Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Miðvikudagur 10. mars 1993 Heildarloðnuaflinn á vertíðinni rúm 600 þúsund tonn: á miðunum Það hefur verið fátt um fína drætti á loðnumióunum síð- asta sólarhring miðað við þá mokveiði sem verið hefur und- anfarnar vikur. Það hefur m.a. leitt tfl spennufalls á miðunum og þeir svartsýnustu telja að vertíðin sé búin en aðrir að það sé eðli- legt að það dragi eitthvað úr veiðinnl þegar ioðnan er farin að hrygna. Teitur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Félags ísienskra fiskimjölsframleiðenda, segir of snemmt að hlása vertíðina af þótt minna aflist í augnablik- inu en oft áður. Rannsóknarskipið Ámi Frið- riksson lagði af stað í ioðnu- leiðangur í iok síðustu viku og er reiknað með að skipið verði úti fram undir miðjan mánuð- inn. Heildaraflinn á vertíðinni er orðinn rúm 600 þúsund tonn og því eru cftirstöövar kvótans rúm 200 þúsund tonn. í fyrra datt botninn úr vertíð- inni 5. apríi og voru þá eftir um 117 þúsund tonn af hefld- arkvótanum. -grh Spánverjar eru óánægðir með EES-samninginn og ætla ekki að afgreiða hann fyrr en í haust. For- maður utanríkismálanefndar segir að þetta hafi ekki áhrif á málsmeðferðina hér á landi: Líkur minnka á að EES taki Minni líkur eru nú taldar á því að samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði taki gildi 1. júlí eins og stefnt hefur verið að, eftir að utanríkisráð- herra Spánar lýsti því yfir í fyrradag að spænska þingið myndi að öllum lík- indum ekki fjalla um samninginn fyrr en að loknum kosningum í október í haust. Formaður ráðherraráðs EB segir að áfram sé stefnt að gildistöku 1. júlí og Bjöm Bjamason, formaður utanríkis- málanefndar, segir að yfirlýsingar Spánverja hafi ekki áhrif á málsmeð- ferðina hér á landi. Málið komi fyrir Alþingi síðar í þessum mánuði. Utanríkisráðherrar EB samþykktu viðbótarbókun við EES-samninginn á fundi í Bmssel í fyrradag. Bókunin fjallar um ýmis atriði sem taka varð á vegna þeirrar ákvörðunar Svisslend- inga að gerast ekki aðilar að EES. Menn deila um hvort bókunin sé tæknilegs eðlis eða efnislegs. f henni er gert ráð fyrir að samningurinn taki gildi 1. júlí svo fremi sem hann verði samþykktur á þjóðþingum aðildar- landa EES. Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, sat ráðherrafund EB og sam- þykkti bókunina. Eftir fundinn dreifði hann aftur á móti yfirlýsingu á frétta- mannafundi þar sem segir að það markmið að EES- samningurinn taki gildi 1. júlí sé óraunhæft. Tilboð EFTA um innflutningsívilnanir á landbún- aðarvömm, m.a. frá Spáni, sé ófull- nægjandi. Jafnframt kemur fram í yf- irlýsingunni að EES-samningurinn verði ekki afgreiddur nema í tengslum við Maastricht-samninginn. Solana sagði auk þess á fréttamannafundin- um að ekki væri nægilegur tími tii að leggja samninginn fyrir það þing sem nú situr og því yrði samningurinn ekki tekinn til afgreiðslu á þinginu fyrr en eftir kosningar sem fram eiga að fara á Spáni í október. Þess ber að geta að Spánn hefur ekki gildi samþykkt sjálfan EES- samninginn. Spænska ríkisstjórnin stöðvaði af- greiðslu samningsins þegar Sviss feldi samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið á því eftir að fjalla um samn- inginn og bókunina við hann. Yfirlýsing Spánverja um að EES- samningurinn verði ekki afgreiddur nema í tengslum við Maastricht- samning Evrópubandalagsins, flækir málið enn. Sá samningur er ekki síður umdeildur en EES-samningurinn. Mest er andstaðan við Maastricht á breska þinginu. í vikunni tapaði breska ríkisstjómin í atkvæðagreiðslu um breytingatillögu við Maastricht- samninginn. Þetta þýðir að Maast- richt-samningurinn verður ekki af- greiddur í Bretlandi fýrr en í ágúst. „Þessi nýjasta vending Spánar hlýtur að vekja áhyggjur og ugg vegna þess að EFTA-ríkin höfðu sérstaklega teygt sig til að koma á móts við kröfur og óskir Spánar. Sum þessara ríkja hafa talið, til að mynda Finnland, að þar hafi menn teygt sig afskaplega langt íár og Evrópubandalagið hafi gengið mjög Iangt í sinni kröfuhörku gagn- vart EFTA-ríkjunum,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Alþingi í gær. Davíð sagði að sér komi mjög á óvart að Spánverjar skuli tengja samþykkt EES-samningsins við afgreiðslu Ma- astricht- samkomulagsins. Ráðherrar annarra EB-ríkja hafi ekki gert það. Bjöm Bjamason, formaður utanrík- ismálaneftidar, kvaðst afar undrandi á yfirlýsingum Spánverja og sagðist ekki