Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tlminn Miðvikudagur 10. mars 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Öivisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Búnaðarþing Búnaðarþing hefur verið að störfum að undanförnu og er því nú að ljúka. Þing fulltrúa atvinnuveganna hafa verið fastur þáttur í stjórnkerfi okkar, þar sem meðal annars er fjallað um löggjafarmálefni sem snerta við- komandi atvinnugrein. Þetta er þýðingarmikill þáttur í undirbúningi löggjafar. í öðru lagi er þinghald á borð við þetta þáttur í stefnumótun í viðkomandi atvinnu- grein, þótt hún fari ekki síður fram í stéttarfélögunum. Gífurlegar breytingar hafa verið í landbúnaðarfram- leiðslunni að undanförnu, sem stafa af samdrætti. Það helst í hendur að ákvörðun hefur verið tekin um að af- nema útflutningsuppbætur og sala í ýmsum tegund- um Iandbúnaðarframleiðslu, einkum kindakjöts, hefur dregist saman á innanlandsmarkaði. Þessu hafa bændur landsins reynt að mæta með því að litast um eftir nýrri atvinnustarfsemi eftir því sem föng eru á. Sumt hefur tekist miður í þessum efnum, annað betur. Ferðaþjónusta er orðin umtalsverður atvinnu- vegur í sveitunum og er nú svo komið að margir eru þeirrar skoðunar nú að fullhratt og mikið sé fjárfest í greininni. Þær vonir brugðust að loðdýraræktin yrði sá burðarás sem vonir stóðu til. Þó er ekki ástæða til þess að afskrifa hana. Ýmsir feta sig nú áfram í fiski- rækt, t.d. bleikjueldi. Skógrækt hefur numið land í sveitum sem atvinnuvegur og mikill áhugi er fyrir sölu minjagripa af ýmsu tagi. Allt gerir þetta nýjar kröfur til Búnaðarfélags íslands sem er móðurstöð leiðbeiningastarfsemi í landbúnaði. Búnaðarsamböndin hafa föstum starfskröftum á að skipa, en meiri sérhæfmg og ný atvinnustarfsemi í sveitum kallar á íjölþættari ráðgjöf en áður þegar at- vinnulífið í sveitum landsins var einhæfara. Gott sam- starf í leiðbeiningar- og rannsóknarstarfsemi er því höfuðnauðsyn. Uppbygging félagskerfís landbúnaðarins hefur verið til umræðu í tengslum við Búnaðarþing og þær skoð- anir hafa verið settar fram af forustumönnum land- búnaðarins að uppbygging þess hæfi ekki þeim að- stæðum sem nú eru. Það er vissulega ástæða til þess fyrir landbúnaðarmenn og forsvarsmenn annarra at- vinnugreina að hugleiða þessi mál rækilega. Þeirrar tilhneigingar verður nú vart í atvinnulífinu að rætt er um samruna ýmissa félagasamtaka sem þjóna því, til þess að sameina kraftana. Það er meginatriðið að svo verði. Þeir sem stjórna samtökum atvinnulífsins, hvort sem heldur er í landbúnaði eða í öðrum greinum, eiga að forðast eftir mætti of mikla yfirbyggingu eða að stofna til samtaka sem toga sitt í hvora áttina. Ekki er að efa að umræður og aðgerðir til þess að endurskipu- leggja félagskerfi landbúnaðarins eru til góðs og bænd- um er vel treystandi til þess að leysa þau mál farsæl- lega. Eitt af því sem fylgir hinum miklu breytingum í land- búnaðinum er að afurðastöðvarnar og sölufyrirtæki, sem þeim eru tengd, eru í miklum vanda. Ljóst er að miklar breytingar eru þar framundan, en starfsemi þeirra hefur verið gífurlega mikilvæg fyrir landsbyggð- ina. Það er áríðandi að sú endurskipulagning, sem þar er framundan, verði ekki til að herða enn á flóttanum úr sveitum landsins og þéttbýlisstöðunum sem þjóna þeim. Það eru því mörg mál og stór sem þarfnast umræðu á Búnaðarþingi. Tíminn óskar þess að störf þess leiði til góðs fyrir bændur og aðra landsmenn. Sjónvarpsstöðvaimr tvær eiga í samkeppni sfn í mDll og misjafn- Jega góðlátlegri eins og gengur. Þegar forstöðumaður Stöftvar 2 kemur á skjáinn sm megtn, sendir keppinautanna, Ríkissjón- varpsins, ög