Tíminn - 01.07.1993, Page 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA MA|
^^Jreiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SlMI 73655
—J—f J i II iai
labriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
Civarahlutir
Hamarshofða 1
Hamarshöfða 1
Simi676744
Tíminn
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1993
Útflutningur grásleppuhrogna til fullvinnslu erlendis hafinn á ný. Innlendar stöðvar sjá fram á mun styttri
vinnslutíma vegna hráefnisskorts:
Kjaftshögg á innlendan iðnað
„Við höfum fenglð 300 tunnur af grásleppuhrognum til kavíar-
vinnslu af 1.500 tunnum sem við ætluðum að fá, en í fyrra fengum
við 1.100 tunnur. Ég geri ekki ráð fyrir að fá meira en sem nemur
kannski 100-200 tunnum í viðbót að öllu óbreyttu. Það er því ekki
aö undra þótt við séum í algjöru fári og kaupum hrognatunnur
hvar sem við náum í þær, enda margir um hituna," segir Ólafur
Kristjánsson hjá Nóru hf. í Stykkishólml.
Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðu-
neytisins er aftur farin að gefa út
leyfi til útflutnings á söltuðum
óunnum grásleppuhrognum til
fúllvinnslu erlendis. En um tíma
var útgáfa útflutningsleyfa fryst,
m.a. vegna þrýstings frá innlend-
um kavíarframleiðendum og
verkalýðshreyfingunni. Það sem af
er vertíðinni er búið að veiða sem
nemur 7 þúsund hrognatunnum
og þar af hafa verið fluttar út um
2.200 tunnur en grunur leikur á að
þær séu fleiri. Meðal innlendra
kavíarframleiðenda er staðhæft að
til séu þeir útflytjendur sem láti
boð og bönn sig engu skipta; flytji
út og sæki svo um útflutningsleyfi
eftirá.
Innlendir framleiðendur kavíars
úr grásleppuhrognum fúnduðu í
gær vegna útflutningsins þar sem
fram kom megn óánægja með
stefnu stjómvalda í þessu máli og
þá sérstaklega vegna atvinnu-
ástandsins.
J þessu máli þarf að taka pólitíska
ákvörðun en það virðist bara alltaf
vera svo mikil hræðsla í ráðuneyt-
inu við það að „stóri bróðir" útí
heimi muni stíga ofan á þá.“
Hjá Nóm hf. er mest að gera í
vinnslunni frá ágúst til áramóta
hvert ár og þá vinna hjá fyrirtæk-
inu 10-15 manns.
„En við sjáum ekki fram á að vera
með meiri vinnslu í ár en sem
nemur einum til tveimur mánuð-
um. Við byggjum okkar afkomu á
vinnslu kavíars úr grásleppuhrogn-
um, þannig að útflutningurinn er
hið versta mál fyrir okkur."
Ólafúr Kristjánsson segir að á sinn
hátt sé það skiljanlegt að þeir sem
hafi ástundað hrognaútflutning í
gegnum tfðina og hafi sín sam-
bönd, vilji halda því áfram.
„Þjóðfélagslega er auðvitað ekkert
vit í öðm en að fullvinna afurðimar
hér heima. Sérstaklega þegar það
er haft í huga að við bjóðum sama
verð og sömu kjör og útflytjendur.
Við útflutninginn verður þjóðarbú-
ið af a.m.k. helmingi þeirra tekna
sem það ella mundi fá ef hrognin
væm unninn innanlands, svo ekki
sé talað um margfeldisáhrifin sem
það hefur á aðrar atvinnugreinar."
Arthúr Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda, segir
að þeir hvetji félagsmenn sína til að
skipta við innlenda aðila en séu á
móti boðum og bönnum í þessum
efnum.
Það sem af er hefur grásleppuver-
tíðin gengið alveg hörmulega víð-
ast hvar og hafa margir hreinlega
hætt og búnir að taka upp netin.
