Tíminn - 05.06.1993, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 5. júní 1993
Undirbúningur Óháöu listahátíöarinnar er haflnn f Faxaskála og hér rýna
aöstandendur hennar í dagskrána. Tfmamynd Aml Bjama
Óháða listahátíðin að heijast:
Vei þeim sem
út úr bæn-
umætlar
„Ólótt 1993“ er heitl óháðu listahátíðinnar sóm hleypt verður af
stokkunum 9. þessa mánaðar, annað sumarið f röð.
„Undirbúningi hátíðarinnar má
líkja við meðgöngu bams. Því
ákváðum við að nefna hana „Ólétt“,
segir Halldór Auðarson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. „700
manns taka þátt í hátíðinni að þessu
sinni og hún fer að mestu leyti fram
í Faxaskálanum þar sem tvö svið
verða reist, annað helgað leiklist en
hitt tónlist. En einnig verða atriði í
Tjamarsal Ráðhússins og á ýmsum
kaffihúsum borgarinnar," segir
Halldór.
Allar listgreinar verða í hávegum
hafðar á hátíðinni en rokkhljóm-
sveitir setja þó óneitanlega mikinn
svip á hátíðina enda em þær um 80
talsins.
„Við fengum 500.000 króna styrk
frá Reykjavíkurborg í ár og nemur
það um fimmtungi þess fjármagns
sem við þurfúm," segir Halldór.
Kunnir listamenn koma fram í
bland við þá sem óþekktari eru og
leikur engin vafi á því að allir geta
fúndið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin
stendur dagana 9.-27. júní.
-GKG.
Frá Háskóia íslands
Skrásetning nýrra
stúdenta
Skrásetning nýrra stúdenta til náms f Háskóla (slands háskóla-
árið 1993-1994 fer fram f Nemendaskrá Háskólans dagana 1.-
15. júní 1993.
Umsóknareyðublöð fást f Nemendaskrá, sem opin er kl. 10:00-
15:00 hvem virkan dag á skráningartfmabilinu.
Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýrra stúd-
enta dagana 6.-17. janúar 1994.
Viö nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnftamt í námskeið á
komandi haust- og vormisseri.
Umsóknum um skrásetningu skal fylgja:
1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskfrteini.
2) Skrásetningargjald: kr. 22.500,-.
Ljósmyndun vegna nemendaskfrteina fer fram f skólanum f
september 1993.
Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að aug-
lýstu skráningartfmabili lýkur.
Góéar veislur fl
endavel! M
Eftir einn -ei aki neinn /cdm
y É UMFERÐAR up RÁÐ
Leigubílareikningar Hrafns leyndarmál?
Hrafn hótar starfs-
fólki Sjónvarpsins
Eins og fram hefur komið í fjölmiölum eyddi Hrafn Gunnlaugsson
á fyrstu tíu dögum sínum f embætti framkvæmdastjóra Sjónvarps
rúmum 55 þúsund krónum af fjármunum stofnunarinnar f leigu-
bíla.
Kristín Ámadóttir spurðist fyrir
um málið á fundi útvarpsráðs í gær
og um hvort rétt væri að leigubfla-
kostnaður Hrafns væri svona hár og
staðfesti fjármálastjóri Sjónvarpsins
það á fundinum.
Greinilegt er að Hrafn telur að þar
hafi einhver innan stofnunarinnar
tekið sig til og lekið því út sem leynt
átti að fara, því að á fúndi útvarps-
ráðs í gær var fjallað um bréf sem
Hrafn sendi Sigmundi Emi Am-
grímssyni, dagskrárstjóra innlendr-
ar dagskrár. Bréfið er svona:
„Ýmsar upplýsingar sem fara á með
sem trúnaðarmáf innan Sjónvarps-
ins hafa komist í hendur óviðkom-
andi.
Hjálögðum texta úr almennum
hegningarlögum hefúr starfs-
mannastjóri vakið athygli mína á.
