Tíminn - 22.06.1993, Page 7
Þriðjudagur 22. júní 1993
Tíminn 11
6 efstu I töltinu. Sigurbjörn og Oddur, Elsa og Kolbakur, Atli og Þráinn, Sveinn
og Hljómur, Trausti Þór og Hlökk og Guðni og Svartur.
Hart barist í skeiöinu. Andri liggur hjá Sveini Jónssyni en Ragnar Ólafsson hleypir Breka viö hliö hans til aö gefa hon-
um meiri ferð.
Hestamannafélagið Sörli:
7 efstu í fimmgangi. Atli og Reynir, Hulda og Stefnir, Guömundur og Brimir,
Sveinn og Andri, Siguröur og Hildur, Daníel og Spænir og Sigurbjörn og VI-
dalín.
Umsjón:
Guðlaugur
Tryggvi
Karlsson
Glæsileg reiöhöll Söriamanna setur nú svip sinn á hestamót í Firöinum. Þaö er Hulda Gústafsdóttir, sem situr Stefni frá Tunguhálsi I fimmgangskeppninni.
Nú koma stórmót hestamannafé-
laganna á færibandi og er skemmst
að minnast fjórðungsmóts á Norð-
urlandi, sem byrjar eftir rúma
viku. Þá fer að halla undir heims-
meistaramótið í Hollandi og var
greinilega kominn alþjóðablær á
Hafnfirðinga um helgina, því þeir
héldu hestamót með yfirþjóðleg-
um svip og kölluðu það FIBO. Á
þessum mótum geta menn hækk-
að upp í A úrslit ef þeir vinna B úr-
slitin og verða þá sex í úrslitaröð-
un. Knapar hafa meira að segja um
röð gangtegunda f sýningaratrið-
unum, en á venjulegum íþrótta-
mótum, og þyngingar mega vera
upp í 300 gr. Einkunnir gilda bæði
í undankeppni, sem í röðuninni
sjálfri og dómarar með alþjóða-
réttindi dæma.
TVaustur svipur er nú kominn á
mótahöld þeirra Sörlamanna, með
hina glæsilegu reiðhöll að bak-
hjarli og geta áhorfendur jafnt set-
ið í kaffi og horft á sýningaratriði
út um gluggann, sem „spókað" sig
úti á hlaði. Þá setur hin mjóa kapp-
reiðabraut svip sinn á kappreið-
amar og var núna Ld. keppt í ell-
efu riðlum í 250 m skeiði og allt
einvígi. Hafði Sveinn Jónsson sig-
ur í skeiðinu á heimavelli á Ósk og
fengu þau tímann 22,45 sek. Sig-
urður Sæmundsson og Grani
runnu skeiðið á 22,70 sek. og Hin-
rik Bragason og Eitill á 22,80 sek.
Gæðingaskeiðið sigraði Atli Guð-
mundsson á Reyni, Sveinn Jóns-
son og Andri komu næstir og Gísli
G. Gylfason og Kolur voru í þriðja
sæti.
Björgvin Jónsson á flugaskeiði á Pæper frá Varmadal. Sá jarpi heitir eftir flug-
vél Jóns f Varmadal, Piper Warrior, og standa þeir félagar sig vel I bardagan-
um og stutt I flugiö.
6 efstu í fjórgangi. Sigurbjörn og Oddur, Atli og Þráinn, Sveinn og Kolur,
Sveinn og Hljómur, Barbara og Háfeti og Adolfog Glókollur.
B töltiö sigraöi Vignir á Rúbln, þá kom Sævar á Bráni, Barbara á Háfeta og
Siguröur á Bessa.
Hallar undir heims-
meistaramót