Gert er ráð fyrir að heildarveiðin
verði eitthvað um 8-9 þúsund
tunnur sem er um fjórðungs minni
veiði en í fyrra. -grh
Fyrrverandi ritstjóri Pressunnar segir að frétt
komið frá Davíðsmönnum
um fjárhagserfiðleika Þórðar Ólafssonar hafi
. Friðrik Friðriksson neitar:
„Þetta er lélegt grín
íí
„Þetta er bara eitthvað bull,“ segir Friðrík Fríðríksson, eigandi
Pressunnar, um þau ummæli Gunnars Smára Egilssonar, fyrrver-
andi rítstjóra Pressunnar, að frétt blaðsins um fjárhagslega erfið-
leika Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns bankaeftiríitsins, hafi átt
upphaf sitt að rekja til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Gunnar Smári, sem nú ritstýrir tíma-
ritinu Heimsmynd, fjallar í grein í
næsta tölublaði um stöðu Davíðs sem
forsætisráðherra. Þar segir Gunnar að
Friðrik Friðriksson tilheyri fámenn-
um hópi manna sem forsætisráðherra
ráðfæri sig við.
Þegar ríkisstjómin tók ákvörðun um
að leggja tvo miiljarða í Landsbank-
ann gagnrýndi Þórður Ólafsson þær
aðgerðir í Tímanum. Forsætisráð-
herra fór fram á opinbera afsökun.
Gunnar Smári lætur að því liggja að
Davíð hafi ekki látið sér þá afsökun
nægja. Gunnar segir að stuttu eftir yf-
irlýsingu Þórðar hafi verið komið til
hans með ábendingu frá Davíðsmönn-
um um að Þórður skuldaði mikið í
bönkum og ætti erfitt með að standa í
skilum. Eftir að Cunnar hætti á blað-
inu hafi fréttin síðan birst og Þórði
verið launað lambið gráa.
Aðspurður vísar Friðrik Friðriksson
því á bug að Pressan birti fréttir eftir
tilmælum Davíðs Oddssonar. Hann
segir ekki hægt að ásaka sig um að
ganga erinda forsætisráherra á blað-
inu. „Smári lýsti því yfir sjálfur þegar
hann hætti, að það væri óþægileg
staða sem hann vildi ekki vera í sjálfur
sem eigandi svona blaðs, að vera gísl
ristjórans. Hann vildi frekar eiga dósa-
verksmiðju," segir Friðrik. „Ég kem á
framfæri einhverjum punktum, frétta-
molum sem ég hef heyrt En ég skrifa
ekki blaðið og verð að una því.“
— Var þetta einn slíkur fréttamoli?
„Ég man ekki eftir því. Smári ætti að
vita hvemig blaðamenn vinna. Kveikj-
an að þessari frétt var auglýsing sem
Friörik Friöriksson
birtist í Lögbirtingarblaðinu um
nauðungaruppboð á hendur Þórði. Ég
sá þetta þar og þá hafa strákamir séð
það. Þeir hjóla þá í málið."
— Var þessi frétt þá í engu samhengi
við gagnrýni Þórðar á aðgerðir ríkis-
stjómarinnar varðandi Landsbank-
ann?
„Það er alveg út í bláinn. Smári veit
það alveg jafnvel og ég. Hann bara vel-
ur af einhverjum ástæðum að leggja
málin upp með þessum hætti. Það get-
ur vel verið að hann eigi í einhverjum
erfiðleikum með að selja Heims-
mynd.“
— Ert þú einn af ráðgjöfum forsætis-
ráðherra?
,Jfei, nei, ég er það ekki. Ég hef bara
stutt hann með mínum hætti sem
sjálfstæðismaður. Þetta er bara gömul
lumma samsæriskenninganna. Þær
eru nú svo margar í gangi," segir Frið-
rik. „Hins vegar er önnur spuming at-
hyglisverð. Hvað er orðið um hið svo-
kallaða siðferði blaðamanna? Er það
tilfellið að ef menn fari á milli miðla
þá kjósi þeir að upplýsa, rangt eða rétt,
um fyrrverandi heimildarmenn sína?
Ég hélt að það væri það heilagasta f
starfi blaðamannsins að veija heimild-
armenn sína. Það er verið að leggja
þetta upp þannig, að leiðin sé frá Dav-
íð, í gegnum mig og til ritstjórans.
Hún er ekki þannig. Þetta er bara
rugl.“
— Það ber semsagt ekki að taka fyrr-
verandi ritstjóra Pressunnar alvarlega
í þessu máli. „Þetta er lélegt grín í
mínum huga." GS.
...ERLENDAR FRETTIR...
DENNI DÆMALAUSI
SARAJEVO
Á ánum fljóta lík
Lik flutu niöur ár frá múslimabænum
Maglaj I miöhluta Bosnlu sem sætti
áköfum fallbyssuárásum I gær, aö þvi
er skýrt var ffá I Sarajevo- útvarpinu.
