Tíminn - 08.07.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 08.07.1993, Qupperneq 2
2 Tlminn Fimmtudagur 8. júlí 1993 Sigurjón Pétursson ber ugg í brjósti vegna fjármála Reykjavíkurborgar og segin legt aöhald í molum Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, segir að fjánnálalegt aðhald borgaiyf- irvalda sé í molum og það sé eft- irtektarvert að þeir, sem minnsta aðgát sýni, beri hvað mesta ábyrgð á fjármálastjóm borgar- innar, en nýlega voru 4,3 miltj- ónir úr borgarsjóði notaðar til að undirbúa tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um einka- væðingu. Sigurjón skýrir frá því í fréttatil- kynningu, sem hann hefur sent frá sér, að skuldastaða borgarinn- ar sé orðin uggvænleg og nefnir til dæmis að borgin tók 2.800 milljóna lán fyrir skömmu, sem greiða verði eftir tæp tvö ár. Sig- urjón segir að þá verði vextir og afborganir af því um 800 milljón- ir kr. hvert ár, þannig að þegar komi til greiðslu af láninu verði fjárvöntun Reykjavíkurborgar nær 3000 milljónir króna á ári, miðað við óbreyttan rekstur og framkvæmdir. Það vekur athygli Sigurjóns að þrátt fyrir að framkvæmdum við Perluna hafí átt að vera lokið, var 27,4 milljónum króna eytt í fram- kvæmdir þar á síðasta ári, sem hvergi hafi verið gert ráð fyrir. í lok tilkynningarinnar segir: „Þeir sem kjömir verða til að fara með fjármál [borgarinnar] á næsta kjörtímabili, verða að glíma við mikinn fortíðarvanda, auk þeirrar lægðar, sem nú geng- ur yfir þjóðfélagið. Yfirstandandi kjörtímabil sannar að Sjálfstæðis- fiokknum er ekki treystandi til að leiða borgarsjóð út úr fjárhags- vandanum." -GKG. Leiörétting á forsíðufrétt í frétt um kjarasamningana út í hafsauga á forsíðu Tímans í gær féll niður orðið atvinnulausir og þar með datt botninn úr setning- unni. Setningin átti að vera svonæ „Forystumenn Dagsbrún- ar meta ástand þjöðarbúsins og atvinnuveganna þannig að ef ekk- ert breytist muni atvinnulausir félagsmenn verða um 700 um áramótin." Fyrirtæki a Þorshofn loðnuskipið Júpíter Tímamót í samvinnu sveitarfélaganna „Þetta er í fyrsta sinn sem fyrírtæki og sveitarfélög á Þórshöfn og Vopnafirði standa sameiginlega að kaupum sem þessum og að því leyti er hér um viss tímamót aö ræöa i samvinnu þessara aðila. Hins vegar hefur samvinna á milli Hraöfrystistöðvarínnar hf. á Þórshöfn og Tanga hf. veríð töluverð og meö ágætum," segir Fríð- rík Guðmundsson, framkvæmdastjórí Tanga hf. á Vopnafirði. Nýverið keypti hlutafélagið Skálar hf. á Þórshöfti loðnuveiði- skipið Júpíter RE 161 afþrotabúi EG í Bolungarvík, en Bolungar- víkurbær ákvað að nýta ekki for- kaupsrétt sinn að skipinu. Kaup- ' - 3> 4 - • v ‘ - SpR-UX K' ■ ~<r Astand fjallvega Condition of mountain tracks mMB Veflfe á skyggöum svæðum eru s, ; A_ umterö þar t« annað verður auglyst - T^- ■PL . . V í **»/.*» [Track&mtbestVHkHi&eæ&ackm&'. ’ S ; : tor aS traföc vntíf turttet t Jot>«w , at ••• f «ty, \ •i..* ■aa*v. *V \ 1 . ' ' » V: ' - - • : ■ ■'•'■'Y - #. ■: ■ Kortnr. 7 ?