Tíminn - 08.07.1993, Page 9

Tíminn - 08.07.1993, Page 9
Fimmtudagur 8. júlí 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK 104 ára er í dag Þorfejörg Grímsdóttir, Skóla- vörðustíg 24a. Hún dvelur nú á Drop- laugarstöðum. Stjömubíó sýnir „Cliffhanger" Stjömubíó sýnir um þessar mundir stór- myndina „Cliffhanger“ og er hún einnig sýnd í Háskólabíói. Myndin var frumsýnd samtímis í flestum stórborgum Evrópu. Með aðalhlutverkið í „Cliffhanger“ fer stórstjaman Sylvester Stallone, auk þeirra John Lithgow, Michael Rooker, Janine Tumer, Rex Linn, Paul Winfield og Caroline Goodall. Leikstjórinn er ekki af verri endanum, Renny Harlin (Die Hard 2) og framleiðandi Alan Marshall. Myndin segir frá hrikalegri lífsreynslu félaga í björgunarsveit Klettafjalla í Col- orado í Bandaríkjunum. Neyðarkall berst og reyndustu menn sveitarinnar leggja upp í björgunarleiðangur sem á eftir að reyna á þá til hins ýtrasta, bæði andlega og líkamlega, því á fjallstoppi bíður þeirra hópur illskeyttra fanta sem svífast einskis. Sendiráö íslands í Bonn fær nýtt póstnúmer Frá og með 1. júlí breyttust póstnúmer í Þýskalandi. Póstnúmer sendiráðs fslands í Bonn verður af þeim sökum 53173 í stað 5300. Ný landsnúmer til Eystrasaltsríkjanna Samið hefur verið um notkun nýrra landsnúmera þegar hringt er til Eystra- saltsríkjanna og Moldavíu. Nýju númerin em sem hér segir: Til Eistlands 372, Lettlands 371, Litháen 370, Moldavíu 373. Gamla landsnúmerið, sem var 7, verður áfram í notkun, en símnotendur geta vænst betri og ömggari þjónustu með því að hringja í hin nýju landsnúmer þessara landa, segir í fréttatilkynningu frá Pósti og síma. Á laugardaginn færir Jón Nordal Skál- holtskirkju nýtt og viðamikið tónverk fyrir einsöngvara, kór, selló, áSláttar- hljóðfæri og orgel sem flutt verður kl. 17 og endurtekið á sunnudaginn kl. 15. Jón nefnir verkið „Óttusöngva að vori“ og textann samdi Matthías Johannessen út frá erindi í Sólarljóðum, auk þess sem brot úr latínumessutexta er notað. Fé- lagar úr Mótettukómum syngja og Hörður Áskelsson stjómar. Á undan tónlistarflutningnum, á laug- ardaginn kl. 14, flytur Jón Þórarinsson tónskáld erindi um tónlist í Skálholti fyrr og nú. Áætlunarferðir em í Skálholt frá Umferðarmiðstöðinni f Reykjavík á laugardögum og sunnudögum kl. 11.30. Aðgangur er ókeypis að Sumartónleik- um f Skálholtskirkju. Níu nýstúdentar frá Laugum Framhaldsskólanum að Laugum var slit- ið með hátíðlegri athöfn í íþróttahúsi skólans að loknu sjötta starfsári hans og um leið 68. starfsári skipulagðs skóla- halds á Laugum. 120 nemendur stund- uðu nám við skólann í vetur. Starfræktur var 10. bekkur, tveggja ára mála- og nátt- úmfræðibraut, íþróttabraut og ferða- málabrauL 28 nemendur luku gmnn- skólaprófi. Bestum árangri í samræmd- um prófum náði Skarphéðinn Yngvason. Níu nemendur luku stúdentsprófi eftir 4 ára nám við skólann. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Sigurbjöm Ámi Am- grímsson, stúdent af íþróttabraut Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ útskrifaði stúd- entana og var Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari F.G., við útskriftina. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur ljúka námi til stúdentsprófs við Framhalds- skólann á Laugum. Fyrirlestur í NýHstasafninu: Töfrar á tækniöld Hugtakið sýndarvemleiki (virtual real- ity) hefur Ieitt af sér mikið fjölmiðlafár. Flennifyrirsagnir stórblaða svo sem Business Week, Wall Street Joumal og Newsweek boða tölvuvædda framtíð, þar sem fólk með undarlega hjálma og víraða hanska sekkur inn í fjarstæðukennda gerviheima sem bjóða uppá hina full- komnu afþreyingu. Sýndarvemleikinn gerir þér kleift að leika hlutverk skapara í draumaheimi tölvunnar þar sem allt getur gerst. Hvað er sýndarvemleiki? Er hann raun- vemlegur eða er þetta enn ein afurð gúrkutíðar fjölmiðla? Þessum spumingum verður leitast við að svara í Nýlistasafninu, Vatnsstfg 3b, fimmtudaginn 8. júlf kl. 20.30, þar sem Hannes Högnl VUhjilmsson, tölvunar- ffæðinemi við Háskóla íslands, heldur fyrirlestur um sýndarvemleikann, sögu hans og framtíð. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Nítjánda sumarið í röð gefst tækifæri til þess um helgina að eiga góða stund í Skálholtskirkju og hlýða á öndvegistón- list og færa flytjendur. Tónlistarflutningurinn hefst á laugar- dag kl. 15 með því að Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal svokölluð „Goldbergtil- brigði" eftir Johann Sebastian Bach. Þetta em 30 tilbrigði við stef (aríu) og samin til að milda andvökunóttina fyrir rússneska sendiherranum í Dresden um 1740. Síðan hefur þetta margslungna verk verið mörgum hlustendum hug- svölun og flytjendum og fræðimönnum óþrjótandi viðfangsefni að glíma við. Helga hefur verið brautryðjandi í flutn- ingi og túlkun barokverka og leikur hér á sembal sem gerður er í lfkingu hljóðfær- is frá 18. öld. Ófeigur gullsmiðja og listmunahús: Ævintýraheimur í leir Þessa dagana heldur Ingibjörg S. Torfa- dóttir sýningu á leirmunum í Ófeigi gull- smiðju og listmunahúsi, Skólavörðustfg 5. Sýninguna neftiir hún „Ævintýra- heimur f leir“. Ingibjörg er fædd 1951 og stundaði nám f myndlistarskólum f Winnipeg í Kanada og við MHÍ. Hún er meðeigandi The Stoneware Studio f Winnipeg, en það gallerí er rek- ið af 11 sameignarfélögum sem öll vinna eingöngu í leir. Hún hefur tekið þátt í nærri 20 samsýningum í Manitoba og víðar um Kanada. Öll verk sýningarinnar eru unnin á síð- ustu tveim árum í steinleir eða postulfn og brennd í gasofni. Sýningin stendur til 18. júlf. Opið er 10- 18 virka daga og 11-16 um helgar. íbúð óskast Skemmtileg 3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. ágúst nk. fyrir starfsmann á Tímanum, helst í Norðurmýri eða annars staðar á 105- svæðinu. Upplýsingar í síma 686300, innanhússími 46; á kvöldin í síma 23233. Veiöimenn, athugiö! Stórír og sprækir laxa- og silungamaðkar til sölu. Upplýsingar ( síma 91-673212 og 91-672822. Ef Susan Ruttan verður að velja: Kýs hún heldur barn- ið en hjónabandið Susan Ruttan, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum LA Law, veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga þessa dagana. 19. maí sl. rættist langþráður draumur hennar þegar hún hélt í fyrsta sinn á nýfædda drengnum Jack- son Adams McDonald, sem hún hafði fengið til ættleiðingar. En kannski er martröð í uppsigl- ingu á sjóndeildarhring hennar, þar sem nú lítur út fyrir að maður hennar, hljóðtæknimaðurinn Ran- dy McDonald, sem hún giftist 1990 og hefur verið svo undur- hamingjusöm með, geti ekki sætt sig við að vera faðir ættleidds son- ar. Og til að bæta gráu ofan á svart lítur helst út fyrir að Susan verði atvinnulaus með haustinu, en þá rennur 7 ára samningur hennar um LA-þættina út og endurnýjun hefur ekki borist í tal enn. Susan hefur alla tíð dreymt um að verða móðir, en í þrem hjóna- böndum hefur henni