Tíminn - 25.02.1993, Side 3
Fimmtudagur 25. febrúar 1993
Timinn 3
Ögmundur Jónasson formaður BSRB:
Höfum ekki hvikað
frá einu eða neinu
„Viö höfum ekki hvikað frá einu eða neinu í kröfugerð okkar,“ segir ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB, en því hefur verið haldið fram að und-
anförnu að hann hafí dregið í land með 5% kaupkröfu samtakanna og til
marks um það er leiðari DV í gær.
„Það er ekki fyrir aðra en sérfræð-
inga í útúrsnúningum að finna út úr
slíku. Það sem við höfum alltaf talað
um er að tryggja tiltekinn kaupmátt
launataxtans. Þar höfum við jafnan
bent á að kaupmáttur kauptaxtans
ráðist af laununum. Við höfum jafn-
an lagt áherslu á það að ná útgjöld-
um heimilanna niður til þess að
verja kauptaxtann. Slík mótmæli
hafa verið virt að vettugi en við erum
ekkert fallnir frá slíkum kröfum. Ná-
ist útgjöldin niður er hægt að tryggja
kaupmáttinn með þeim hætti að
sönnu þannig að okkar kröfur snúast
um kaupmátt og við höfum hvergi
hvikað frá þeim,“ segir Ögmundur.
Hann telur þetta vera í takt við kröf-
ur almenns launafólks. „Megininn-
tak í þeim kröfum sem settar hafa
verið fram af hálfu samtaka launa-
fólks, er að vinna aftur þær skerðing-
ar sem dunið hafa yfir og koma í veg
fyrir þær skerðingar sem eru fyrir-
sjáanlegar á komandi mánuðum og
um þetta snýst málið,“ bætir hann
við.
Ögmundi verður tíðrætt um mis-
skiptingu sem fylgt er hér á landi.
„Við höfum talið það ábyrgðarhluta
að spyrna ekki við fótum. Reynsla
annarra þjóða sýnir að festist menn í
fari misskiptingar og atvinnuleysis
þá er mjög erfitt að komast þaðan
upp aftur. Kröfur okkar miða að því
að færa okkur upp úr þessu fari,“
bendir hann á. Þar bendir hann á
jöfnun í gegnum skattakerfið með
millifærslum og eingreiðslum sem
leiðir til að ná jöfnuði
„Stóru misskiptinguna f þjóðfélag-
inu er ekki að finna í kauptaxtakerfi
almenns launafólks. Hana er að
finna í margvíslegum yfirgreiðslum
og yfirborgunum sem og hjá fólki
sem hefur sjálftöku og sjálfsákvörð-
un um eigin rétt og sem getur
skammtað sér sjálft. Þá er misskipt-
inguna og að finna í yfirgengilegum
okurvöxtum sem hafa fært stórum
hópum gríðarlegar upphæðir á silf-
urfati. Það er á þessum þáttum sem
við viljum taka því það er þarna sem
rætur misskiptingar á íslandi liggja,"
segir Ögmundur. -HÞ
Þjóðminjasafnið 130 ára
Þjóðminjasafn íslands átti 130 ára
afmæli í gær. Allmargir gestir
heimsóttu safniö að því tilefni. Á
morgun hefst þjóðminjaþing, en
það er í fyrsta skipti sem það er
haldið. Á þinginu verður rætt um
málefni safnsins, þjóðminjavörslu
og íslenska þjóðmenningu.
Þingið verður sett með ávarpi Ólafs
G. Einarssonar, menntamálaráð-
herra, og ræðu Guðmundar Magn-
ússonar, þjóðminjavarðar. Þá verður
afhent viðurkenning í samkeppni
um merki fyrir Þjóðminjasafnið. Á
morgun verða auk þess fluttir fyrir-
lestrar um minjavemd á íslandi og
alþjóðleg sjónarmið annars vegar og
framtíð byggðasafna hins vegar.
Á laugardaginn verður fjallað um
mismunandi viðhorf og aðferðir í
fomleifafræði og sagnfræði. Enn-
fremur verða kynnt nokkur áhuga-
verð verkefni og álitamál á sviði
minjavörslu.
