Tíminn - 29.06.1993, Side 4

Tíminn - 29.06.1993, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 29. júní 1993 Tímiim RIÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdasflóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Skrtfstofun Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: ÁskrHt og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vonbrigði Loksins hefur ríkisstjórnin tekið af skarið og kynnt hugmyndir sínar um hvernig bregðast eigi við aðsteðj- andi efnahagsvanda. Margir voru að vonast til að sjá umfangsmikil og frumleg úrræði, en það segir talsvert um þessar aðgerðir að þeir voru til sem ekki áttuðu sig á því strax að um nýjar aðgerðir væri að ræða og héldu að verið væri að tala um sömu aðgerðir og fyrir átta mánuðum. Þá voru óspart notuð slagorðin um stofn- un Þróunarsjóðs sem átti að taka á skipulagsvanda sjávarútvegarins og um áframhaldandi fastgengis- stefnu og stöðugleika þrátt fyrir gengisfellingu. Enn á ný er Þróunarsjóðurinn kynntur sem veiga- mikil efnahagsaðgerð þótt stjórnarliðið hafi ekki treyst sér vegna ágreinings til að koma honum í gegn- um þingið sl. vor. Og enn er talað um fastgengi og stöðugleika þrátt fyrir tvær gengisfellingar á átta mánuðum. Sú spurning á fyllilega rétt á sér, hvort ein- mitt þetta tvennt verði í þriðja sinn uppistaða efna- hagsaðgerða ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar eftir átta mánuði héðan í frá? Sannleikurinn er nefnilega sá að ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar og hikað þegar kemur að stjórn efnahagsmálanna og ef framhald verður á slíkum vingulshætti mun fljótlega sækja í sama farið aftur og sá ávinningur sem þó næst með þessum ákvörðunum mun tapast. Segja má að í þessum efnahagsaðgerðum felist bæði góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttirnar eru að ríkis- stjórnin hefur vaknað til lífsins og viðurkennt að hér var kominn upp mjög alvarlegur efnahagsvandi sem ekki var hægt að líta framhjá lengur. Það er jákvætt þegar stjórnvald viðurkennir staðreyndir og ákvörð- unin um þorskaflamark, gengisfellingin, og skuld- breyting lána sjávarútvegsfyrirtækja var spurning um viðurkenningu á ákveðnum staðreyndum. Þetta eru því ánægjulegri fréttir, að fram til þessa hafa sumir forystumenn ríkisstjórnarinnar talað af lítilsvirðingu um fiskifræði, kallað lánalengingar sjóðasukk, og sagt að gengisfellingar kæmu ekki til greina. Slæmu fréttirnar sem felast í aðgerðum ríkisstjórn- arinnar hins vegar lúta að því hversu seint þær koma og hversu takmarkaðar þær eru. Það hefur íegið fyrir um langt skeið að rekstrarafkoma útflutningsgrein- anna væri skelfileg og versnaði dag frá degi. Engu að síður hefur ríkisstjórnin kosið að láta vandann hlaða utan á sig þannig að sífellt verður erfiðara að fást við skriðþunga erfiðleikanna. Allir eru sammála um að með þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið sé aðeins verið að setja plástra á umfangsmikil efnahagssár og sjálfur forsætisráðherrann hefur sagt að ekki hafi átt að lyfta sjávarútvegi upp fyrir núllið. Og þótt of lítið sé gert á sumum sviðum er jafnvel enn minna gert á öðr- um! Þannig vantar alla stefnumörkun um lækkun vaxta í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar er heldur ekkert að fmna um uppbyggingu eða nýsköpun af neinu tagi. Enginn sóknarhugur virðist fyrir hendi hjá ríkisstjórninni, enginn