Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 10. mars 1993 Neytendasamtökunum hafa borist allmargar kvartanir vegna starfsemi banka og sparisjóða: Islandsbanki hunsar lög og álit Bankaeftirlitsins Neytendasamtökunum hafa að undanfömu borist allmargar kvart- anir frá fólki, sem orðið hefur fyrir því að banki eða sparisjóður hef- ur farið inn á reikninga þeirra og tekið út eða millifært á annan reikning án samþykkis eigenda reikninganna sem tekið var út af. Frá þessu segir í Neytendablaðinu. í öllum þeim tilfellum, sem komið hafa til umfjöllunar hjá Neytenda- samtökunum, telja bankarnir sig Bændur nota 40% minna af fóðurblöndu íslenskir bændur nota í dag 20% minna af fóðurblöndu en þeir gerðu fyrir átta árum. Á síðasta ári gáfu bændur um 49 þúsund tonn, en gáfu 61,7 þúsund tonn árið 1984. Jórturdýr fá í dag um 20 þúsund tonn af fóðurblöndu, en fengu um 33 þúsund tonn árið 1984. Sam- drátturinn er 40%. íslenskum ali- fuglum var gefið 15,7 þúsund tonn af fóðurblöndu, en 19,6 þúsund tonn fyrir átta árum. Fóðurblöndu- notkun svínabænda hefur hins veg- ar aukist samhliða aukinni svína- kjötsframleiðslu. Svín átu 13,1 þús- und tonn í fyrra, en 9 þúsund tonn árið 1984. -EÓ hafa verið í fullum rétti. Þótt Bankaeftirlitið hafi úrskurðað slík- ar millifærslur óheimilar, hunsa bankarnir það álit og fara sínu fram í trássi við lög og rétt. Vegna eins þessara mála, svokall- aðs íslandsbankamáls (þar sem bankinn bakfærði 120 þús. kr. út af reikningi viðskiptavinar, að beiðni þess er lagði peningana inn) sem Neytendafélag Akureyrar fékk til meðferðar, gerði félagið fyrirspurn til Bankaeftirlitsins. í svari þess segir meðal annars: „Mál þetta snýst um það hvort inn- Iánsstofnun er heimilt að bakfæra af reikningi án samþykkis reikn- ingseiganda. Það er álit Bankaeftirlitsins að slík heimild sé ekki fyrir hendi. í því sambandi skiptir ekki máli hvaða ástæða er sögð fyrir beiðni þriðja manns fyrir bakfærslunni. Við- skiptabanki hefur ekki ráðstöfunar- rétt yfir því fé sem hann hefur tekið við til geymslu og ávöxtunar sam- kvæmt einkarétti þeim er honum er áskilinn í 2. mgr. 26. gr. laga um viðskiptabanka. Af því leiðir að til þess að viðskiptabanka sé heimilt að bakfæra út af reikningi við- skiptamanna þarf að Iiggja fyrir samþykki reikningseiganda fýrir því að einhver nánar tiltekinn aðili geti beðið um bakfærslu út af reikningi eða tekið út af honum." Með skýr svör í bréfí Bankaeftir- litsins töldu Neytendasamtökin sig geta rétt hlut fyrrnefnds reiknings- eiganda í íslandsbanka. „En íslandsbankamenn voru á öðru máli. Þeir virðast telja sig hafna yfir Iög og rétt og álíta að þeir þurfi ekki að hlíta áliti Bankaeftir- Íitsins eða viðskiptaráðherra. Hvers vegna telur íslandsbanki enga ástæðu til að fara eftir þeim lögum sem sett eru um viðskiptabanka? Eftir að hafa kannað málið telja Neytendasamtökin að skýringuna sé að finna í lögunum. Á þeim er sá hængur að brot á þeim varða ekki við sektir. Það þýðir víst lítið að setja lög, ef það kostar ekkert að brjóta þau. Þarna telja Neytendasamtökin að í lögunum sé alvarleg brotalöm, sem verði að leiðrétta hið fyrsta. Á með- an það er ekki gert, munu bankar og sparisjóðir halda uppteknum hætti. Það er að gera eins og þeim sjálfum sýnist," segir Neytenda- blaðið. Sauöfjárbúið