lúta þau þá venjulega aö einokunaraðstöðu þcss. Þcir hjá Rikissjónvaipinu fara sér að vísu hægar í þessari jöfnu og stöðugu styíjöld, en láta þó frá sér heyra stöku sinnum ef sérstök ástséða þykir gefast til — og þá af postul- Keppnin milli stÖðvanna kemur svo fram í nokkuó reglulegum „uppslætti“ á niðurstöðum skoð- dæmi um hvernig ieíka má sér að tölum aftur og fram. Því er þá stungió undir stól eða látið sem minnst á því bera ef keppinautur- inn hefur í einhveiju náö forskoti, en málið allt látið snúastumþaðef tiltekinn þáttur eigin manna virðist njóta hylli áhorfenda—svo ekki sé minnst á fréttimar. Aðstöðumunur Vissulega hefur Ríkissjónvaipió notíð yfirburöa vegna skyláu- áskriftanna og er f sjálfu sér ekki óskiljaniegt að ísienska útvarpsfé- iaginu svíði það nokkuð. Það er undir hælinn lagt hve margir nenna að kosta því til að eignast myndlykil — og svo er alltaf hægt að láta undan dragast að greiöa áskriftína, kannske mánuðum saman. Þá er sá aurinn glataður, en að sínu vísu, hvort sem ,4skrifend- ur" hennar njóta þess er þar er boðiö eður ei. Því má spyrja hvort kariinn sem klofar snjóskaflana í auglýsingunni í von um aö ná að borga áskriftargjaldið í tíma, óttast meir að missa af liemma Gunn eða með — sjálfsagt meö góðar og gHdar fyrirmyndir úr eriendu sjón- varpi tii hliðsjónan En það veróur aö segjast að sem heild nær frétta- liðið ekki að valda þessum „stfl“. 'ni þess þarf lika talsverða sviðs- hæfileika — ,4éttlcikinn“ verður að líta i'it <>TÍr að \era áreynslulaus. Annars tekur það ídaufalega við og þá er verr af stað farið en heima setið. Stundum er meiia að segja ekki laustriðað sumir á fréttadefld Stöðvar 2 greini ekki á milii kæru- leysis og ,4éttleika“. Sjónvarpið er svo hlíföariaus og viðkvæmur mið- íli að liðið hjá Rikissjónvarpinu sleppur betur með því að vera ihaldssamara og gæta sfn. Viðkvæmur miðill En þrátt fyrir einokun keppínaut- anna Iáta þeir bara vel yfir sér á móti fyrir fhaldssemina á öörum sviðum. Stöð 2 sýnlr kvUcmyndir —og oft góðar myndir—fram eft- ur sé að verða af fyrirteekinu og er auðvitað gaman að heyra af slflcum byr nú í kreppunni. Garra þykir raunar að háðar eigi stöövamar sína góðu parta í dagskránni, sem móts við óskir stórs hluta lands-; manna. Þeir halda semsé áfram að sýna þegar „einokunar“-sjónvarpið befur sent sína áhorfendur í hátt- inn. Þetta nær satt að segja engri átt hjá þeim á Rikissjónvarpinu og Garra finnst að þeir séu fj„. ekkert of góðir tfl að bæta úr þessu. Þetta er heldur klén frammistaöa hjá stöðinni og má sjálfsagt færa rök verri pörtunum hinum megin. Þegar að fréttunum kemur telur vinninginn. Þeir halda enn svolrtið íhaldssömum stfl f framkomu, sem hann tekur fram yfir þann „létta“ blæ sem keppinautar þeirra leitast nú við að lita sínar fréttír kenna. Og það er vonandi ektó guðlast, þótt stungiö sé upp á að þeir hvfii nú Hemma Gunn. Hemmi er snill- ings góður þáttastjóri, en því miður er bara enginn svo góður að hann þofi aðra eins lotu og þættimir hans eru orðnhr. Þaö er engum fjöl- miðlitfl lofs að gjömýtasvo bestu krafta sína að menn hljóti að taka aðþreytast Garrf Embættisverk í óbyggðum 40 vélsleðar og 7 snjóbflar, mannaðir 90 vöskum björgunar- mönnum, geystust inn á Land- mannaafrétt um síðustu helgi til að bjarga björgunarsveitarmönn- um sem voru að björgunaræfing- um uppi á hálendinu. Áður var búið að fara í björgunarleiðangur til að ná í slasaðan mann úr sama björgunarleiðangri, sem þá var ekki búinn að týna sér. Veðrabrigði á hálendinu koma ferðalöngum alltaf jafn mikið á óvart og er sama hvort þeir eru í lystitúrum eða björgunarleið- öngrum, nema hvorutveggja sé. Sífellt eru