Tíminn - 04.03.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 04.03.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 4. mars 1993 Um 32,4 milljarðar teknir að láni í útlöndum í fyrra, hvar af 19,3 fóru í afborganir eldri lána: Erlendu skuldirnar gleypa 28% útflutningstekna í ár Þótt viðskiptahaUinn hafi minnkað verulega 1992 frá árinu áður, þá jukust erlendar lántökur samt um 2,7 milljarða milli ára, samkvæmt Hagtölum Seðlabankans. „Fjármagnsjöfnuður var jákvæður um 16,6 milljarða króna á árinu 1992 vegna mikilla erlendra Iántakna og innstreymis skammtíma- fjírmagns." Erlendar lántökur námu samtals 32,4 milljörðum á árinu, bor- ið saman við 29,7 milljarða árið áður. Þótt viðskiptahallinn hafi minnkað verulega 1992 frá árinu áður, þá juk- ust erlendar lántökur samt um 2,7 milljarða milli ára, samkvæmt Hag- tölum Seðlabankans. „Fjármagns- jöfnuður var jákvæður um 16,6 milljarða króna á árinu 1992 vegna mikilla erlendra lántakna og inn- streymis skammtímafjármagns." Erlendar lántökur námu samtals 32,4 milljörðum á árinu, borið sam- an við 29,7 milljarða árið áður. En þar sem afborganir eldri lána jukust milli ára, varð hreint inn- streymi erlendra lána 13,1 milljarð- ur, eða um hálfum öðrum milljarði lægri upphæð en árið áður. Ríkissjóður virðist þarna hafa verið frekastur til fjárins. „Erlendar lán- tökur ríkissjóðs voru miklar á síð- asta ári og námu þær 10,5 milljörð- um króna umfram afborganir af eldri lánum," segir Seðlabankinn. Erlendar skuldir opinberra aðila hækkuðu um 22% á síðasta ári og voru komnar í 131.100 milljónir króna í árslok. Ríkissjóður hefur þannig „veðsett“ hvern einasta ís- lending fyrir sem svarar 500.000 króna láni í útlöndum. Löng erlend lán stóðu í rúmlega 228 milljörðum króna í árslok (3,5 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu). Hækkunin var 19,5% á árinu, úr 191 milljarði um næstu áramót á undan. Ríflega helmingur þessarar hækkunar var vegna geng- isfellingarinnar s.l. haust og hækk- unar Bandaríkjadollars í lok ársins. Þessar erlendu langtímaskuldir svöruðu til 54,7% landsframleiðsl- unnar og/eða 167% útflutnings- teknanna á síðasta ári. Meira en fjórðung (26,4%) útflutningstekn- anna hefði þá þurft til að standa undir greiðslu afborgana og vaxta. Greiðslubyrðin hefur hækkað mikið á undanförnum árum og áætlað er að hún hækki enn, upp í 28,3% út- flutningstekna á þessu ári. Búist er við að skuldahlutfallið fari í 60% af landsframleiðslu á þessu ári. Vaxtagreiðslur af erlendum lánum Iandsmanna, umfram vaxtatekjur, námu nærri 14 milljörðum króna á síðasta ári. Nefna má til samanburð- ar, að þetta var t.d. tvöfalt hærri upphæð heldur en borguð var fyrir allan olíuinnflutning á árinu. Þær tekjur, sem íslendingar höfðu af er- lendum ferðamönnum hér á landi á árinu, hefðu ekki einu sinni dugað fyrir helmingi þeirra vaxta sem þjóðin þurfti að greiða erlendum fjármagnseigendum. - HEI Norræna verkalýðssambandið hvetur ríkisstjórnir Norðurlanda til að hætta að nota fjárlagahalla sem afsökun fyrir aðgerðaleysi gegn atvinnuleysi: Atvinnuleysið er stærsta vandamálið Norræna verkalýðssambandið telur atvinnuleysið vera lang alvarlegasta vandamálið á Norðurlöndunum öllum, en um ein og hálf milljón manna eru þar án atvinnu og næstum því tvöfalt fleiri lenda þar í tímabundnu atvinnu- leysi. „Við mælum með vinnu í stað óvirkrar framfærslu." Norræna verkalýðssambandið, sem í eru 11 verkalýðssamtök með sam- tals 7.6 miljónir félagsmanna og þar á meðal eru bæði ASÍ og BSRB, hvetur ríkisstjórnir Norðurlanda til að viðurkenna atvinnuleysið sem stærsta efnahagsvandamál nútím- ans og hætta að nota fjárlagahalla og svipuð rök sem afsökun fyrir að- gerðaleysi. Ef ekki verður gripið til aðgerða gegn atvinnuleysinu, er það mat sambandsins að það muni enn aukast með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. í tillögum Norræna verkalýðssam- bandsins við ríkisstjórnir Norður- landa til að vinna bug á atvinnuleys- inu er m.a. lagt til að þær beiti sveiflujöfnunaraðgerðum sem virku hagstjórnartæki og að ráðist verði í aðgerðir eins og viðhald bygginga og fjárfestinga í samgöngubótum og fjarskiptakerfum. * Að atvinnumálin fái forgang í al- þjóðlegri efnahagssamvinnu og unnið verði að sameiginlegri evr- ópskri efnahagsáætlun til þess að lækka vaxtastigið. Yfir 90% landsmanna telja að kaup á ís- lenskum vörum fækki atvinnulausum: Aógihs 12 /o velja alltaf íslenskt Um níu af hveijum tíu íslending- utn