Tíminn - 05.03.1993, Side 9

Tíminn - 05.03.1993, Side 9
Föstudagur 5. mars 1993 Ttminn 9 Kópavogur — Opið hús Opiö hús er alla laugardaga kl. 10.00 -12.00 aö Digranes- vegi 12. Kaffi og létt spjall. Siguröur Geirdal bæjarstjörí veröur til viötals Framsóknarfélógin Siguröur Vík í Mýrdal Jón Helgason Guöni Ágústsson Þuriöur Bemódusdóttlr Almennur fundur um stjómmálaviöhorfiö veröur haldinn f Brydebúö mánudaginn 8. mars kl. 21. Reykjavík — Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 6. mars n.k. kl. 10.30-12.00 aö Hafnar- stræti 20, 3. hæö, mætir Finnur Ingólfsson alþingismaður og ræöir stjómmálaviöhorfiö og svarar fyrírspumum. Fulltrúaráðið Finnur Ásta Reykjavík — Framsóknarvíst Framsóknarvist veröur spiluö n.k. sunnudag 7. mars I Hótel Lind, Rauöarárstíg 18, og hefst kl. 14.00. Veitt veröa þrenn verölaun karía og kvenna. Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir varaþingmaöur flytur stutt ávarp i kaffihléi. Aögangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar innifaldar Framsóknarfélag Reykjavikur Kópavogur — Framsóknarvist Spilum aö Digranesvegi 12 sunnudaginn 7. mars kl. 15.00. Góö verölaun og kaffiveitingar. Freyja Akranes — Bæjarmál Fundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 6. mars kl. 10.30. Far- ið veröur yfir þau mál sem efst eru á baugi i bæjarstjóm. Morgunkaffi og meölæti á staönum. Bæjarfulltrúamlr Kópavogur— Bæjarmál Opinn fundur um bæjamnál veröur haldinn að Digranes- vegi 12 mánudaginn 8. febriiar kl. 20.30. Siguröur Geirdal bæjarstjóri mun kynna skipulagsbreyt- ingar á tæknideild bæjaríns. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin Slgurður VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stjórnvöldum Bandarísk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öölast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að I Bandaríkjunum og stunda þar vinnu. (orðið handhafi „græna kortsins“). Umsóknarfrestur um dval- arieyfi rennur út 31. mars nk. og þvl nauösynlegt aö bregð- ast viö strax, svo umsókn þín nái fram í tíma. Allir þeir, sem eru fæddir á íslandi, Bretlandi eöa (riandi og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til að sækja um þetta leyfi. Sendið 45 Bandaríkjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA. Fyrsta hjartaígræösl- an fyrir 25 árum Þau eiga öll llf sitt aö þakka starfi frumkvööuisins Christiaans Barnard. Þau fengu nýtt hjarta á Groote Schuur-sjúkrahúsinu, þar sem hann græddi fyrstur manna nýtt hjarta í sjúkling sem ekki var hugaö líf. Christiaan Barnard: Allt er þegar þrennt er, gæti Barnard sagt um umrótiö I einkallfinu. Hann viröist loks hafa fundiö ró, sjötugur, meö þriðju konuhni, Kar- in, sem aöeins er þrftug aö aldri, og syni þeirra Armin. Fyrir 25 árum urðu tveir lítil- vægir atburðir til þess að sex tíma skurðaðgerð markaði tímamót í læknavísindunum og komu óþekktum suður-afr- ískum lækni á forsíður blaða um allan heim. Annan desem- ber 1967 ók bíll á Denise Darvall, 25 ára konu, þegar hún hljóp yfir götu í Höfða- borg til að kaupa köku. Ann Washkansky, sem átti leið hjá slysinu á leiðinni heim eftir að hafa heimsótt langsjúkan mann sinn Louis á sjúkrahúsið, sá — en veitti enga athygli líkama Denise á götunni og