Viltu vinsamlegast brýna eftirfar-
andi Iagaákvæði fyrir starfsmönnum
IDD.“
Með bréfinu fylgja ljósrit úr al-
mennum hegningarlögum og lög-
um um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna og hefur Hrafn
sérstaklega merkt við 32. grein síð-
amefndu laganna þar sem segir að
hverjum starfsmanni sé skylt að
gæta þagmælsku um atriði er hann
fói vitneskju um í starfi sínu og Ieynt
skulu fara samkvæmt lögum, fyrir-
mælum yfirboðara eða eðli málsins.
Þagnarskylda haldist þótt látið sé af
starfi.
í hegningarlögunum hefur Hrafn
merkt sérstaklega við 136. grein þar
sem segir að refsingar við því að leka
út leyndarmálum séu varðhald eða
fengelsi allt að einu ári og jafnvel allt
að þremur árum hafi sá lausmálgi
ætlað að hagnast á vitneskju sinni.
Auk þess að skrifa þetta bréf hefúr
Hrafn kallað nokkra starfsmenn
Sjónvarpsins til viðtals vegna „leigu-
bflamálsins" að kvöldlagi og spurt þá
hvort þeir væm sökudólgamir.
—si
Minnihlutinn í borgarstjórn vann í fyrsta sinn á kjörtímabilinu hlutkesti
um sæti í borgarráði:
Sigrúnvann hlutkestið
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins verður
fulltrúi í borgarráði til eins árs eða út kjörtímabilið. Hún sigraði
þegar varpað var hlutkesti mllli hennar og Júlíusar Hafstein, borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisfiokksins á nýliðnum fundi borgarstjómar.
Þar var kosið um fimm fulltrúa í
borgarráði en einnig um forseta og
tvo varaforseta borgarstjómar. Sjálf-
stæðismenn lögðu fram tillögu um
fjóra fulltrúa í borgarráði en minni-
hlutinn um tvo.
Hlutkesti var því varpað um fjórða
mann sjálfstæðismanna og annan
mann minnihlutaflokkana. í fyrsta
sinn á kjörtímabilinu tapaði meiri-
hlutinn hlutkesti um borgarráðs-
sæti.
Minnihlutinn hefúr átt einn fúll-
trúa í borgarráði og nú tekur Guð-
rún Ögmundsdóttir Kvennalista
sæti Ólínu Þorvarðardóttur sem set-
ið hefur í borgarráði fyrir minni-
hlutann síðasta ár.
Af hálfu meirihluta Sjálfstæðis-
manna eiga sæti í borgarráði þau
Katrín Fjelsted, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Ámi Sigfússon.
Sigurjón Pétursson og Ólína Þor-
varðardóttir eru varamenn í borgar-
ráði fyrir minnihlutann en Júlíus
Hafstein, Anna K. Jónsdóttir og
Guðrún Zoéga eru varamenn meiri-
hlutans.
Magnús L. Sveinsson var endur-
kjörinn forseti borgarstjómar og
þau Páll Gíslason og Katrín Fjeld-
sted varaforsetar. -HÞ
Þegar hugmyndin að sjó-
mannadeginum fæddist
Vorið 1929 fékjc Henry A. Hálfdansson, þáverandi lofskeytamaður um borð í
bv. Hafsteini, hugmyndina að sérstökum hátíðisdegi sjómannastéttarinnar
Sjómar.nadagurinn er nú haldinn há-
tíðlegur í 56. sinn en fyrsta sjómanna-
deginum var fagnað 6. júní 1938. Skal
hér á eftir farið nokkrum orðum um
upphaf hans og er vitnað til frásagnar
Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar í bók
hans, Siglingasögu Sjómannadags-
ráðs, sem úr kom á 50 ára afmæli sjó-
mannadagsins 1988. Segir af því þegar
Henry A. Hálfdansson, sem þá var loft-
skeytamaður um borð í botnvör-
pungnum Hafsteini, fékk hugmynd-
ina.
