Tíminn - 05.06.1993, Side 6

Tíminn - 05.06.1993, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 5. júní 1993 Dagana 26. maí - 2. júní var haldið hér á landi alþjóðlegt þing um réttarheimspeki. Meðal þeirra sem hingað komu til að flytja fyrirlestur á þinginu er Jóhann Páll Árnason, pró- fessor í félagsfræði við La Trobe háskól- ann í Melbourne í Ástralíu. Jóhann lærði heimspeki, fé- lagsfræði og sögu í Prag og Frankfurt. Eftir hann hafa birst á prenti erlendis bæði bækur um fé- lagsfræðileg og heimspekileg efni, auk fjölda tímarits- greina. Jóhann Páll Árnason, prófessor í félagsfræði í Melbourne í Ástralíu: — Hefuróu tekið einhvem þátt í eða fylgst með starfi IVR áður? Nei, þetta eru mín fyrstu beinu kynni af samtökunum og þau á ég að þakka Mikael Karlssyni sem bauð mér á ráðstefnuna. Ég vissi reyndar af samtökunum fyrr en ég er ekki meðlimur og það sem ég fæst við hefur ekki nema takmarkaða snert- ingu við þeirra starfssvið. FVrirlestur Jóhanns á þinginu fjall- aði um ólíkar lýðræðiskenningar og flokkun þeirra. Aðaláherslan var á það hvemig hugmyndir félagsfræð- inga um lýðræðið hafa mótast af því samfélagshugtaki sem þeir vinna með. — í fyririestrinum kom fram sú gagnrýnl á lýðræðishugtakið að það vsri of þröngt slrilgreint Já, fyrst vil ég segja að þessir marg- umræddu sigrar — sumir segja jafnvel lokasigrar — lýðræðisins á síðustu árum hafa leitt í Ijós hvað mikill ágreiningur er um meginat- riði þess og hvað mikið vantar á að við höfiim almennt viðurkennda kenningu um lýðræðið. Þetta hefur orðið enn Ijósara, held ég, síðustu þrjú, fiögur árin í Austur-Evrópu þar sem mikið hefur verið gert úr því að nú ætti að snúa aftur til lýð- ræðislegra stjómarhátta eða byggja þá upp frá gmnni þar sem þeir tíðk- uðust ekki áður. Frá sjónarhóli fé- lagsfræðings stendur málið þannig að meginhefð félagsfræðinnar hefur haft miklu meira að segja um auð- valdsþjóðfélag og iðnaðarþjóðfélag heldur en um lýðræðisþjóðfélag. Skilgreining á nútímanum er mis- jafnlega langt komin. Við höfum klassíska höfunda og klassískar fyr- irmyndir að greiningu á kapítalisma og iðnaðarþjóðfélagi. En f sambandi við nútímalýðræði hefur ekki verið gert neitt sambærilegt við það sem Marx, Weber og Durkheim gerðu fyrir nútíma kapítalisma og iðnaðar- samfélagið. Of þröng skilgreining, já. Þjóðfélagshugtakið er þannig vaxið að það leiðir til þess að lýð- ræðislegum stofnunum er skipaður ákveðinn bás, þær em aðlagaðar ákveðnu hlutverki og fyrirfram dregið úr möguleikum á „radíkalís- eringu" og útbreiðslu lýðræðisins. Þetta nær kannski hvergi eins langt og hjá þýska félagsfræðingnum Niklas Luhmann þar sem lýðræðið verður að ákveðinni tækni, stjómar- tækni. Og raunar verður ekkert eftir af lýðræðinu hjá Luhmann nema skiptingin í stjóm og stjómarand- stöðu, sem hann kallaði die Spal- tung der Spitze, þ.e. toppurinn í samfélaginu klofnar. — Hver kynni að ven ástsftan fyrir þeuu? Meinarðu dýpri ástæður fyrir þess- um fræðilegu annmörkum sem ég hef verið að gagnrýna? HUGSAÐ HINUM MEGIN HNETTINUM Viðtal: Ágúst Þór Árnason og Guðsteinn Bjarnason — Já, af hverju þessar geysivifta- miklu úttektir á kapítalismanum á meftan hitt viröist vera homreka og vekja miklu minnl athygli og um- neftu? Fyrst og fremst má segja að umbylt- ingin sem kapftalismi og iðnvæðing höfðu í för með sér var sýnilegri, meira áberandi, dramatískari heldur en nokkuð annað í nútímasögunni. Þess vegna kallar Max Weber kapít- alismann örlagarikasta aflið í nú- tímalífi. Þetta er einfaldlega fyrst og fremst spuming um sýnileg áhrif á söguna. Ég mætti kannski víkja að- eins aftur að því sem ég ræddi um í upphafi fyrirlesturins um byltinguna svokölluðu f Austur-Evrópu; að nú væri komið að þvf að byggja upp þjóðfélag efdr vestrænni fyrirmynd á fyrrverandi áhrifasvæði Sovétríkj- anna. Það sem ég lagði áherslu á var að vestrið, sem margir í þeim heimshluta líta nú á sem