Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. mars 1993 Tíminn 9 B DAGBÓK Fyrirlestur í Norræna húsinu í dag, miðvikudag, ki. 17 verður fyrir- lestur á vegum Minja og sögu í Norræna húsinu. Adolf Friðriksson fomleifafræð- ingur flytur erindi sem hann nefnir „Um fomleifar og sögur" og fjallar um árang- ur fomleifarannsókna sinna. Þetta er fyrsta opinbera erindi hans hér á landi um þessi efni. Síðastliðin tvö sumur hefur Adolf kann- að hofminjar. Hann stjómaði umfangs- miklum skráningarleiðangri um Norð- urland sumarið 1991 og Austurland 1992. í þessum leiðangri var einnig unn- ið að uppgreftri á Hofsstöðum í Mývatns- sveit í ágúst sJ. Adolf lauk B A (Hons.) prófi í fomleifa- fræði vorið 1988 við Fomleifafræðistofn- un Lundúnaháskóla og Master of Philo- sophy í fomleifafræði við sömu stofnun árið 1991. Mastersritgerð hans fjallaði um túlkun á fomleifúm á íslandi í Ijósi íslendingasagna og annarra miðalda- heimilda. Þessi ritgerð hans mun koma út hjá bókaforlagi í Glasgow í haust og nefnist „Sagas and Popular Antiquarian- ism in Icelandic Archaeology". í erindi sínu mun Adolf gefa yfirlit um rannsóknir sínar síðustu ár. Hann sýnir litskyggnur frá rannsóknarferðum og mun svara íyrirspumum að erindi loknu. Hafnargönguhópurinn: Sýningin „Höndlað íhöfuð- stað“ og gengið út í Örfirisey í kvöld 10. mars kl. 20 býður Hafnar- gönguhópurinn að venju í miðvikudags- kvöldgöngu ffá Hafnarhúsinu, Grófar- megin. Byrjað verður á að líta inn á sýninguna „Höndlað í höfuðstað" og fleiri sýningar í Borgarhúsinu (áður verslunin Geysir) undir leiðsögn Lýðs Bjömssonar sagn- fræðings. Að þvf loknu býðst þeim sem vilja fá sér hressandi göngu að fara f gönguferð út f Örfirisey að gömlu versl- unarstæðunum. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Báðar ferðimar taka um tvo klukkutíma. Miðstöð fólks í atvinnuleit Fimmtudaginn 11. mars kl. 15 mun Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, koma og ræða atvinnumál opinberra starfsmanna. Föstudaginn 12. mars kl. 15 verður skemmtidagskrá. Miðstöð fólks í atvinnuleit er í Lækjar- götu 14. Hún er opin mánudaga til föstu- daga kl. 14 til 17. Síminn er 628180. Skagfirðingamót Skagfirðingafélagið í Reykjavík er nú að hefja öfluga starfsemi sína hér á höfuð- borgarsvæðinu, eftir nokkurt hlé, með Skagfirðingamóti sem verður haldið í fé- lagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 13. mars n.k. og hefst með borðhaldi kl. 20. Þar verður margt sér til gamans gert, meðal annars syngur söngfélagið Drang- ey undir stjóm Snæbjargar Snæbjamar- dóttur. Einnig munu ungir söngvarar að norðan skemmta með söng og skagfirsk- ir hagyrðingar munu láta gamminn geisa. Að síðustu verður stiginn dans. Skagfirðingafélagið var stofnað 1936 og hefur oft verið með öfluga starfsemi hér syðra. Síðastliðið ár hefur farið í að stækka félagsheimilið, sem þeir komu upp fyrir nokkmm árum ásamt deildum félagsins, og eiga nú glæsilegt félags- heimili að Stakkahlíð 17 ásamt Kvenna- deildinni og Skagfirsku söngsveitinni. Skagfirðingafélagið er kærkominn vett- vangur fyrir Skagfirðinga bæði norðan og sunnan heiða að hittast og efla þar með kunningsskap og vináttu og tengja þar með saman sitt fagra hérað fyrir norðan og félagsskapurinn hér. Formaður Skagfirðingafélagsins er Gunnar Bjömsson trésmíðameistari og síminn er 37185. Hitchcock-hátíð í Ameríska bókasafninu Núna stendur yfir sjötta kvikmyndavika Ameríska bókasafnsins. Sem fyrr er leit- ast við að velja saman til sýninga þær myndir sem eitthvað eiga sameiginlegt. Að þessu sinni em nokkrar af þekktustu myndum leikstjórans Alfreds Hitchcock teknar fyrir og gefst aðdáendum hans því tækifæri til að rifja upp kynni sín af þess- um sígildu perlum kvikmyndanna. Þær verða á dagskrá alla virka daga fram á föstudag. Miðvikudag 10. mars kl. 14: Vertigo (1958) með James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel Geddes og Tom Helmore. Fimmtudag 11. mars kl. 14: North by Northwest (1959) með Cary Grant, Eva Marie Saint, James Mason, Leo G. Car- roll og Martin Landau. Föstudag 12. mars kl. 14: Psycho (1960) með Anthony Perkins, Vera Miles, John Gavin, Martin Balsam, John Mclntire, Ja- net Leigh. Kl. 16: The Birds (1963) með Rod Taylor, Tippi Hedren, Jessica Tandy, Suzanne Pleshette. Sýningar verða í sal Ameríska bóka- safnsins að Laugavegi 26 (bílastæði og inngangur frá Grettisgötu). Sem fyrr er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Bergþór Pálsson meó tónleika í Logalandi Þriðjudagskvöldið 16. mars kl. 21 mun Bergþór Pálsson óperusöngvari syngja með undirleik Jónasar Ingimundarsonar í félagsheimilinu Logalandi í Reykholts- dal á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarð- ar. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg og er þess vænst að sem flestir Borgfirð- ingar, Mýramenn og aðrir góðir gestir komi og hlýði á Ijúfan söng. -------------------------\ Móðir okkar og tengdamóöir Dýrleif Árnadóttir Sauöárkrókl lést á Sjúkrahúsi Skagfiröinga aöfaranótt mánudagsins 8. mars. Útför hennar fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Sigurbjörg Guömundsdóttir Sveinn Guðmundsson Anna Pála Guömundsdóttir Ámi Guðmundsson Hjördis Þóröardóttir Hallfriöur Guömundsdóttir Egill Elnarsson Stefán Guömundsson Hrafnhlldur Stefánsdóttlr _______________ — n* Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi Egill Bjarnason fornbóksali Kópavogsbraut 1a lést 7. mars sl. Gyöa Slggeirsdóttlr Hrafnkell Egilsson Anna Sigurjónsdóttir Ólafía Egilsdóttir Jóhann Gunnar Friðjónsson Soffía Stefanfa Egilsdóttir Gunnar Haraldsson bamaböm og bamabamaböm John Hurt búinn aö hlaupa af sér hornin: Hamingjusamur fjölskyldu- faðir á Irlandi Flestum þykja janúar og febrúar þungbærustu og erfiðustu mán- uðir ársins. Leikarinn John Hurt hefur séð við því, hann hefur gert þá mestu hátíðamánuðina á sínu heimili. Fyrir þrem árum í janúar hélt hann brúðkaup með Jo sinni, sem hefur haldið áfram að gefa fjöl- skyldunni tilefni til að gleðjast um þetta leyti árs. Sonurinn Sasha fæddist 6. febrú- ar sama ár, og á þessu ári fæddist sonur nr. tvö daginn fyrir þriggja ára afmælisdag eldri bróðurins. Sá litli fékk nafnið Nicholas Dalton, en afí Jos hét Nikolai og móður- bróðir Nicholas og sá litli fæddist einmitt á afmælisdegi hans. Jo er fædd bandarísk (fjölskyldu- nafnið er Dalton), en af rússnesk- um og írskum ættum. Heimili Hurt-fjölskyldunnar er á endur- reistu bændabýli í Kildare-sýslu á írlandi. John Hurt er enskur og þó að hann sé ekki nema 53ja ára á hann mörg líf að baki. Inn á milli leiksi- granna hefur'verið smjattað á taumlausu lífemi hans, sem hefur náð yfirhöndinni hjá honum stundum. En nú er að sjá sem það sé að baki og hann er innilega sáttur og glaður með fjölskylduna sína, enda vill hann helst ekki vera fjarri henni stundinni lengur. Hann treysti sér þó ekki til að taka þau mæðgin með, þegar hann er nú staddur í Moskvu að leika á móti Vanessu Redgrave í kvik- mynd um Stríð og frið. En því meiri er tilhlökkunin að koma aft- ur heim. Dolly Parton lætur yngja sig upp: aðdáendurna“ látið á sjá á þessum 47 árum og þar sem hún vill ekki vaida aðdáendum sínum vonbrigðum, lagði hún það á sig fyrir skemmstu að gangast undir víðtæka fegrunarað- gerð. Ellefu og hálfa klukkustund var hún á skurðstofu læknisins og nú er hún að jafna sig heima hjá sér í Holly- wood. Fjarlægðir voru fituvefir af mitti og mjöðmum, örlitla andlitslyftingu þurfti og því var strekkt á húðinni á hálsi og höku. Umhverfis augun þurfti að fjarlægja hrukkur og slétta úr enninu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dolly hef- ur látið hressa upp á útlitið. Vinir Dollyar segja hana hafa látið þau orð falla, þegar hún kom heim af spítalanum, að allar þjáningarnar, sem hún hefúr orðið að umbera vegna aðgerðarinnar, eigi eft- ir að hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar hún standi aftur á sviði. „Þegar aðdáendur mínir hafa borgað með dollur- unum, sem þeir hafa haft svo mikið fyrir að vinna sér inn fyrir aðgöngumiðann til að sjá mig og heyra mig syngja, ætla ég að láta þá fá það sem þeir hafa borgað fyrir.“ Núna er í efsta sæti vinsældalistans þar vestra lag Dolly- ar frá 1974 „I Will Always Love You“, sungið af Whitney Houston í kvikmyndinni „The Bodyguard". Nú eiga aödáendur Dolly Parton gott í vaendum, þegar stjarnan þeirra birtist næst á sviöi. Hún tetur ekki eftir sér þjáningarnar, sem hún hefur gengist undir til aö líta sem best út. Dolly Parton yngist ekki, frekar en við öll hin. Hún er orðin 47 ára og hefur í 27 ár verið gift sama manninum, Carl Dean. Auðvitað hefur hún „Allt fyrir John og Jo Hurt meö synina tvo, Sasha og Nicholas Dalton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.