trúa því að þetta verði niðurstaða þeirra. Hann sagðist enn trúa því að EES-samningurinn taki gildi 1. júlí, eins og stæði í bókuninni. Bjöm sagðist ekki sjá ástæðu til að breyta málsmeðferðinni hér heima vegna þessa. Bókunin hafi verið kynnt í utanríkismálanefnd. Hún verði síðan lögð fyrir Alþingi í formi fmmvarps fljótlega eftir að fulltrúar aðildarianda EES hafa undirritað bókunina með formlegum hætti þann 17. mars næst- komandi. -EÓ Færeyskir dagar í Norræna húsinu helgaður kynningu á Færeyjum sem trúbadúrsins Kára P. Dagskráin ferðamannalandi og um kvöldið heldur áfram um helgina og verður verða vísnatónleikar færeyska kynnt nánar seinna -HÞ Færeysku myndlistarmennirnir Amariel Norðoy og Bárður Jákups- son eru mjög ánægðir með undirtektir íslenskra sýningagesta. w Myndlist í Færeyjum: AHUGI MIKILL Þessa dagana stendur yfir um- fangsmikil kynning á Færeyjum og færeysku samfélagi í Norræna hús- inu í Reykjavík. Það er Norður- landahúsið í Færeyjum sem hefur undirbúið þessa dagskrá í sam- vinnu við Norræna húsið og fleiri aðila. Ofarlega á dagskrá er færeysk myndlistasýning sem ber heitið Fimm Færeyingar. Sýningin er sam- vinnuverkefni Norðurlandahússins í Færeyjum og Norrænu listamið- stöðvarinnar á Sveaborg við Hels- inki. Héðan fer sýningin til Nuuk á Grænlandi og þaðan víða um Norð- urlönd. í anddyri Norræna hússins eru sýnd veggspjöldin sem Norður- landahúsið í Færeyjum hefur gefið út. Þar eru einnig staðsett kynnin frá Ferðaráði Færeyja. Næstu daga er boðið upp á margs konar dagskrá. í kvöld kl. 20:30 er Ld. dagskrá um höfuðskáld Færey- inga, William Heinesen. Það eru systkinin Annika Hoydal söng- og leikkona og Gunnar Hoydal rithöf- undur sem hafa sett dagskrána sam- an en þau ólust upp í nágrenni við skáldið. í hádeginu á morgun þ.e. kl. 12:30 verður kvikmyndasýning um smíði á kappróðrabát en þar er meistara- verk á ferð um handverk sem er að hverfa, segir í frétt frá Norræna hús- inu. Síðdegis heldur Óli Jacobsen, for- maður Föroya Fiskimannafélags, fyrirlestur sem heitir: „ein framtíð við fiskivinnu ella olju.“ Hann fjallar þar um framtíð Færeyja en Óli hefur verið í forystu í sjómannafélaginu um hálfrar aldar skeið. Annað kvöld kl. 20:30 hefjast djasstónleikar með færeyskum tónlistarmönnum sem leika undir stjóm Brands Össurs- sonar saxófónleikara. Föstudagurinn 12. mars verður „Kosturinn við að vera myndlistarmað- ur í Færeyjum er sá mikli myndlistar- áhugi sem þar rOdr,“ segja þeir Bárður Jákupsson og Amareiel Norðoy. Þeir eru tveir af fimm myndlistarmönnum sem eiga verk á færeysku myndlistar- sýningunni í Norræna húsinu. Þegar verk þau sem eru á sýningunni eru skoðuð, vekur athygli hversu litauð- ug þau eru. Það taka þeir félagar undir og benda á að mikil notkun á litum með skírskotun til náttúrunnar, einkenni færeyska myndlist fremur en annað. Þeir eru mjög ánægðir með viðtökur íslenskra sýningargesta og Amareiel hefúr á orði að gestimir hafi verið eins og sfid í tunnu en ekki færri en 700 gestir voru viðstaddir opnun sýningar- innar á laugardaginn. Þá segja þeir að taisvert hafi selst af myndum. Þeim þyk- ir þetta minna á áhuga Færeyinga sjálfra sem þeir segja vera mjög áhuga- sama myndlistarunnendur. Sjá þeir félagar einhvem mun á ís- lenskum og færeyskum myndlistar- mönnum? „Færeyskir myndlistarmenn eru íhaldssamari en þeir íslensku sem hlaupa frekar eftir erlendum stefnum og straumum í myndlisL Það er samt margt sem myndlistarmenn þessara þjóða geta miðlað hverjir öðrum," segja þeir félagar og eru sammála um það að færeyska myndlistasýningin sé ágætis sporíþessaátL -HÞ NY FRIMERKI 3000 3000 í dag koma út ný frímerki. Fyrstadagsumslög fást á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51 VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stjórnvöldum Bandarisk stjómvöld gefa þér kost á aö sækja um og öðlast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að í Bandaríkjunum og stunda þar vinnu. (orðið handhafi „græna kortsins"). Umsóknarfrestur um dval- arieyfi rennur út 31. mars nk. og því nauðsynlegt að bregð- ast við strax, svo umsókn þín nái fram í tima. Allir þeir, sem eru fæddir á (slandi, Bretlandi eða Irlandi og/eða eiga foreidri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til að sækja um þetta leyfi. Sendið 45 Bandaríkjadala greiöslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA. I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.