Tíminn - 05.06.1993, Page 11
Laugardagur 5. júní 1993
Tíminn 11
Verslunargata f Taipei, höfuöborg Taívan: innrás fjármagns, ekki hers.
hræddir við að gera ráðstafánir til
að draga úr verðbólgunni, af ótta
við ný Pekingvor.
Ýmsir erlendir sérfræðingar um
efnahagsmál telja þó að horfurnar á
slíku séu minni nú en var fyrir
nokkrum árum. Sem ástæðu nefnir
Ld. Petersen að vegna batnandi lífs-
kjara fyrir marga á Dengtímanum
njóti kommúnistaflokkurinn veru-
legra vinsælda, einkum í sveitum
þar sem um 80% landsmanna búa
enn. Aminnstir sérfræðingar halda
því og fram að meira jafnvægi sé nú
orðið í efnahagslífinu en var á síðari
hluta níunda áratugar, og ættu því
verðbólgustöðvandi ráðstafanir ekki
að þurfa að koma mjög illa við fólk.
Mikilvægasta ástæðan til þessa
aukna jaftivægis, segja sérfræðing-
amir, eru milljarðafjárfestingar
Kínverja utan Kína í alþýðulýðveld-
inu. Sérstaklega allrasíðustu árin
hefur fjármagn þannig streymt inn í
landið einkum frá Táívan og Hong-
kong, en einnig frá Kínverjum
dreifðum um alla Suðaustur-Asíu
og víðar. Kínverjar „erlendis" eru
þegar orðnir efnahagsveldi á við
sum þeirra stærri af Vesturlanda-
ríkjum. Margir kínversku fjármála-
mannanna erlendis flýðu Kína und-
an kommúnistum eða em synir
slíkra flóttamanna. Þegar Sjang
Kaí-sék stökk undan kommúnist-
um út á Taívan 1949, hét hann því
að koma aftur. Ef til vill mætti segja
að hann væri nú að standa við það
táknrænt, þótt á land á kínverska
meginlandinu gangi nú fjármagn
en ekki her, eins og Sjang mun hafa
hugsað sér.
Þjóðflutninjgar
innanlands
Sú stefna Dengs að taka upp kapít-
alisma í efnahagsmálum, en halda
fast við alræði kommúnistaflokks-
ins í stjómmálum, er sem sé ofan á
í Kína. En hinn hraðvaxandi kapít-
alismi er óðum að yfirtaka eftia-
hagslífið sem heild og við það á sér
stað valdatilfærsla í raun ffá
Flokknum til stórlaxa í fjármálum
og atvinnurekstri. í Flokknum
munu margir hafa af þessu veruleg-
ar áhyggjur, og er talið að þar eigi
sér stað talsverð togstreita milli
íhaldsmanna og annarra sem fjöl-
miðlar kalla frjálslynda. Helsti odd-
viti þeirra síðamefndu kvað vera
Zhu Rongji varaforsætisráðherra,
mjög handgenginn Deng og yfir-
stjómandi efnahagsmála. Eftir hon-
um er haft að verði ríkisgeirinn í
iðnaðinum, sem rekinn er með
miklu tapi, ekki skorinn niður,
muni hann valda hrikalegum óför-
um í bjóðarbúskapnum á næstu ár-
um. Ihaldsmenn eru sagðir beggja
blands, hikandi við að gera ráðstaf-
anir gegn verðbólgunni af ótta við
nýja mótmælaöldu, og uggandi út
af vaxandi áhrifum kapítalista á
kostnað ríkisflokksins. Einnig eru
þeir grunaðir um að standa gegn
verðbólguhindrandi ráðstöfunum
með það íýrir augum að verðbólgan
valdi ringulreið í efnahagsmálum,
en þá muni íhaldsmönnum í
Flokknum veitast tækifæri til að
verða ofan á í valdabaráttunni við þá
frjálslyndu. íhaldsmenn hafa mikil
ítök í hernum og í stjórnmálaráði
og miðstjóm Flokksins er mikið um
herforingja. Margra mál er að ef
íhaldsmenn verði ofan á, þýði það í
raun að herinn fremur en Flokkur-
inn taki öll völd.
