Tíminn - 04.03.1993, Síða 4

Tíminn - 04.03.1993, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 4. mars 1993 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Slml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að vinda ofan af Niðurstaða kjarasamninga skiptir miklu máli um þróun efnahagsmálanna á næstu misser- um. Samtök launafólks þreifa nú fyrir sér um hvort árangri er hægt að ná án stórátaka sem enginn óskar eftir. Það hefur orðið mikil breyting á síðari árum varðandi samningagerð. Aðilar vinnumarkað- arins leggja mikla vinnu í að átta sig á efna- hagslegu umhverfi og áhrifum kjarasamninga á þróun efnahagsmáía. Það hefur fyrir löngu verið viðurkennt af verkalýðshreyfingunni að kjarabætur snúast um fleira en hækkun launataxta. Skattamál, þjónustugjöld opin- berra stofnana, þróun vaxta og verðbólgu, gjaldskrár fyrir þjónustu og ekki síst atvinn- ustigið í landinu skipta sköpum um lífskjörin ekki síður en beinar launahækkanir. Þess vegna hafa aðgerðir ríkisvaldsins á hverjum tíma verið afgerandi þáttur í því hvert and- rúmsloft ríkir í kjarasamningum. Svo er einn- ig nú. Því miður er þó ástandið þannig að ýms- ar aðgerðir stjórnvalda eftir að kjarasamning- ar voru lausir hafa spillt fyrir í stað þess að greiða fyrir kjarasamningum. Sú hrikalega staða er uppi um þessar mundir í atvinnumálum að um 6000 manns verða að lifa á atvinnuleysisbótum sem ná ekki 50 þús- und krónum á mánuði. Atvinnuleysi sem ekki birtist í opinberum tölum, en jafngildir því að þúsundir manna séu án atvinnu. Tölur hafa heyrst um atvinnuleysi sem nemur 9-10 þús- und manns. Fyrir þetta fólk eru hinar minnstu álögur óbærilegar, hvort sem um er að ræða þjón- ustugjöld í heilbrigðiskerfinu, aukinn lyfja- kostnað, vaxtahækkun í félagslega kerfinu og hvers konar dulbúnar skattahækkanir. Þessar aðgerðir stjórnvalda og fleiri viðlíka, eins og lækkun persónuafsláttar, eru lítt bærilegar fýrir það fólk sem hefur aðeins dagvinnu á lægstu launatöxtum. Því væri það marktækasta innleggið í kjara- baráttuna nú fýrir stjórnvöld að draga til baka þær aðgerðir í heilbrigðis- og skattamálum sem koma verst við launafólk. Aðgerðir sem koma í veg fýrir atvinnuleysi skipta sköpum um afkomu ríkissjóðs, ekki síður en skattlagn- ing í hverju formi sem hún er. Atvinnumálin hljóta að blandast sterkt inn í samninga um kaup og kjör. Skynsamlegasta innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaramálin er tvímælalaust að vinda ofan af óskynsamlegum aðgerðum sem þvingaðar hafa verið fram að undanförnu. Nú berast fregnlr af því að Stefán Jón Hafsteín ætli að bjarga lestr- arkunnáttu íslenskra skólabarna í miklu lestrarátaki í Ríkisútvarp- inu, Ríkissjónvarpinu, Mogga og DV. Stefán Jón er ljósvíkingur mikill og hefur oft og iðulega bjargað miklum menningarverð- mætum í beinum útsendingum með því að viðhalda menntunar- og vitundarstigi þjóöarinnar um jafn ólíka hluti og almennan fróð- leik framhaldsskólanema og hungur í Afríku. Hefur Stefáni oft Verið líkt við sjálfan Rambó, þegar hann leysir hvert vericefnið á fæt- ur öðru með öll kastljósin á sér, lúðraþyt og söng. Lestirai'keppnin Hinn fslenski „menningar-Ram- bów ætlar nú að bæta það tjón, sem ísienska skóiakerfíð hefur unnið á lestrarkunnáttu