Tíminn - 21.04.1993, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
L«TT*
.. .alltaf á iraövikudögum
NYTT OG
FERSKT
DAGLEGA
88,
eiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113 - SÍMI73655
-ys/if HOGG-
DEYFAR
Verslió hjá fagmönnum
l
GÍvarahlutir
' Haounböfði 1 - s. 67-67-44
3
ríniiim
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segist ekkert vita um bréf
sem send eru til eða frá ráðuneyti hans og sömuleiðis ekkert vita um
—, fundi sem haldnir eru í ráðuneytinu:
Olafur þrætir enn
„Þeim sem vilja stimpla mig ósannindamann hefur bæst öflugur liös-
auki, þar sem er fyrrverandi ráöuneytisstjóri í menntamálaráöuneytinu
ef rétt er eftir honum haft í tveimur dagblöðum í dag,“ sagöi Ólafur G.
Einarsson menntamálaráðherra á Alþingi í gær í tilefni oröa Knúts
Hallssonar, fýrrverandi ráðuneytisstjóra í menntamálaráöuneytinu, í
fjölmiólum í gær.
Knútur hefur sagt að mennta-
málaráðherra hafí séð bréf það sem
Hrafn Gunnlaugsson sendi ráð-
herra um Norræna kvikmyndasjóð-
inn. Svavar Gestsson (Alb.) spurði
ráðherra á Alþingi í gær hvor færi
með rétt mál, ráðherrann eða ráðu-
neytisstjórinn?
Olafur ítrekaði það sem hann hef-
ur áður sagt að hann hafi ekki séð
bréf Hrafns Gunnlaugssonar til
ráðherra eða bréf það sem Knútur
Hallsson sendi framkvæmdastjóra
Norræna kvikmyndasjóðsins í
framhaldi af því, fyrr en eftir að
Knútur sendi bréfið. Ólafur sagðist
einnig ekkert vita um þann fund
sem haldinn var í menntamála-
ráðuneytinu þar sem bréf Hrafns
var m.a. til umfjöllunar.
Atvinnumál
námsmanna
Um 500 manns hafa nú sótt um
sumarvinnu hjá Atvinnumiðlun
námsmanna sem er svipað og var á
sama tíma í fyrra. í fyrra gat At-
vinnumiðlunin útvegað um 520
manns vinnu.
Fremur fá stöðutilboö hafa nú bor-
ist Atvinnumiðlun námsmanna og
óttast námsmenn um sinn hag, ekki
hvað síst vegna breyttra reglna LÍN
sem gera námsmönnum nauðsyn-
legra en áður að afla sér sumar-
tekna.
Svavar sagðist hafa upplýsingar
um að athugasemdir hafi komið
fram á þessum fundi við málaleitan
Hrafns. Sú skoðun hafi þar komið
fram að eðlilegra væri að senda full-
trúa íslands í stjórn kvikmynda-
sjóðsins bréfið en ekki fram-
kvæmdastjóra sjóðsins.
Knútur hefur sagt að rætt hafi ver-
ið um að ráðherra tæki mál Hrafns
upp á óformlegum fundi mennta-
málaráðherra Norðurlanda. Ráð-
herra hafi m.a. tekið með sér gögn
um málið á fundinn. Ekki hafi hins
vegar komið til þess að málið væri
fært í tal við ráðherrana. Ólafur hef-
ur sagt að hann hafi neitað beiðni
Knúts um að ræða málið á fundum
með menntamálaráðherrum Norð-
urlandanna. Ólafur ítrekaði þetta á
Alþingi í gær, en svaraði ekki full-
yrðingum Knúts um að ráðherra
hafi tekið gögn um málið með sér
til fundar við ráðherra menntamála
á Norðurlöndum.
