Tíminn - 14.07.1993, Side 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 14. júlí 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tfminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, firéttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1368,-, verð f lausasölu kr. 125,-
Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Rætur
þjóðmenningar
Um síðustu helgi var efnt til þjóðminjadags hér-
lendis og mun tilgangurinn hafa verið að vekja
athygli á því málefni að varðveita minjar um for-
tíðina. Sú iðja er ekki hávaðasöm og því síður
hinir fjölmörgu áhugamenn sem láta sér annt
um sögu þjóðarinnar. Það er því vel að efnt sé til
þjóðminjadags til þess að vekja athygli á þessu
þarfa málefni, því að nútíminn gengur fyrir aug-
lýsingastarfsemi og herferðum af ýmsu tagi.
Fullyrða má að engin þjóð getur talist til menn-
ingarþjóða nema hún leggi sitt af mörkum til
þess að hlúa að þjóðararfinum og leggja rækt við
hinar sögulegu rætur sínar. Vissulega hafa ís-
lendingar lagt nokkuð af mörkum í þessu efni,
en þó mætti gera miklu betur á þessu sviði.
Ástand húss Þjóðminjasafns íslands hefur ekki
verið til fyrirmyndar, en nú er unnið að viðhaldi
á húsinu. Það er vel, því að það er vansi að þessi
miðstöð safnamála í landinu skuli ekki halda
vatni eða vindum og dýrgripir liggja undir
skemmdum af þeim sökum.
Þjóðminjasafnið hefur þá stöðu að vera miðstöð
þjóðminjavörslunnar í landinu, en eigi að síður
er brýn nauðsyn að dreifa minjavörslunni þann-
ig að hún verði hluti af því sem hvert byggðarlag
og landshluti hefur til þess að varðveita sögu
sína. Víða er myndarlega staðið að safnamálum á
landsbyggðinni og það byggist ekki síst á áhuga
og árvekni fjölmargra manna, sem lagt hafa fram
þrotlausa vinnu til þess að bjarga gömlum minj-
um frá eyðileggingu og byggja upp söfn til þess
að aðrir fái notið þeirra. Þetta fólk er ekki há-
vaðasamt og ber ekki bumbur á torgum og þess
vegna er nauðsyn að vekja athygli á þessu mikla
starfi og meta það að verðleikum.
Hins vegar vantar mikið á að safnamálin hafi
fjárhagslegan grundvöll. Sveitarfélög hafa að
sönnu lagt verulega fjármuni af mörkum'bæði
einstök sveitarfélög og héraðsnefndir. Sömuleið-
is hefur ríkið varið nokkrum fjármunum til upp-
byggingar einstakra safna, en langt er í frá að
tekist hafi að uppfylla ákvæði nýlegra þjóðminja-
laga til dæmis um starfsmenn þjóðminjasafns í
einstökum landshlutum, sem gegni ráðgjafar- og
samræmingarhlutverki á sínu svæði. Þetta er
mjög miður.
Vonandi verður þjóðminjadagur til þess að nú
verði litið á skipuíag minjavörslunnar í landinu
m.a. með það í huga að framkvæma löggjöf um
þessi málefni. Það kostar vissulega fjármuni,
sem eru af skornum skammti og nauðsyn er að
fara vel með á þessu sviði sem annars staðar.
Hins vegar eru hér ekki stóru tölurnar á ferð-
inni, miðað við aðra málaflokka.
Gaura saman tll fundar, meða] ann-
ars til þess að ákveða í hvað ætti að
veita milljarðínum sem hún lofaði í
tengslumviðsíðustu kjarasamninga
að veita til atvinnuskapandi verk-
En eins og oft gerist hjá stjóminni,
íenti hún í ógöngum með hvað hún
ætti að gera f málínu og sló því þess
vegna á frest Það fannst Garra mik-
ill skaði, því hvað er einn milljarður
milli (einka)vina?
Garri, sem öllum vili vel, ekki sfst
ráðherrum ríkisstjómarinnar og
vinum hennar, vill þess vegna leggja
sitt af mörkum til að niðurstaða föist
um hvert milljarðurinn skal fara og
leggur því fram hér í dag lauslegar
hugmyndir sínar um málið.
