Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 8
12Tíminn
Þriðjudagur 29. júní 1993
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1993
Drogið veröur f Sumarhappdraetti Framsóknarflokksins 9. júlf 1993. Velunnarar
flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda glrúseðla fyrir þann tlma.
Allar frekari upplýsingar eru verttar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-28408 og
91-624480.
Landsþing LFK
6. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið 8 -10. október n.k.
á Austurtandi.
Nánar auglýst slöar.
FramkvæmdasQóm LFK
Þórsmerkurferð
Sambands ungra
framsóknarmanna
Hin áriega Þórsmerkurferð SUF og FUF á Suðurfandi verður farin helgina 2.-4.
júll. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni (BSl) föstudaginn 2. júli kl.
20.00. Þar sem sætaframboð er takmarkað, er fólki bent á aö panta timanlega I
sima 91-624480.
Framkvæmdasyóm SUF
Framsóknarmenn Nl. eystra
Úttvistartielgi I Vaglaskógl 26.-28. júni 1993
Föstudagur 26. júni Id. 17.00: Tjaldsvæöi opnað i Stórarjóðri.
Laugardagur 27. júni Id. 13.00: Gróöursetning að lllugastöðum.
M. 19.00: Grillaö I Stórarjóðri (grill verða á staðnum, en
annað hefur fólk meöferöis).
Id. 21.00: Kvöldvaka I Stórarjóðri.
Sunnudagur 28. júnl: Tekið saman og skilið vel viö fallegan staö.
Að sjálfsögðu verður farið I leiki og sund og annað þess háttar.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Varöeldur?
Nefhdki
Frá Fræösluskrifstofu
Vestfjarðaumdæmis
Staða skólastjóra við Grunnskólann á Suðureyri er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 16. júlí.
Upplýsingar veita Karl Guðmundsson, formaður skóla-
nefndar, í síma 94- 6250 og Magnús S. Jónsson, skóla-
stjóri, í síma 91-653862.
Fræðslustjóri.
Læknastöður
á Siglufirði
Auglýstar eru stöður tveggja heilsugæslulækna við heilsu-
gæslustöð og sjúkrahús Siglufjaröar. Önnur staöan er laus
ffá 1. september 1993 eða um áramót. Hin staðan losnar
sumarið 1994.
Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðimenntun f heimil-
islækningum. Vegna starfa við sjúkrahúsið er reynsla ann-
ars læknisins í svæfingum (6 mán.) æskileg.
Umsóknir berist til stjómar fýrir 1. ágúst 1993.
Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri eða yfiriæknar
f sfma 96-71166.
Stjóm heilsugæslustöövar
og sjúkrahúss Siglufjaröar.
"N
Astkær eiginkona mln, móðir okkar, tengdamóðir og amma
Viktoría Kristín Guðmundsdóttir
Björk, Sandvíkurhreppl
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, þann 26. júnf. Jarðarförin verður
auglýst slðar.
Jón Gíslason
Guörún Jónsdóttlr Sigríöur Jónsdóttlr
Ólaffa Jónsdóttir Guðm. Jónsson
Gréta Jónsdóttir Eriendur Danfelsson
Ragnhelöur Jónsdóttlr Jóhann V. Helgason
Slgurður Jónsson Anna Krtstfn Gunnarsdóttlr
bamaböm og bamabamaböm
Nafnspjald íslands fegurst:
r
Stórsigur Islands í
heimskenpni um feg-
ursta frímerkið
Sigur íslands var stór þegar í byrjun
þessa árs lauk í Frakklandi heims-
keppni milli 144 þjóða, er gefa út frí-
merki. Fer hún fram á vegum franska
tímaritsins „Timbro!oisirs“. Henni
hefir verið líkt við siglingakeppnimar
miklu, eins og „Champion
d’Amérique" eða „Champion d’Océ-
anie", svo að dæmi séu tekin. Stendur
keppnin hverju sinni í tvö ár og eru
þjóðimar sífellt að tilnefna ný frí-
merki, sem valið er á milli, samtals 10
frímerki eða blokkir, hverju sinni.
Fyrir árin 1991-1992 sigraði svo ís-
land, með 408,626 punktum. Segir í
sigurskjalinu: „Fyrir gæði og fegurð
fnmerkja sinna á árunum 1991-
1992“. Þama hefði einnig mátt bæta
við fyrir vandaða hönnun, sem verið
hefir í höndum Þrastar Magnússonar.
Fyrir hönd íslands mættu þeir Ólafur
Tómasson, póst- og símamálastjóri,
og Albert Guðmundsson sendiherra,
til að taka á móti verðlaununum, sem
voru eftirsteypa af styttu sigurgyðj-
unnar Nike, úr grískri goðafræði, eða
Viktoríu, eins og hún hefir verið nefnd
meðal Rómverja. Var hún upphaflega
reist til að minnast sigurs yfir egypska
flotanum við Samoþrasíu. Var þeim
svo afhent styttan við hátíðlega athöfn
í Gabriel-skálanum í l’Elyséegarðin-
um. Var þama mikið um dýrðir og
fimm aðrar þjóðir mættar til að taka
við verðlaunum, en úrslit keppninnar
urðu sem hér segir:
ísland hlaut 408,626 atkvæði.
Monaco hlaut 403,528 atkvæði.
Frakkland hlaut 377,327 atkvæði.
Svíþjóð hlaut 353,392 atkvæði.
Ástralía hiaut 298,499 atkvæði.
Kanada hlaut 163,304 atkvæði.
Af þessum tölum má sjá hvílíkur
fiöldi fólks hefir myndað sér skoðun
um fegurð og gerð fri'merkjanna, sem
kepptu frá hverju landi, og hvað það
hefir að segja fyrir ísland að taka þátt í
slíkri keppni. öll frímerkin, er kepptu
fyrir íslands hönd, nema eitt, vom
verk Þrastar Magnússonar. Fálkafrí-
merkið var eftir ljósmynd. Það má því
segja að Þröstur eigi nokkuð stóran
þátt í þessum íslenska sigri.
Verðlaunastyttan, sem póst- og síma-
málastjóri hafði með heim, var höfð til
sýnis á frímerkjasýningunni „Eyfrím
93“ í íþróttahöllinni á Akureyri, helg-
ina 30/5-176.
Sigurður H. Þorsteinsson
Skrásetning tlmaritsins á sigurvegur-
unum.
A l’Islande,
le titre mondial!
ÍSLAND
2600
“Jvvíl
ISLAND
LEIFUK EIKfKSSON UM IU00 EUKOPA
Tslan
Tísland
v5500
KRISTÓFER KÓLUMBUS- 1492 EUROPA
fSLAND
fSLAN D
ISLAND
ISLAND
Frímerkin sem kepptu fyrir Islands hönd. Þau voru öII teiknuö afÞresti Magnús-
syni, nema 35 króna fálki, sem er geröur eftir Ijósmynd.
COUPE DU MONDE 92
DES TIMBRES
Classement final par pays
Sigurgyöjan Nike eða Victoria. Verölaunastyttan.
1. Islande 408 626 pts
2. Monaco 403 528 pts
3. France 377 327 pts
4. Suéde 353 292 pts
5. Australie 298 499 pts
6. Canada 163 304 pts