Páll Pétursson (Frfl.) ræddi þessi
bréfaskipti á Alþingi í fyrradag og
sagði þá m.a.: „Standist staðhæfing
menntamálaráðherra að hann hafi
ekkert um bréfið [bréf Hrafns til
menntamálaráðherra] vitað fyrr en
Tíminn birti það þá eru starfshætt-
ir í menntamálaráðuneytinu næsta
furðulegir. Þá hefur ráðuneytis-
stjórinn rifið upp persónulegt bréf
Hrafns Gunnlaugssonar til
menntamálaráðherra Ólafs G. Ein-
arssonar og svarað því fyrir hönd
ráðherrans að honum forspurðum.
Þetta eru næsta furðuleg vinnu-
brögð,“ sagði Páll. -EÓ
Ami Gestsson, formaður umhverfisnefndar Rotaryhreyfingarinnar á ís-
landi, afhendir Sveini Runólfssyni eina miiljón króna til aö græða upp
Haukadalsheiði.
Rotarymilljón í
Haukadalsheiði
Umhverfisnefnd hefur um skeið starfað á vegum Rotaryhreyfingarinnar á
fslandi og hefur m.a. safnað fé til landgræðslumála. Nýlega afhenti
nefndin eina milljón króna sem safnast hefur meðal félaga hreyfingar-
innar Landgræðslu ríkisins. Féð á að nota til uppgræðslu á Haukadals-
heiði og verður uppgræðslusvæðið sérstaklega merkt Rotaryhreyfing-
unni.
Stjómarflokkamir vísa tillögu stjórnarandstöðunar um rannsókn á Hrafnsmálinu frá:
Rannsakar fjárlaganefnd Hrafnsmálið?
Alþingi samþykkti í gær meö 33 atkvæðum gegn 25 að vísa frá þings-
ályktunartillögu nokkurra þingmanna stjómarandstööunnar um kosn-
ingu sérstakrar rannsóknamefndar til að rannsaka ráöningu Hrafns
Gunnlaugssonar í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Tveir
þingmenn Alþýðuflokks lýstu yfir stuöningi við hugmyndir um aö fjár-
laganefnd Alþingis rannsaki þetta mál.
Allir þingmenn Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks samþykktu tillögu um
að vísa málinu frá. Allmargir þing-
menn gerðu grein fyrir atkvæði
sínu. Þeirra á meðal var Davíð
Oddsson forsætisráðherra en þetta
var í fyrsta skipti sem hann opnar
munninn á Alþingi um þetta mál.
Davíð gagnrýndi málflutning
stjómarandstöðunnar og sagði
þingnefnd ekki best fallna til að
rannsaka og fella dóm í þessu máli.
Gunnlaugur Stefánsson og össur
Skarphéðinsson, þingmenn Al-
þýðuflokks, lýstu því yfir að þeir
styddu að fjárlaganefnd rannsaki í
samvinnu við Ríkisendurskoðun
fjárhagsleg samskipti Hrafns Gunn-
laugssonar við Sjónvarpið og
menntamálaráðuneytið, en ákvæði
um slíka rannsókn er að finna í
þingskaparlögum. Guðmundur
Bjarnason, annar fulltrúi Fram-
sóknarflokks í fjárlaganefnd, sagði
að látið yrði reyna á þessar yfirlýs-
ingar í nefndinni.
Gunnlaugur Stefánsson á sæti í
fjárlaganefnd og sagði í samtali við
Tímann að hann myndi ekki hafa
frumkvæði að því að nefndin fjall-
aði um málið. Hann myndi hins
vegar styðja tillögu um rannsókn
komi hún fram í nefndinni.
Ein meginástæðan fyrir því að
stjórnarmeirihlutinn vísaði tillögu
um að kjósa níu manna þingnefnd
til að rannsaka mál Hrafns frá, var
sú að þingmenn væru ekki best
fallnir til að rannsaka þetta um-
deilda og hápólitíska mál. Gunn-
laugur var spurður hvort þessi rök
eigi ekki einnig við um fjárlaga-
nefnd og þá menn sem í henni sitja.