á Hesti byggt upp á Hvanneyri? Búnaðarþing hefur samþykkt in ákvörðun hefur verið tekin sinna tilraunum í landbúnaði. ályktun þar sem skorað er á um hvernig staðið verður að Árangur af tilraunastarfinu iandbúnaðarráðuneytið og Rann- endurbótunum, en talið er að komist fyrr og betur til bænda sóknastofnun iandbúnaðarins að ekki verði komist hjá því að reisa með nemendum skólans. Þá beita sér fyrir að endurbygging ný hús, eigi á annað borð að megi gera ráð fyrir að rekstur yfir tiiraunabúið í sauöfjárrækt, halda rekstri búsins áfram. búsins verði hagkvæmari, hvað sem nú er á Hesti, verði á Búnaðarþing vili að sú stefna varðar mannahald, heyskap og Hvanneyri og búið verði jafn- verði mörkuð að búið verði end- nýtingu á tækjum. framt skólabú. urbyggt að Hvanneyri en ekki að Á Hvanneyri er rekið sauðfjár- Um nokkurra áratuga skeið hef- Hesti. Þingið bendir á, máli sínu bú, en rætt hefur verið um að í ur verið rekið ríkisrekið tii- tii stuðnings, að á Hvanneyri sé framtíðinni verði einungis annað raunabú f sauðfjárrækt á Hesti í nú til staðar hluti Rannsókna- búið rekið. Búnaðarþing telur Borgarfurði. Húsakynni búslns stofnunar landbúnaðarins, þ.e. vart vansalaust að sauðfjárhald eru orðin léleg og þarfnast nauð- bútæknideild RALA. Á Hvann- leggist af á höfuðmenntastofnun synlega mikilia endurbóta. Eng- eyri séu staðsettir margir sem landbúnaðarins. -EÓ Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn: AFBROTAUNGUNGAR ERU FÓRNARLÖMB AÐSTÆÐNA Svo virðist sem tiltölulega fáir afbrotamenn afkasti miklu í ís- lensku samfélagi, segir Omar Smári Ármannsson aðstoðaryfír- lögregluþjónn. Hann segir að tiiefnislausum líkamsárásum hafi fækkað síðustu fjögur ár og því megi þakka m.a. umræðum í þjóðféiaginu. Hann telur að vistun afbrotaunglinga eigi að miða að því að hjálpa þeim á rétta braut og álítur þá vera fómariömb aðstæðna. Undanfarið hefur sem hrina inn- brota og skemmdar- og ofbeldis- verka riðið yfir íslenskt þjóðfélag og hefur óhug sett að mörgum vegna þessa. Skemmst er að minnast árásar á tvær litlar stúlk- ur, sem voru á leið heim til sín af skátafundi er ráðist var á þær. Þá er öllum í fersku minni tíð inn- brot í heimahús að undanförnu, svo ekki sé talað um óhugnanleg og tilefnislaus skemmdarverk nokkurra unglinga í Kjós í síðustu viku. Ómar telur að um tiltölulega fáa einstaklinga sé að ræða, en afbrot þeirra bitni á mörgum. Hann segir að það skipti miklu máli að menn séu samhentir í því að stöðva þessa einstaklinga, hvort sem þeir séu 16 ára eða yngri, og álítur almenning eiga rétt á því. Fómarlömb aðstæðna Menn hafa spurt sig frá hvers konar heimilum og úr hvaða um- hverfi þeir unglingar komi sem t.d. vinni tilefnislaus skemmdar- verk. „Það sem lýtur að lögreglunni eru afbrotin, verksummerkin og upplýsingar eigenda og viðbrögð þeirra," segir Ómar. Hann bætir við að barnaverndaryfirvöldum sé falin varsla unglinga yngri en 16 ára og viti vel um hagi flestra þeirra. Ómar hefur samt skoðanir á mál- efnum þessara ógæfusömu ung- menna. Hann telur að margir svo- kallaðra vandræðaunglinga séu fómarlömb aðstæðna. „Þetta er spurning um þá áhrifavalda sem þessir einstaklingar alast upp við,“ segir Ómar og nefnir þar til sög- unnar uppalendur sem nái ekki að koma til skila atriðum eins og aga, tillitssemi