og lestr- argetu unglinga á umliðnum ár- um, „Lestrarkeppnin mikla“ er yf- irskríft þessa nýjasta verkefnis og Stefán Jón er búinn að velja sér til samstarfs fjölmiðla, sem hann treystir til að fara að fyrirmælum sínum. Eins og við er að búast hjá áhlaupamönnum, reiknast Stefáni Jóni svo til að það sé um vikuverk að kveilqa á ný hjá íslenskrí æsku áhuga á iestri góðra bóka og að efla skilning hennar á þvi sem hún er að iesa. Menntamálaráð- herrann, sem hoðað hefur „nýja" menntastefnu f stað þeirrar gömiu, hefur auðvitað fagnað Stefán Jón Hafstein hinu nýja „diskó“-lestrarátaki, enda er „Lestrarkeppnin mikla“ mitdll áfellisdómur yfír þeirri skólastefnu sem verið hefur í gangi. Nú skulu ferskir vinda blása í lestrarmálum innan gnmnskólans og hrista upp í því skólastarfl, sem gerir nemendur ólæsa og skilningssljóa á meðan kennarar ástunda kjarabaráttu. Það kemur því ekki á óvart að ráð- herra hefur geflð út fyrirskipun um að íslensidr grunnskólar opni nú dyr sínar íyrir Lestrarkeppnis- mönnum og myndavélum þeirra og kennarar noti alla næstu viku í að skrá niður bækur sem nemend- ur lesa eða þykjast lesa í Lestrar- keppninni miklu. Ekkert samráðsvesen Garri er algjöriega sammáia þeini aðferð að láta þessa keppni koma skólamönnum og kennur- »m skólanna í opna skjöidu, þannig að þeir hafí ekkert vitað um hana fyrr en þeir lásu nm hana í Morgunblaðinu og DV og sáu viðtöl við Stefán Jón í RÖV. Kennarar og skólastjómendur hefðu þá aðeins haft meirí tíma til að berjast gegn þessu þjóðþrífa- máli og drepa því á dreif og Játa sem þegar væri í gangi eitthvert starf í skólunum. Trúiega hefðu þeir dregið fram ársgamiar alþjóð- legar kannanir, sem sýna að ís- lenskir unglingar eru með þeim bestu þegar kemur að iestrar- kunnáttu og skilningi á fræðileg- um texta, en eru siappir í að lesa út úr línuritum og súluritum. En eins og um máJið er nú búlð, verð- ur þetta leiftursókn f Jestrí inn í skólana f beinni útsendingu. Það er happ hverri þjóð að eiga menn eins og Stefán Jón, sem eru reiðubúnir að bjarga málunum þegar alit er komið f óefni. Þá er ekki verra að eiga að menntamála- ráðherra sem þorir að ráða ta sín Qöimiðiamenn og láta þá stjóma öliu skólastarfí og námi í grunn- skólum Íandsins án þess að vera endilega að tala um það við þá sem í skólunum starfa. Garri Fómarlömb efnahagsumhverfisins Ósköp eru allar gjaldþrotafréttim- ar orðnar leiðigjarnar. Umfjöllun fjölmiðla um fallíttin er í föstum skorðum og varast þeir eins og heitan eldinn að komast að og upplýsa hverjar eru raunverulegar orsakir gjaldþrotanna og hverjir græða á þeim og jafnvel er farið á óttalegu hundavaði yfir hvaða aðil- ar tapa öllu því fé, sem sagt er að gjaldþrotin kosti. Enn eitt stórgjaldþrot er nú fyrir skiptarétti og smáfréttir eru um að skuld byggingavörufyrirtækis sé 600 milljónir króna. Vextir af upp- hæðinni og annar kostnaður er ekki talin með. Eigendur fyrirtæk- isins áttu miklar fasteignir og eiga kannski enn og ef til vill sitthvað fleira fémætt. En skiptaréttur tilkynnir þurrlega að engar eignir séu í búinu. Þegar í óefni var komið var nefni- lega stofnað hlutafélag um skuldirnar, en eignirnar til- heyrðu allt öðru félagi. Svona billegar sjónhverf- “ ingar og rakalausan þvætting taka dómstólar