Draumlyndur loft-
skeytamaður
Vorið er tími nýrra hugmynda með
mannfólkinu. Nú er það ekki sagt vit-
að í sögunni, hvort það var þessi glaði
morgunn sem verkaði á frjótt ímynd-
unarafl loftskeytamannsins á Haf-
steini, en hann var sagður jafnan fúll-
ur af allskyns hugmyndum, eða hvort
honum fannst þama gefast næði til að
lýsa hugarfóstri sem hann hefði geng-
ið lengi með. Nema það verður, þegar
hann kemur fram í brúna að færa
stýrimanni fréttir af aflabrögðum
annarra togara um nóttina, að hann
tekur að halda ræðu yfir stýrimannin-
um. Hann var flugmælskur þessi ungi
loftskeytamaður, meðalmaður á vöxt,
ljóshærður, björt augun og fjörleg.
Þar sem ræðan var ekki fest á blað fyrr
en þrjátíu árum eftir að hún var haJd-
in, er hún ekki til orðrétt, en margt
mundi stýrimaðurinn frá orði til orðs
og um annað er vitað að hafi sagt ver-
ið, vegna þess sem loftskeytamaður-
inn sjálfur ritaði síðar. Hann mun
nefnilega hafa lýst því fyrst að vegur
togaramannsins með þjóðinni væri
ekki eins og hann ætti skilið miðað við
sína erfiðu atvinnu, en mikilvægi
starfsins fyrir alla þjóðina ómælt. En
þessi loftskeytamaður var líka skáld-
lega sinnaður og það var skáldskapur-
inn sem stýrimaður mundi gleggst,
enda var hann skemmtilegri en veru-
leikinn. Þá er gott, ef það var ekki ein-
hver vottur af skáldi í stýrimanninum
líka. Þau voru mörg ófullburða skáld-
in um borð í þennan tíma, þegar
brauðstritið var fólki allt og veruleik-
inn kæfði allan skáldskap.
Ræðan fræga
Þessi var ræðan fræga:
, ,Á fögrum vormorgni eins og þessum
að lokinni vertíð, þegar flotinn er í
höfn til viðgerðar og þrifa, munu sjó-
menn helga sér einn dag á vori hverju
og nefna hann sjómannadag og þeir
munu halda daginn hátíðlegan með
skrúðgöngu, íþróttum, ræðuhöldum,
dansi og drykkju að kvöldi í vistlegum
húsakynnum höfuðstaðarins.
Daginn eftir munu þeir byrja með
kappróðri milli skipshafna. Þátttakan
mun verða mikil, hver fleyta sem þá
verður í höfn mun eiga sína bátshöfh í
róðrarkeppninni. Þá verður keppt í
sundi, stakkasundi og björgunar-
sundi. Sú keppni verður efdrlætis-
keppni sjómanna og þáttakan mikil.
Sjómennimir munu sýna hin vanda-
sömu og margslungnu störf sín, sem
þeir inna af hendi á skipunum. Keppt
verður í bætingu neta, vírasplæsi,
lóðabeitingu o.s.frv. Þeir munu gefa
út sérstakt blað á hverjum sjómanna-
degi, skrifað af þeim sjálfum og prýtt
myndum úr lífi þeirra og starfi.
Sjómannadagurinn mun reisa sjó-
mannastéttinni verðugan minnis-
varða við Reykjavíkurhöfn..."
Þannig er ræðan skráð í 20. tbl. sjó-
mannadagsblaðsins 1957 af Sæmundi
Ólafssyni stýrimanni á Hafsteini vorið
1929, en það mun hafa verið vorið
sem ræðan var haldin. Loftskeytamað-
urinn sem þannig talaði varð síðar
landsfrægur maður, forystumaður í
tveimur fjölmennum landssamtök-
um, skrifstofustjóri Slysavamafélags-
ins í 28 ár. Þetta var sem sé Henry A.
Hálfdansson. En hugmynd hans varð
eftir úti á sjó. Langt var þar til hún
náði landi."