Tíminn - 13.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. mars 1993 línu írá Fiatagri, Fiatagri 94. Helstu nýjungar í þessum vélum eru nýir gírkassar með samhæföum vendigír og skriðgír 20+12 gíra eða vökva- skiptum yfírgír 24x12 gíra. Nýtt þriggja hraða aflúttak með spamað- arstillingu og stafrænum snúnings- hraðamælum. Nýtt rúmgott öku- mannshús með farþegasæti og ein- staklega góðri hljóðeinangrun þar sem hljóð í ökumannshúsi er ekki meira en í góðum fólksbíl. Nýjar 100% vökvadriflæsingar að framan og aftan, sem gera ökumanni kleift að Iæsa ftam- og afturdrifi vélarinnar með einum takka í mælaborði. Allar fjórhjóladrifsvélar verða með 40 km ökuhraða og nýjum bremsubúnaði sem virkar á öll hjól vélarinnar. Þess má geta að Fiatagri-dráttarvélamar eru þær vélar, sem hafa verið í mestri sókn síðustu árin, og eru því í hópi mest seldu dráttarvéla hér á landi. Ný Alö ámoksturs-tækí Það em fleiri nýjungar, því Globus kynnir ný Alö-ámoksturstæki á allar tegundir dráttarvéla, en Alö er stærsti framleiðandi ámoksturstækja í heim- inum og hafa tækin notið mikilla vin- sælda hér á landi sem og annars stað- ar. Annað hvert tæki, sem selt var á síðasta ári, var fiá Alö. Það, sem um er að ræða, er ný 600-lína og felast nýj- ungar í nýjum stjómtækjum, þar sem nú fer öll stjómun ámoksturs- tækjanna sem og fylgitækja fram með einni stjómstöng. Nýr hraðlæsibún- aður fyrir skóflur, greipar og fleira er í þessum tækjum sem gerir notandan- um mögulegt, án breytinga að tengja skóflur, rúllugreipar og fleira framan á tækin frá öllum helstu ámoksturs- tækjaframleiðendum Evrópu. Alö framleiðir ámoksturstæki á yfir 600 mismunandi gerðir dráttarvéla og getur Globus því útvegað ámokst- urstæki á nær allar gerðir dráttarvéla með stuttum fyrirvara. Þess má geta að Globus hefúr nýlokið við gerð vandaðs upplýsingabæklings um Alö- ámoksturstæki, sem auðveldar við- skiptavinum fyrirtækisins að finna þá lausn sem þeim hentar. Ný Fella-disk- sláttuvél Globus kynnir nú nýja diskasláuuvél með 2,4 metra vinnslubreidd. Með aukinni rúlluvæðingu hafa bændur gert kröfúr um meiri afköst við slátt Þessi nýja Fella-sláttuvél er léttbyggð, vegur aðeins 375 kg, og notar litla orku miðað við vinnslubreidd. Á vél- inni er vökvatjakkur, sem lyftir vél- inni í flutningsstöðu án þess að rýra framþunga dráttarvélarinnar. Fella- diskasláttuvélamar verða á sérstöku kynningarverði í ár. Welger-rúllu- bindivélar ,Á síðastliðnu ári kynnti Globus hf. nýja gerð Welger-rúllubindivéla með tveggja metra sópvindu, þjöppunar- vals og söxunarbúnaði. Aðeins var hægt að fá fáar vélar með þesum út- búnaði á síðasta ári. Þessar vélar hafa vakið mikla athygli og viljum við benda viðskiptavinum okkar á að gera pantanir í þessar vélar tímanlega," sagði Magnús Ingþórsson. Rúllubaggafílma Globus býður í ár rúllubaggafilmur ffá fyrirtækinu Unterland í Austur- ríki, sem er þekkt fjölþjóðafyrirtæki. Filman er fáanleg í þremur litum og hefúr Globusmönnum tekist að tryggja sér takmarkað magn á mjög hagstæðu verði. Sáðvöruinnflutningur sniðinn að íslenskum aðstæðum Globus hf. hefur um áraraðir staðið að innflutningi á sáðvörum til lands- ins. Magnús Ingþórsson segir að í ár myndi Globus flytja inn bæði grasfræ og bygg til þroskunar ásamt fleiri teg- undum af sáðvöru. Hann gat þess að löngum hefði það verið keppikefli for- Reime mykjudreifararmr eru afgreiddir í 3 mismunandi stærðum, 3500, 4250 og 5650 htra. Þeir .ast i 3 gerðum: Standard mykjudreifarinn er búinn lágþrýstri miðflóttaaflsdælu með motunarskrufu, somu dælu og notuð er í mykjuhurðunum. Reime Universal mykjudreifarinn er með sjálfsogandi miðflóttaaflsdælu. Reime Jet mykjudreifarinn er búinn snekkjudælu. Tankur dreifaranna er ur trefjagleri og dreifirörin, sem styrkja