að koma upp örðug- leikar í fjarskiptatækninni þegar hríðarveður brestur á, og alls kyns misskilningur verður til þess að leitarleiðangur er gerður út til að finna björgunarleiðang- ur sem búið er að bjarga ein- hverjum úr og er í villum og þó ekki villtur, því fjölmiðlar eru duglegir að breiða það út að dell- an stafi af misskilningi og eigin- lega hafi aldrei þurft að bjarga neinum. Að hinu leytinu harðneita fjöl- miðlamenn að taka það gilt þegar hrakningsmenn á sjó segjast aldr- ei hafa verið í lífshættu eftir að landkrabbar eru búnir að útmála björgunarafrek með dramatísk- um tilburðum. Útvíkkun á starfssviði Samtímis því að gríðarlega véi- væddur björgunarleiðangur leit- ar að björgunarmönnum á skíð- um æða tröllslegir torfærubflar upp á hálendið og ætla upp á jök- ul til að borgarstjórinn í Reykja- vík geti samið við slökkviliðs- stjórann í Reykjavík um að skát- arnir í Reykjavík æfi slökkvilið höfuðborgarinnar í ferðalögum á jökli og að rata um óbyggðir í vondum veðrum. Margrómað stórjeppalið varð þó að láta í minni pokann, því land- Markús Örn vættir vörnuðu því uppakstur á jökul og urðu borgarstjóri og slökkviliðsstjóri að láta sér lynda að skrifa upp á samninginn um háfjallaleiðangra brunaliðsins við jökulrætur. Sviðsetningin á þessum ein- stæðu fíflalátum var frábær. Öll- um að óvörum var hríðarveður á hálendi og svakalega hissa og yfir sig hrifið sjónvarpsfólk gargaði innan úr hettuúlpum sínum út í hríðina inní myndavélarnar hve stórbrotið það væri að standa ein- mitt þarna og á þessari stundu með hljóðnema fyrir framan sig og æpa inn í myndavélarnar. Þess var nefnilega gætt, eins og venju- lega þegar koma þarf fáfengileg- heitum á framfæri við þjóðarsál- ina, að kippa hrifnæmu sjón- varpsfólki með, sem aldrei lætur á sér standa þegar þjónustu þess er þörf. Svaðilfarir Veðurbarinn borgarstjóri og vindblásinn slökkviliðsstjóri æptu út í hríðina hve stórbrotið væri að vera á fjöllum við emb- ættisstörf og umboðsmaður tor- færubfla flutti hrifnæma ræðu um hve bflarnir sem hann selur séu afbragðsvel gerðir til að ferð- ast um óbyggðir allan ársins hring. Hann sagði umboð sitt geta útvegað ágæta torfærubfla fyrir 5 milljónir króna. Svo var fluttur dýrðaróðurinn um bfla og bflstjóra, sem alltaf er verið að segja frá að séu að bjarga einhverjum eða að einhver sé að bjarga þeim. Það eru áreiðanlega gildar ástæður til þess að æfa brunaiiðið til svaðilfara á jöklum og nógu margar voru björgunarsveitirnar að rífast um það hnoss að fá að þjálfa slökkviliðsmenn til björg- unarleiðangra í óbyggðum, því einhverjir fóru í fýlu vegna þess að þeir fengu ekki að taka þátt í því gamni. En af hverju þurfti að fara í stór- leiðangur upp á hálendið í rán- dýrum farartækjum með borgar- stjóra, forseta borgarstjórnar og embættismenn borgarstofnana til að undirrita samning þar er óútskýrt flan. Fjallasækni eigenda torfæru- trölla allan ársins hring er orðið viðvarandi verkefni björgunar- sveita og er satt best að segja orð- ið erfitt að skilja á milli hverjir eru í skemmtiferðum og hverjir eru að leita og bjarga og hverjir eru svo að leita að björgunarleið- öngrum. Ef til vill leyfist manni að spyrja um hvaða erindi allt þetta stór- bflafólk á upp á hálendið á þeim tímum árs sem allra veðra er von og er svo bjargarlaust og hjálpar þurfi hve lítið sem út af ber. En ef maður á 5 milljón króna fjallabfl, verður að nota hann, og ef maður á ekki fyrir honum, gengur maður bara í björgunar- sveit og fer í rómaða hetjuleið- angra, jafnvel með borgarstjóran- um og stórstirnum sjónvarpanna ef maður er reglulega heppinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.