Tíminn - 08.07.1993, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 8. júlí 1993
Viktoría Kristín Guðmundsdóttir
Björk, Sandvíkurhreppi
Fædd 24. desember 1915
Dáin 26. júní 1993
Deyrfé,
deyja frœndur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
(tUvamil)
Þegar ég minnist tengdamóður
minnar, þeirrar mætu konu Kristínar
í Björk, kemur þetta foma erindi upp í
huga mér, það á svo einstaklega vel
við. Jafnframt kemur það upp í hug-
ann að þann 24. júní s.l., er við fjöl-
skyldan fyrir norðan kvöddum hana í
síðasta sinn, voru liðin nákvæmlega
14 ár frá því að ég sá hana fyrst á
heimili hennar í Björk. Þó að viðdvöl-
in væri ekki löng í það skiptið, varð
mér strax ljóst að þar fór mikil mann-
kostakona og myndarleg, bæði í sjón
og raun. Það, ásamt fleiri kostum
minnar góðu tengdamóður, átti eftir
að staðfestast með nánari kynnum.
Kristín, eins og hún var alltaf kölluð,
var fædd í Vorsabæjarhjáleigu í Gaul-
verjabæjarhreppi þann 24. desember
1915, næstyngst 6 systkina. Foreldrar
hennar voru Guðmundur ívarsson,
bóndi þar, og kona hans, Guðrún
Magnúsdóttir. Ung að árum missti
hún báða foreldra sína, föður sinn er
hún var 10 ára og móður sína tvítug.
Þau systkinin tóku við búi að foreldr-
um sínum látnum og sýndu þá sem
oftar hver dugnaður og manndómur í
þeim bjó, þannig að af var látið.
Erfiðar aðstæður í æsku komu í veg
fyrir langa skólagöngu, en eftir að
skyldunámi lauk stundaði Kristín
nám við Hverabakkaskóla hjá Ámýju
Filippusdóttur. Hún þurfti þó að
hætta námi er móðir hennar lést áður
en skólaárinu lauk. Kom sá tími oft til
tals á milli okkar er ég, handavinnu-
kennarinn, forvitnaðist um fallegan
útsaum og vefnað frá þessum tíma,
sem enn prýðir heimilið í Björk. Fata-
saumur var þó sá þáttur hannyrða-
námsins er henni varð mest not af,
enda ekki mikill tími aflögu til tóm-
stunda frá umönnun stórrar fiöl-
skvldu.
Arið 1940 fluttist Kristín að Björk í
Sandvíkurhreppi er hún giftist eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Jóni Gísla-
syni. Foreldrar hans bjuggu hjá þeim
allt til dauðadags og einnig bjuggu
um tíma í Björk Ólafúr, bróðir Jóns,
og Guðbjörg, eiginkona hans, og síðar
hún ein ásamt yngstu bömum þeirra
eftir að hún var orðin ekkja. Ég hef oft
undrast hvemig gamla húsið í Björk
rúmaði allt þetta fólk, en víst er að þá
vom gerðar aðrar kröfur um lífsins
gæði en í dag. Og ekki hafa þrengsli og
lítil þægindi komið í veg fyrir góð
samskipti fólksins á bænum, ef marka
má ræktarsemi bama Ólafs við heim-
ilið í Björk. Böm og unglingar voru í
sveit í Björk á hverju sumri, nokkur
þeirra sumar eftir sumar, allt upp í 10
sumur. Fyrir bamabömin var ætíð
nóg hús- og hjartarými hjá ömmu og
afa, um lengri eða skemmri tíma, jafnt
að vetri sem sumri, fyrst í gamla hús-
inu og síðar í nýja húsinu sem flutt
var í 1978.
