Tíminn - 15.07.1993, Síða 3

Tíminn - 15.07.1993, Síða 3
Fimmtudagur 15. júlí 1993 Tíminn 3 Maturinn ennþá að mestum hluta innlend framleiðsla en nær allt ann- að sem við kaupum innflutt: Innlendar vörur að- eins 1/3 af öllum vörukaupum heimila Innlendar vörur eru aöeins orðnar lítið brot, og stöðugt minnkandi, af innkaupum íslenskra heimila, öðrum en matvælum. Af þeim rösklega helmingi (54%) heimilisútgjaldanna sem fjölskyldur verja að jafnaði til vörukaupa fer nú tæplega þríðjungur til kaupa á mat- ar- og drykkjarvörum. Þessar vörur eru ennþá að stærstum hluta framleiddar á fslandi, þótt sá hluti þeirra sem kemur tilbúinn beint frá útlöndum hafi stækkað úr 13% upp i 19% á síðustu fimm árum. Af öllum öðrum vörukaupum íslenskra heimila eru hins vegar rúm- lega 87% innfluttar vörur. Innlendar vörur eru þvi aðeins orðnar tæplega 13% af öðrum vörukaupum en mat og drykk og það hlut- fall hefur minnkað úr rúmlega 17% fyrír fimm árum. Af þeim fjármunum sem íslensk heimili verja samtals til ailra vöru- kaupa hefur stöðugt stærri og stærri hluti farið til kaupa á tilbúnum inn- fluttum vörum. Hlutur innlendra framleiðsluvara af heildar vörukaup- um íslenskra heimila hefur hins vegar minnkað úr tæplega 44% niður í tæp- lega 35% á aðeins fimm ára tímabili (kannski ekki furða að atvinnuleysi hafi verið að aukast?). Þessar hlut- fallstölur má lesa út úr þróun á grund- velli framfærsluvísitölunnar sem Hag- stofan reiknar út En hann byggist sem kunnugt er á víðtækum neyslu- könnunum mörg hundruð íslenskra heimila og á þar með að gefa góða vís- bendingu um það hvemig innkaup meðalheimila skiptast á milli ein- stakra vöruflokka. Núgildandi vísi- tölugrundvöllur var tekinn í notkun fyrir aðeins hálfu ári, en sá næsti þar á undan fyrir fimm árum, þ.e. vorið 1988. Auk vörukaupanna (53,5%) fer hátt í þriðjungur (31,5%) heimilisút- gjaldanna til kaupa á þjónustu og rúmlega 15% í húsnæðiskostnað. Eftirfarandi tölur sýna hvemig hlut- föll einstakra vöruflokka hafa breyst (samkvæmt neyslukönnunumMsi- tölugrundvelli Hagstofunnar) frá júní 1988 og þar til nú í byrjun júlí. Andlát: Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður Sigurður Ólafsson, hinn landsþekkti söngvari og hestamaður, er látinn. Sigurður var fæddur í Reykjavík 4. desember árið 1916 og var einn þekktasti söngvari þjóðarinnar. Söngferill Sigurðar Ólafssonar spannaði ríflega 50 ár en hann söng með kórum, bæði sem kórmeðlimur og einsöngvari, með danshljóm- sveitum, á söngskemmtunum af ýmsu tagi, í kirkjum og á óperusviði. Þannig tók Sigurður þátt í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins á Rigoletto og í söngleikjasýningum þar og víðar. Þá söng hann inn á fjölda hljómplatna. Sigurður Ólafsson var mikill hesta- maður og átti marga fræga gæðinga, svo sem hryssumar Glettu og Litlu- Glettu sem vom um árabil ósigrandi skeiðhross á kappreiðavöllum. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Inga Valfríður Einarsdóttir frá Mið- dal. Þau eignuðust sex böm. Slguröur Ólafsson. Innlend vörukaup minnka og minnlta 1988: 1993: Búvömr 13,3% 9,0% A.innl. matv. 19,8% 17,2% Innfl.matv. 5,1% 6,2% Matur/drykkur = 38,2% 32,4% Áfengi/tóbak 5,8% 6,2% BflUbflavömr 17,7% 23,7% A.innfl.vörur 27,8% 29,1% Innl. vömr 10,7% 8,8% Aðrar vömr = 61,8% 67,6% Vömkaup alls: 100% 100% Þ.a. íslenskar: 43,7% 34,9% Tölumar sýna glöggt hvað hlutur matar og drykkjarvara af heildarvöru- kaupum heimilanna hefur minnkað á síðustu fimm ámm. .Vekur kannski sérstaka athygli að hlutfall búvara sem háðar em verðlagsgmndvelli hefur minnkað um þriðjung, niður í 9% vöminnkaupa vísitöluQölskyldunnar. Hlutfall fullunninna innfluttra mat- væla hefur hins vegar aukist. Ekki er síður athyglivert hvað sá hlutur heimilisútgjaldanna sem fer til kaupa á nýjum bílum, bensíni, hjól- börðum, varahlutum og öðmm inn- fluttum vömm sem tilheyra heimilis- bílnum stækkar og stækkar. Þessi eini kostnaðarliður