dreifarann, eru úr galvaniseruðu stáli. Tvö dreifistyri og þrivirki lokinn tryggja bestu mögulegu dreifingu. Reime dreifararnir eru létt- og lág- byggðir og þola þvi rrnkinn halla. Dælan, sem notuð er í Reime Jet mykjudreifarann, fæst einn- ig sem sjalfstaett taeki á þntengiramma. Gott sameignartæki. Útvegum einnio flórsköfur vökva- eða vírdrifnar. Vinsamlegast leitið upplýsinga. BÚIJÖFUR KEILUFELLI47 SlMI 75160 FAX 870290 Reime mykjudreifar- ar og mykju- dælur I MYKJUNA Reime Jet mykjudælan. Bylting i meðhöndlun a mykju. Reime Jet dráttarvelardrifna mykjudælan hentar vel í allar gerðir haughúsa og fjárhús- króa. Breyta má afstöðu dælunnar miðað við drátt- arvél úr nær lóðréttri stöðu, t.d. í dælubrunn- um, í nær lárétta stöðu, auk hæðarbreytinga. Dælunni má því koma inn í áburöargeymslur um vegglúgur í mismunandi vegghæð í sem næst láréttri stöðu eða nær lóðrétt um dælu- brunna. Reime Jet er galvaniseruð, afkastamikil mykjudæla. Reime Jet er prófuð á Hvanneyri. Reime mykjuhurðir með dælubúnaði. Eftir framleiðslu í 12 ár og um 7000 hurðir í notkun fást þær nú í endurbættri gerð. Reime hurðarumbúnaðinn má skrúfa eða steypa í haughúsgatið. Allir málmhlutar eru heitgalvan- iseraðir og þola því vel sýrurnar í áburöinum. Aflúttaksdrifna Reime mykjudælan sem fæst með dyrunum er afkastamikil og afgreiðist með þrívirkum loka, sem auö- velt er að stilla úr því að hræra yfir í dælingu. Breidd 200 og 300 sm. Flórsköfur vökva- eða vírdrifnar, inn- réttingar, básamottur og gatastálplötur. Fáanlegt með stutt- um fyrirvara. ráðamanna Globus að selja aðeins þær sáðvörur, sem sannað heföu ágaeti sitt við íslenskar aðstæður. í þessu sambandi má nefna hinn norska Leik- túnvingul, sem Globus keypti framleiðsluréttinn á og er nú framræktaður fyrir fyrirtækið í Kan- ada. Þetta er eini túnvingullinn, sem viðurkenndur er af RALA til ræktunar hér á landi. Þá má einnig nefna ADDA-vallarfoxgras, sem einnig er framræktað í Kanada fyrir Globus. Þá hefur Globus sérhæft sig í innflutn- ingi á byggi til þroskunar og má þar fyrst og fremst nefna tveggja raða Mari-bygg, sem á uppruna sinn í Sví- þjóð. Þetta bygg heftir borið af öðrum tegundum hér á Iandi. Það er mjög rok- og frostþolið. „Við getum nú boðið Mari-byggið á mjög hagstæðu verði eða 79 krónur fyrir kílóið, vegna hagstæðra samninga við framleið- andann og lágs gengis á sænsku krónunni. Einnig viljum við nefna nýja tegund 6 raða byggs frá Noregi, sem kallast VOH 2845. Þetta bygg hefúr reynst ákaflega vel og gefið mjög góða uppskeru skv. tölum frá RALA. Auk þess eru á döfinni enn frekari athuganir á þróun nýrra af- brigða af sáðvörum, enda er það okk- ur mikið kappsmál að geta á þessu sviði eins og öðrum selt bændum að- eins það besta," sagði Magnús. Hann benti ennfremur á að þeir ættu ein- hverju óráðstafað af byggi og öðrum sáðvörum og vildi hann benda bænd- um á að senda inn pantanir sem allra fyrst „Globus er framsæk- inn og öruggur val- kostur“ Þórður H. Hilmarsson sagði að óneitanlega ríkti nokkur óvissa í sölu véla og tækja á þessu ári vegna fram- leiðslusamdráttar í landbúnaði og erf- iðs efnahagsástands. „Við erum hins vegar vissir um að sú áhersla, sem við höfum lagt á uppbyggingu þjónust- unnar og framboð á tækjum frá virt- um og traustum framleiðendum, skili okkur sterkum inn í framtíðina, til hagsbóta fyrir íslenska bændur," sagði Þórður H. Hilmarsson að lok- um. Bárulaga ál utan og innan á fjósið MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né tærisL AuðveK að þrffa. Langtímalausnin sem þú leitaðir að. Fæst bæði litað og ólrtað. Mjög gott verð. 991-- 1070- ALCAN Mega h/f, Engjalcigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavik. Sími 91-680606. Fax 91-680208. SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.