Tíminn - 29.06.1993, Side 2

Tíminn - 29.06.1993, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 29. júní 1993 Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands: ■ Arnar Sigurmundsson, form. Samt. fiskv.stöðva: Gengisfelling ekki innbyggð Að óbreyttu mun forsenda kjarasamninganna sækja í sama farið J*íci, það er sko alldeðs ekki í lagi að fella gengið um 7,5% og rýra kjörin um 3%. Ef menn halda að þetta sé eitthvað sem er innbyggt í kjarasamn- ingi þá er það mikill misskilningur. Þessar viðmiðanir í kjarasamningnum eru einungis til að meta í sambandi við uppsagnir og það er ekki hægt að hengja eitthvað annað utan á það. Að sjálfsögðu verður tekið tillit til þessa þátta þegar að kemur að hausti," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ. Bjöm Grétar segir að verkalýðs- hreyfingin geri sér auðvitað fulla grein fyrir nauðsyn efnahagsaðgerða í tengslum við ákvörðun um stór- felldan samdrátt í þorskafla á næsta fiskveiðiári. Jdaður átti því von á að sjá heil- steyptan pakka í þeim efnum en þetta er eins og menn ætli sér ekki að hætta að pissa f skóinn sinn, heldur halda því áfram. Auðvitað koma skuldbreytingar og lenging lána til góða, en nær ekki lengra en að vera aðeins kvalastillandi um tíma. Formaður VMSÍ segist hafa haldið það að allir sem komu að nýgerðum kjarasamningi hafi verið sammála um að það ætti að vemda sérstak- lega kaupmátt lægstu launa. Hins vegar bregði svo við að í aðgerða- pakka ríkisstjómar sé ekkert tekið á þeim þætti. „Það vantar alveg hlut tekjujöfnun- ar í þennan pakka." Bjöm Grétar segir að skuldir sjáv- arútvegarins í erlendum myntum muni að sjálfsögðu hækka í kjölfar gengisfellingarinnar. Síðan sé það spuming hver áhrifin verði á þróun nafnvaxta og á innlendar skuldir at- vinnugreinarinnar. „Það er ekki að finna í þessum að- gerðum ríkisstjómar nein raun- veruleg úrræði við þeim vanda sem blasir við vegna minni afla. Við höf- um ítrekað bent á fulivinnslu afla og að allur afli fari á fiskmarkað, svo nokkuð sé nefrit. Svona samdráttur hlýtur að koma alveg gríðarlega mikið niður á sjávarplássunum og á atvinnustigið. Auk þess mun sam- drátturinn hafa keðjuverkandi áhrif um allt samfélagið. Það er talið að það séu fleiri störf í þjónustugeiran- um sem byggja á hvetju einasta starfi í sjávarútvegi." Á fundi formanna landssambands og launanefndar ASÍ f gær kom m.a. fram sú skoðun að 7,5% gengis- lækkun krónunnar sé ekki sú lang- tíma lausnaraðgerð til að bæta hag sjávarútvegarins, eins og ríkisstjóm- in heldur fram í sinni yfirlýsingu. Á fundinum söknuðu menn þess að sjá ekki frá ríkisstjóminni tillögur sem tækju á vandamálunum til lengri tfma og um úrbætur í atvinnumál- um. „Fundurinn mótmælir harðlega þeim skilningi sem lesa má út úr yf- irlýsingu ríkisstjómarinnar að gengisfellingin sé innibyggð for- senda í þeim kjarasamningum sem gerðir vom í sl. maf. Afstaða verka- lýðshreyfingarinnar við endurskoð- un kjarasamningsins í haust hlýtur m.a. að markast af verðlagsþróun í kjölfar gengisfellingarinnar og að- gerðum ríkisstjómar í atvinnumál- um.“ -grh JVfiðað við hina þröngu stöðu þá gat maður ekki búist við meiru í kringum gengið, en þessu, 7,5% gengisfellingu. Lenging lána bætir greiðslustöðuna í atvinnugreininni og hallinn lækkar úr tæpum 9% í 4,5%-5%. En að öllu óbreyttu mun sækja aftur í sama farið hvað varðar tapið, með nýju fiskveiði- ári í haust Hins vegar er viðbúið að einhveijum fyrirtækjum í vinnslu og útgerð verði synjað um lánalengingu og skuldbreytingar á þeim forsendum að þau séu eÚd á vetur setjandi," segir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Amar segir að næsta skref sé að reyna að ýta eftir úreldingunni og þá sérstaklega í skipunum, en f þeim efnum horfa menn til Þróunarsjóðs- ins. Hinu sé þó ekki að leyna að nið- urskurður í aflaheimildum og þá einkum í þorski muni geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir atvinnustig fiskvinnslufólks, vítt og breitt um landið. Hann segir að áhrif gengisfellingar- innar á afkomu fyrirtækjanna eigi að skila sér mun betur en 6% gengis- fellingin frá því í nóvember í fyrra. „Engu að síður nutu menn góðs af 6% gengisfellingu á fyrri hluta þessa árs. En auðvitað em menn ekki að leika sér að því að fara í gengisfell- ingar og kalla ekki á eftir henni nema því aðeins að menn sæju ein- hvem ávinning af því.