nálgast nú fjórðung- inn af öllum vömkaupum íslenskra heimila. Ef undan er skilið það sem við borðum og drekkum þá slaga inn- kaup tilheyrandi einkabflnum núorðið hátt í öll önnur vöminnkaup heimil- anna. Þó er þama aðeins um að ræða þann kostnaðarhluta við heimilisbfl- inn sem tengist innflutningi. Ótalinn er allur sá hluti rekstrarkostnaðarins sem stafar af margs konar keyptri þjónustu, svo sem tryggingum, við- gerðum, eftirliti, þrifum og þess hátt- ar. Varðandi erlend vömkaup má einnig benda á að í öllum framangreindum tölum er ótalinn allur húsnæðiskostn- aður, bæði byggingar-, rekstrar- og viðhaldskostnaður. En eins og flestum mun kunnugt, em efhi til byggingar- og viðhalds íbúðarhúsa að stórum og stækkandi hluta innflutt, t.d. innrétt- ingar, hurðir og málningarefni, svo nokkuð sé nefnt. - HEI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfiríæknis við barnadeild FSA er laus til umsóknar Staðan veitist frá 1. janúar 1994. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Meðal verkefna yfirlæknis verður undirbúningur að flutningi deildarinnar i nýtt húsnæði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Baldur Jónsson yfirlæknir. 70% staða sérfræðings í háls-, nef- og eymalækningum við HNE-deild FSA er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1993 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánarí upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson yfiríæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrí, sími 96-30100. Nýr tryggingasamningur Dagsbrúnar og VfS undirritaður af þeim Axel ilngu Gíslasyni, forstjóra VlS, og Guömundi J. Guðmundssynl, formanni Dags- brúnar. Nýr tryggingasamningur Dagsbrúnar og VÍS: Dagsbrúnarmenn gull- tryggðir í vinnu og frfí Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík og styrktarsjóður félaqs- ins hafa gert nýjan tryggingasamning við Vátryggingafélag is- lands. Samningurínn tryggir Dagsbrúnarmönnum hærrí bætur og meirí vemd en félagsmönnum annarra stéttarfélaga með hlið- stæða samninga. Tryggingasamningurínn nær til allra fullgildra fé- lagsmanna Dagsbrúnar á aldrínum 16-75 ára, alls um 4.000 manns. Um er að ræða í grundavallaratrið- um endumýjun á eldri trygginga- samningi en bótagreiðslur hafa ver- ið hækkaðar verulega og bætt við frítímatryggingu sem tryggir Dags- brúnarmönnum og/eða afkomend- um þeirra dánar- og örorkubótarétt í vinnu og í frítíma. Samkvæmt kjarasamningum eru menn einung- is tryggðir í vinnutíma. Sé tekið dæmi af kvæntum tveggja bama föður sem fellur frá vegna slyss, hvort heldur í vinnu eða frí- tíma, nema dánarbætur hans nú um 2,8 milljónum króna sem er um einni milljón hærra en samkvæmt hefðbundnum slysatrygginga- ákvæðum. Slasist Dagsbrúnarmaður alvarlega í vinnu eða frítíma og hljóti varan- lega örorku tryggir nýi samningur- inn honum örorkubætur. Þannig fengi hann tæpar 460 þúsund krón- ur vegna 20% örorku til viðbótar við bætur Tryggingastofnunar. Styrktarsjóður Dagsbrúnar greiðir allan kostnað vegna þessara trygg- inga. Bílslys í Kúagerði Umferðaróhapp varð í gær á Reykja- nesbrautinni í Kúagerði þegar fólks- bfll reyndi að fara fram úr öðmm. Þrír menn voru fluttir á sjúkrahús en þeir em ekki taldir lífshættulega slasaðir -GKG. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. júlí 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 12.788 127.877 1.278.772 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.379 100.000 113.786 500.000 568.930 1.000.000 1.137.860 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.207 100.000 112.070 1.000.000 1.120.703 5.000.000 5.603.516 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.031 100.000 110.312 1.000.000 1.103.115 5.000.000 5.515.577 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suóurlandsbraut 24. c£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAÐEIIO • SUOURIANOSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.