Eins og Garri hefúr alitaf sagt eru
íslendingar menningarþjóð og það
er einmitt menningin sem gerir
okkur að þjóð. Því skal milljarðurinn
góði fara í menningu, bæði til að við
höldum afram aö vera þjóð, en ekki
sfður til þess að aðrar þjóðir fatti að
við erum menningarþjóð, því að það
eflir sjálfetraust okkar sem þjóðar
meðal þjóða.
í seinni tfð hafa áhyggjur margra
aukist af þvf að lestrarkunnáttu fari
hrakandi og iestur minnki almennL
Margir sökudólgar eru nefhdir til
þeirrar sögu, ekki hvað síst sjónvarp
og myndbönd. Carri telur að sé það
satt, geri það ekki svo mikið til,
vegna þess að við eigum Qölda mik-
illa kvikmyndahöfunda, sem ekki
verður skotaskuld úr þvf að snara
bókmenntum og sögu yfir á mynd-
mál og keyra þannig menninguna
og þar með öflugri þjóðarvitund inn
dagsins, starfandi á óðulum feðr-
anna þar sem hrafhar fljúga yfir og
krunka sögur af sjónum. Þetta er hið
versta mál, því hvað er betra til að
vekja áhuga æskunnar álífiog hátt-
um
lendinga og útlendingar sjá hvað allt
þettaerharfagott.
Þetta ættu rikisstjóm og forsætis-
ráf»rerra þó einkanlega að sjá í hendi
sér að er það sem á að nota milljarð-
inn f. Hann á sjálfur marga og góða
einkavini meðal kvikmynda- og
menningarfólks og þeir lfta upp tii
hans, styðja hann og styrkja og hann
ættí því að líta tíl þeirra í náö. Hann
ættí manna best að vita að kvik-
myndagerð er mjög atvinnuskap-
andi fyrir kvikmyndahöfunda, að-
var lögtekin að morgni Í Þingvöllum
eftir maríjúanareykingar og do’kkju
næturinnar, en einmitt sannferðug-
ar lýsingar kvikmynda eftir vini og
safa, enda hafa úthlutanir úr opín-
berum sjóðum til kvikmynda oft sett
af stað hreyfingar á fasteignamark-
aði, Ld. í Skuggahverfi og Laugar-
nesi, eins og margir vita ásamt
Garri heyrði um daginn að mennta-
máiaráðherra hafi ákveðið að kaupa
ekki fleiri myndir um hvíta víkinga í
blóðrauðu sólariagi f Iiita og þunga
Garri leggur því hér með til við for-
sætisráðherra, sem vanur er að ráða
því sem hann vill ráða, að hann setji
mílljarðinn góða í hendur menrda*
málaráðherra. Menntamálaráðherra
getur sett hann í kvikmyndasjóð til
að þyrja með, Harm getur stofnað
nokkra nýja þýðingarsjóði ogúthlut-
að úr þeim víða. Þá getur hann keypt
fieiri góðar og áhugaverðar kvík-
að sýna skófabömum
sýshdaga. Ráðherrann hefur lýst því
ýfir að hann ætli ekki að kaupa kvik-
myndir annarra kvikmyndagerðar-
manna en Hrafrís Gunnlaugssonar
til að sýna í grunnskólum fandsins
og var þar með að lýsa því yfir að
hann ætfaði sér að brjóta jafríræðis-
regluna. Við skulum foröa htmum
frá því, Davíð. Erþaðekki?
Anarkistinn snýr heim
„Stjómmálaflokkamir eru úrelt-
ir,“ segir höfundur og aðaleigandi
sfðasta stjómmálaflokksins sem
stofnsettur var á íslandi og átti
söguna stutta og viðburðaríka. AI-
bert Guðmundsson boðar heim-
komu í stjómmálaheiminn í við-
tali við Alþýðublaðið í gær.
Albert ætlar að ná þjóðinni upp
úr öldudalnum og hygla smáræði
að litla manninum, sem hann hef-
ur raunar gert úr útlegðinni í Par-
ís að eigin sögn, en ekki alltaf átt
hægt um vik, enda er illa komið
fyrir smámennum ísalands undir
vemdarvæng Sjálfstæðisflokksins,
sem sendiherrann í París vill ekki
kannast við sem sinn flokk lengur.
Sendiherrann er vígreifur í krata-
blaðinu, trúir á mátt sinn og meg-
in og segist hafa svo mikla reynslu
í pólitík að hann þurfi ekki á nein-
um flokki að halda og muni fólkið
kjósa sig til að hugsa vel um litla
manninn.
