Tíminn - 04.03.1993, Side 3
Fimmtudagur 4. mars 1993
Tíminn 3
Endurreisnar
Alþingis
minnst á
mánudaginn
Á mánudaginn kemur verður þess
minnst á Alþingi að 150 ár eru liðin
frá því að Kristján konungur VII.
gaf út tilskipun um endurreisn
þingsins.
Af þessu tilefni verður opnuð minn-
ingarsýning í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn helguð lífstarfi Jóns Sig-
urðssonar og konu hans, Ingibjargar
Einarsdóttur. Á mánudaginn mun og
koma út bók um endurreisn Alþingis
og þjóðfundinn 1851 eftir dr Aðal-
geir Kristjánsson. Þennan sama dag
verður forseta Alþingis og alþingis-
mönnum afhent ritið við athöfn kl.
16 að loknum þingfundi.
í frétt frá Alþingi er rakinn söguleg-
ur aðdragandi endurreisnar þings-
ins. Þar kemur fram að þegar það var
endurreist hafi þinghald legið niðri
frá aldamótum eða í 43 ár. Þar segir
einnig að Alþingi hið gamla hafi
sinnt nánast einvörðungu dómstörf-
um síðustu árin sem það kom sam-
an. Hins vegar er á það bent að með
afnámi þess hafi slitnað þráður sem
lá aftur til upphafs þjóðríkis á íslandi
um 930.
Þá er sagt frá því að allmiklar deilur
hafi orðið meðal íslendinga um
skipulag hins nýja Alþingis einkum
þó um fundarstað. Fram kemur að
stefna Jóns Sigurðssonar hafi hlotið
sigur en hún var sú að Alþingi skyldi
haldið í Reykjavík.
Utvegsmenn hafa lokað buddunni. Sjómannasambandið biður aðildarfélög sam-
bandsins um umboð til samninganefndar um boðun vinnustöðvunar:
Fyrst sérsambanda ASÍ
til að taka af skarið
Sjómannasamband íslands hefur faríð þess á leit við aðildarfélög sambands-
ins að þau veiti samninganefnd sambandsins umboð til verkfallsboðunar og
er þar með fyrsta sérsambandið innan ASÍ sem það gerír. Þetta var ákveðið
eftir að slitnaði upp úr viðræðum þeirra við útvegsmenn um nýjan kjara-
samning.
Hins vegar eru viðræður Far-
manna- og fiskimannasambandsins
við sína viðsemjendur ekki enn
hafnar en innan FFSÍ eru m.a. yfir-
menn á fiskiskipum.
Fái samninganefnd Sjómannasam-
bandsins umboð til verkfallsboðun-
ar þurfa að líða þrjár vikur frá verk-
fallsboðun þar til verkfall skellur á.
Áður fyrr var þetta aðeins vika en
þessu var breytt í samningunum
1987 þegar undirmenn á fiskiskipa-
flotanum fóru síðast í verkfall.
Innan Sjómannasambandsins er
stefnt að því að afstaða aðildarfélag-
anna liggi fyrir um miðjan mánuð-
inn. í framhaldi af því verða teknar
ákvarðanir um næstu skref. Ef hins
vegar verður engin breyting á af-
stöðu deiluaðila kann svo að fara að
flotinn stöðvist í byrjun næsta mán-
aðar.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambandsins, segir
að útvegsmenn hafi hafnað öllum
kröfum sambandsins, m.a. um
samninga um veiðigreinar sem ekki
eru til samningar fyrir og einnig um
framkvæmd á frjálsu fiskverði.
„LÍÚ hafnaði öllu sem við vildum
tala um og skellti í lás."
Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri
Landsambands íslenskra útvegs-
manna, segir að útvegsmenn hafi
rennt fyrir budduna. Hann telur
engan grundvöll vera fyrir verkfalli á
flotanum og síst af öllu vegna þess
að SSÍ vill fá einhverja samninga
sem eru fyrir hendi í sjálfum
rammasamningnum og samninga
sem eru fyrir hendi milli einstakra
útgerða og sjómanna svo ekki sé tal-
að um sérsamninga fyrir veiðar sem
ekki eru stundaðar.
„Ef á að boða verkfall út á það þá
eru þeir eitthvað skrítnir, eða þá að
það hangir eitthvað meira á spýt-
unni hjá þeim sem þeir vilja ekki
láta uppi.“
-grh
Velta greiðslukorta hækkaði um 12% í fyrra, upp í 53 milljarða króna:
Kortanotkun í útlöndum
52.000 kr. á ferðamann
Sá hlutur einkaneyslunnar sem ís-
lendingar borga með greiðslukort-
um stækkaði mun meira í fyrra en
um mörg undanfarin ár. Árið 1992
fór greiðslukortanotkunin í 52,9
milljarða króna, eða sem svarar
22% af einkaneyslu þjóðarinnar.
Sama hlutfall var 19,8% árið áður.
Seðlabankinn áætlar einkaneyslu
landsmanna rúmlega 240 milljarða
á síðasta ári. Það Jafngildir um 3.670
þúsundum á hverja fjögurra manna
fjölskyldu en þar af voru 808 þúsund
krónur greiddar með „plasti".
Af kortanotkuninni voru tæplega
7,7 milljarðar kr. erlendis. Sú upp-
Óvenjumargir vélsleðar í eigu Þórshafnarbúa:
Um 5-600 manns
eiga milli 80
og 90 vélsleða
Er mikil vélsleðaeign á Þórshöfn?