„Ég treysti Alþingi mjög vel til
þess að safna upplýsingum og
kanna hvemig framkvæmdavaldið
fer að ráðum sínum. Ég treysti
þjóðkjörnum fulltrúum vel til
þeirra starfa, ef ekki þeir hverjir
þá?“ sagði Gunnlaugur. -EÓ
ERLENDAR FRETTIR...
D E N N I D Æ M A L A U S I
WACO, Texas
Fjöldasjálfsmorö
Sértnjarflokksleiötoginn David Koresh
og yfir 80 fylgismanna hans frömdu
fjöldasjálfsmorð eftir að alrlkislögreglu-
menn réðust til atlögu við vlgbúna
húsaþyrpingu hans með skriðdrekum
og táragasi, að sögn alrikislögreglunnar
FBI. FBI sagði að Koresh hefði gefið
safnaðamieðlimunum skipun um aö
kveikja bál I húsaþyrpingunni svo að
sýn hans um Armageddon mætti veröa
að veruleika.
SARAJEVO
Leyfa yfirvöld brottflutn-
ing?
Flóttamannahjálp Sameinuöu þjóðanna
undirbjó sendingu neyöarflutningalestar
til bæjarins Srebrinica I Bosniu I gær, á
þriöja degi vopnahlés milli umsáturs-
manna Serba og múslimsks vamariiös.
En S.þ. sögðu að engin trygging væri
fyrir þvl að yfirvöld I Srebrenica leyfðu
lestinni að hefja brottflutning óbreyttra
borgara.
JÓHANNESARBORG
Suöur-Afríkustjórn varar
Afríska bjóöarráöiö viö
Stjóm Suður-Afrlku hefur varað Afrlska
þjóöarTáöið viö aö áætlanir ráðsins um
herferö sem byggist á óhlýðni óbreyttra
borgara gagnvart stjóm hvitra kunni að
leysa úr læðingi stjómmálalegt ofbeldi
sem ekki veröi komiö stjóm yfir.
RÓM
Breytingar á kosningafyr-
irkomulagi fá eindreginn
stuöning
Yfirgnæfandi meirihluti kiósenda I þjóð-
aratkvæðagreiöslunni á Italiu kaus aö
hætta að velja fulltrúa til þings með hlut-
fallskosningum. Endanlegar niðurstöður
úr kosningunum sýndu að 82,7% kjós-
enda höfðu valið tillögu að einmenrr-
ingskjördæmafyrirkomulagi I kosningum
til öldungadeildarinnar.
TÓKÝÓ
Dollar lækkaöi
Við lokun kauphallarinnar I Tókýó I gær
var dollarinn lægri þar en áöur hefur
gerst eða 110,25 jen. Á sama tima hélt
japanski gjaldmiöillinn áfram aö æða
upp og miðlarar reyndu á sálfræöilega
markiö, sem miðast við 110 jen.
MOSKVA
Rútskoj og Khasbúlatov
vilja fram gegn Jeitsín
Alexander Rútskoj varaforseti sagðist I
gær ætla að bjóöa sig fram til forseta ef
Bóris Jeltsln, fyrrum samherji hans og
núverandi andstæöingur, neyddist til að
segja af sér eftir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una um traust á forsetanum nk. sunnu-
dag. Fréttastofan Interfax haföi eftir öðr-
um andstæðingi Jeltsins, Rúslan Khas-
búlatov þingforseta, aö svo kynni aö
fara að forsetinn ynni sigur I kosningun-
um en þá „aðeins með svikum, enda-
lausum launráðum og þrýstingi".
AMMAN
Arafat talar viö fulltrúa
Palestínumanna
Jasslr Arafat, leiötogi PLO, kom I gær til
Jórdanlu frá Sýrtandi til funda við fulF
trúa Palestinumanna til aö ræöa um
hvort eigi að taka aftur upp friöarvið-
ræöur um Miðausturtönd.