þaðan af síður vissi hún um heiladauðann sem orðinn var. Degi síðar var hjarta Louis Washkansky fjarlægt úr líkama hans og hjarta Denise Darvall sett í staðinn. Það sama kvöld var nafn óþekkts ungs skurðlæknis, Christiaan Neethling Barnard, orðið heimsfrægt Það afrek, sem þarna var unnið, var ekki stundarfyrirbæri. Þó að Louis Washkansky héldi ekki lífi nema í 18 daga eftir aðgerðina, hélt Barnard áfram aðgerðum sín- um og þeir, sem vildu feta í fót- spor hans í öðrum löndum, áttu bágt með að átta sig á hversu auð- velt honum virtist að ná árangri. Sjötti sjúklingurinn hans, Dirk van Zyl, sem fékk ígræðsluna áð- ur en mikilvægt lyf fannst gegn höfnunaráhrifum líkamans, er enn á lífi og er sá hjartaígræðslu- sjúklingur sem lengst hefur lifað í heiminum. Nú er þessi aðgerð gerð á meira en 3.500 sjúklingum á ári um heim allan. En þessi tímamótaaðgerð mark- aði ekki aðeins djúp spor í lækna- vísindunum, hún gerbreytti líka lffi Christiaans Bernard. Hann, óþekkti, suður-afríski læknirinn, varð skyndilega dýrðlingur fjöl- miðla, og komst fljótt að raun um að það þótti honum geysilega skemmtilegt. Hann hitti helstu áhrifamenn heimsins á öllum sviðum (þótti mest koma til Páls VI páfa af stórmennunum sem hann hitti) og fagrar og heillandi konur voru á hverju strái. Auðvit- að komu fljótt sprungur í langvar- andi hjónaband hans og hjúkrun- arkonunnar Louwtjie, sem hann hafði gifst 26 ára gamall. Steininn tók þó úr, þegar hún fann ástar- bréf frá Ginu Lollobrigidu til manns hennar, en hann var bendlaður við fleiri frægar og hrífandi konur. Christiaan segist nú hafa orðið að segja skilið við Ginu vegna þrýstings frá bókaútgefandanum sínum, en hann var þá þegar sest- ur við skriftir, sem hann stundar enn. 16. bókinni hans er nýlokið, framhaldi ævisögunnar sem áður er komin út. Læknirinn var þó ekki af baki dottinn í kvennamálum. Hann kynntist fljótlega og giftist 19 ára suður- afrískri fegurðardís, Bar- bara Zoéllner, milljónamærings- dóttur sem aldrei hefur kynnst því umhverfi sem Christiaan ólst upp í, fátækur, berfættur í litlum, ryk- ugum bæ. En í byrjun níunda áratugarins fór að halla undan fæti hjá lækn- inum góða. Hann hélt uppteknum hætti, ferðalög og fagrar konur höfðu áður verið aðdáunarverður lífsstíll, en lagði nú hjónabandið í rúst. Elsti sonur hans drukknaði í baði eftir að hafa tekið inn lyf við þunglyndi. Og liðagigtin, sem hafði angrað hann frá því áður en hann hóf hjartaígræðslumar, tók sig upp af fullum krafti og lagðist ekki hvað síst á hendurnar, dýr- mætustu eign læknisins. Skilnað- urinn við Barböru olli honum slíkri afbrýðisemi og þunglyndi að hann barðist við sjálfsmorðshug- myndir í heilt ár. Að lokum hafði þó óbilandi vilja- styrkur, starfsstolt og meðfædd lífsgleði hans þó sigur. Nú lifir hann rólegu lífi, fer stöku sinnum í fyrirlestraferðir og á læknaráð- stefnur, en hefur góðan tíma til að vera í félagsskap Karinar, konunn- ar sem hann giftist fyrir 5 árum og er fjörutíu árum yngri en hann, og syni þeirra Armin. Og samband þeirra hjóna við Barböru og synina tvo úr því hjónabandi er gott. Sjötugur að aldri lítur Christia- an Barnard yfir farinn veg og er sáttur við lífsgönguna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.