,4á, hún er mikil,“ sagði Jón Stef-
ánsson, lögregluvarðstjóri á Þórs-
höfn, er Tíminn innti hann eftir
þessu.
Að sögn hans var gerð Iausleg
talning af nokkrum áhugamönn-
um um vélsleða á staðnum og
leiddi talningin í Ijós að á Þórshöfn
og í Þistilfirði væru nú á milli 80
og 90 vélsleðar. Þessi mikli fjöldi
vekur nokkra athygli þegar það er
tekið með í reikninginn að ekki
eru nema 600 manns búsettir á
Þórshöfn og sveitinni í kring.
Að sögn Jóns er nægur snjór nú á
heiðunum í kring og var fyrst hægt
að aka vélsleða að einhverju marki
í október sem er nokkur breyting
frá þremur undangengnum vetr-
um þegar ekkert vélsleðafæri var
fyrr en í febrúar.
Aðspurður sagði Jón að ekki hefðu
hlotist vandræði af þessum mikla
vélsleðaflota og það væri ekkert
um að menn ækju próflausir eða
væru ólöglegir á annan hátt.
Kona sem er íbúi við aðalgötu
staðarins tók undir það með Jóni
að þrátt fyrir allt væri alls ekki
hægt að tala um ónæði frá vél-
sleðaumferð bæjarbúa og vildi
helst af öllu eiga einn slíkan sjálf.
Það vekur athygli þegar menn á
Þórshöfn eru spurðir um kraft-
mesta sleðann á staðnum að menn
nefna Polaris Indy 650 sleða sem er
í eigu Jóhönnu Níelsdóttur. Jó-
hanna sagðist hafa keypt sleðann
nýverið á 380 þúsund krónur en
hún hefði lítið notað hann undan-
fama daga vegna snjóleysis á lág-
lendi.
—Starfsfræðsla SJJ/GV
Á þessu svæöi eru hvað flestir
vélsleðar á hvern íbúa á land-
inu. Nálægt sjö manns eru um
hvem sleða og ung stúlka á
þann kraftmesta og flottasta.
hæð mundi samsvara 117.000 kr. á
hverja fjögurra manna fjölskyldu að
meðaltali miðað við að allir íslend-
ingar hefðu farið til útlanda. En þeg-
ar kortanotkun erlendis er aðeins
skipt niður á þá íslendinga sem
komu til landsins verður hún 51.700
kr. á hvern ferðalang og þá 207.000
kr. að meðaltali á fjögurra manna
fjölskylduna.
Rétt er að benda á að kortanotkun
erlendis er samt einungis um helm-
ingur af gjaldeyriseyðslu íslenskra
ferðamanna f útlöndum sem var 102
þúsund á hvern utanfara að meðal-
tali í fyrra.
Síðustu fimm árin hefur greiðslu-
kortanotkunin og hlutfall hennar af
einkaneyslu landsmanna þróast
þannig: Milljónir Einka-
króna neysla i %
1988 26.480 17,0
1989 34.240 18,5
1990 41.030 19,2
1991 47.340 19,8
1992 52.900 22,0
Samkvæmt þessu jókst kortanotk-
unin hlutfallslega mun meira á síð-
asta ári heldur en nokkurt annað ár
síðan 1988. En benda má á, ennþá
a.m.k., að ekki er hægt að borga alla
skapaða hluti með korti.
Um kostnaðinn af þessum nýlega
tilkomna „millilið" viðskiptalífsins
hefur lengi verið deilt, og þá einnig
hver borgi hann og hver eigi að
borga hann. Sem kunnugt er gefa
margar verslanir 3% og allt upp í
5% afslátt gegn greiðslu í reiðufé.
Miðað við lægra hlutfallið mætti
áætla að kortanotkunin hefði kostað
í kringum 1.590 milljónir króna á
síðasta ári. Til samanburðar má
nefna að þetta er sama upphæð og
allur lækniskostnaður ríkissjóðs ut-
an sjúkrahúsa á síðasta ári. Og þetta
er líka litlu lægri upphæð en fóru í
allar bótagreiðslur Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs á árinu.
- HEI
VELJA MA MILLIAÐILA SEM
STUNDA ÚTFARARNÓNUSTU
,Að gefnu tilefni telur Verslunarráð
íslands rétt og óhjákvæmilegt að
vekja athygli á því, að kostur gefst á
að velja milli aðila sem stunda gerð
og sölu á umbúnaði Iátinna og annast
almenna útfararþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Verslunarráðinu.
Bent er á að samkvæmt gildandi
lögum og reglum eigi þessir aðilar
jafnan aðgang að allri eiginlegri
þjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma, þar á meðal hlut-
lausri kynningu af hálfu KGRP, sem
sé sjálfseignarstofnun með afmark-
að verksvið innan sóknarmarka
Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarn-
arness. Lögbundið verksvið KGRP sé
mótun, rekstur og viðhald kirkju-
garða og tilheyrandi mannvirkja
innan þeirra í prófastsdæmunum,
sem og tilgreind þjónusta sem veita
skuli óháð því hverjir annist útfarir,
hvað þá sölu á umbúnaði látinna.
FISKISTOFA
Fiskistofa
auglýsir lausar stööur í veiðieftiriiti.
Æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu af skipstjóm á
fiskiskipum og tali góöa ensku.
Umsóknir berist Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavik,
fyrir mánudaginn 15. mars nk.