Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. mars 1993 Tíminn 5 Björn S. Stefánsson: Stj ómarskráin er ekki dulmál í hveiju felst staðfesting forseta íslands á Iögum? Lögin taka nefnilega gildi, þótt forseti synji staðfestingar. 26. grein stjórn- arskrárinnar mælir fyrir um meðferð laga, sem Alþingi hefur samþykkt. Orð greinarinnar eru skýlaus. Samkvæmt þeim felst það aðeins í synjun forseta um staðfestingu, að þeim er vísað til þjóðarinnar til staðfestingar. Þau taka strax gildi og halda því, nema því aðeins að þjóðin synji um staðfestingu með atkvæðagreiðsl- unni. Greinin segir ekkert um þær ástæður sem forseti skuli hafa til að synja staðfestingar. Þar er því ekki mælt fyrir um, að forseti skuli því aðeins gera það, að þau séu honum á móti skapi. Þar er ekki heldur mælt fyrir um, að vitað sé að almenningi séu lögin á móti skapi. Sem von var lá utanríkisráðherra á að fullvissa utanríkisráðherra hinna EFTA-ríkjanna um, að hann hefði Alþingi með sér í EES-mál- inu. Það sannaðist í atkvæða- greiðslu 12. janúar. Heföi forseti ís- lands þá synjað staðfestingar, hefði utanríkisráðherra engu að sföur haft gild lög að leggja fram á fundi EFTA-ráðherra. Hann hefði vitan- lega getað látið það fylgja sögunni, að þau Iög, sem önnur lög, mætti afnema. Oftast er það löggjafar- þing, sem afnemur lög, en í þessari stöðu hefði það einnig verið í hendi þjóðarinnar án milligöngu Alþing- is. (Það truflar reyndar allar rök- ræður um málið, að lögin eru um samning sem ekki er til — það er eftir öðru í ráðslaginu, að slík Iög skuli hafa verið sett). Öðru máli hefði gegnt, hefði sú breyting verið komin á, sem ein- róma stjómarskrámefnd gerði til- lögu um fyrir rúmum áratug. Þá y Þaö er lagt út af skoð- unum þessara mantta eins og véfréttir séu. Þeir sem það gera og þeir sem vitnað er í eru svo til allir lögfrœðing- ar. Slíkar tilvitnanir i framliðna rnenn minna á dýrkun helgra manna. Stjórnarskráin er ekki dulmál ofar skilningi almennings, allra síst 26. grein hennar. hefði í stað ákvæðis um, að lögin tækju gildi, þótt forseti synjaði staðfestingar, verið ákvæði, sem frestaði gildistöku laganna fram yf- ir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef forseti hefði þá farið þannig að, hefði ut- anríkisráðherra ekki haft í hönd- unum gild lög um samninginn á fyrstu EFTA-ráðherrafundum sín- um eftir atkvæðagreiðslu Alþingis. Breytingartillaga stjómarskrár- nefndar, sem aldrei var afgreidd, hefði því aukið vald forseta. í umræðum um þetta mál er gjama vitnað í sem æðsta dóm skoðanir og gerðir þeirra, sem ekki em nú á dögum og hafa ekki, svo vitað sé, séð fyrir að slíkt mál kæmi upp sem lögin um EES-samning- inn eru. Það er Iagt út af skoðunum þessara manna eins og véfréttir séu. Þeir sem það gera og þeir sem vitnað er í eru svo til allir lögfræð- ingar. Slíkar tilvitnanir í framliðna menn minna á dýrkun helgra manna. Stjómarskráin er ekki dul- mál ofar skilningi almennings, allra síst 26. grein hennar. Maður nokkur tók sig til milli jóla og nýárs og fékk á fáum dögum svo til alla sem vom í námunda við hann, á 4. hundrað manns á kjör- skrá, til að skora á forseta íslands að vísa EES-málinu