ekki auðnast það. Hún er að vísu guðmóðir 5 bama og á 14 systkinaböm, en það fullnægði ekki Susan. Hún hafði þegar fengið lögfræðing til að vinna að ættleiðingu fyrir sig þeg- ar ættingi hennar lét hana vita af bamshafandi stúlku á þrítugsaldri, sem væri atvinnulaus og sæi ekki fram á að geta séð bami sínu far- borða. Susan náði góðu sambandi við hina verðandi lífmóður og þær áttu miklar og mikilvægar sam- ræður á síðustu tveim mánuðum meðgöngunnar, s.s. hvernig Susan hugsaði sér að ala barnið upp, hvaða trúarbrögð og skólagöngu barnið ætti í vændum og síðan var Susan viðstödd fæðinguna sjálfa. Nær fannst henni hún ekki geta komist því að ala sjálf barnið í þennan heim. Það er ekki víst að Susan hefði átt svo auðvelt með að fá ættleitt barn eftir venjulegum leiðum. Kannski hefði aldurinn vegið henni í óhag, hún er orðin hálf- fimmtug. Og kannski liggur fyrir henni að verða einstætt foreldri, sem ekki er talið æskilegt. En Sus- an segir eðlilegt að æ algengara verði að einstaklingar ættleiði börn. „Við skulum bara viður- kenna staðreyndir," segir hún, „flest okkar verða einstæð með Susan Ruttan giftist Randy McDon- ald 1990. Nú eru helst líkur á því aö hann vilji ekki vera faöir ættleidds barns og Susan veröi einstæö móöir. tímanum." Susan gerir sér þó enn vonir um að hjónaband hennar og Randys eigi eftir að standast þetta álag. Randy hefur heilsað upp á Jackson oftar en einu sinni og dyrnar standa upp á gátt ef hann ákveður að flytjast aftur heim. Jackson ber líka eftimafn Randys og það verð- ur engin skriffinnska í sambandi við það ef fjölskyldan sameinast aftur. Og móðir Susan, sem ekki var sátt við ákvörðun dóttur sinnar, er nú yfir sig hrifin af litla snáðanum og prjónar hosur í gríð og erg. Hún hefur alltaf verið ánægð með Randy sem tengdason og gerir sér ekki síður en dóttirin vonir um að fjölskyldan verði heil og ham- ingjusöm. En lokaniðurstaða Sus- an er sú að hún óski þess að drengurinn eigi föður, en hún óski þess ekki síður að hann eigi heim- ili þar sem ekki er rifist daginn út og daginn inn. W Stóri-Georg er dauður: Varð að gjalda glæpa sinna Susan var viöstödd fæöingu Jacksons Adams og finnst allt til vinnandi aö veröa móöir hans. Ættleiöingin veröur ekki fullfrágengin fyrr en I október, Susan þarf fyrst að sýna fram á aö hún sé fær um aö gegna móöurhlut- verkinu. Krókódfllinn Stóri-Georg í Loza- hatchee-ánni í Jonathan Dickinson- þjððgarðinum í Flóridá hefur tekinn af Iífi. Hann fyrirgerði lífi sínu með því að verða 10 ára dreng að bana. Stóri-Georg hafði látið sitt rétta eðli í ljós fyrir 11 árum. Þá drap hann stóran séfer-hund, en emb- ættismenn garðsins ákváðu að þyrma Iífi hans. Nú gekk hann hins vegar of langt þegar hann réðst á Bradley Weidenhamer, 10 ára dreng sem var að vaða í ánni til að draga kanó föður síns yfir sandrif. Stóri- Georg sló Bradley á kaf í ána og hrifsaði höfuð hans í ginið. Faðir- inn reyndi að ná syni sínum og aðr- ir viðstaddir lömdu krókódílinn með ámm þangað til hann varð að sleppa Bradley, en það var of seint og við komuna á sjúkrahúsið var drengurinn látinn. Stóri-Georg var leitaður uppi eftir þennan atburð og þá var ekki að spyrja að leikslokum, hann var skotinn. Krókódlllinn Stóri-Georg var ekkert lamb aö leika viö, 200 kllóa þungur og meira en þriggja metra langur. Drápseðlið bar hann ofurliöi og hann varö aö gjalda fyrir meö llfi slnu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.