Tíminn - 04.03.1993, Síða 1

Tíminn - 04.03.1993, Síða 1
Skólastjórafélag Reykjavíkur leggur til að Lestrarkeppninni miklu verði frestað til haustsins. Grunnskólar Reykjavíkur verða ekki með: Botninn dottinn úr miklu lestrarátaki? Nemendur í grunnskólum höfuðborgarinnar munu ekkí taka þátt í lestrarkeppninni miklu sem ráðgert er að fram fari í grunnskólum landsins 8.-18. mars næstkomandi. Þess í stað leggja skólastjórar grunnskólanna til að keppninni verði frestað til hausts. Þetta var sameiginleg niðurstaða fundar gærmorgun. Á fundinum í gær kom fram sú skoð- un skólastjóranna að í sjálfú sér væri lestrarkeppnin mjög jákvætt mál en þar sem tími til undirbúnings væri mjög knappur, og einnig hitt að skipu- leggjendur keppninnar hefðu ekki haft samráð við skólastjóranna um tíma- setningu hennar, treystu þeir sér ekki aðverameðaðsinni. Aðstandendur lestrarkeppninnar eru menntamálaráðuneytið, DV, Morgun- blaðið, Rás 1 og 2 og Sjónvarpið hjá RÚV og Bókasamband íslands. Auk þess hafa Samtök móðurmálskennara í Skólastjórafélagi Reykjavíkur í og Skólastjórafélag íslands ákveðið að leggja málinu lið. Hér er um bekkjarkeppni að ræða og tilgangur hennar er m.a. að hvetja til aukins bóklesturs og vekja athygli á því vandamáli sem minnkandi bók- lestur er. Samkvæmt auglýstri dagskrá er ætlunin að keppnin hefjist klukkan 8.30 að morgni 8. mars og ljúki klukk- an 16,30 þann 18. mars n.k. Að mati skólastjóranna í Skólastjóra- félagi Reykjavíkur er eitt helsta vanda- málið varðandi framkvæmd keppn- innar hversu seint var ákveðið að halda hana og nánast með engum fyrirvara. Af þeim sökum telja þeir ekki forsvar- anlegt að ýta öðru starfi til hliðar, sem unnið er að í skólanum, til að koma lestrarkeppninni að auk þeirrar rösk- unar sem skipulögðu skólastarfinu kann að stafa af framkvæmd hennar. Hinsvegar munu skólastjóramir leggja það til við skipuleggjendur keppninnar að hún verði haldin að hausti komanda og verður þeim sent erindi þar að lútandi. Jafhframt munu skólastjóramir vera reiðubúnir til að vera skipuleggjendum keppninar til ráðuneytis um framkvæmd hennar að hausti. Fari svo að keppnin verði hald- in án þátttöku grunnskólanema höf- uðborgarinnar er ekki loku fyrir það skotið að grunnskólamir muni sjálfir standa fyrir keppni sem þessari næsta haust -grh Á að setja lög á íslandi um flutninga á járnbrautum og skip- gengum vatnaleiðum? ALÞINGIER FARIÐ AÐ AFGREIÐA FRUMVÖRP SEM KOMA FRÁ BRUSSEL Samgönguráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um flutninga með jámbrautum og um skipgengar vatnaleiðir. Frumvarpið breytir engu í íslensku efnahagslífi en er flutt vegna aðildar íslands að Evr- ópsku efnahagssvæði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frumvarpið og sögðu það óþarft. Frumvarpið væri hins vegar for- smekkurinn að því sem koma skyldi, sem væri að Alþingi þyrfti að afgreiða frumvörp sem samin væru í Brussel. Steingrímur Hermannsson (Frfl.) sagði að í upphafi viðræðna um EES- samninginn hefði verið full- yrt að ísland þyrfti einungis að lög- festa þann hluta tilskipana EB sem varðaði ísland sérstaklega. Hér hefði greinilega orðið breyting á. Steingrímur sagði að þetta frum- varp skipti engu máli í sjálfu sér en hann sagðist hafa meiri áhyggjur af því ef Alþingi þyrfti að sam- þykkja 175 EB-tiIskipanir sem ver- ið væri að athuga hvort ekki væri nauðsynlegt að lögfesta hér. í þess- um tilskipunum væri mikið um tæknilegar viðskiptahindranir. Yrðu þessar tilskipanir lögfestar væri mikil hætta á að við lokuð- umst innan viðskiptamúra. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í upphafi síns máls að hér væri á ferð lítið frumvarp. Þingmenn hlógu að þessu því að frumvarpið er einar 25 greinar og það gerir ráð fyrir að samgöngu- ráðherra sé heimilt að gefa út mik- inn fjölda reglugerða. Ólafur Ragnar Grímsson (Alb.) gagnrýndi frumvarpið harðlega og sagði flutning þess skrípaleik. Ætl- ast væri til að Alþingi verði dýr- mætum tíma sínum í að fjalla um mál sem skiptu ísland engu máli. Hann spurði hvort samgöngunefnd Alþingis ætti að fara að sökkva sér ofan í smáatriði þessa frumvarps eða hvort hún ætti að afgreiða mál- ið umhugsunarlaust. .Auðvitað var okkur ljóst, sem mæltum gegn samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, að starf- semi Alþingis myndi taka breyting- um. En þeir sem studdu samning- inn, sérstaklega utanríkisráðherra, héldu því fram hvað eftir annað að starfsemi Alþingis myndi í reynd lítið breytast. Alla vega myndi inn- takið, alvaran og efnisinnihaldið í lagasetningarstörfum Alþingis ekki taka breytingum. Alþingi myndi fá til meðferðar breytingar sem væru nauðsynlegar fyrir ís- lenskt efnahagslíf og þjóðfélag. Þetta frumvarp ber ekki í sér neina slíka nauðsyn. Það er ná- kvæmlega ekkert sem mun breyt- ast á íslandi við lögtöku þessa frumvarps annað en að pappírs- framleiðsla ráðuneytanna mun aukast verulega," sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar spurði hvort sam- gönguráðherra ætlaði að gefa út reglugerð í Stjórnartíðindum um reglur varðandi járnbrautir í sam- einuðu Þýskalandi, um reiknisupp- gjör járnbrautafyrirtækja eða um skipgengar vatnaleiðir. Frumvarp- ið fjallar um þessa hluti meðal annars. Páll Pétursson (Frfl.) sagði að þetta frumvarp væri forsmekkur- inn að því sem koma skyldi. Búast mætti við því að í framtíðinni yrðu Alþingi send lög og reglur frá ráða- mönnum Evrópubandalagsins í Brussel og því gert að samþykkja þær. Með þessu væri verið að brjóta aðra grein stjórnarskrár íslands en í henni segði að Alþingi færi með löggjafarvaldið. í reynd hefði EES- samningurinn svipt Alþingi hluta af löggjafarvaldinu. „Við höfum ákveðið að gerast að- ilar að Evrópsku efnahagssvæði og í samræmi þá samninga þá ber okkur að samþykkja þau ákvæði sem frumvarp þetta fjallar um,“ sagði samgönguráðherra. -EÓ Tært heitavatnsrör sem gaf sig og oiii stórtjóni í íbúðarblokk á höfuð- borgarsvæðinu. Taering í ofnum í Seljahverfí til umræðu í stjórn veitustofnana borgarinnar. Sérkennileg athugasemd við bókun Sigrúnar Magnúsdóttur: Bókunin of löng fyrir íhaldið „Mér finnst óhjákvæmilegt að hærri en þrýstingur kalda vatns- Hitaveitan konti til móts við þá ins. Jafnfranit var bent á að þrýst- íbúa Seljahverfis sem ítrekað hafa ingur dytti niður í rafmagnsleysi orðíð fyrir tjóni af völdum tæring- og einnig það að styriror brenni- ar í ofnum húsa sfnna,“ seglr Sig- steinsvetnis í hitaveituvatni í rún Magnúsdóttir, borgarfulitrúi Breiðholti I og II væri mun lægri Framsóknarflokksins, í bókun á en í hitaveituvatni annars staðar á nýlegum fundi í stjóm veitustofn- veitusvæðinu. ana. Þessa bókun taldi Guðrún Einkennileg bókun var gerð á Zoega, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- fundinum við bókun Sigrúnar. flokksins, eldd í samræmi við Guðrún Zoega, fulltrúi Sjálfstæð- svcitarstjómarlög þar sem hún Isflokksins í veitustjóm, lét bóka værioflöng. að hún gerði athugasemd við Tilefni bókunarinnar var svar- lengd bókunar Sigrúnar og teidi bréf hítaveitustjóra til eins íbúa í hana ekki í samræmi við sveltar- Seljahverfi sem vfldi að hitaveitan stjóraariög né fundarsköp borgar- bætti tjón af völdum tæringar fyr- stjóraar. Hún vísar til svipaðs tii- ir 14. mars 1991 en vart var við viks sem kom upp í umferðar- ofnleka í þriðja hverju húsi sem nefnd fyrr í vetur en þá var fuU- athugað var á þeim tíma. í svari trúa minnlhlutans neítað um hitaveitustjóra telur hann að tær- bókun þar sem það væri ekid f ing í ofnum komi hitaveitunni samræmi við sveitarstjómariög að ekki beint við. vera með langa bókun. Er formað- í bókun sinnl bendir Sigrún á ur umferðaraefndar, Haraldur þrjár skýrslur sem hafa verið unn- Blöndal, rökstuddi mál sitt í blað- ar af sérfræðingum H.R. og lagna- inu skömmu síðar var heist á hon- deUd Rannsóknastofnunar bygg- um að skilja að það hefði einkum ingariðnaðarins. í þeim kemur verið ámælisvert að fulltrúi fram að auka þurfti þrýsting heita minnihlutans kom með bókun vatnsins í Seljahvcrfi í kjölfar sína vélritaða að heiman. tjónsins þannig að hann yrði aUtaf —HÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.