telja aö meö kaupum á is- lenskutn vörum stuöli þeir aft fækkun atvinnulausra. Afteins rúmlega einn af hverjum tíu (12%) kaupir þó alIUf íslenskar vörur fremur en innfluttar. En rúmlega helmingur landsmanna segist þó frekar kaupa íslenskar vörur núna heldur en þeir hafi áft- urgert. ÞetU er meftal niftursUftna könnunar, sem Félag íslenskra iftnrekenda féldc ÍM-Gallup til aft gera fyrir sig á þvi hvort og hvafta áhrif kynningarstarf fyrir íslcnsk- an iftnaft heföi á kauphegðun al- mennings. Fólk var annars vegar spurt hvort það teidi kaup á ís- lenskum vörum stuftla aft mlnnk- andi atvinnuieysí og hins vegar hvort kauphegöun þess heffti breyst vegna auglýsingaherferftar- innar sem FÍI, verkalýftsfélögln og fleiri stóftu aft. Athygli vekur aft einungis um 6% svarenda sögðu ákvörftun sína, um aft kaupa íslenskt efta ekid, fara eftir vörunni. Nærri þrir af hverjum tíu (28%) sögftust ekkert frekar kaupa íslenskar vðrur nú en áður. Hins vegar sagðist drjúgur helm- Sngur nú fremur kaupa íslenskt en áður og 12% kaupa alltaf íslenskt, sem áftur segir. • HEl * Fjárfest verði í samgöngukerfum, umhverfi og rannsóknum, enda ódýrara að fjárfesta í endurbótum f samgöngukerfinu á tímum mikils atvinnuleysis. Með því að leggja áherslu á sjálfbæran hagvöxt skapast einnig möguleikar til að auka at- vinnu. * Vel menntað vinnuafl er forsenda þess að hægt sé að ná þeirri sam- keppnisstöðu, sem tryggir að hag- kerfið taki við sér á nýjan leik og fyr- ir hendi séu fullnægjandi orlofs- möguleikar til þess að hluti vinnu- aflsins geti verið í stöðugri menntun og sé stöðugt að bæta hæfni sína. * Síðast en ekki síst þá hvetur Nor- ræna verkalýðssambandið ríkis- stjórnir Norðurlanda til að fram- kvæmd verði virk vinnumarkaðs- stefna og varað við öllum hugmynd- um um að lækka atvinnuleysisbætur í spamaðarskyni. -grh Jón Þorsteinsson tenór. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr- an. Olöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Þor- steinsson nyrðra um helgina: Vínartónleik- ar á Akureyri Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran- söngkona og Jón Þorsteinsson ten- Ólafur Ólafsson landlæknir: RÉTTUETA TIL- VERUNA MEÐ BARNEIGNUM Bamsfæöingum fækkar í heild á krepputímum, en fjölgar hjá at- vinnulausum konum, sem meö því eru að réttlæta tilveru sína að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis. „Menn hafa tekið eftir því að það fjölgar börnum hjá atvinnu- lausum konum á atvinnuleysis- tímum. Talið er að konan taki það til ráðs til að réttlæta tilveru sína,“ segir Ólafur. Hann bætir við að þetta sé þekkt úr erlendum rannsóknum. Því hefur verið haldið fram að barnsfæðingum fjölgi á kreppu- tímum, en það segir Ólafur að eigi ekki við rök að styðjast. Hann byggir álit sitt á upplýsing- um frá þremur tímabilum á þessari öld, þegar kreppti að. Þar á hann við kreppuárin milli 1930 og 1940, árin 1968 til 1970, en þá fylgdu atvinnuleysi og efna- hagsþrengingar í kjölfarið á hruni síldarstofnsins. Jafnframt segir Ólafur að dregið hafi úr fæðingum árin 1983 og 1984, en þá gekk stutt kreppa yfir þjóðfé- lagið. órsöngvari verfta einsöngvarar á Vínartónleikum Kammersveitar Ak- ureyrar. Auk þeirra koma fram 50 manna hljómsveit og 50 manna kór frá Dal- vík undir stjóm Gerrits Schuil. Kór- inn er að uppistöðu til félagar úr Kirkjukór Dalvíkurkirkju. Radd- þjálfari er Hlín Torfadóttir. Tónleikamir verða í íþróttaskemm- unni á Akureyri á sunnudag og hefj- ast kl. 17. Á fyrri hluta þeirra verða flutt vinsæl óperuatriði eftir Rossini, Verdi, Mascagni og Gounod. Efni síðari hluta tónleikanna verður Vín- artónlist, m.a. úr Sígaunabarónin- um eftir Johann Strauss yngri og fleiri lög eftir sama höfund. Þá verð- ur flutt tónlist eftir Lenner, kennara Strauss yngri og keppinaut Strauss eldri. Ólöf Kolbrún er landskunn söng- kona og hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum óperuuppfærslum ís- lensku óperunnar. Jón Þorsteinsson hefur starfað sem óperusöngvari í Hollandi um árabil og er þar lands- kunnur. Hann mun syngja aðalhlut- verkið í Leðurblökunni í uppfærslu Leikfélags Akureyrar, sem frumsýnd verður síðar í þessum mánuði. Gerrit Schuil er Hollendingur. Hann hefur stjórnað hljómsveitum í Danmörku, Ítalíu, Austurríki, Finn- landi og Bandaríkjunum auk heima- landsins. Þá var hann aðalstjórnandi þjóðlegu stúdentakammersveitar- innar í Hollandi á árunum 1980- 1985. —sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.