Tíminn - 05.06.1993, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 5. júní 1993
Tíminn
IIÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar. Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Slml: 686300.
Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Þáttaskil í sam-
vinnustarfinu
Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga var
haldinn í gær. Sá fundur var haldinn í mjög breyttu
umhverfi í samvinnustarfínu í landinu. Kaupfélögin
um allt land reka mikla starfsemi í samvinnufélags-
forminu, en hins vegar hefur Sambandinu verið
skipt upp í hlutafélög og stórar einingar hafa verið
seldar til Landsbankans og einkaaðila.
Þrátt fyrir þessa miklu endurskipulagningu og
breytt form rekstrar, er langt í frá að samvinnustarf-
inu í landinu sé lokið. Það verkefni bíður samvinnu-
manna að fínna félagslegum þætti starfseminnar
form á landsvísu, nú þegar Samband íslenskra sam-
vinnufélaga er orðið að litlu eignarhaldsfélagi.
Samvinnumenn hafa ærin verkefni að reka þá starf-
semi sem rekur rætur til Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Efnahagsumhverfíð er ekki björgulegt
um þessar mundir. Enn þarf að bregðast við minnk-
andi umsvifum í sjávarútvegi, og landbúnaðurinn er
í mikilli vamarbaráttu. Vonandi verður hin nýja um-
gjörð til þess að auðveldara og einfaldara verður að
bregðast rekstrarlega við breyttum aðstæðum.
Upphaf samvinnufélaganna var þannig að bændur
bundust samtökum um útvegun á vörum. Af þessu
starfí spratt síðan margvísleg starfsemi sem rekin
var með samvinnufélagsforminu. Nú em tímamir
allt aðrir. Sérhæfmg og samkeppni í þjóðfélaginu
hefur aukist og þess vegna em sérhæfð fyrirtæki
með sem minnsta yfirbyggingu lífvænlegust. Hin
margvislega startsemi, sem Samband íslenskra sam-
vinnufélaga rak, er nú komin í þetta form. Ekki hef-
ur rekstur allra hlutafélaganna gengið sem skyldi,
svo sem rekstur Miklagarðs h/f. Kaupfélögin í land-
inu hafa nú stofnað sameiginlegt innflutningsfyrir-
tæki, sem er tilraun til þess að fylkja þeim saman
um innkaup á vörum. Þama er farið af stað undir
merkjum sérhæfingar og vonandi standa félögin vel
saman um þetta íyrirtæki.
í nútíma rekstri, þar sem samkeppni og sérhæfmg
er mikil, gengur það ekki upp að ein rekstrareining,
sem hefur afgang, borgi upp halla annarrar. Fái slíkt
að ganga fram til lengdar, verður viðkomandi fyrir-
tæki undir í samkeppni við önnur.
Aðilar með sameiginlega hagsmuni eiga sér vett-
vang í hinum sérhæfðu hlutafélögum, sem hafa af-
markað starfssvið. Samvinna framtíðarinnar verður
í ríkara mæli með þeim hætti. Þetta er þróun sem
samvinnumenn verða að skilja.
Tilvera þeirrar starfsemi, sem komið var á fót und-
ir merkjum samvinnumanna, er afar mikilvæg til
þess að spoma við fámennisstjóm og einokun og
hringamyndun í landinu. Til þess að gegna þessu
hlutverki og vera til hagsbóta fyrir fólkið í landinu,
þarf hún að dafna í nýju formi.
Atli Magnússon skrifar
Bergt af
sagnabrunninum
beiska
Sumar eru þær kimur dægurum-
ræðunnar, sem svo ríkulega er aus-
ið í að menn hætta öldungis að
gefa því gaum hve ótt flýtur út af
börmum þeirra. Því getur litlu
skipt þótt hér verði nú bætt svo
sem ausu f (og þó fremur yfir) eitt
slíkt kerald — sem sé umræðuna
um söguþætti Baldurs Hermanns-
sonar.
Að hyggju þess sem þetta skrifar
var það heldur af því góða að þætt-
imir skyldu verða til — því eins og
Guðbergur Bergsson benti ágæt-
lega á í grein fyrir nokkru í Dag-
blaðinu, þá hafa þeir orðið til þess
að þjóð sem löngu er hætt að
nenna að lesa rífst nú hvað af tekur
um réttan eða rangan skilning á
sögu sinni. Auðvitað er efnistúlk-
unin í þessum þáttum einfölduð og
kannski á suman hátt rammgötótt.
En þættimir hafa óvefengjanlega
orðið landslýðnum eins og fullri
matskeið af pipar hafi verið stungið
upp í menn — og enginn kemst hjá
að segja hvemig honum þótti
bragðið.
*7l • . ^ /l.<
iiqur og eivKí yivjur
Margur hefur tekið til máls um
nefndar einfaldanir og er nýlegast
af því tagi er grein Halldórs Krist-
jánssonar frá Kirkjubóli í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag. Þar víkur
Halldór í örstuttu máli af vanalegri
rökvísi, þekkingu og gáfum að
fleiri snöggum blettum á þessum
þáttum en öðmm hefur tekist að
opinbera í langhundum. En annars
er tæplega sanngjamt að ætla
Baldri annað en að honum sé sjálf-
um ljóst að hann hefúr þama dreg-
ið upp all fjörlega krítaða mynd af
elskulegum forfeðmm vomm og
formæðmm. Og víst á hann sér
góðar málsbætur í því að ýkjur
þurfa hreint ekki að vera tóm
skreytni. Það er af og frá.