Þau Kristín og Jón eignuðust 7 böm,
sem öll em á lífi, bamabömin eru orð-
in 16 og bamabamabömin 4. Vinnu-
dagur Kristínar mun oft hafa verið
ærið langur, því að hún gekk til allra
starfa, úti sem inni, jafnframt því að
annast bömin sín 7 af umhyggju ein-
stakrar móður. Hún var hlýr persónu-
leiki sem jafnt menn sem málleysingj-
ar hændust að. Ég hygg að allir þeir,
sem kynntust henni, hafi séð að í
henni sannaðist máltækið „sælla er að
gefa en þiggja". Hún gekk hæglát og
traust til allra verka af mikilli ósér-
hlífni. Ég minnist þess fyrir nokkmm
ámm að mér fannst hún bera sig eitt-
hvað einkennilega til við uppvaskið,
svo að ég spurði hana hvort hún hefði
meitt sig. Henni fannst ekki sérstak-
lega orð á því gerandi, en viðurkenndi
þó að hún hefði dottið við útiverk.
Ekki vildi hún láta mig sjá um upp-
vaskið, en féllst þó á að ég þvægi en
hún þurrkaði. Hún reyndist hand-
Jeggsbrotin. Alltaf gat hún fundið
verkefni til að stytta bamabömunum
stundir og aldrei skoraðist hún undan
að lesa fyrir þau á kvöldin, þrátt fyrir
langan vinnudag, það var alveg sjálf-
sagt. í hugum minna bama var það
sjálfsagður hlutur að fara til ömmu og
afa í Björk í hverju frfi. Þar sakna þau
nú vinar í stað.
Heljar reip
kómu harðlega
sveigð að síðum mér;
slíta ég vilda,
en seigþau vóru;
létt er laus að fara.
(Úr SóUrtjóAum)
Kristín greindist með krabbamein
fyrir tveimur ámm. Hún gekk í gegn-
um erfiða meðferð, sem bar þann ár-
angur að fjölskyldan var orðin vongóð
um að tekist hefði að vinna bug á sjúk-
dómnum. En því miður reyndist um
svikalogn að ræða, meinið tók sig upp
og hafði að þessu sinni yfirhöndina.
Ekki hafði hún mörg orð um það þó
að heilsan væri orðin slæm upp á síð-
kastið. Að kvarta — það var ekki til í
hennar orðaforða. Ég spurði hana um
páskana hvemig henni liði. Hún svar-
aði: ,Ja, svona ..." og þá vissi ég að
henni leið alls ekki nógu vel. Enda
lagðist hún á sjúkrahús fljótlega eftir
hvítasunnu og átti ekki afturkvæmt.
Þó að aldur hennar væri orðinn all-
hár, var kærleiksbmnnur hennar
langt frá því þurrausinn og hún hafði
af miklu að miðla. Hugsun hennar
snerist alla tíð um velferð hennar nán-
ustu og annars samferðafólks. Það var
lærdómsríkt að kynnast henni og ég
er þakklát fyrir hverja þá stund sem
bömin mín fengu að njóta samvista
við hana.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgirþú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes PéturMon)
Tengdamóðir mín hefur lagt upp í
sína hinstu för. Það er skarð fyrir
skildi í Björk og missir aldraðs eigin-
manns mikill. En Kristín í Björk skildi
eftir flekklausar minningar okkur til
huggunar. Megi hún hvíla í friði.
Anna Kristín Gunnarsdóttir
í dag verður borin til grafar amma
okkar, V. Kristín Guðmundsdóttir, er
lést aðfaranótt laugardagsins 26. júní.
Amma tilheyrði þeirri kynslóð sem
fæddist og bjó í sveit allt sitt líf. í aug-
um okkar bamabamanna var hún hin
fullkomna amma með fallegu gráu
fléttumar og hjarta úr gulli.
Alltaf var hægt að leita til ömmu og
eru þær ófáar stundimar sem við
bamabömin höfum dvalið hjá ömmu
og afa í Björk, í lengri eða skemmri
tíma.
ömmu var umhugað um að við vær-
um ekki svöng og voru þá kjötbollur,
flatkökur og kleinur það vinsælasta.
Nánast aldrei lánaðist að fá ömmu til
að setjast við matarborðið með okkur,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hug-
kvæmdist þá einum hugvitsmannin-
um í fjölskyldunni að útbúa fyrir hana
sérstaklega háan koll, þannig að hún
gæti fylgst með borðhaldinu samtímis
því að hræra í pottunum.
