Tíminn - 04.03.1993, Qupperneq 9

Tíminn - 04.03.1993, Qupperneq 9
Fimmtudagur 4. mars 1993 Tíminn 9 DAGBOK i Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridgekeppni ki. 13. Miöstöö fólks í atvinnuleit í dag, fimmtudag, kl. 15 koma Hali- grímur Jónasson forstjóri og Emil Karls- son blaðafulltrúi frá Iðntæknistofnun, og ræða um þátt einstaklinga í nýsköpun atvinnu. Miðstöðin er f Lækjargötu 14. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 14 til 17. Síminn er 628180. Gerðuberg 10 ára Menningarmiðstöðin Gerðuberg er 10 ára í dag, 4. mars. Af því tilefni verður mikið um dýrðir í Gerðubergi. Gefinn verður út tvöfaldur geisladiskur, ,Á Ljóðatónleikum Gerðubergs III" með söng tíu íslenskra söngvara, haldnir verða sérstakir hátíðatónleikar þar sem tólf söngvarar flytja íslensk sönglög, og opnuð verður sýning á verkum Medúsu- hópsins. í kvöld kl. 20.30 verða sérstakir hátíðar- tónleikar þar sem söngvarar, sem prýtt hafa efnisskrá Ljóðatónleika Gerðubergs, koma fram: Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzosópran, Bergþór Pálsson baryton, Elsa Waage kontraalt, Ema Guðmunds- dóttir sópran, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir mezzosópran, Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópran, John Speight baryton, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Signý Sæmundsdóttir sópran, Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Sigríður Gröndal sópr- an, Sverrir Guðjónsson kontratenór og Jónas Ingimundarson píanó. Tónleikar þessir eru ætlaðir vinum og velunnurum hússins, en mánudaginn 8. mars verða þeir endurteknir og er þá aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Laugardagur 6. mars kl. 16 verður opn- uð sýning á verkum súrrealistahópsins Medúsu, en þeir eru: Einar Melax, Matt- hías S. Magnússon, Ólafur J. Engilberts- son, Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) og Þór Eldon. í tengslum við sýninguna verður flutt leikdagskrá byggð á verkum Medúsumanna og ýmsar aðrar uppá- komur. Námskeið um gæðastjórnun Á morgun, 4. mars, hefst námskeið um gæðastjómun í fyrirtækjum sem Endur- menntunarstofnun Háskólans stendur að í samstarfi við Gæðastjómunarfélag íslands og Félag fsl. iðnrekenda. Námskeiðið skiptist í þrjá sjálfstæða þætti, sem alls taka fimm hálfa daga. Kennt er einu sinni í viku og unnin verk- efni milli tíma úr fyrirtækjum viðkom- andi þátttakenda, en námskeiðið er ætl- að stjómendum fyrirtækja og þeirra starfsmanna sem fara með skipulag gæðamála. Æskilegt er að fleiri en einn séu frá hverju fyrirtæki. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar í símum 694923, 694924 og 694925. Björgvin Björgvinsson sýnir í Portinu í Hafnarfiröi Björgvin Björgvinsson heldur nú myndlistarsýningu í Portinu, Strand- götu 50 í Hafnarfirði. Björgvin sýnir málverk, grafík og skúlptúrverk. Björgvin er fæddur 26. nóvember 1955. Hann stundaði nám á eftirfarandi stöð- um: í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-79, síðan myndlistamám í London 1980- 81 og listaakademíunni í Belgrad 1981- 82, og loks nám í listmálun í borg- inni Lahti í Finnlandi 1987-88. Hann hefur haldið sjö sýningar, hér á landi og í Finnlandi. Sýningunni lýkur 14. mars. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BILA ERLENDIS interRent Europcar J Eiginkona mfn, mágkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir Álftamýrí 40, Reykjavfk verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. mars kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á llknarstofnanir. Sverrir Meyvantsson Jóhann B. Slgurgeirsson Ingólfur Kr. Sigurgeirsson Ásthildur Fr. Sigurgeirsdóttlr Ería Sigurgeirsdóttir Soffía H. Sigurgeirsdóttir Sigriöur E. Sverrísdóttir Vilhelm Sverrisson Hreggviður Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Elísabet Meyvantsdóttlr Sigrún Þorgeirsdóttir Gerða Pálsdóttir Eggert Andrésson Benedikt Bjarnason Gunnar Hilmarsson Hulda Jósepsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför Axels A. Ólafssonar Kristín Kristjánsdóttir Ólafur Axelsson Jóhanna Þórðardóttir Kristján Axelsson Katrín Júlíusdóttir Svanhildur Axelsdóttir Guðmundur Steindórsson Elnar Axelsson Vilborg Þórarínsdóttir bamaböm og bamabamabörn ---------------------------------------------------------/ Hertoga- ynjan af Yorkí góðgerða- starfi Sarah, hertogaynja af York, sýndi sína bestu hlið þegar hún var viðstödd fínan góðgerðakvöld- verð á Savoy-hótelinu í London fyrir skömmu. Gestirnir voru fulltrúar 300 göfúgustu ætta landsins og klöppuðu hertoga- ynjunni lof í lófa, þegar hún hélt ræðu til stuðnings „Tommy’s Campaign", góðgerðasjóði sem hefur að markmiði að aðstoða mæður til að eignast hraustari böm. Ræða hennar snart við- stadda, en þar sagði hún m.a.: „1992 var ekki gott ár hjá mér, en ég held áfram að berjast fyrir Tommy. Vinnan við sjóðinn stendur hjarta mínu mjög nærri og hjarta þeirrar einu móður af hverjum 10, sem standa við hita- kassa barna sinna sem hafa fæðst fyrir tímann og berjast fyrir lífi sínu. Þessir harmleikir hafa snortið mig og ég er þakklát fyr- ir að eiga tvær hamingjusamar og hraustar stúlkur." í veislunni fínu fór fram vín- uppboð til styrktar sjóðnum og þakkaði Charles Benson upp- boðshaldari Sömh fyrir að vera verndari sjóðsins. Hann sagði hana hafa verið duglega að halda áfram störfúm sínum og daglegu lífi, þrátt fyrir alla erfiðleikana á árinu 1992, og Iófatakið var ósvikið þegar hann sagði: „Mér finnst hún alveg ágæt!“ Hertogaynja af York er hún ennþá, en er oft auðkennd með upphaflega nafninu sfnu, Sarah Ferguson. Hún hefur ekki átt sjö dagana sæia íher- togaynjuhlutverkinu, en gerir sitt besta til að bæta fyrir það sem aflaga hefur farið. Breska þingiö: Opinberar skammir fyrir misnotkun á bílastæði! Forseta breska þingsins, Betty Boot- hroyd, var mikið niðri fyrir þegar hún ávarpaði breska þingið fyrir skömmu. Til- efnið var að óbreyttur þingmaður Verka- mannaflokksins, Ann Clwyd, hafði hvað eftir annað lagt bíl sínum, silfurlitum Ford Granada, í frátekið bflastæði þing- forseta, rétt við dyrnar á skrifstofum embættisins. Þau bflastæði hefur enginn leyfí til að nota nema forseti þingsins sjálfur og örfáir aðrir, sem hann hefur veitt sérstaka heimild til þess. Fyrir framan þingheim flutti Betty Boot- hroyd yfirlýsingu þar sem hún sagði: „Þetta ástand er óviðunandi og verður ekki þolað framvegis. Ég hef gefið skipun um að ef hún skilur bílinn sinn þar eftir eftir daginn í dag, verði henni ekki leyft að hreyfa bílinn íyrr en hún hefur gefið há- tíðlegt loforð um að hún muni héðan í frá nota bflastæði annars staðar.“ Þingmaðurinn Ann Clwyd frá Cynon Valley hefur ekki í annan tíma orðið fræg- ari. Betty Boothroyd, forseti neðri deiidar breska þingsins, gaf óbreyttum þingmanni ofanígjöf á þingfundi fyrir að stelast í bfiastæöið hennar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.