Fortakslaust er lofsvert að sjá nú
dregið fram í dagsljósið það dóma-
dags afturhald í atvinnuháttum,
sem öldum saman þmmdi yfir ætt-
jörð vorri. Hvað sem um Dani og
Danakónga má segja, þá gerðu þeir
ýmsar virðingarverðar tilraunir til
þess að koma hér einhverjum úr-
bótum til leiðar — mest allt án ár-
angurs, út af þráa og kannski leti.
Þeirra á meðal var Friðrik 4., sem
mest gys er gert að í íslandsklukk-
unni fyrir heimsku. (Hve margir
skyldu vita að þessi kóngur bjarg-
aði Flateyjarbók eigin hendi úr
klónum á hinum hálfsturlaða Þor-
móði Torfasyni, sem sat á henni í
kofaskrifli á eyju norður við Nor-
egsströnd?)
Og er það til dæmis ekki maka-
laust að „hjólið" getur varla talist
þekkt á íslandi fyrr en á 19. öld?
Ekki var landið nú allt slíkt karga-
þýfi að menn þyrftu að bera hvem
hlut á sjálfum sér í stað þess að
koma saman einhverslags kerm —
þó ekki væri nema á stöku stað? Og
víst er hin aldalanga andúð á sjáv-
arfanginu og þeim sem við sjóinn
bjuggu íhugunarvert fyrirbæri.
Þannig varð einn einlægasti fyrir-
lítari sjávarútvegs sem um getur á
íslandi, Eggert Ólafsson, að guð-
1**— (S UX1—Í.-ÍI-- -■ •<
!tg! i vc!u \i uuRsuuiegum SKlin-
ingi) í Hulduljóðum Jónasar Hall-
grímssonar. Fjölnismenn, sem þó
stundu yfir efnahagslegri niður-
lægingu ættjarðarinnar, voru eig-
inlega samtímamenn Eggerts þeg-
ar að þessu efni kemur. Svo fór lyr-
ir Eggert að sjórinn gleypti hann,
eins og þessir svömu féndur hefðu
þurft að gera upp sakimar á endan-
um hvor við annan.
Spurningin um
„móralinn“
Margur hefur orðið til að finna að
alhæfingum, sem þeim þykir vera
reistar á hinum og þessum atvik-
um er varða nefnda einstaklinga,
gjama sakamálum. Þær aðfinnslur
em vitanlega réttmætar. Mörg hafa
atvikin einmitt verið í annála færð
vegna þess að þau vom frávik frá
hinu almenna.
Eins er það ógætilegt, þegar menn
skoða söguna, að mæla ,,móral“ til
dæmis sextándu, sautjándu, eða
átjándu aldar manna á mælistiku
„mórals" sem viðtekinn er í lok
tuttugustu aldar. Hver hefði trúað
því upp á hinn vegsamlega Skúla
fógeta að hann hefði látið húð-
strýkja vegalausa konu og hungrað
bam hennar fyrir smástuld? Þetta
gerði hann þó sem ungur valds-
maður. En ekki skyldi vera að í
hópi íslenskra sýslumanna nútím-
ans sé fleiri en einn að finna sem
farið hefðu mjög svipað að — þeir
hefðu aðeins þurft að vera uppi
hálfri þriðju öld fyrr og sannarlega
ekki endilega norður á íslandi. Það
er allt og sumt.
Kúgarar og kúgaðir
Eins er með þau dæmi sem rakin
em af siðferðinu. Hvemig á annars
að meta og vega það fólk, sem bjó í
einu rými undir lágu toríþaki þar
sem svo margar náttúmlegar at-
hafnir urðu að fara fram í allra aug-
sýn — eða svo gott sem.
Svo má þrefa um fleira: Hjúin á ís-
lenskum sveitabýlum og kotum
vom ekki alls staðar kúguð, þótt
þau væm það víða. Sums staðar
kúguðu hjúin húsbændur sína, svo
þeir stóðu ráðalausir. Hér er dæmi
um það:
Nærri 1500 dæmdi Magnús prúði
svonefndan „marköngladóm".
Dómurinn kom af því að vinnu-
menn, sem sendir vom til róðra,
máttu samkvæmt gamalli hefð eiga
pann HSK sem Vcmuist á tiltekna
öngla á færinu þeirra. Þessir önglar
kölluðust „markönglar". Með tím-
anum æxluðust mál svo að nær
engir önglar vom á fæmnum í
heilum verstöðvum nema „mar-
könglar". Búandkörlunum, sem
bátana áttu, þýddi ekkert að mögla.
Húskarlamir fóm sínu vægðar-
laust fram.
Ótal dæmi svipaðs eðlis hafa ör-
ugglega gerst öld fram af öld.
Kannske hefúr víða ekki þurft ann-
að en að skreppa á milli bæja svo
endskipti væm orðin á því hvor
kúgaði hvom — húsbændur eða
hjú. Mannlífið á íslandi var nefni-
lega furðu fjölbreytilegt í fábreyti-
leika sínum.
En margt er mjög vel um þætti
Baldurs Hermannssonar að segja,
sem vegur upp á móti því sem gert
kann að vera á hluta sannfræðinn-
ar. Þá má ekki gleyma að sjón-
varpsþáttur er knappt form og
meginskylda þess er hann gerir að
gera hann forvitnilegan og helst
nýstárlegan. Það hefur Baldri tek-
ist, hvort sem mönnum er ljúft eða
leitt að kannast við það.
En vel á minnst: Kannski hefur
hann unnið hið óþarfasta verk með
því að svipta þjóðina dýrðarljóman-
um af háhelgum vesaldómnum —
nú í miðri kreppunni. Um það má
deila.