Þjóðminjaþingið er haldið í Þjóð-
minjasafninu. -EÓ
VERDLAGSSTOFNUN VERÐ Á AÐFÖNGUM TIL LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU tebrus,
FÓOUR BYGGINGAVÖRUR
Fiskimjöl Kálfa- Kúafóður- Iircinsað- NjgUr Rafgiröing Girðinga- Girðinga- Móta- Mcðal
1 tocn fóðnr blanda fóðurlýsi íkt-pL. 2JS m/m net 100 m lykkjnr timbur veröbr. i
sckkjað 25 k& 1 tonn 5.1. brúsi galvani- ca.650 af6 verðákg. 1x6" des.'9l
ia beims. pokar sckkjað seraðir 3” m/rúlla strcngja- 3.6-t.2m. íeb.'9-l
An beims. niUo3) borð
Byggingarvöfwersl. Kópavogs 815 5.700 319 70,70 -3.1
Faxamjðl, RoyVjavtk 37.350 - 9,1
Fóðurblandan ht, Rvk. 43.786 745 4/
Húsasmiðjan ht, Rvk. 815 5.960 318 73,46 2/
Jötunn, Fóðurvörudeðd, Rvk. 43.419 722 19/
Lýsi h.t, Rvk. 745 -0.1
Mjólkurfélag Rvk. 41.075 43.731 722 820 3.350 4.660 216 8/
Osta og smjörsalan, Rvk. 9.357 0.0
Dalakjðr, Búöardal 42.000 49.750 753 831 5.960 288 5,:>
Kf. Borgf., Bor gamesi 40.139 45.847 757 844 3.700 6.685 293 77 7.Í
Kf. Saurbacinga, Skriöulandi 47.8001) 49.7501) 6901) 889 3.300 280 69 5,2
Ftskimjðlsverksm., Frosti, Súðav. 44.810 35,8
Jón Fr. Einarson, Bokingarvfk 980 330 74.85 -4,9
Fiskiðjan, Sauöárkróki 43.575 0,0
Kf. Húnvetnlnga. Blöoduósi 40.600 9.358 46.320 847 942 4.990 308 75 -4.6
Kf. Skagfiröinga, Sauöárkróki 4Z330 9.369 40.5372) 934 849 3.390 6.252 302 75 2.3
Síldarverksm.. Skagaströnd 37.350 o.c
Kt Eyfiröinga, Akureyri 41.446 9.350 41.683 722 890 3.395 6.391 309 75 1.3
Kt Þingeyinga, Húsavfk 46.065 9.587 44.173 770 869 3.389 6.384 300 75 -0.5
Kt Hóraösbúa, Reyöarfiröi 41.409 11.743 45.019 780 1.055 7292 306 89 10.7
Kf. Hóraösbúa, Egilsstóðum 43.020 11.743 46.640 788 920 3.551 7.443 315 89 4.2
Kf. Austur-Skaftfellinga, Höfn 37.900 9.690 50.175 740 845 3.437 284 74 3/
Kf. Amesinga, Seifossi 44.5001) 47.5501) 9031) 746 3.559 6.659 274 70 5.C
Höín - Þrlhymingur hf. Setfossi 44.000 46.900 890 7,f
Höfn - Þrfhymingur hf. Heflu 44.000 46.900 890 920 3.600 6.700 320 78
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli 46.0001) 48.1501) 8671) 915 3.328 6.347 324 82 3,2
Meöalveröbreyting í % 3.5 6,7 2.7 20,4 1,2 -1.6 0.3 -6.5
Hæsta verö 47.800 11.743 50.175 934 1.055 3.700 7.443 330 89
Laegsta vcrö 37J50 9.350 40.537 690 746 3.300 4.660 216 69
Mismunurl % 28,0 25,6 23,8 35,4 41,4 12,1 59,7 52,8 29,0
1) Heknscnt 7) Mjöl 3) Strengjaþykkt er misxrxmandi og skýrír þaö verömun aö hkrta.
Hér gefur að líta helstu niðurstööur verðkönnunarinar.