Víst er að mikil ólga er um þessar
mundir í kínverska samfélaginu og
margt gæti komið þar á daginn án
mikils fyrirvara. T.d. eiga sér nú stað
í landinu stórfelldir fólksflutningar
frá vanþróaðri svæðum til þeirra
sem eru í uppgangi. Fjöldi vill og
komast úr landi, einkum til Vestur-
landa sem sagt er að margir Kín-
verjar haldi nú að sé vandamálalítil
paradís. í Kína vilja allir komast til
Bandaríkjanna, er haft eftir (ólög-
legum) kínverskum innflytjendum
nýlega þangað komnum. Sendi-
nefnd frá þýsku stjórninni hafði
ekki alls fyrir löngu orð á því við Li
Peng, forsætisráðherra Kína, að
æskilegt væri að Kínastjórn yrði
Iýðræðis- og mannréttindasinnaðri,
leyfði fólki t.d. að ferðast úr landi að
vild þess. Allt það gæti verið til at-
hugunar, sagði Li Peng, en væruð
þið Þjóðverjar þá tilbúnir að taka
við svo sem tíu milljónum Kínverja
áári?
Með sínu nefi
í þættinum í dag verða gefnir hljómar við tvö lög, sem sungin eru við
ljóð Sigurðar heitins Þórarinssonar, en bæði eru þessi lög mjög vinsæl
sönglög. Fyrra lagið er „Jarðarfarardagur", sem er sungið við lag Þóris
Baldurssonar, en umsjónarmanni þáttarins er ekki kunnugt um eftir
hvem seinna lagið er. Það er spaugsöm en nokkuð magnþrungið lag
sem heitir „Lifandi er ég“. Góða söngskemmtun!
JARÐARFARARDAGUR
Am E7 Am
Það gerðist hér suður með sjó
Dm G7 Cmaj7
að Siggi á Vatnsleysu dó,
B
og ekkjan hans, Þóra,
Am
var ekki að slóra,
E7 Am
til útfararveislu sig bjó.
Dm
og ekkjan hans, Þóra,
Am
Am
4 >
4 t 4 >
X O 2 3 1 0
C maj7
TTi
: < * 1 !
f | 1
T
X 3 2 0 oí>
var ekki að slóra,
E7 Am E7 Am
til útfararveislu sig bjó. E
Það var logndrífa og ládauður sjór
er hinn látni í gröfina fór,
og ekkjan með sjarmi,
brá svuntu að hvarmi,
menn sáu að hryggðin var stór.:,:
Klerkur sagði: „Holdið er hey,
vér hryggjumst og kveinum ó vei.
:,: Þann gæðamann tel ég,
sem guði nú fel ég,
við gleymum hans trúmennsku ei.:,:
Þegar gengin frá garði var drótt,
kom granninn og talaði hljótt:
:,: „Þó góðan með sanni
þú syrgir nú manninn,
má sorginni gleyma í nótt.“ :,:
En Þóra sagði: „Því skal ei leynt
að þetta er fallega meint.
:,: En sorgina ég missti
er ég kistusmiðinn kyssti,
þú kemur því, góði, of seint.:,:
Dm
í TT «
►
I i ! < ►
X 0 0 2 3 1
G7
LIFANDI ER ÉG
Am
Það skeði hér eitt sinn í útkjálkasveit, ú-ú,
Dm Am Dm Am
að koma skyldi skindauðum í kristinna manna reit.
3 2 0 0 0 1
Viðlag:
Dm Am Dm Am
Korrí, orrí, ó, korrí, orrí, ó,
Dm Am E Am
korrí, orrí, orrí, orrí, orrí, orrí, ó.
Sorgmæddar hræður þar sáust í för, ú-ú,
En sagt var að ekkjan hefði sigurbros á vör.
Viðlag....
B(Aís)
X X 2 3 * 1
Er fylgdin var komin í kirkjugarðshlið, ú-ú,
reis líkið upp og stundi: Æ staldrið þið við.
Viðlag...
Lifandi er ég og útförin plat, ú-ú.
Við löbbum okkur heim, því mig langar í mat.
Viðlag...
En ekkjan hún mælti í óblíðum tón, ú-ú:
Að þú skulir ekki kunna að skammast þín, Jón.
Viðlag...
Ligg þú í kistu sem líki ber, ú-ú.
Betur trúi ég lækninum en bullinu í þér.
Viðlag...