Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 10. mars 1993 Er ekki öllum sama hver drap Malcolm X? Um þessar mundir eru 28 ár liðin síðan Malcolm X var skotinn til bana í danssalnum Audubon, ofarlega á Manhattan. Fimm menn úr múhameðstrúarsöfnuðinum „Nation of Islam’s Temple No 25“ í Newark voru í tilræðissveitinni. Sá eini, sem var tekinn höndum, var Talmadge Hayer, 23ja ára, sem fékk skot í fótlegg- inn frá einum lífvarða Malcolms. Hinir fjórir tóku til fótanna og flúðu. Enginn veitti þeim eftirför. Morðið var hefndar- aðgerð í öllu írafárinu, auglýsinga- mennskunni og umræðunni um kvikmynd Spike Lee „Malcolm X" var litið fram hjá því, sem kemur fram í bók um sama efni eftir Lee (meðrithöfundur Ralph Wiley), „By Any Means Necessary: The TVi- als and TVibulations of the Making of Malcolm X“, og er mikilvægt framlag til að komast að sagn- fræðilegri niðurstöðu um dauða Malcolms. í bókinni er nánar útfærð bók Peters Goldman sem út kom 1979, „The Death and Life of Malcolm X“, og sýnt fram á að morðið á - FOLK Malcolm var hefndaraðgerð fyrir að hann sagði skilið við trúflokk- inn „Nation of Islam" og þó eink- um fyrir nákvæma og sprengifima ásökun hans um að leiðtogi trú- flokksins, Elijah Muhammad, hefði getið fjöldann allan af böm- um í lausaleik. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Denzel Washington hefur veriö tilnefndur til Oskarsverðlauna fyrir frammistöðuna í kvikmynd Spike Lee um Malcolm X, sem hefur vakið mikla athygli og vak- ið upp á ný vangaveltur um hverjir hafi staðið að baki morð- inu á svertingjaleiðtoganum og eldibrandinum Malcolm X fyrir 28 árum. Lee heldur því fram á sannfær- andi hátt að skipunin um að drepa Malcolm hefði komið frá Chicago til New York og þaðan til Newark. Auk þess nafngreinir hann fjóra karlmenn frá New Jersey til viðbót- ar, sem hann segir „tengda morð- inu“. Samsærí Talmadge Hayer var fundinn sek- ur um að hafa tekið þátt í morðinu á Malcolm eftir réttarhöld sem fóru fram 1966. Hann játaði að hafa tekið þátt í misheppnaðri til- raun til að fá tvo félaga í „Nation of Islam“- söfnuðinum í New York sýknaða, þá Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson, en saksókn- arar höfðu líka sakað þá um aðild að glæpnum. Allir þrír voru þeir fundnir sekir og hnepptir í fangelsi. Þá gerðist það veturinn 1977-1978 að Talm- adge Hayer undirritaði tvær eið- svamar yfirlýsingar þar sem hann nafngreindi aðra sem raunveru- lega félaga sína í samsærinu. í yfir- lýsingunum er lýst í ýtrustu smá- atriðum áætlunum um hvemig morðið yrði framið, þ.á m. er þar frásögn af ferðum samsærismann- anna til að kynna sér húsakynni Audubon- danssalarins út í æsar og nákvæma staðsetningu byssu- manna daginn sem átti að gera skotárásina. Yfirlýsingar Hayers urðu til þess að misheppnuð tilraun var gerð til að aflétta sakfellingunni af Butler, sem nú gegnir nafninu Muhamm- ad Abdul Aziz, og Johnson, sem nú kallar sig Khalil Islam. Þó að þeir hafi síðar báðir verið látnir lausir á skilorði, em þeir enn opinberlega dæmdir sekir um morð, þó að því sem næst allir, sem hafa af alvöru kynnt sér morðið á Malcolm, séu á einu máli um að mennimir tveir hafí þar hvergi komið nærri. Talm- adge Hayer, en nafn hans nú er Mujahid Abdul Halim, er nú þátt- takandi í áætlun um lausn gegn vinnu. Er lausnina að fínna í leyniskjölum FBI? Fari svo að mörg þúsund blaðsíð- ur