undir þjóðar- atkvæði. Skoðun hvers og eins þessara manna um gildi 26. greinar stjórnarskrárinnar er vitaskuld þyngri á metunum en skoðanir þeirra sem horfnir em af þjóðskrá og kjörskrá. Höfundur er dr. scienL Magnús H. Gíslason: Umboðsmaður almættisins „Kaldhæðinn maður sagði að Einar hefði gert ein alvarleg strat- egisk mistök og þau voru að deyja fímm árum of seint. Með því var hann að vísa til þess hversu vandræðalegir arftakar Einars hafa verið þegar þeir hafa minnst hans við andlát hans. Nýlegar heimildir um tengsl Einars og félaga í austurveg valda því, að það er erfiðara að skrifa hina hefðbundnu tegund af eftirmælagreinum nú en fyrir fimm árum.“ Þessa ósmekklegu klausu er að finna í grein eftir Áina nokkum Pál Ámason. Birtist hún f Pressunni þann 18. febrúar s.l. og nefnist rit- smíðin: ,Að Einari Olgeirssyni gengnum". Burtséð ffá ósmekklegheitunum, þá vekur það fúrðu hversu miklum þvættingi er hægt að koma fyrir í ekki lengra máli. Svo aðeins sé gripið á einu af mörgu: „Tengsl Einars og félaga í austurveg", eins og greinar- höfúndur orðar það, em engin ný sannindi. Um þau vissu allir, löngu áður en Ámi Páll komst til þeirra mannvirðinga að verða varaformað- ur Alþýðubandalagsfélags Reykjavík- ur. Hvemig í ósköpunum gat blásak- laus englakroppur eins og Ámi Páll verið þekktur fyrir það að gegna trúnaðarstarfi í samtökum, sem telja „tilganginn helga meðalið". En nú hefur Ájtií Páll frelsast og fengið af- lausn. Hamingjunni sé Iof. Nú hefúr hann gerst nokkurskonar skutil- sveinn Jóns Baldvins. Og nú, þegar hann lítur um öxl og hugsar til fyrri félaga í syndinni, getur hann tekið sér í munn hið fomkveðna: „Drott- inn, eg þakka þér...“. „Við útför Einars Olgeirssonar vom hans nánustu lærisveinar og vinir trúir einum versta gallanum í þessu kenningakerfi", — (að auðvelt sé að réttlæta „að fóma mannslífi fyrir hið endanlega takmark"). „Guð eða prestur komu ekki nærri útförinni en í stað þess brá Ingi R. Helgason sér í a.m.k. annað hlutverkið. Og með fullri virðingu fyrir Inga R. þá finnst mér það klén býti“. Þetta er merkilegur samsetningur. Nú veit eg ekki hvort Ámi Páll var viðstaddur athöfnina í Dómkirkj- unni, enda mun enginn láta sig það neinu skipta. TVúlegt er það þó, því að einhver taldi sig sjá hann vera að læðupokast í kringum erfidrykkjuna í Oddfellowhúsinu. En þar sem Ami Páll lætur sér sæma að dylgja um það að „nánustu lærisveinar og vin- ir“ Einars heitins hafi ráðið því með hverjum hætti athöfnin fór fram, þá er rétt að upplýsa, að þar var í einu og öllu farið að fyrirmælum Einars sjálfs. Hann óskaði eftir að prestur mælti ekki yfir moldum sínum og er sú afstaða engan veginn einsdæmi og má, hvað hann snertir, rekja til at- viks, sem átti sér stað norður á Akur- eyri fyrir löngu síðan og Einar tók ákaflega nærri sér. Menn hafa auðvit- að misjafnar skoðanir á ræðum presta jafnt sem annarra. En að mín- um dómi var ræða Inga R. Helgason- ar ágæt, enda þekkti hann Einar heitinn mjög vel. Eg dreg í efa, að nokkrum presti hefði mælst betur fyrir þær sakir einar, að hann væri vígður maður. Hinir heföbundnu útfararsálmar vom ekki fluttir við athöfnina. En hvað kom í staðinn? Hvað