Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn. Frétta-síminn...68-76-48...Frétta Tíminn Frétta-síminn...68-76-48...Frétta Tíminn Frétta-síminn...68-76-48. Fimmtudagur 1. júlí 1993 121. tbl. 77. árg. VERÐ (LAUSASÖLU KR. 125.- ^Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu: íslensk stjóm- vökl bnitu ákvæði um félagafrelsi á mótmæli Sigurðar og samþykkti leyfissviptinguna. Ári síðar hafn- aði borgardómur kröfu Sigurðar um ógildingu leyfissviptingarinn- ar. Málinu var vísað til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að skylduaðild að Frama bryti ekki í bága við ákvæði stjómarskrár. Hins vegar ógilti Hæstiréttur dóm undirréttar um skylduaðild á þeirri forsendu að lagalegan grundvöll skorti. í framhaldi af þessu samþykkti Alþingi lög árið 1989 þess efnis að ekki mætti veita mönnum leyfi til leigubílaaksturs nema þeir væm í viðeigandi stéttarfélagi. Mannréttindadómstóllinn telur Frama félag sbr 11. ákvæði mann- réttindasáttmálans. Dómurum þótti hins vegar ekki nauðsynlegt að úrskurða um hvort Frami væri verkalýðsfélag. Þá tók dómurinn ekki gild þau rök íslenska ríkisins að Sigurður hefði samþykkt þá skyldu að ganga í Frama eða hvort sú skylda hvíldi raunvemlega á þegar hann fékk leyfi til að aka leigubfl. Dómurinn telur því að fram að gildistöku laga árið 1989 hafi 11 grein mannréttindasáttmálans verið brotin með skylduaðild og hótun um leyfissviptingu ella. Jafnframt efast dómurinn um nauðsyn slíkrar lagasetningar í lýðræðisríki. Sigurði vom dæmdar rúmar tvær milljónir króna í málskostn- að. íslensk stjómvöld brutu ellefta ákvæöi mannréttindasáttmála Evr- ópu um félagafrelsi meö þvf aö skylda leigubílstjóra til að vera í stéttarfélaginu Frama. Þetta kemur fram í dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu sem féll í gær og var þetta niðurstaða 8 dómara en einn var á móti. í 11. grein mannréttindarsáttmála Evr- ópu segir að menn eigi rétt á að koma saman og mynda félög og stofria og ganga í stéttarfélög til vemdar hagsmunum sínum. Þá skuli réttindi þeirra ekki háð öðr- um takmörkunum en þeim sem mælt sé um í lögum og nauðsyn- legar séu í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Málavextir eru þeir að árið 1986 var Sigurður A. Siguijónsson sviptur leyfi til aksturs leigubif- reiðar að kröfu Frama, stéttarfé- lags leigubifreiðastjóra. Krafan var tilkomin þar sem Sigurður neitaði að greiða gjöld til félagsins og hafði sagt sig úr því. Dómsmálaráðuneytið féllst ekki Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um dóm Mannréttindadómsstóls Evrópu: Fyrst og fremst starfsréttindadómur Jón Stelnar Gunlaugsson lögmaöur telur að íslenska ríklnu kunni að vera skylt aö tryggja mönnum aö þeir séu ekki beittlr félagaof- rfki með skylduaðild aö stéttarfélögum. Benedikt Davíösson, for- seti ASÍ, telur ofangreinda túlkun vera full frjálslega og seglr að þetta sé fyrst og fremst starfsréttindadómur. J’ama er verið að túlka þessa nið- urstöðu á mun víðtækari hátt en efni gefa til,“ segir Benedikt um túlkun lögmannsins. Fullyrðing lögmannsins voru við- brögð hans við dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu þar sem kveðið er á um að íslensk stjómvöld hafi brot- ið 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem lýtur að félagafrelsi. Jón hafði samt þann fyrirvara á að málsatvik væm ekki sambærileg við það sem gerðist á almennum vinnu- markaði og félagaskylda sem þar ríkti byggðist á samningum milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Þá var haft eftir Jóni að dómurinn hlyti að hafa þau áhrif að íslenska ríkinu væri skylt að breyta ákvæði f lögum um skylduaðild leigubflstjóra að félögum. -HÞ '.'íx-. Hart lagt að menntamálaráðherra um lækkun útgjalda: Utilokar ekki skólagjöld „Ég útiloka ekki skólagjöld," segir Ólafur G. Einarsson mennta- málaráöherra, aðspurður um spamaðaríeiðir f menntamálaráöu- neytinu. Hann seglr aö faríð sé fram á mikla útgjaldalækkun til menntamála og því sé erfið vinna framundan. „Þaö er ekkl þar með sagt aö ég geti gert þaö,“ segir Ólafur. Eins og kunnugt er var ráðherr- um afmarkaður ákveðinn fjár- magnsrammi til viðmiðunar sam- hliða efnahagsaðgerðum ríkis- stjómarinnar. Það mun lfldega mæða talsvert á ráðherra mennta- mála á næstunni þar sem ráðuneyti hans er annað fjárfrekasta ráðu- neytið með tæpa 16,7 milljarða króna til að spila úr á þessu ári. Ólafúr segir að innan ráðuneytis- ins sé verið að vinna að tillögugerð sem miði að því að halda sig við fjárlagarammann en engar ákvarð- anir hafi verið teknar enn sem komið er. Ólafur segist ekkert reikna sér- staklega með tillögum frá sér um skólagjöld á framhaldsskólanem- endur en útilokar það samt ekki. Stjóm Rithöfundasambandsins reynir að spoma gegn virðisaukaskatti á bækur: Dimmur dagur í sögu bókaþjóðarinnar „Stríöiö er ekki tapað þótt þessi orrusta sé töpuð,“ sagöi Þráinn Bertelsson, formaður Rithöfundasambandsins, í gær þegar hann gekk í fararbroddi svartklæddrar stjómar sambandsins á fund frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands til að biðja hana fyrir þau skilaboö til ríkisstjómarinnar að hætta viö aö leggja virðisauka- skatt á bækur en byrjaö veröur að innheimta hann í dag. Þráinn sagði ríkisstjómina hvorki hafa hlustað á vamaðarorð rithöfunda né heldur rök þeirra gegn álagning- unni. Rithöfundamir létu Vigdísi hafa tíu eintök af bókinni íslandsklukkan eftir Halldór Laxness til að afhenda ráð- herrum ríkisstjómarinnar. Þráinn segir ástæðuna fyrir því að sú bók hafi orðið fyrir valinu vera upp- hafsorð hennar en þau eru á þessa leið: „Sú var tíð, segir í bókum, að ís- lenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka." Stjóm íslenska lestrarfélagsins hefúr einnig lýst þungum áhyggjum vegna virðisaukaskattsins og bendir á að slíkt geti leitt til aukins treglæsis og að fleiri fari á mis við lestrarleikni sem nauðsynleg sé í nútímasamfélagi. í ályktun sem stjómin hefur sent frá sér segin „Enginn veit hvaða afleið- ingar skattur á lestrarefni getur haft á læsi íslensku þjóðarinnar. Gmnur um að illa gæti farið er nægilegur til þess að ekki megi hætta á neitt í þeim efn- um.“ -GKG. Þráinn Bertelsson, Rannveig Ágústsdóttir, Sveinbjöm I. Baldvins- son og Vigdís Grímsdóttir í stjómarráðshúsinu í gær ásamt for- seta fslands. Timamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.