslensk málefni þar sem vinn- ingar verði ferðir til íslands. VISA ís- land ætlar í gegnum alþjóðleg sam- bönd sín við VISA- fyrirtæki um heim allan sjá um að kynningarbæklingum verði dreift til markhópa í öðrum löndum. Byrjað verður á að senda slík- an bækling til 500.000 VISA-gullkort- hafa á Ítalíu. Síðar verður sami háttur hafður á við gullkorthafa í Belgíu, Hol- landi, Spáni, Bretlandi og hugsanlega einnig í Japan og S-Afríku. Samhliða þessu hafa VISA ísland og SVG gengið frá samningi um sérstök fríðindi VISA gull- og farkorthafa hjá hótelum og gististöðum innan SVG. Þeim munu standa til boða bestu kjör á gistirými viðkomandi hótela, forgangsþjónustu, uppfærslu í betra herbergi og að halda herbergjum sínum lengur fram á brottfarardag, sé þess kostur. Þá hafa verið gerðir sérsamningar við einstaka veitingastaði um afsláttarkjör, sé greitt með VISA gull- eða farkorti. Lögguklippurnar komnar á loft Eigendur óskoðaðra bfla mega fara að vara sig, því þessa dagana klippir lög- reglan í Reykjavík og nágrenni númerin af þeim í gríð og erg. Nokkur hundruð bíla hafa þannig misst númerin síðustu sólarhringa. Tálið er að mörg hundruð bílar séu óskoðaðir eða að ekki hafi verið mætt með þá til endurskoðunar. Þar af eru fleiri en áður í heillegu ásigkomulagi, eins og fulltrúi lögreglu komst að orði. Eigendur geta orðið fyrir verulegum óþægindum, þar sem númer bifreiðanna eru send inn í Bifreiðaskoðun. Þangað verða eigendur að koma og greiða rúm- ar 3.000 kr. í skoðunargjald og einhverja sekt til viðbótar. Matthías Bjarnason um sparnaðarleiðir núverandi heilbrigðisráðherra: EINKENNAST AF LOSARABRAG ,JHér finnst allt of mikill losarabragur á því, sem verió er að gera. Það er eitt í dag og annað á morgun. Fólk er orðið svo ruglað í þessu," segir Matthías Bjaraason, alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra, um sparaaðar- leiöir núverandi heilbrigðisráðherra. Hann telur að það hefði átt að lög- binda réttargeðdeild innan geð- deildar Kleppsspítalans, í stað þess að reisa hana á Sogni. ,>lér finnst margt hafa verið gert öfugt við það sem ég hefði viljað í heilbrigðismálum," bætir Matthías við. Hann bendir á lokun bæklunar- deildar Landspítalans í þrjá mánuði í haust sem dæmi. Þá finnst Matthí- asi að sífelldar breytingar á reglu- gerðum ráðuneytisins bera vott um hringlandahátt. „Mér finnst það ekki nógu „stabílt" sem þeir eru að gera. Það er gefin út reglugerð og eftir stuttan tíma er allt gjörbreytt. Það þarf að hugsa til lengri tíma um það sem er nauðsynlegt að gera. Ég hef ekkert á móti því að reynt sé að spara í heilbrigðiskerfinu, en það dugar ekki að draga það mikið úr þjónustunni að það komi niður á sjúklingum," segir Matthías. Hann víkur talinu að málefnum aldraðra og öryrkja. „Menn segja að öryrkjar og aldraðir eigi ekki að borga nema eitthvað takmarkað. Þá er að meira og minna leyti farið í kringum það. Sum Iyf, sem þessir sjúklingar þurfa á að halda, eru ekk- ert niðurgreidd af samfélaginu. Þess vegna finnst mér að eitt kort ætti að sýna allan þann kostnað sem fólk þyrfti að greiða. Þegar honum er náð, á samfélagið að taka við,“ segir Matthías. Matthías hefði farið öðruvísi að með réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. „Það er komið ofboðslega mikið fjármagn í þetta," segir Matthías og á við stofnkostnað, breytingar og rekstrarkostnað, en sú upphæð nemur samtals hátt í 160 millj. kr. Þess má geta að 18 gæslumenn gæta 7 vistmanna á þessari stofnun, sam- kvæmt upplýsingum frá Heilbrigð- isráðuneytinu í haust sem leið. „Þessi breyting og rekstrarkostnað- ur er óhemju mikill í kringum ekki fleiri sjúklinga. Ég tel að það hefði verið hægt að binda í lög aö deildin yrði staðsett á Kleppsspítala. Það er ekki sama álag og áður var á geð- sjúkrahúsum landsins. Með nýjum lyfjum þarf fólk ekki liggja eins mik- ið inni og áður var. Það var sjálfsagt að velja þá leið sem var ódýrust, í stað þess að fara út í þetta bákn,“ segir Matthías.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.