kraftur eða vilji til að snúa þróuninni við. Af þessum sökum valda aðgerðir þessar vonbrigðum. Ríkisstjórnin hefur vissulega viðurkennt vandann og sýnt tilburði til að takast á við hann. Hins vegar þarf augljóslega kraftmeiri stjórnmálamenn og frjórri for- ustu til að leiða þjóðina út úr þeim vanda sem hún nú er komin í. Fyrir nofckrum dögum var það rifjað upp her í blaðinu — þótt í öðru sam- hengi væri en hér verður gert — er Pinnur prófessor Magnusson las drótt- kvaeða vísu út úr skriðjökulrákum á sænskri berghelhi. 'Eddi hann að rák- tmar mundu vera rúnir og er þessi Finnur ritaði lærða bók um uppgöfv- un sína og Jónas Hallgrímsson mærði hann f Ijóði fyrir lærdómsalrekið. Þama sannaðist orðtakið að „skýst þótt skýrir séu,“ og er Finnur ekki minna verður sem iærdómsmaður og brautryðjandi t fornum fræðum eftír enáður. Skriplaö á skötu En Finnur var hvorid fyrstur né seirt- En nú fer í verra þegar hídundur „HelgarspjaBs" tekur að leggja út af síðustu línunni. Honum verður það á að skdja .jnarinn svali", svo að átt sé út af álýkhtnutn sem dregnar voru í fljótfeeml Nýtt dæmí þess má líta í ,jlelgarspjalli“ Matthíasar Johannes- serts í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Þar verður Matthíasi all mjög á í messunni er hann gallar um hið al- kunna kvæði nafria síns Jochumsson- ar „Guð minn, guð ég hrópa" og stað- næmist einkum við þetta erindi: JkemsvomildanátuSa, drottírmþfmbami,- einsogléttulaufi lyfti btanr frú hjami,- einsogtitiUlœkw Ijúki smu hjali þarsem lygn í kyni við limlestan (marinn) fagl, er hann ætiar að heitá „svali" og því iíkiega eitt- hvert afbrigði af svöiuætt Og Matthías ieggur út af misskiiningi sfnum og segin „Marinn fagltnn er augsýnilega enginn mun állta Matthias Johanessen mann að minni hér fyrir, hvorki sem skáld né ágætan og vandvirkan fröm- uð vorrar móðurtungu. Rifrn skjöldurinn Meinloka Matthíasar er auðvitað sára- metnbus, en hið sama verður ekki sagt um allar meinlokur. Því skat þetta feri notað tii að vekja athygli á mein- loku sem er í meira lagi vond- Þegar Finnur bókavörður Sigmundsson gaf úr ritsafh Bóiu- Hjálmars nærri 1950 betrumbæiti einhver - arirtn þetta' Paðan eru þessar margtilvitnuðu lín- meðkfofinnhj&mogmfimslgöbL" ,en er frosirtn niður við mosa eins og ir « ............................. þ-lm. fskrautbúnu ljóðaúrvali nýlegu frá Máli og Menningu og Einar Kára- son rithöfandur, sem vitnar f kweðið f nýjustu skáldscigu sinni, fefar ekki Það var nú það. En yrði erindi séra Matthíasar ekki öllu auðskiljanlegra ef við kysum að iesa „marinn svali“ blátt áfram sem hlnn ,kaldi særi‘... ÖÐum vtrður á og kannske er það hótfyndni að vekja athygli á slíku smá- hvergi hefarvitleysan úr Finnsútgáfa verið leiðrétt það við vitum. En von- andi þurfa menn ekki að sjá hana prentaða upp enn aftur. Nýju vendimir Jóhanna og Jón Baldvtn Splunkunýir og hugmyndasnauðir ráðherrar Álþýðuflokksins afgreiddu auðmjúkir gamaldags og útjaskaðar efnahagsráðstafanir um helgina. Einhverjar atvinnugreinar eru minna í mínus en fyrir helgi, gengið og kaupið lækkað, verðbólgan aukin og vextir hækkaðir til að bjarga at- vinnuvegunum og ógljósar hug- myndir eru uppi um að hagræða enn betur og minnka kostnað í rekstri ríkis og fyrirtækja með því að segja upp enn fleira fóiki sem þá bætast í ört stækkandi hóp þeirra sem ekki geta séð sér og sfnum far- borða með