Amma okkar, sem var fædd á að-
fangadag, bar alla tíð með sér frið og
hlýju jólahátíðarinnar og fengum við
bamabömin sextán að njóta þess í rík-
um mæli.
Söknuður okkar allra er mikill, en
minningin um hana og það, sem hún
hefur gefið okkur, er og verður dýr-
mætt veganesti um ókomna framtíð.
Guð blessi ömmu.
Bamaböm og bamabamaböm
Þann 26. júní lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands á Selfossi Viktoría Kristín
Guðmundsdóttir, húsfreyja í Björk í
Sandvíkurhreppi. Hún verður í dag
borin til grafar frá Selfosskirkju og vil
ég því minnast hennar með nokkmm
orðum.
Kristín, eins og hún var oftast nefnd,
fæddist í Vorsabæjarhjáleigu í Gaul-
verjabæjarhreppi þann 24. desember
1915. Vom foreldrar hennar hjónin
Guðmundur bóndi í Vorsabæjarhjá-
leigu ívarsson bónda þar Guðmunds-
sonar þar Gestssonar í Vorsabæ
Guðnasonar frá Gerðum í Landeyjum
og Guðrún Magnúsdóttir bónda í Sel-
parti Friðrikssonar bónda í Forsæti og
Selparti Bergssonar bónda í Hólum í
Stokkseyrarhreppi Jónssonar eldra
Ingimundarsonar Bergssonar í Bratts-
holti Sturlaugssonar. Var Kristín sjö-
undi liður frá þeim merka ættföður,
Bergi hreppstjóra, sem Bergsættin er
kennd við.
Kristín ólst upp í Vorsabæjarhjáleigu
í íjörmiklum og fjölmennum systk-
inahópi. Systkini hennar vom þau
Guðmundur bóndi í Vorsabæjarhjá-
leigu, Lovísa húsfreyja í Vestmanna-
eyjum, fvar sem síðastur bjó í Saurbæ
í Villingaholtshreppi, Guðmundur El-
ías jámsmiður á Selfossi, Stefán Ágúst
verkamaður í Vestmannaeyjum og
Magnús landpóstur á Selfossi. Þetta
vom atorkumikil systkini, hvar sem
þau kusu sér starfssvið, og svo hjálp-
söm og verklagin að mjög margir
nutu góðs af.
Þann 19. október 1940 giftist Kristín
Jóni bónda Gíslasyni í Björk í Sand-
víkurhreppi og frá því ári hefur hún
verið þar heimilisföst, eða í 53 ár. Þar
hafði Jón tekið við búi af foreldmm
sínum, Gísla Lafranzsyni og Sigríði
Vigfúsdóttur, árið 1934. Bjó Jón fyrst á
móti Ólafi bróður sínum, en hann
fluttist svo að Þórðarkoti í Flóagafls-
hverfi árið 1937. Bjó þá Jón næstu ár
með tilstyrk foreldra sinna og systk-
ina, en árið 1940 hófu þau Kristín þar
búskap sem staðið hefúr til þessa.
Vel fórst Kristínu við tengdaforeldra
sína, sem dóu hjá henni í hárri elli, og
mágafólk hennar átti sér heimili í
Björk svo lengi sem það kaus. Þetta
varð mjög snurðulaus yfirtaka hús-
móðurvaldanna á fjölmennu sveita-
heimili og þá kom það eðli Kristínar
fram að ganga fumlaust og hljóðlátt
fram í hverju verki. Sjö böm eignuð-
ust þau Jón á næstu tólf ámm, en þau
em: Guðrún f. 1941, húsffeyja á Sel-
fossi, bjó áður á Leimbakka í Land-
sveit. Sigríður f. 1942, búsett heima í
Björk. Olafía f. 1943, húsfreyja í
Reykjavík. Guðmundur f. 1944, vél-
stjóri og trésmiður og nú bóndi á móti
föður sínum í Björk. Gréta f. 1946,
húsfreyja á Selfossi. Ragnheiður f.