•»*8',u"'w Map no. 7 Púbitshed Juty 8nd 1993 ...SfSI ' -r' * S§ÍÉSlÉliSt8 Æ£$8itl-+ - V^r I II WSm I Vegagerö w Put*c Roads riklsíns rsao ^ M «M> <****•? •MStá'' “ -sgsæ^- Vegir á skyggöum svæðum eru lokaðlr allri umferð þar tll annað verður auglýst verð skipsins var um 255 millj- ónir króna. Skálar hf. var stofnað af Hraðfrystistöð Þórshaftiar hf., Tánga hf. á Vopnafirði, sveitarfé- lögunum á svæðinu og fleiri að- ilum. Tilgangurinn með þessum kaupum er að styrkja hráefnis- öflun til loðnuverksmiðjanna á Þórshöfn og á Vopnafirði og bæta afkomumöguleika þeirra, auk þess sem útgerðin mun styrkja atvinnulíf byggðariag- anna. Stefnt er að því að skipið haldi á loðnumiðin í byrjun næstu viku. Júpíter RE er um 747 brúttólest- ir að stærð og fulllestað ber það um 1300 tonn. Veiðiheimildir þess verða um 3% af útgefnum loðnukvóta, eða rúmlega 21 þús- und tonn miðað við þann byrj- unarkvóta, sem gefinn hefur ver- ið út fyrir nýbyrjaða vertíð. Skipstjóri á Júpíter verður sem fyrr Lárus Grímsson, en alls eru í áhöfri skipsins um 15 manns. Friðrik Guðmundsson segir að stefnt sé að því í framtíðinni að sem flestir af áhöfh skipsins verði heimamenn, en núverandi áhafharmeðlimir eru sá kjami sem verið hefur á skipinu mörg undanfarin ár. -grh Frá Vegagerð ríkisins: Ástand fjallvega Vegagerð rfldsins hefur geflð út kort yflr ástand fjalivega og gildir það frá 8. júlí. Kjalvegur og Kaldidalur eru opnir og vonast er til að hægt verði að opna Sprengisand í dag. Báðar Fjallabaksleiðirnar eru lokaðar og fært er í Landmannalaugar um Sig- öldu. Að norðan er fært í Öskju, Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll. Amarvatnsheiðin hefur verið opnuð, sem og Lakagígur. -GKG. íslendingar í fjórða sæti á heimslistanum yfir farsímaeigendur. Mikið w álag á farsímakerfmu í lok hverrar vinnuviku: I farsímanum með aðra hönd á stýri „Það myndast alltaf álagstímar ( notkun farsímans og þá helst á föstudögum. Svo var sl. föstudag i umferðinni og þá einkum á Suðuríandi. Það kom okkur einna helst á óvart að hún skyldi ekki vera meirí, en við réðum vel viö það. Við tókum nýlega i notkun nýja móðurstöð við Geitháls, sem nýtist vel á svæöinu þar fyrír austan, og bráðlega veröur tekin i notkun ný stöð fyrír sunnan Hafnarfjörð og þá ætti farsímasambandið að batna á milli Kefiavík- ur og Reykjavíkur," segir Grétar Guömundsson hjá Pósti & síma. Farsímaeigendur á höfuðborgar- svæðinu hafa töluvert kvartað yfir slæmu farsímasambandi í lok hverr- ar viku og svo virðist sem landinn sé þá meira í símanum en aðra virka daga. Sömuleiðis hefur sambandið verið stirt á Reykjanesbrautinni, en það á þó að batna til muna með til- komu stöðvarinnar sunnan við Hafnarfjörð. Þá er Póstur & sími að ganga frá samningum við LM Ericsson um GSM- farsímakerfið, en tilboð sænska fyrirtækisins þótti hagstæð- ast Rætt er um að GSM-kerfið verði tekið í notkun á seinni hluta næsta árs, ef allt gengur að óskum. Grétar segir að GSM-kerfið sé al- gjörlega stafrænt og því verður ekki með neinu móti hægt að hlusta á samtöl í GSM-kerfinu, eins og hægt er núna með þar til gerðum tækj- um. Nýja kerfið nær mun styttra og hentar því mjög vel innan þéttbýlis, auk þess sem það er samevrópskt og verður því til mikilla þæginda fyrir þá sem ferðast mikið til Evrópu. Aft- ur á móti kemur það ekki að notum fyrir þá sem eru í mikilli fjarlægð, eins og t.d. sjómenn og fjallagarpa. Hinsvegar verður núverandi far- símakerfi rekið áfram samhliða hinu nýja, auk þess sem haldið verður áfram uppbyggingu á því kerfi sem fyrir er, með nýrri þjónustu o.fl. „Þetta horfir allt til bóta, en það er dálítið erfitt að eiga við fjölgunina. Farsíminn er mikið keyptur, sem sést best á því að fjöldi farsíma í notkun er eitthvað á 17. þúsundið. En farsíminn var tekinn í notkun hérlendis að ég held árið 1987.