“ Um síðustu áramót skuldaði sjávar- útvegurinn rúmlega 100 milljarða króna og þar af vom 60 milljarðar í erlendum lánum og 40 milljarðar f innlendum. Vegna gengisfellingar- innar er sýnt að erlendar skuldir at- vinnugreinarinnar munu aukast sem nemur gengisfellingunni. Að hinu leytinu hefur dollarinn verið að hækka á síðustu missemm um 3%- 4%. „Ég vona að þessar aðgerðir muni ekki hafa mikii áhrif til hækkunar á nafnvexti. En hvað raunvextina varðar þá er það alveg sjálfetætt mál, en engu að síður em þeir alltof háir,“ segir Amar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva. -grh Steingrímur Hermannsson: Of litlar aðgeröir Margrét Frímannsdóttir: Þarf að gera miklu meira JÉg leggst ekki gegn þessum aðgerð- um. Ég tel að aðgerðir vegna ástands- ins í sjávarútvegi hafi verið óhjá- kvæmilegar. En ég tel hins vegar að þær komi allt of seint og séu of litlar," segir Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Ég tel að þama hefði þurft að fylgja með lækkun á vöxtum. Sömuleiðis tel ég að það sé löngu orðið tímabært að horfast í augu við staðreyndimar, taka til hendi, hvetja til nýsköpunar í at- vinnulífinu og veita töluverðu fjár- magni í að koma af stað nýrri fram- leiðslu." - Hvað hefði Framsóknarflokkur- inn gert öðruvúi? J'ramsóknarflokkurinn hefði aldr- ei lagt þær álögur á sjávarútveginn sem þessi ríkisstjóm gerði í upphafi, sem var hátt í milljarð, og náttúm- lega kom á versta tíma, þegar afli var að minnka. Við hefðum kannski gert eitthvað svipað og nú er verið að gera, eins langt og það nær, en við hefðum fyrir löngu hafið aðgerðir til að stuðla að nýsköpun í atvinnulíf- inu, veita fjármagni til þess sem skapar meiri atvinnu og meiri fram- leiðslu og kannski er það númer eitt, að við hefðum aldrei hleypt vöxtunum svona upp,“ segir Stein- grímur. „Ég tel að það þurfi að lækka vextina um tvö til þrjú pró- sentustig. Það er hægt að gera það með þvf að Seðla- bankinn bjóði í ríkisvíxlana eins og fjóra til fimm af hundraði vexti og með samning- um við lífeyris- sjóðina. Þá munu bankamir fylgja á eftir." GS. Vonum „Það var vonum seinna að ríkis- stjómin ákvað að gera eitthvað. Þótt þessar lánalengingar og skuldbreytingar kosti sitt þá held ég að það sé augljóst að það hefði orðið miklu dýrara að gera ekki neitt og sitja upp með aukin van- skil og þrot,“ segir Anna Ólafsdótt- ir Bjömsson, þingmaður Kvenna- listans. „En varðandi spamað í út- gjöldum, sem ríkisstjómin talar um, þá er það dæmi sem við eig- um alveg eftir að sjá. Ef frekari niðurskurður í menntakerfinu og heilsugæslu kemur ofan á 3% „Ég held að þessi niðurskurður á aflaheimildum hljóti að vera mjög erfiður fyr- ir eftiahagslífið. Gengisfellingin ein og sér mildar bara þau áhrif sem þessi niðurskurður hefúr. Það þarf að gera miklu, miklu meira en seinna launaskerðingu vegna gengisfell- ingar, þá eru þessar aðgerðir auð- vitað til hins verra. BSRB hefur haft áhyggjur af uppsögnum ef það kemur til niðurskurðar. Það er mál sem mér finnst full ástæða til að taka alarlega. Hvert prósent í atvinnuleysi kostar okkar hundruð milljóna. Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því.“ Anna segir að Kvennalistinn vilji fara eftir ábendingum fiskifræð- inga og geti stutt þessar aðgerðir svo framarlega sem þeim sé fylgt eftir. „Við höfum bent á það að til það,“ segir Margrét Frímannsdótt- ir, þingmaður Alþýðubandalags, um efnahagsaðgerðir ríkisstjóm- arinnar. „Svo náttúrulega er það eins og allt annað hjá þessari ágætu ríkisstjóm, að það stendur aldrei nokkum tímann það sem hún segir. Þeir boðuðu það, að þeir myndu ekki fella gengið og Davíð Oddsson boðaði það, að veiðiheim- ildir yrðu meiri en áður hefði verið þess að aðgerð- irnar verki þá verður meira að fylgja með. Það verður að reyna að beina stærri togurum á fjar- lægari mið. Það --------------- skiptir miklu máli að bæta við