1950, húsfreyja á Selfossi. Sigurður f.
1952, íslenskukennari við Fjölbrauta-
skólann á Sauðárkróki.
Þessi stóri bamahópur var það sem
Kristín eignaðist best á lífsleiðinni og
mat mesL Þótt systkinin fæm til
náms, var þeim heimilið mjög kært og
alltaf fannst mér mannmargt í Björk,
þótt þar væm nú undir það síðasta
ekki til heimilis aðrir en gömlu hjón-
in og þau systkini, Sigríður og Guð-
mundur. Kristín tók bamabömin að
sér og studdi þau, sem bjuggu lengra
að, til skólagöngu á Selfossi með dvöl
þar á heimilinu. Að koma sjö bömum
til manns var mikið átak og jörðin
Björk er ekki stór að flatarmáli. En
Björkin hefur ávallt farið vel með sína
og þannig var um búskap þeirra Jóns
og Kristínar. Þau liðu aldrei skort,
fylgdust vel með í öllum búskapar-
framfömm, reistu öll hús sín að nýju.
Það var gert á löngum tíma, lítt stofn-
að til skulda, en að lokum sátu þau
hjónin í fallegu einlyftu steinhúsi og
nutu þar ellidaganna.
Kristín Guðmundsdóttir var kona há
vexti og þrekin, bar sig vel, hafði
prúða framkomu. Ókunnugt fólk
hefði talið hana fámála. Það var hún
kannski á mannamótum. En heima í
eldhúsi, með fjölskyldunni og nánum
vinum, beinlínis geislaði af henni.
Hún gat verið svo hnyttin í orðalagi að
maður mundi það lengi. Ekki var hún
hvefsin eða áreitin, lagði gott til mála,
en ef hún þurfti að finna að einhverju,
brá fyrir léttri kímni sem hitti í mark
án þess að særa. Hún var því sterkur
persónuleiki og átti sterkan og trygg-
an vinahóp. Þar held ég að henni hafi
þótt bestur fengur í spilaklúbbi, sem
hún hélt uppi hér í sveitinni með sjö
öðmm konum í hin mörg síðustu ár.
Henni var unun að bianda geði við
þessar vinkonur sínar og tók höfðing-
lega á móti þeim. Reyndar var alltaf
tilbúið veisluborð í eldhúsi hennar og
ekki einungis þakka ég gott meðlæti,
heldur öll þau góðu ráð sem hún veitti
mér og öðmm á lífsleiðinni.
Kristín í Björk var sterkur persónu-
leiki og sá styrkur yfirgaf hana ekki
hin síðustu ár, er hún barðist við
krabbamein. Það yfirvann hún lengi
með uppskurðum og Iyíjum, en mest
þó með viljaþreki sínu. Ég man hana
glaða og káta fyrir örfáum vikum, er
ég heimsótti þau Jón. En skjótt getur
dauðinn höggvið og það gerði hann
hér. En eftir er skilin minningin um
afbragðs konu, sem við sveitungar
minnumst með hlýhug og virðingu.
Eiginmanni hennar og bömum sendi
ég mínar bestu samúðarkveðjur.
Páll Lýösson
Grillufang Jónasar
r
Vegna kvikmyndarinnar „ Verstöðin Island“
í grein, sem birtist í Tímanum í síð-
ustu viku og síðan aftur í megin-
dráttum í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins, er rætt við Jónas Haralds-
son, skrifstofustjóra LÍÚ, um hugs-
anlega sýningu á kvikmyndinni
„Verstöðin ísland" í Sjónvarpinu og
segir hann þar orðrétt:
„Hann sagði að samningaviðræður
við Sjónvarpið sem hefðu verið
komnar vel á skrið í tíð Sveins Ein-
arssonar gengju nú treglega enda
hefði Hrafn Gunnlaugsson aðrar
áherslur en Sveinn. Hins vegar væri
verið að gera lokatilraun til samn-
ingafundar með bréfi til Sjónvarps-
ins.“
Um þessi orð Jónasar er þetta að
segja: Sveinn Einarsson var dag-
skrárstjóri Sjónvarpsins, ég er það
ekki. Ég er framkvæmdastjóri þess
og hélt ég að skýrt hefði verið frá því
í Qölmiðlum. Ég sat sem dagskrár-
stjóri í fáeina daga og kom því erindi
vegna umræddrar myndar aldrei inn
á mitt borð. Núverandi dagskrár-
stjóri Sjónvarpsins heitir Sveinbjöm
I. Baldvinsson.
Bréfið, sem Jónas vitnar líklega til
með orðunum „Hins vegar væri ver-
ið að gera lokatilraun til samninga-
fundar með bréfi til Sjónvarpsins",
er væntanlega bréf frá Lifandi mynd-
um dagsett 1. júlí og var það ekki
sent til mín, heldur Sveinbjamar I.
Baldvinssonar og barst mér fyrst af-
rit af því í dag, 6. júlí. í því er gangur
málsins rakinn og segir þar orðrétt:
„Viðbrögð við ofangreindu bréfi til
útvarpsstjóra hafa verið þau að sett-
ur dagskrárstjóri Sigmundur öm
Amgrímsson hafði samband við Lif-
andi myndir í síma og viðraði málið
eins og fram kemur í minnisblaði
hans dags. 13. maí s.l. í samtalinu
við Sigmund var m.a. rætt um verð-
lagningu myndaflokksins. Við lögð-
um áherslu á það sjónarmið okkar
að í raun væri verkið verðlagt í sam-
ræmi við þau kaup á íslensku sjón-
varpseftii, sem átt höfðu sér stað á
sama tíma og verið var að ræða
kaupin á Verstöðinni. Þar við bættist
óhjákvæmilegur kostnaðarauki, sem
hlýst af aðkeyptu gömlu myndefni í
verkinu (113 titlar), ef myndin yrði
sýnd í sjónvarpi. Með hliðsjón af
þessu óskaði Sigmundur eftir frekari
upplýsingum frá okkur um gamla
myndefnið í verkinu svo og um not-
að tónlistarefni. Brugðist var skjótt
við þessari beiðni og umbeðnar upp-
lýsingar afhentar 14. maí. Hinn 21.
maí s.l. ritaði Sigmundur Lifandi
myndum síðan bréf, þar sem hann
lýsti yfir áhuga sjónvarpsins á
Verstöðinni, „Þótt ekki hafi fengist
sameiginleg niðurstaða um kaup-
verð og greiðsluskilmála", eins og
segir í bréfinu. Þar sem nýr dag-
skrárstjóri var ekki væntanlegur til
starfa fyrr en 1. júní s.l., þegar frest-
ur okkar rann út, var farið þess á leit
við okkur að við slitum ekki samn-
ingaviðræðum, þó svo eitthvað
myndi dragast að fá niðurstöðu í
málið, vegna þessara mannaskipta. Á
það var fallist með munnlegum
skilaboðum til Sveinbjamar I. Bald-
vinssonar."
Hvergi er minnst á mig í þessum
texta, enda hef ég ekki komið nálægt
málinu. Jónasi verður hins vegar
mjög tíðrætt um mig og mín verk í
Hrafn Gunnlaugsson.
nefndri grein.
Ekki veit ég hvað rekur Jónas til
málflutnings af þessu tagi. Kannski
hefur hann lesið yfir sig af Pressunni
um mína persónu og ruglar því
mönnum saman. Mér er ekki Ijóst
hvemig Jónas finnur það út að ég
hafi aðrar áherslur en Sveinn í starfi,
sem ég gegni ekki, og því síður á
máli sem ég hef ekki fjallað um.
Ég hef ekki séð myndina „Verstöðin
ísland". Mér barst boðsmiði í pósti á
frumsýningu, en ég var erlendis á
meðan myndin var sýnd í bíó. Ég hef
hins vegar heyrt gott eitt um þessa
framleiðslu LÍÚ og séð jákvæðar
umsagnir á prenti.
Hrafn Gunnlaugsson