Tíminn - 14.07.1993, Síða 1

Tíminn - 14.07.1993, Síða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Trminn...Frétta-síminn...68-76-48.. Miðvikudagur 14. p 1993 130. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Norræni kvik- myndasjóðurinn er ekki tómur Ákveðið hefur verið að Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn skuli starfa áfram. Reynslutími hans átti að renna út í árslok 1994. Birgit Friggebo, menningarmálaráðherra Svía, segir að fáir angar norræns samstarf hafi skilað betri árangri en sjóðurinn sem stofnaður var árið 1990. í honum eru nú 60 milljónir sænskra króna til að veita í norræn- ar myndir, en skilyrði fyrir Qárveit- ingu er að minnsta kosti tvö Norð- urlönd standi að hverri mynd sem sjóðurinn styrkir. DORGVEIÐIKEPPNI fór fram í gær meðal hafnfirskra bama á Flensborgarbryggju í Hafnarfírði. Þátttaka var mikil og voru áhugasamir velöimenn og -konur um allar bryggjur. Ekki fór þó miklum sögum af aflanum þegar Ijósmyndari Tímans var þar á feröinní. Timamynd Aml Bjama Hrossum á Islandi hefur fjölgað um þriðjung (33%) á aðeins sex árum: Hross 4-5 falt fleiti en fólk í Skagafirði og Rangáiþingi Hrossum íslendinga hefur fjölgað úr 56.300 upp í 75200, eða um þriðj- ung, á aðeins sex árum. Mest er fjölg- nnín á Suðuriandi, 41%, enda eru þar skráður nærri þriðjungur af öli- um hrossum í landinu, um 24 þús- und, en litlu færri hross, rúmlega 20 þúsund, eru á Norðuriandi vestra. Rangæingar eru merarkóngar, með um 13.000, eða meira en sjötta hvert hross í landinu. Hross eru þannig um fjórum sinnum fleiri en mannfólkið í Rangárvallasýslu, sem er miklu hærra hlutfaU heldur en m.a.s. hjá Húnvetningum. Ef flbúar Sauðár- króks eru undanskyldir má þó líklega segja að Skagfirðingar slái það met hlutfallslega. Því rúmlega tvö þúsund aðrir Skagfirðingar eiga hátt í 9.900 hross, eða hátt í fimm á mann að meðaltaU. Á því tímabili sem hér um ræðir, 1986 til 1992, hefur sauðfé lands- manna fækkað um meira en fjórðung, eða rúmlega 188200, en hrossum á hinn bóginn fjölgað um 18.820. Eitt nýtt hross hefur þannig komið í stað- inn fyrir hverjar 10 kindur sem fækk- að hefur. Á Suðurlandi er þetta hlut- fall þó miklu lægra, þar sem hrossum hefur fjölgað um 7.000 en sauðfénu fækkað um rúmlega 39 þúsund á sama tíma. Hrossaeign landsmanna 1986 og 1992 1986: 1992: Fjðlg. Reykjavík 3.260 3.630 15% Reykjanes 4.150 5.480 32% Vesturland 7.690 9.990 30% Vestfirðir 1.140 1.210 6% Nl.-vestra 14.930 20.230 36% Nl.-eystra 5.230 6.410 23% Austurland 3.090 4.260 38% Suðurland 16.960 23.950 41% Samtals: 56.330 75.170 33% Meginhlutann af hrossastóði ís- lendinga er þannig að finna á tveim landssvæðum. Fimm sýslur fóstra 55% allra hrossa í landinu; Húnavatns-, Skagafjarðar-, Ámes- og Rangárvallasýslur, með samtals hátt í 42 þúsund hross sett á vetur í fyrra. Drengur féll af hraðbáti: Hlaut alvarlega áverka Hörmulegt slys varð rétt fyrir utan hafnarmynnið í smábáta- höfninni við Kópavog í gær þeg- ar 10 ára drengur féll útbyrðis af hraðbát og lenti í skrúfunni. Hann hlaut lífshættulega áverka á höfði, kviði og fótum. Drengurinn var á siglinganám- skeiði hjá Siglingaklúbbnum Ými þegar slysið varð. Mönnum ber saman um að báturinn hafi ekki farið mjög hratt. Drengurinn var strax drifinn í skurðaðgerð á Borgarspftalan- umígær. -GKG. - HEl Um 76% einhleypra karla atvinnulausir Næstum því helmingur alba atvinnu- iausra danskra karia á besta starfs- aldri (23-48 án) er ógifhxr og búa þeir einlr. Þetta kom fram í nýrri könnun á vegnm dönsku trygginga- stofnunarinnar, samkvæmt frétt í blaði dönsku veriodýóssamtakanna, LO-bladet Kannski er sú niðurstaða þó ennþá ótrúlegri að innan við fjórðungur allra einhleypra danskra karla á þessum aldri — sem að öllu eðlilegu ætti að vera hápunktur starfsævinnar — er í vinnu, eða aðeins 24% þessa karla- hóps. Helsta ástæða þessa er sú, að mati þeirra sem könnunina gerðu, að þessi kópur karla hafi jafnaðarlega ekki dug f sér til að stofna fjölskyldu, og að þeir sem þó nái að komast í hjónaband, lendi oftar en ekki í skilnaði. Þótt LO-bladet birti ekki alveg sam- svarandi upplýsingar varðandi kven- þjóðina virðist ástandið ekki alveg eins slæmt hjá ógiftum konum f Dan- mörku, að því er best verður séð. Rúmlega þriðjungur (34%) atvinnu- lausra kvenna á aldrinum 20— 45 ára býr einn. En af öllum konum í þessum aldurshópi á danska vinnumarkaðin- um eru hins vegar aðeins 24% ein- stæð. Þessi hlutföll benda til að ein- hleypar konur á þessum aldri séu kringum tvöfalt lfklegri til að vera án vinnu heldur en kynsystur þeirra sem eru f sambúð. Verkakvennafélagið Framsókn: Atvinnuástandið alveg hræðilegt „Atvinnuástandið er alveg hræðilegt um þessar mundir. Ég held að það séu 308 konur á atvinnuleysisskrá hjá okkur og þar af um 150 konur sem vinna hjá skólunum og vonandi fara þær af atvinnu- leysiskrá í haust þegar skólamir byrja," segir Ragna Bergmann, formaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar. Fátt er um fína drætti í atvinnu- málum verkakvenna á höfuðborgar- svæðinu. Reynt hefur verið eftir föngum að slá á atvinnuleysið með ýmsum átaksverkefnum og m.a. gerði stéttarfélagið samning þar að lútandi við Reykjavíkurborg, auk átaksverkefna sem Atvinnuleysis- tryggingasjóður hefur styrkt. „Það á nú eftir að reikna út hvaða áhrif þessi 7,5% gengisfelling hefíir á kjarasamningana og á meðan bíð- ur maður með stóryrtar yfirlýsingar. Það bíður síns tíma þangað til í haust þegar launanefndir aðila vínnumarkaðarins taka til starfa. En lífsbaráttan er alltaf að harðna hjá fólki og það má raunar ekkert út af bregða," segir Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar -grii

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.