Llkin sáust I ánni eftir sprengiárás
Serba og Króata aö öllum llklndum.
SARAJEVO — Harönandi bardagar
og samdráttur I framlögum gjafaþjóöa
merkja aö skammturinn af þeirri neyöar-
aðstoð sem meira en einni milljón
manns I miöhluta Bosniu er ætlaöur
veröi skorinn niöur um helming, aö sögn
Sameinuöu þjóöanna. Peter Kessler,
talsmaöur æðsta yfirmanns flótta-
mannastofriunar S.þ., sagöi aö niður-
skuröurinn hæfist I dag, fimmtudag, og
mætti búast viö að hann stæöi yfir I
meira en tvo mánuöl. ,
ZAGREB — Thorvald Stoftenberg,
sáttasemjari S.þ., sagðist eiga von á aö
umboð 10.000 friöargæslumanna S.þ. I
Króatlu yröi framlengt um þrjá mánuöi.
ZAGREB — Sænski hershöfðinginn
Lars-Eric Wahlgren, sem nú hefúr látiö
af störfum yfirmanns vamariiös S.þ. I
fyrrverandi Júgóslavlu, kvaddi I gær viö
eirrfalda athöfn I Zagreb.
BAGDAD
Forystan gagnrýnd
Dagblaö Irösku rlkisstjómarinnar sagöi I
gær aö forystunni heföi oröiö á þegar
hún lét undan kröfum S.þ. um aö eyör-
leggja langdrægar eldflaugar Iraks. I
forsföugrein I AkJumhouriyah sagöi
þremur dögum efdr stýriflaugaárás
Bandarikjanna á Bagdad aö forystu-
menn Iraks heföu gert .herkænskumis-
tök* þegar þeir gengust undir vopna-
hléssamningana vegna Persaflóastriös-
ins 1991 þar sem þess var krafist aö
vopnabúriö yröi eyöilagt.
MOGADISHU
Skotiö á vopnaverksmiöju
Bandarlskar Cobra-árásarþyriur skutu
eldflaugum aö meintri vopnaverksmiöju
I Mogadishu og sjónarvottar segja hana
hafa orðiö alelda. Alitiö var aö búðimar
væm I eigu Osman Atto, sem útvegar
strlösherranum Mohamed Farah Aide-
edfé.
MOSKVA
Sovétfáni dreginn aö
húni á Svartahafsflota
Yfirmaöur Svartahafsflotans gaf öllum
skipum fyrimiæli I gær um aö draga aö
húni skipsfána ffá Sovéttfmanum þegar
hann reyndi aö bæla niöur mótmæli yfir-
manna gegn ákvöröun um aö deila flot-
anum jafnt milli Rússlands og Úkralnu.
MOSKVA - Rfkisstjóm Rússlands dió I
grófum dráttum upp útgjaldaáætiun fyrir
þaö sem eftir l'rfir ársins 1993 og varaöi
fhaldssamt þingið viö þvi aö landsins
biöi ekkert annað en hörmungarástand
nema þvl aöeins aö þingmenn sam-
þykktu fjárhagsáætlunina.
BAKÚ, Azerbajdzjan
Uppreisnarforingi valinn
forsætisráöherra
Þing Azera kaus I gær uppreisnarfor-
ingjann Suret Guseinov I embætti for-
sætjsráðherra og setti vamar-, innanrlk-
is- og öryggisráöuneyti landsins beint
undir stjóm hans.
KAlRÓ
Einingarsamtök Afríku
álykta
Einingarsamtök Afriku luku 30. leiötoga-
fundi slnum meö samþykkt um drög að
aögeröum til aö fást viö fjölmörg ágrein-
ingsmál Afrlku.
MADRID
Kóngur ræóir viö stjórn-
málaforingja
Jóhann Karl konungur hóf I gær viöræö-
ur viö stjómmálaleiötoga Spánar með
þaö markmiö að fara þess á leit viö
Felipe Gonzalez, foringja sóslallsta, aö
hann myndi nýja stjóm.
JÓHANNESARBORG
Reynt aö rjúfa þrátefli
Lýöræðissamningamenn streittust I gær
viö aö rjúfa þrátefli vegna stjómarskrár
fýrir Suöur-Afflku .eftir kynþáttaaðskiln-
aö‘, undir meirihlutastjóm blakkra.
„Ég held að það taki einhvern tíma fyrir mann að
venjast þessum nýja strék. “