fyrirmynd, er sambland af allmörgum eðlisólfk- um þáttum. Það em þrír slíkir þætt- ir sem ber hæst núna þegar litið er á áhrifin á Austur-Evrópu: Kapítal- ismi, lýðræði og þjóðríki. Ef við lít- um á bæði sögu þeirra hingað til og eins það sem hefúr bæst við á síð- ustu ámm í Austur-Evrópu þá finnst mér nær að kalla þetta jafnvel „partially antagonistic amalgam", sem er hugtak frá bandarískum fé- lagsfræðingi — mótsagnakennd blanda skulum við segja — frekar en heilsteypt, útflytjanlegt líkan. Það þýðir að þessar stofnanir, allt þetta stofhanakerfi sem við köllum lýð- ræði, hefúr að vísu verið snar þáttur í sögu Vesturlanda, en það hefur líka verið aðlagað og sumpart afmyndað og takmarkað af öðrum þáttum. — Það eina, held ég, sem eftir er af sósfalisma eins og hann var túlkaður hér áður fyrr, er spumingin um það hvað hægt er að gera til að styrkja og „radíkalísera" lýðræðið, lýðræðis- legar reglur og lýðræðisleg verð- mæti. Gagnvart öðmm öflum og eðlisþáttum nútímans. Lýðræði í Austur-Evrópu — Hvaða forsendur teluröu að þurfi til aft lýftræðisþróunin geti náft fót- festu í Austur-Evrópu? Þær em mjög mismunandi frá landi til lands. Sterk lýðræðishefð er frek- ar undantekning í Austur-Evrópu. Eina landið þar sem segja mætti að slík hefð væri fyrir hendi er Tékkó- slóvakía — og hún er ekki til lengur sem eitt ríki. Að öllu samanlögðu er þó ekki ósennilegt að tékkneski hlutinn af landinu komi kannski best út í þróuninni á næstu ámm. En jafnvel þar em til staðar aðrar sterkar hefðir líka, sem gætu beint þróuninni í aðra átt Það er hvergi nokkurs staðar, held ég, í Austur- Evrópu eða Sovétríkjunum fyrrver- andi hægt að tala um endanlegan sigur lýðræðisins enn sem komið er. Þetta er allt í mikilli óvissu. — En er hugsanlegt að þessi þróun stöftvist þar; aft hún fari hreinlega ekki lengra í vesturátt? í sumum löndum er hún komin býsna langt í vesturátt. Tékkneska lýðveldið og Ungverjaland em hvað stjómmáláastandið snertir ekki svo ólík Vesturlöndum. Pólland er aftur á móti allt önnur saga. Þar em 28 stjómmálaflokkar á þingi og engin leið að mynda stöðuga stjómarsam- steypu. Öll hin löndin em, held ég, enn fjær vestrænum fyrirmyndum um þingræði. Það er mæta vel hugs- anlegt að í sumum þeirra stöðvist þróunin á þessu stigi um lengri eða skemmri tíma og þar verði svona hálfgildings valdboðsstjómir (hálf- átóriterar stjómir) með blönduðu hagkerfi. Það sem verður til lang- frama er mjög undir því komið hvað gerist annars staðar í heiminum, sérstaklega hvað verður úr svokall- aðri sameiningu Evrópu vestan megin. Vorið í Prag — Nú þekkir þú til þróunarinnar í Austur-Evrópu af eigin raun. Hvern- ig hófust þau kynni? Eg var í Prag frá 1960 til 1966. Og kom þangað líka oft eftir 1968; hef líklega komið til Prag einum tutt- ugu og fimm sinnum síðan 1968. — Þangað fórstu til aft læra heim- speld, rétt um tvítugur aft aldri. Já, ég fór til Tékkóslóvakíu 1959 þegar ég var 19 ára og lærði tékk- nesku fyrsta veturinn, síðan heim- speki og sagnfræði 6 ár í Prag. — Gætirftu lýst því fyrir okkur hvemig þetta viíkaði á þig á þessum tíma? Prag var ákaflega góður staður á sjöunda áratugnum. Eins og þið vit- ið urðu þar mikil pólitísk tímamót 1968 með Pragvorinu svokallaða, en þetta hafði nú verið í undirbúningi lengi og árin ‘62-’63 var þess farið að sjá mikil merki, sérstaklega í menn- ingarlífi. Þá var farið að losna ákaf- lega mikið um fyrri ritskoðun og allsherjar eftirliL Þannig að ég held að það hafi — a.m.k. seinni þrjú ár- in sem ég var í Prag — líklega verið fáir staðir í Evrópu jafn lærdómsrík- ir að dveljast á. Ég gat sem sagt fylgst með þróun umbótahreyfingar- innar og lærði mikið af ýmsum mönnum sem telja má til hennar. Hins vegar skal það játað að þegar ég fór frá Tékkóslóvakíu í lok ársins 1966 þá óraði mig ekki fyrir því að umbreytingin yrði eins skjót og mikil og hún varð einum fjórtán mánuðum síðar. — En þú segist