var lesið og hvað var sungið? Jú, Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum og Þórarin Guðmundsson, Þökk sé þessu lífi eftir Violeta Parra, í þýð- ingu Þórarins Eldjáms, Kveld (í rökkrinu þegar eg orðinn er einn) eftir Stephan G. Stephansson, Maí- stjaman eftir Halldór Laxness og Jón Ásgeirsson, Nótt (Nú ríkir kyrrð í djúpum dal) eftir Magnús Gíslason og Áma Thorsteinsson. Flytjendur vom: Hljómkórinn, undir stjóm Marteins Hunger Friðrikssonar, Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Herdís Þor- valdsdóttir. Gunnar Kvaran lék Pre- lúdíu úr sellósvítu J.S. Bach og Mar- teinn H. Friðriksson lék forspil, Int- ermezzo úr Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni og eftirspil Pílagríma- kórinn úr Tánnháuser eftir Richard Wagner. Og í stað hinna heföbundnu orða, sem mælt em þegar rekum er kastað, fór Jóhann Sigurðarson með þessar ljóðlínur Þorsteins Valdimars- sonar: Ljós ber á rökkurvegu, rökkur ber á Ijósvegu. Lífber til dauða, og dauði til lífs. Það má nú vera býsna gott guðsorð, sem tekur því fram, sem þama var flutt. En guð almáttugur var samt ekkert að ómaka sig að þessari útför. Fyrir því hef eg að vísu ekki hans orð heldur Áma Páls, hvenær sem hann hefur nú fengið umboð til þess að kveða upp úr með það fyrir hönd al- mættisins hvaða athafhir það telur sér sæmandi að vera viðstatt og hveijar ekki. Fráleitt hefur það þó gerst fyrr en hann skírðist til hinnar einu, sönnu pólitísku trúar. Höfundur er fyrrverandi blaöamaður og bóndi. Lítið öðru- vísi ævisaga Ömólfur Ámason: Lffsins Dómínó. Skúll Halldórsson. Ævisaga. Skjaldborg. Reyjavfk 1992. 281 bls. Ef ég man rétt, var þessi bók aug- lýst sem „öðmvísi ævisaga" fyrir síðustu jól. Að lestri loknum er mér ekki fullljóst að hvaða leyti hún á að vera öðmvísi en flestar þær ævisög- ur sem nú tíðkast, illu heilli, að skrifa um menn sem enn eru á lífi og sumir í fúllu fjöri. Bókin byggist að langmestu leyti á frásögn sögu- hetjunnar sjálfrar, er upprifjun þess, sem um er fjallað, á eigin ævi- ferli. Skrásetjarinn gerir ekki ann- að en að skrá frásögn sögumanns, sem lengst af bókinni talar í fyrstu Bókmenntir persónu. Að þessu leyti er þessi „ævisaga“ keimlík flestum öðmm ritum, sem út hafa komið á undan- fömum ámm og kallast „ævisög- ur“, en em í raun réttri endur- minningar. Ekki er ástæða til að rekja hér efni bókarinnar, hún fjallar að sjálfsögðu um ævi Skúla Halldórssonar tón- skálds, og fer best á því að lesendur kynni sér hana sjálfir með lestri ritsins. „Öðmvísi“ er bókin kannski að því leyti að sögumaður er á köfl- um harla berorður um sjálfan sig og aðra, ekki síst foreldra sína og nána ættingja. Lesendur verða að dæma þær frásagnir, en mér þykja þær margar hverjar næsta ósmekklegar og tel þær lítið erindi eiga á bók: skil ekki tilganginn. Að öðm leyti er þetta ósköp venju- leg endurminningabók, sögumaður er oft bráðskemmtilegur, fyndinn og kann vel að segja sögur. Skrásetj^ arinn færir efnið í læsilegan búning og lesandinn hefúr dágóða skemmt- Skúli Halldórsson. an af því að eyða einni góðri kvöld- stund í lesturinn. Jón Þ. Þór Örnólfur Árnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.