Flokkslaus
stjómmálagarpur
Albert getur trútt um talað að
hann þurfi ekki á flokki að halda.
Að hinu leytinu getur flokkur
þurft lífsnauðsynlega á honum að
halda. Þegar hann stofnaði Borg-
araflokkinn, eftir hrakninga í
Sjálfstæðisflokki, var leiðin inn á
þing greið og kippti vinur litla
mannsins sex bjargvættum öðrum
inn með sér. í fyllingu tímans var
Albert skipaður ambassador í
heimsborginni París og hefur aldr-
ei nokkur manneskja fyrr eða síðar
fett fingur út f þá embættisveit-
ingu. Aðrir borgaraflokksmenn
urðu ráðherrar, fengu ffna bíla og
keyptu málverk af góðkunningjum
til að lífga upp á lögreglustöðvar.
í næstu kosningum sannaðist að
það er flokkur sem þarf á Albert að
halda, en ekki Albert á flokki.
Borgaraflokkurinn varð sem höf-
uðlaus her og hjaðnaði niður í svo-
sem ekki neitt og man enginn
lengur hvaða erindi hann átti í ís-
lenska flokkakerfið.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki
að óttast að Albert fari að keppa
um sæti á lista hans í borgar-
stjómarkosningunum að ári.
Hann er búinn að vera í fyrsta sæti
f flestum prófkjörum flokksins og
var hrakinn úr honum samt. Enda
segir hann prófkjör úrelt og ekki
annað en skömmtunarseðlar
flokkanna. Annað hvort vill fólkið
Albert eða ekki og hann efast ekk-
ert um að það muni kjósa hann,
enda hefur hann notið fédæma
vinsælda, einkum innan Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem hann
hafríaði í fyrsta sæti í nær öllum
prófkjörum sem almennir flokks-
menn tóku þátt í.
Það mun litlu máli skipta hverja
hann tekur með á lista sinn, því
litli maðurinn kýs Albert og ein-
hverjir aðrir munu svo fá að fjóta
með inn í borgarstjómina,
kannski Ingi Bjöm og valið lið fót-
boltakappa. Og enginn yrði hissa
þótt Dagsbrúnarformaður skipaði
tryggt sæti á lista ambassadorsins
og litla mannsins.
Pólitískt stefnuleysi
En fleira þarf að draga upp úr
eymdardalnum er borgina. Eng-
um blandast hugur um að Albert
og kappar hans munu gjörbreyta
öllum hlutföllum í borgarstjóm
og komast þar til æðstu valda með
einum hætti eða öðmm. Þá verður
heldur ekki langt í alþingiskosn-
ingar og þar verður hlutur Alberts
utanflokka og litlu mannanna
hans ekki síðri.
Hann brýnir smámennin sín í
kratablaðinu og segir að með sam-
stöðu sé hægt að lyfta björgum og
efast ekki um að fólkið standi með
sér og þurfi sannarlega engan
stjómmálaflokk.
Engar fréttir hafa borist um að
Albert Guðmundsson hafi komist í
kynni við stjómleysingja í Frakk-
landi, en hann er líka ambassador
á Spáni og þar eiga þeir djúpar
rætur og talsverðu fylgi að fagna.
Það er dagljóst að Albert am-
bassador er orðinn anarkisti, sem
afneitar stjómmálaflokkum og
prófkjömm og telur að pólitík sé
fyrst og síðast fyrirgreiðsla við Iitla
manninn.
Kvittur berst norður til íslands
um að anarkistinn í París vilji
segja landið úr öllum alþjóðasam-
tökum, sem eru kostnaðarsöm og
til einskis nýt. Hann afneitar
frjálshyggju og ríkisforsjá eins og
stjómmálaflokkunum, en ætlar að
þjónusta litla manninn, sem hann
segir vera undirstöðu stjómmál-
anna. Þetta á eftir að reynast af-
burðasnjöll stefnuskrá.
Albert Guðmundsson hefur sýnt
það áður að hann kann að vinna
kosningar og núna, þegar hann er
opinberlega orðinn anarkisti, ætti
honum ekki að verða skotaskuld
úr því að koma á stjórnleysi, sem
ekkert mun gefa ráðleysi núver-
andi valdhafa eftir þegar vinur litla
mannsins og óvinur stjómmála-
flokkanna verður til kallaður að
bjarga í hom.