vinnum sínum. Allt er þetta svo gamalkunnugt að það þarf ekki einu sinni stjómmála- menn til að upphugsa og útfæra bjargráð af þessu tagi. Embættis- menn undir skrifstofastjórastatus og seðlabankamenn með lítt slitnar tennur geta sem best séð um að skvetta svo margreyndum afréttara á timburmenn þjóðarbúsins til að halda gangverkinu höktandi enn um hríð. En þar sem nýir vendir sópa best var ekki hægt að bjarga efnahagnum nema fá þá Guðmund Áma og Össur til að leggja á snilldarráðin. í ólgusjó En ekki gekk þrautalaust að koma þeim inn í bjargráðastjómina. Það var ekki gert nema með því að ryðj- ast yfir gjörvalla kvenþjóðina í Al- þýðuflokknum og láta útvíkkaðan þingflokk kjósa leynilega samkvæmt vilja formannsins og er það afrek út af fyrirsig. En þótt búið væri að styrkja björg- unarsveit þjóðarskútunnar með þeim Guðmundi Áma og Össuri var kominn slík slagsíða á Alþýðuflokk- inn að þar er allt að velta yfimm. Það kom eins og þmma ofan í ólgu- sjó bjargráðanna að Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra sagði af sér sem varaformaður Al- þýðuflokksins og hótar jafnvel enn meiru af svo góðu ef út í það fer. Jóhanna kaus að ávarpa þjóðina þegar hún skýrði frá ákvörðun sinni og kenndi Jóni Baldvin flokksfor- manni einhliða um að hún neyddist til að taka svo dramatíska ákvörðun. Ástæðan fyrir afsögninni liggur heldur betur á lausu, en Jóhönnu var óvenju þungt um málbeinið þeg- ar hún lýsti í sjónvarpi hvemig ' ¥ilt oB hreitt" flokksformaður hefar sniðgengið hana í allri ákvarðanatöku fyrr og síðar. Hún ásakaði Jón Baldvin fyrir að ráða einn öllu og tala ekki við sig um neitt sem máli skipti í stjóm lands og flokks og væri sér ekki vært undir þessu kúgandi einveldi lengur og gaf fret í flokksformanninn, sem virti hana ekki viðlits hvort sem væri. Vit og óvit Jón Baldvin þusti heim í skyndi úr fríinu í Sviss og hljóp upp í sjónvarp að kvarta undan Jóhönnu. Þar hældi hann henni á hvert reipi fyrir dugn- að, útsjónarsemi og fyrirhyggju í öllum störfum, en sagði að vísu að margir væm málaflokkamir sem hún hefði ekkert vit á og að svo væri hún gefin fyrir að skrökva upp á sig. Má ekki á milli sjá hvort vegur meira hólið eða lastið í umsögnum utan- ríkisráðherra um félagsmálaráð- herra. Jóhanna fer ekki dult með að út- nefhing Össurar í embætti umhverf- isráðherra sé komið sem fyllti mæl- inn. Hún vildi sjálf fá að ráða að kona settist í þann dægilega sess. Annars er það næsta furðulegt að slegist skuli um ráherrastóla í bjarg- ráðastjóm Davíðs. Eins og málum er háttað er eðlilegra að flótti sæki að ráðherraliðinu og em tveir gamal- reyndir raunar búnir að forða sér, sem sýnist vitið meira. En að gera verður út af því að vinkona fái ekki að taka þátt f að draga efnahagslífið niður fyrir hörmungarmörkin er lítt skiljanlegt eins og á stendur. Einhvem tímann var sagt að fíflinu skyldi á foræðið etja en Jóhanna Sig- urðardóttir er greinilega ekki sátt við það góða húsráð og snýst önd- verð gegn því þegar Jón Baldvin hlít- ir gömlum þjóðráðum. Þegar upp er staðið er það greini- lega rétt ákvörðun af Jóhönnu að segja af sér sem varaformanni, því hvað hefur flokkur sem á kost á slík- um formanni sem Jón Baldvin er, að gera við varaformann og það kven- mann. Jón er vanur að fá allt fyrir ekkert og þarf því ekki að deiia neinu með öðrum. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.