“ Miðað við höfðatöluna frægu eru íslendingar í fjórða sæti á heimslist- anum yfir farsímaeigendur, rétt á eftir Norðmönnum og Finnum, en Svíar tróna í efsta sætinu. Á eftir þessum fjórum Norðurlandaþjóð- um, sem skera sig þó nokkuð úr, koma svo Hong Kongbúar, Danir, Bandaríkjamenn og Singaporebúar, Ástralir og Nýsjálendingar, Frakkar og Bretar. -grh Hagsmunanefnd íslenskra sjávarafurða harmar að það skuli dragast á langinn að koma hugmyndum um úreldingu skipa og vinnslustöðva í framkvæmd: Getur leitt til þriðju gengisfellingarinnar á rúmu ári Hagsmunanefnd íslenskra sjávarafurða hf. lýsir yfir stuðningi viö ákvörðun stjórnvalda um hámarksafla á næsta fiskveiði- árí, en telur þó að gengið sé fram á ystu nöf hvað þorskveiö- ar varðar. Þá ítrekar nefndin stuðning slnn við úreldingu fiski- skipa og vinnslustöðva, en harmar hversu seint það ætlar að ganga að hrínda því í framkvæmd og telur að sá dráttur geti leitt til þríöju gengisfellingarinnar á rúmu árí. í ályktun nefndarinnar vegna leyfilegs heildarafla á næsta fisk- veiðiári og yfirlýsingar ríkisstjórn- ar um aðgerðir til að mæta afla- samdrætti er m.a. lýst yfir von- brigðum með þróun vaxtamála og er skorað á ríkisstjóm að standa við gefin fyrirheit þar um, enda telur nefndin full rök vera fyrir vaxtalækkun. Ennfremur telur nefndin að 7,5% gengisfellingin hafi verið óhjákvæmileg, en vekur jafnframt athygli á því að sá ávinningur muni ganga til baka og gott betur, þegar áhrifin af aflasamdrætti næsta fiskveiðiárs koma fram. „Botnfiskveiðar og vinnsla standa frammi fyrir 8%-10% halla á næsta fiskveiðiári, að öllu óbreyttu." Þótt skuldbreytingar og lána- lengingar bæti greiðslustöðu sjáv- arútvegs, gefa þær möguleika á að safna nýjum skuldum. Að mati nefndarinnar hlýtur það að teljast mjög óæskilegt þegar til langs tíma er litið, en óhjákvæmilegt miðað við áframhaldandi tap- rekstur. Jafnframt er það mat hagsmunanefndar íslenskra sjáv- arafúrða að ríkisstjómin þurfi að beita sér fyrir skuldbreytingum og lánalengingum hjá öðrum lána- stofnunum en Atvinnutrygginga- nefnd Byggðastofnunar, Fisk- veiðasjóði, Byggðastofnun og Rík- isábyrgðarsjóði. Nefndin telur það einnig knýjandi að meira samráð verði haft við hagsmunaaðila en verið hefur. Þá telur hagsmunanefndin að ekki hafi verið gerðar nægilegar hliðarráðstafanir til að gæta jafn- ræðissjónarmiða við 6% gengis- fellinguna sl. nóvember og einnig þegar gengið var fellt um 7,5% nú síðast. „Staða margra sjómanna, þeirra sem hvað bestar tekjur hafa, hefur batnað um allt að 15% gagnvart öðrum sjómönnum og fisk- vinnslufólki." Að mati nefndar- innar getur þetta leitt til þess að jákvæð áhrif gengisfellingarinnar endist skammt, þó að reynt verði að standa fast gegn öllum hækk- unum. -grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.