auðlegðina í stað þess að vera að nurla einhveiju saman,“ segir Anna. „Við viljum gjaman styrkja aðrar greinar, sem gefa útflutningstekjur, ekki síst ferðaþjónustuna. Þar erum við með mjög mikið af vannýttum auði. Við höfum allar fjárfestingar en það vantar markaðssetningu. Við töpum miklu á spamaði í ferðaþjónustu." GS. talað um. Þorsteinn Pálsson hefúr orðið ofan á í þeirri deilu," segir Margrét ,J»að er nánast alveg sama hvert litið er, það stendur ekki steinn yfir steini í öllu því sem ríkisstjómin hefur sagt ffá því hún boðaði aðgerðir í eftihags- og at- vinnumálum í fyrrahaust Það er full ástæða til þess að þingið komi saman og fjalli um þetta.“ - Hvað myndir þú vilja gera í þess- ari stöðu, hver em úrræði Alþýðu- bandalagsmanna? „Við settum fram mjög vel út- færðar tillögur í haust um það hvemig við viljum standa að at- vinnumálum og ríkisfjármálum. Þessar ráðstafanir sem gerðar em í dag skapa bara vítahring. Atvinnu- leysið eykst og tekjur ríkissjóðs minnka. Við komumst ekkert út úr þessu öðmvísi en að gera aðrar hliðarráðstafanir. Þær höfum við sett fram í okkar tillögum og einn- ig hvemig við viljum láta taka á skattamálum og fleira,“ segir Margrét „En þær leiðir sem ríkis- stjómin er að fara em allt aðrar." GS. Anna Ólafsdóttir Björnsson: Leyfilegur hármarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári aðeins 165 þúsund tonn í stað 230 þúsund tonna eins og þorskafli er áætlaður í ár. Þorskafli skorinn niður um 65 þúsund tonn Á ríldsstjómarfundi um helgina var ákveðift að leyfilegur heUdaiafli þoralcs á nssta fisldveiðiári verði ekki meiri en 155 þúsund tonn. Að telmu tilliti til veiða krókabáta er hins vegar gert ráð fyrir því að heildar- afli þoraks verði ekki meiri en 165 þúsund tonn. Það er 15 þúsund tonn- um melri afli en Hafró lagði til en 65 þúsund tonnum minni afli miðaft við 230 þúsund tonna áætlaðan þorskafla á yfiratandandi fiskveiðiári. Sömuleiðis ákvað ríkisstjómin, að fengnum tillögum sjávarút- vegsráðherra, að ufsa- og karfaafli verði 10 þúsund tonnum meiri en tillögur Hafró gera ráð fyrir, grá- lúðuaflinn 5 þúsund tonnum meiri, skarkolaafli um 3 þúsund tonnum meiri, sfldarafli er einnig heimilaður 10 tonnum meiri, humarafli um 200 tonn og úthafs- rækjuafli um 5 þúsund tonn. Hins vegar er að fullu farið eftir tillög- um Hafró hvað varðar heildarafla ýsu, loðnu, innfjarðarrækju og hörpudisks. Að mati sjávarútvegsráðuneytis- ins mun þetta hafa í för með sér að leyfilegur heildarafli kvótabund- inna botnfisktegunda verði 15% minni í þorskígildum talið en sem nemur áætluðum afla á yfirstand- andi fiskveiðiári. Þá telur ráðu- neytið að afli annarra kvótabund- inna tegunda geti orðið um 22% meiri í þorskígildum en áætlað er í ár og munar þar mestu að gert er ráð fyrir að loðnuaflinn geti numið rúmri einni miljón tonna. Samkvæmt þessu er áætlað að heildarsamdrátturinn í veiðum geti numið allt að 6,53% miðað við þorskígildi. Aftur á móti ef afli út- hafskarfa heldur áfram að aukast og verði 40 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, yrði samdrátturinn 5,5%. Þetta byggist þó á því að tillögur um takmarkanir á veiðum smábáta og línuveiðum yfir veturinn nái fram að ganga. Þar er miðað við að heildarafli krókaleyfisbáta verði um 13 þúsund tonn en hlutdeild þeirra í 165 þúsund tonna þorsk- afla er aðeins 3500 tonn, eða sem nemur 9500 tonna umframafla. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að hálfur línuafli utan aflamarks yfir vetrarmánuðina verði 12.500 tonn í stað 15 þúsund tonna í ár og 1500 tonn af ýsu í stað 2 þúsund tonna. Nái hins vegar þessar tillögur ráð- herra ekki í gegn á þingi er viðbú- ið að Iækka þurfi leyfilegan þorsk- afla um 12 þúsund tonn til viðbót- ar. Þessar ákvarðanir verða til þess að aflamark einstakra skipa lækkar um 25,48% í þorski, um 8,15% í ufsa og tæp 14% í karfa. Til að jafna þennan mun verður afla- heimildum Hagræðingarsjóðs út- hlutað með sama hætti og sl. vor þannig að aflamark einstakra skipa er ekki talið skerðast meira en sem nemur 9,3% á milli fiskveiðiára. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.