Tíminn - 13.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 13. mars 1993
Samvitmubókin
7,20% nafnvextir 7,33% ársávöxtún
Ársávöxtun á síðasta ári var 6,92%
Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35%
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga
Utflutningur fjallagrasa náöi hámarki 1991,
en dróst aftur saman f fyrra:
Hafið samband við sölumenn okkar
og kynnið ykkur verð og greiðslukjör
uw
G/obusi
-heimur gœða
LÁGMÚLA 5 - REYKJAVÍK - SÍMI 6815SS
ELHO áburðardreifarar 700 Iftra
Nákvæmir, áreiðanlegir og auðveldir I notkun. Hleðsluhæð
95 cm. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. Kapalstýring inn I ek-
ilshús til stýringar á áburðannagni. Kögglasigti. Áburðar-
trekt á löm. Auðvelt að þrlfa og hirða.
VICON áburðardreifarar
Þekktir fyrir gæði og frábæra endingu. Hleðsluhæð 90-104
cm. Stærðir 500-950 lítra. Dreifibúnaður úr ryðfrlu stáli og
plasti. Stillanleg dreifibreidd 6-14 metra. Vicon eru vönduð-
ustu og nákvæmustu áburðardreifarar sem völ er á.
V0RVINNUTÆKI
SILVA rafgirðingar
Silva rafgirðingar eru ftjótari og auðveldari I uppsetningu en
hefðbundnar girðingar, auk þess er efnið sem notað er I Sil-
va rafgirðingamar vandaðra en gengur og gerist. T.d. má
nefna að vlrinn uppfyllir ýtrustu kröfur sem gerðar eru um
togþol og efnisblöndun. Strekkingar eru úr áli, rafmagns-
tengi eru öflug úr sérstakri slnkblöndu. Spennugjafar upp-
fylla kröfur rafmagnsprófunar Rafmagnseftiriits rlkisins.
Stauramir eru úr svokölluðum azobe- viði, sem hefur verið
prófaður ásamt fleiri tegundum af Teknologisk Institut I
Danmörku. Niðurstöður sýna að azobe-viðurinn er sá besti
sem völ er á I rafgirðingar. Eigum einnig fyririiggjandi sex
strengja girðinganet, 100 metra rúlla aðeins 4.730,- m/vsk.
JOSVE hnífaherfl
Mest seldu herfin á Islandi. Sex öxla, lyftutengd með 3
metra vinnslubreidd. Einföld og ódýr I rekstri, auövelt að
skipta um hnlfa. Josve hnlfaherfi henta vel til að vinna plóg-
strengi fyrir endurvinnslu á túnum og til vinnslu á grænfóð-
ursökrum. I notkun jafnar Josve sáðbeðið og skilar þvl
hreinu. Flest búnaðarfélög nota Josve.
Já, frá því aö við fórum af
stað með þetta fyrir um
' tveim, þrem árum hafa
þessi mál þróast áfram,
en eru ekki lengur í okkar hönd-
um. Það, sem ég hef haft spumir
af, er smátt { sniðum, en gengur,"
sagði Lilja Karisdóttir hjá Byggða-
stofnun. Bn Tíminn leitaði upplýs-
inga um það hvort og hvað hafi
orðið úr söfnun fjallagrasa til út-
flutnings og hvort þar sé um raun-
hæfa tekjuöfhm að neða. Að sögn
I.ilju hefur mikið verið flutt út af
fjallagrösum — svo mikið að það
sé farið að valda áhyggjum hjá
Náttúrufræðistofnun.
Samkvæmt Verslunarskýrslum
Hagstofunnar hófst þessi útflutn-
ingur árið 1990. Undir liðnum
„mosi og skófiri* voru þá flutt út
3,3 tonn fyrir um 4,3 milljónir
króna kr. (um 1.300 kr. kg). Árið
eftir hafði magnið aukist heidur, í
3,6 tonn, en verömætið samt
minnkað í tæplega 4 miiijónir. Á
síðasta ári dróst þessi útfiutningur
talsvert saman af einhverjum
ástæðum, eða niður í 2,4 tonn,
sem skiluðu um 3,1 milljóna kr.
útflutningstekjum.
Áhyggjur Náttúrufræðistofnunar
sagði Lilja fyrst og fremst byggjast
á því, að farið skuli út í söfnun
grasa í stórum stíl án þess að fyrir
liggi grunnuppiýsingar, sem séu
aigeriega nauðsynlegar. Enn sem
komlð er hafi ekkert verið kannað
og kortlagt um það hvað mikið
sprettur af fjallagrösum. Og þar
með sé ails óvfst hvað mikið er
hægt að taka af þeim án þess að of
iangt sé gengið. Að sögn Lijju var
söfnun grasa tekin upp víða um
land, m.a. f sambandl við átaks-
veritefni bæði í Reykhólahreppi og
Austur-Húnavatnssýslu. Á síðar-
nefnda staðnum sé þó stefnt að
öðruvísi veritefni, þ.e. að vinna
töflur og Íyf úr grösunum. Tákist
það eins og til er ætlast, virðist það
vænlegri kostur, þar sem um sé að
ræða verðmætari vöru úr minna
magni af grösum.
Bændur
Viljið þið ráöa norræn ungmenni á aldrinum 18 til 26 ára í sum-
arvinnu?
Hafiö samband við NORDJOBB skrifstofuna hjá Norræna félag-
inu [ síma 91-1 96 70, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Isafirði
( síma 94-33 93 eða Svæðisskrifstofu Norræna félagsins á Ak-
ureyri (síma 96-2 75 99.