FBI-skjala um víðtækt rafeinda- eftirlit með Elijah Muhammad og klíku hans verði opnuð til skoðun- ar, skv. bandarískum lögum um frjálsan aðgang að upplýsingum, gefast mun fyllri upplýsingar um unpruna samsærisins. I bók Spikes Lee er m.a. hrollvekj- andi viðtal sem hann átti 1991 við Jósef kaftein, nú Yusuf Shah, sem var næstæðsti foringi „Nation of Islam“ í New York árið 1965. Þar greinir Lee frá því að Shah þver- skallist við að afneita því að hann hafi verið viðriðinn morðið og eld- sprengjuárás, sem áður hafði verið gerð á heimili Malcolms í Queens- hverfinu. Lee gefur skýra hugmynd um hvernig leysa megi ráðgátuna um morðið á Malcolm X, og þó að nú séu sumir aðalleikararnir úr „Nati- on of Islam Temple 25“ í Newark fallnir frá, gefur Spike Lee til kynna að sumir þeirra, sem mynd- uðu tilræðishópinn, séu enn á lífi. Jafnvel þó að þau yfirvöld, sem eiga að framfylgja lögunum, eigi aldrei eftir að taka málið upp að nýju, sýnir Lee fram á að lausn á drápinu á Malcolm sé mjög svo innan seil- ingar. Almennt áhugaleysi um að leysa gátuna Sú staðreynd að tilviljanakennd vinna kvikmyndagerðarmanns hefur leitt í ljós eina markverða framlagið til lausnar á morði Malc- olms í meira en áratug, er fróðleg vísbending um einmitt hversu al- mennt áhugaleysi blaðamanna og fræðimanna hefur verið. Fjölmargir fræðimenn hafa leit- ast við að komast að því hversu mikið lögregluyfirvöld vissu um áætlanir safnaðarins um að ráða Malcolm af dögum og hversu skeytingarlaus yfirvöld kunna að hafa verið um að reyna að hindra manndráp sem var algerlega fyrir- sjáanlegt. Sönnunargögn gefa til kynna að FBI, njósnadeild lögreglu New York-borgar og stofnunin sem sér um sérstaka þjónustu hafi vitað eða ættu að hafa vitað að dag- ar Malcolms væru taldir. Sumir þeirra, sem skrifað hafa um málið, láta sér detta í hug að FBI hafi tekið virkan þátt í sam- særinu ásamt einhverjum aðilum innan „Nation of Islam", hafi hreinlega hvatt til morðsins eða látið það óátalið. Miklu trúlegra er að FBI og lögreglulið New York hafi litið svo á að ekki væri óbæt- anlegur skaði fyrir bandarískt þjóðfélag þó að eitthvað kæmi fyr- ir Malcolm og hafi haldið ró sinni þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um að árás væri yfirvofandi. Vándleg rannsókn fer fram — einhvem tíma Morðið á Malcolm verðskuldar nákvæma sagnfræðilega rann- sókn, án tillits til hvort lagaleg spurning um dauða hans kemur nokkum tíma aftur fyrir dómstóla eða ekki. Yfirvöld New York-borgar sér í lagi geta lagt sitt af mörkum með því að fyrirskipa að leyndinni verði algerlega aflétt af skjalasafni lög- reglunnar varðandi morðið á Malcolm. En margir þeirra, sem halda því fram að þeir hafi verið vinir Malc- olms, hafa sýnt lítinn áhuga á að fylgja málinu eftir. Það orð, sem í eina tíð fór af söfnuðinum „Nation of Islam" fyrir ofbeldisfullar hefnd- araðgerðir, kann að vera of mikill hemill á að bomar séu fram spurn- ingar sem annars hefði fengist svar við fyrir löngu. Spike Lee á talsverða virðingu skilda fyrir að draga fram atriði sem því sem næst allir hafa forðast lengi. Vafalaust fær morðið á Malcolm þá vandlegu rannsókn sem það á skilið einhvem tíma. Þau áhrif, sem líf hans hafði, og sá sorglegi endi, sem bundinn var á merkilega hæfileika hans og e.t.v. hefði verið hægt að komast hjá, gera það óhjá-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.