gildan í hverju stór- gjaldþrotinu af öðm. Og landslýð- ur er mataður á að allt sé í góðu lagi með svona vinnubrögð. Glámskyggni Enn undarlegra er að Iánar- drottnar, bankar og lánastofnanir, skuli láta bjóða sér annað eins enn ogaftur. í nýjasta tilfellinu herma fréttir að íslandsbanki tapi 400 milljón- um, þar sem engar eignir em í búi og allar veðsetningar ónýtar. Engir bankamenn þurfa að svara til saka fyrir að glopra svona summu niður. Hverjir gættu hags- muna bankans þegar hlutafélagið var stofnað um skuldirnar, en eignirnar lentu hjá öðm félagi? Maður freistast til að halda að bankarnir hafi ekkert eftirlit með stærstu skuldumm sínum. Og hvernig í veröldinni má það vera að fyrirtæki, sem skuldar 400 milljónir og hefur væntanlega sett einhver veð fyrir skuldinni, geti allt í einu skipt um nafn og nafn- númer þar sem eignirnar koma í hlut annars félagsins, en skuldirn- ar í hlut hins, sem afhent er skipta- ráðanda í fyllingu tímans. í nýjasta gjaldþrotasprellinu tapar fslandsbanki mestu, en að venju em hinir stóru bankarnir einnig með og falla einhverjir tugir eða hundmð milljóna á þá. Til eru lagafyrirmæli um að fyrir- tækjum sé skylt að láta lánar- drottna sína vita þegar skuldir em orðnar meiri en eignir. Dæmi eru um að fyrirtæki hafa gefið sig upp án þess að lánar- drottnar bíði stórtjón af. Er skemmst að minnast hvemig SÍS brást við þegar farið var að halla ískyggilega undan fæti. Samið var um uppgjör í tæka tíð til að tjónið yrði sem minnst, og er meðferð þeirra mála í fersku minni. Hafðir að fíflum Annars virðist reglan vera sú að fyrirtæki fela stöðu sína fyrir lán- ardrottnum og þegar allt er komið í steik em stofnuð platfyrirtæki til að losna við skuldirnar, en um eignafærslur er skyldugt að segja sem minnst, því meiðyrðalöggjöf- in er miklu strangari en lög sem heimila undanskot eigna fyrir gjaldþrot. Eitt hið dularfyllsta við öll þessi mál er að bankamir em alltaf þeir síðustu sem frétta að farið sé að halla undan fæti hjá stóm við- skiptavinunum. Þeir em heyrnar- lausir, blindir og mállausir þegar skráð eru ný fyrirtæki til að taka við skuldunum og síðan gjörsam- lega máttvana þegar í ljós kemur að veðin em handónýt, enda em tryggingarnar iðulega loftkastalar á óbyggðum holtum og þaðan af verðminni eignir. Lánastofnanir bjarga sínum mál- um í horn með vaxta- mun, sem óvíða á sinn líka, og geta hvorki lækk- að þjónustugjöld né vexti vegna aulalegra útlána og algjöm fyrirhyggjuleysi þegar til þess kemur að fylgjast með skuldunautunum þegar þeir stofna sín stórskrýtnu fórnarfyrirtæki. Af sjálfu leiðir að það eru þeir skilvísu sem standa undir fjár- glæfmnum og asnastrikum banka- manna sem ekki em starfi sínu vaxnir. En þeir þurfa aldrei að svara til saka gagnvart neinum. Þeir, sem reka stórfyrirtæki í stór- gjaldþrot, þurfa heldur ekki að standa fyrir máli sínu og allra síst að gera neina grein fyrir eignum sínum eða hvernig þær em fengn- ar eða hvað verður um þau fyrir- tæki sem lentu eignamegin þegar platfirmun voru stofnuð til að taka við skuldunum. Allt segist þetta fólk vera fórnar- lömb efnahagsumhverfisins og beri því enga sök. En fyrir hvað er þá skilvísum við- skiptavinum hegnt? OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.