Algengt er að verðmunur á aðföngum til landbúnaðar sé yfir 25%
milli söluaðila:
Fóðurvörur hafa
hækkað um 2-20%
Aðföng til Iandbúnaöar hafa
hækkað mikið á síðustu misser-
um. Á einu árí hefur verð á fóður-
vörum t.d. hækkað um 2,4-
20,4%. Á sama tímabili hefur
byggingavísitala hækkað um 1%.
Mikill verðmunur er milli söluað-
ila. Þannig getur bóndi sem kaup-
ir fóðurblöndutonn í dag á dýrasta
staðnum, sparað sér 10.000
krónur með því að færa sín við-
skipti til þess sem selur á ódýr-
asta staðnum.
Verðlagsstofnun hefur nokkrum
sinnum kannað verð á aðföngum
til landbúnaðar. Síðast kannaði
stofnunin verðið í desember 1991.
Aðföng hafa hækkað umtalsvert á
einu ári. Fóðurblanda hefur hækk-
að á þessu tímabili um 2,4-20,4%.
Fóðurlýsi hækkaði um 20,4% og
kálfafóður um 6,7%, en mótatimb-
ur lækkaði hins vegar um 6,5%.
Verulegur munur er á einstökum
vörutegundum. Sem dæmi má
nefna að 100 metrar af túngirð-
inganeti kosta 4.600 krónur þar
sem það er ódýrast en 7.443 krón-
ur þar sem það er dýrast og er
verðmunurinn því 60%. Verð á
einu kílói af girðingalykkjum er
216 krónur þar sem það er ódýrast
en 53% meira eða 330 krónur þar
sem það er dýrast.
Eitt tonn af fiskimjöli kostar á bil-
inu 37.350-47.800 krónur sem er
28% verðmunur og eitt tonn af
kúafóðurblöndu kostar á bilinu
40.537-50.175 krónur. -EÓ
Enginn vildi Desjamýri:
Ellefu prestar
sóttu um 5
prestsembætti
Urasóknarfrestur um Qögur Sigrún Óskarsdóttír aðstoðar-
prestsembætti sem auglýst hafa prestur í Laugamesldrkju, dr. Slg-
verið laus tíl umsóknar, rann út uijón Áml Eyjólfsson aðstoðar-
20. fehrúar sl. prestur í Bústaðakirkju og sr. Þór-
Um embætti fangaprests sóttu sr. ballur Heimisson fræðslufulltrúi á
Guðmundur öm Ragnarsson í Austurlandi.
Reykjavík og sr. Hreinn S. Hákon- Tveir sóttu um starf aðstoðar-
arson, sóknarprestur í Söðuls- prests í Keflavíkurprestakalli. Báð-
holtsprestakaili. ir óska nafnleyndar.
Um starf héraðsprests (farprests) Um starf aðstoðarprests f Vest-
í Reykjavfkurprófastsdæmi eystra, mannaeyjaprestakalli sækir sr.
sóttu sr. Guðmundur Guðmunds- Jóna HrÖnn Bolladóttír í Vest-
son Reykjavík, sr. Helga Soffía mannaeyjum.
Konráðsdóttir f Kcflavík, sr. Hörð- Enginn sótti um Desjamýrar-
ur Ásbjömsson í Reykjavík, sr. prestakall í Borgarfirði eystra.
PLÖTUJÁRN
FERKANTUR
RÚNNJÁRN
Ferro Zink
STÁLVÖRUR EFNISSALA
Trönuhrauni 3 Hafnarfiröi sími 91-65 39 90
PRÓFÍLRÖR STÁLRÖR
FLATJÁRN VINKLAR
UNP BITAR IPE BÍTAR
SUDUFITTINGS Til afgroiðslu af lager
■BBUi
é
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS
Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands verður
haldinn mánudaginn 1. mars nk. kl. 20.30 á
Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar.
3. Erindi um blóðbankastarfsemi
- Dr. Ólafur Jensson.
Kaffiveitingar.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórnin.
VELTISÖGIN
FRÁ ISELCO
MEST SELDA BYGGINGASÖG LANDSINS UMÁRABIL
NÝ SENDING
Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI
ÚRVALS KARBIT SAGARBLÖÐ FYLGJA
0 Skeifunni 11D, sími 686466