og virðingu fyrir sjálf- um sér og öðrum. Ómar telur að utanaðkomandi áhrif eins og ofbeldismyndir hafi sérstaklega mikil áhrif á þessa ein- staklinga sem fyrr er lýst. Það er hægt að ná árangrí í vor er ætlunin að taka í notkun lokaða meðferðardeild fýrir fimm unglinga sem eiga í bráðum vanda. Ómar telur að meðferðin eigi að miða að því að hjálpa þess- um einstaklingum og reyna að koma þeim inn á rétta braut. „Það þarf tíma, því eftir því sem þessir einstaklingar eru skemmdari því meiri tíma og umönnun þarfnast þeir,“ segir Omar. Hann bendir á að margir, sem fara inn á afbrota- braut, verði þegar fram líða stundir gegnir og mætir borgarar. „Það sýnir okkur að það er hægt að ná árangri," bætir hann við og bendir á árangur félagsmálafólks, sem hafi náð að snúa mörgum til betri vegar. „Menn mega ekki líta á þessa lokuðu deild sem fangels- isstofnun, heldur fýrst og fremst hjálparstofnun," segir Ómar. Er stóri bróðir í sókn? Nú hafa heyrst raddir sem gagn- rýna aukið eftirlit með borgurum og telja það m.a. koma í ljós með notkun eftirlitsmyndavéla í mið- bæ Reykjavíkur. „Það er bylgja í samfélaginu, sem miðar öll í frjálsræðisátt, og það á að vera mikið um réttindi, en lítið um boð og bönn. Við vitum öll hvert það leiðir okkur," segir Ómar. „Hér eru stofnanir sem ber að vinna eftir þeim lögum og regl- um, sem settar eru, og framfylgja þeim. Hvernig verklag þessara stofnana er, er undir þeim sjálfum komið. Þær hljóta að þurfa að Ómar Smári Ármannsson. nýta sér alla þá tækni og mögu- leika sem eru til staðar, jafnvel þó að það séu skiptar skoðanir um þá,“ segir Ómar. Alvarlegum líkams- árásum hefur fækkað .ýVlvarlegum líkamsárásum hef- ur fækkað síðustu ár,“ segir Ómar. Árið 1989 var metár hvað varðar ofbeldi hjá ungu fólki, að sögn Ómars, en þá tókst að snúa þróun- inni við. „Það var sparkað í liggj- andi fólk og gengið að mönnum og þeir barðir. Það var eins og ver- ið væri að horfa á mynd í sjónvarpi og þetta var okkur framandi," seg- ir Ómar þegar hann lýsir því hvernig ástandið var. Hann segir að þá hafi hafist mik- il umfjöllun um þessi mál í þjóðfé- laginu og almenningur hafi tekið við sér. „Félagsmálayfirvöld, Rauði krossinn, skólayfirvöld o.fl. brugð- ust mjög vel við, því þeir efndu til umræðu meðal unga fólksins um þetta ástand." Ómar segir að í kjölfar þessa hafi ungt fólk al- mennt tekið afstöðu gegn ofbeldi og almenningsálitið hafi snúist gegn þessum fáu, sem þá höfðu sig minna í frammi á eftir en áður. „Síðan hefur þróunin leitt í ljós að heldur hefur dregið úr líkams- meiðingum. Tölurnar eru nokk- urn veginn þær sömu, en hlutfall- ið hefur breyst. Alvarlegum lík- amsmeiðingum hefur fækkað, en minniháttar líkamsmeiðingum fjölgað að sama skapi, þó heildar- talan sé sú sarna," segir Ómar. „Þessar líkamsmeiðingar, sem við erum að tala um í dag, eru hlut- fallslega langöftast í heimahúsum og á skemmtistöðum þar sem hin- ir fullorðnu eru að skemmta sér. Nær undantekningalaust eru þetta átök ölvaðs fólks,“ segir Ómar. Hann telur þetta því ástand sem erfitt sé að eiga við, en tengist al- mennu viðhorfi einstaklinganna. „Þetta er spurning um drykkju- siði, tillitssemi og skapstillingu. Þar verður hver og einn að horfa sér nær,“ segir Ómar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.