hafa komið oft til Tékkóslóvakíu eftir þetta. Var um al- gjön stöðnun að ræfta? Það var miklu verra en stöðnun. Það var um algjöra lömun þjóðfé- lagsins að ræða. Það sem átti sér stað í Tékkóslóvakíu eftir 1969 var stórhreinsun, að vfsu ekki blóðug, en afskaplega umfangsmikil og áhrifarík. Að sumu leyti var það sem gerðist eftir 1969 verra en það sem gerðist eftir 1948. Að vísu var það ekki eins hrottalegt en langtíma- áhrifin á þjóðfélagið og þjóðarsálina — ef ég má nota það orð — voru kannski verri. Og þess sér, held ég, enn nokkur merki. Þetta þjóðfélag sem hafði í tuttugu ár mestan part lagað sig að þeim stjómarháttum sem Sovétríkin innleiddu aftur 1969 var afskaplega illa undir það búið að fast við vandamálin sem komu upp eftir 1989. — En hvað um aðskilnaft tékkneska lýftveldisins og Slóvakíu? Nú viröist almenningur ekki hafa verið eins æstur í þetta og stjómmálamenn. Nei, alls ekki. Eg held að það sé mikið ólán. Það fer ekki á milli mála að meirihluti bæði Tékka og Slóvaka vildi halda áfram sameiginlegu ríki. Hins vegar er líklega rétt að það var miklu minna samkomulag um það hvemig það sameiginlega ríki ætti að vera byggt upp og hvemig ætti að skilgreina það. En það sem gerðist eftir kosningamar á síðastliðnu ári var að það sigmðu mjög ólíkir flokk- ar í téldmesku Iöndunum annars vegar og í Slóvakíu hins vegar. Þeir gátu ekki komið sér saman um neitt nema aðskilnað. Hvomgur þeirra hefði viljað aðskilnað ef með góðu móti hefði verið hjá því komist En það kom fljótt í ljós að þeir gátu ekki unnið saman að neinu öðm í samskiptum ríkjanna. Og eftir það komu forystumenn flokkanna sér saman um að gera þetta sem allra hraðast og með sem allra minnstri opinberri umræðu. Þannig að ég held að mætti segja að þama hafi tveir sterkir leiðtogar fært sér það í nyt að upp var komin pólitísk patt- staða og leyst það á þennan hátL Og það held ég að eigi eftir að hafa — og sé þegar farið að hafa — afskap- lega óæskilegar afleiðingar. Ég held sem sagt að þetta sé sögulegt slys og bæði Tékkar og Slóvakar eigi eftir að sjá mikið eftir því. — Frá Tékkóslóvakíu ferftu síftan til Þýskalands. Ég fór fýrst heim. Það er að segja, fyrst var ég í nokkra mánuði á Italíu við nám, en síðan fór ég hingað heim 1967 og kenndi við Mennta- skólann á Akureyri veturinn ‘67 til ‘68. Ég ætlaði aftur til Tékkóslóvak- íu 1968, var á leiðinni til Prag. En Rússamir vom einum degi á undan mér svo ég varð að breyta um áætl- un og fór í framhaldsnám til Þýska- lands í staðinn. — Og þaft var ekki alveg atburfta- laust þar heldur. Það var ekki atburðalaust í Frank- furt, nei. Ég kom þangað þegar rót- tæka stúdentahreyfingin var í há- marki og nam þar hjá manni sem fyrst var bandamaður stúdentanna, Jiirgen Habermas, og Ienti svo í miklum ágreiningi við þá. — Nú var þetta stjóramálahreyfing sem haffti mjög mikil og vífttæk áhrif. Telurftu aft í dag sé hægt aft læra eitthvaft af því sem var meriti- legast í stúdentahreyfingunni í Þýskalandi? Ég veit ekki hvort hægt er að læra mikið af henni. En það er hægt að viðurkenna hitt og þetta sem þeir létu af sér leiða. Stúdentahreyfingin á sjöunda áratugnum hristi upp í þýsku þjóðfélagi og þýskri menn- ingu. Uppgjörið við fortíðina í Þýskalandi var ekki mjög langt á veg komið þá og mikið af því sem hefur gerst síðan í þeim málurn er stúd- entunum að þakka. Þeir hafa því lát- ið mikið af sér leiða. Það var kannski ólíkt því sem vakti fyrir þeim. Og svo úrkynjaðist þetta og fór út í ýmsar öfgar, hvort sem það var nú maóismi eða austurþýsk harðlínu- stefna. Og öfgar og kredduhroki rót- tækra stúdenta á áttunda áratugn- um hafa, held ég, oft valdið því að menn hafa vanmetið það sem hún lét þó gott af sér leiða þar á undan — og sumpart á sama tíma. — Nú virtust þýsku ríkin ekki frek- ar búin undir það aft sameinast en tékknesku ríkin aft skUjast í sundur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.