Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. ágúst 1993 Tíminn 3 LISTAMAÐURINN ERRÓ hefur veríð sæmdur gull- merki Landssamtakanna Þroskahjálpar en hann hefur styrkt samtökin rausnarlega í gegnum tíðina með listaverkagjöfum. Myndin er tekin þegar Jóhann Ingi Gunnarsson sæmdi Erró gullmerkinu í París. -GKG. Karl Steinar Guðnason segir hallann á ríkissjóði kalla á sársaukafull- ar aðgerðir og segist sjá fáar leiðir til þess að auka tekjurnar: Fáir möguleikar eru fyrir hendi „Ég get ekki fullyrt um það. Það verður mikið átak að ná endum sam- an og það er unnið að því í fjárlaga- gerðinni," segir Karl Steinar Guðna- son, formaður fjárlaganefndar Al- þingis, aðspurður um það með hvaða aðgerðum halli á ríkissjóði verði helst minnkaður. Karl Steinar kveðst sammála því mati Ríkisendurskoðunar að halli á ríkissjóði verði 8 milljarðar umfram fjárlög á þessu ári. „Það erfiða ástand sem er í atvinnu- málum gerir það að verkum að meira fé hefur verið látið til atvinnuleysis- tryggingasjóðs en reiknað var með og líka til atvinnuskapandi verkefna. Þessi yfirvofandi halli á næsta ári ger- ir það að verkum að það þarf að draga víða saman í rekstri ríkissjóðs og framkvæmdum og það verður líka að gæta jafnvægis að því leyti, að það komi ekki niður á atvinnustiginu," segir Karl Steinar. ,Alit byggist þetta á afkomu þjóðarbúsins, sem er slæm og spádómar segja að verði slæm. Að- Karí Steinar Guðnason gerðimar sem grípa þarf til verða sárs- aukafullar." Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í Tímanum í gær að hallinn á ríkissjóði verði ekki leystur nema með lántöku á þessu ári. Karl Steinar vill ekkert fullyrða um það en segir, að revnt verði að komast hjá lántökum. Tekjutap ríkissjóðs á þessu ári nemur nú þegar 3.5 milljörðum króna. Hvaða möguleika sér Karl Steinar til þess að auka tekjumar? „Það er ósköp lítið sem ég sé í þeim efnum. Það hefur verið ákveðið að veiða minni fisk og þetta byggist nú allt á okkar fiskveiðum," segir Karl. „Niðurskurðinn em menn að fram- kvæma vegna þess að þeir hafa ekki fjármuni til að greiða þann rekstur sem fyrir er. Þetta er bara eins og á venjulegu heimili. Menn fara ekki að gera niðurskurð þar sem það minnkar tekjur. Það er öðm nær.“ - Þarf ekki að grípa til aðgerða til þess að koma hjólunum af stað? „Við höfum verið að því eftir því sem við höfum haft möguleika 1 En það em ekki margir möguleikar fyrir hendi. Það ætti flestum að vera kunn- ugt að við lifum á fiskveiðum. Þegar fiskveiðar minnka og minnka og hag- vöxtur minnkar þá hleðst vandinn upp. Við kunnum engar hókus pókus aðferðir." GS. „Framkvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna varar ís- lensk stjómvöld við hugsanlegum afleiðingum aðgerðaleysis þeirra varðandi veiðar íslenskra físki- skipa í Barentshafí, svokallaðri „Smugu“„, segir í yfíriýsingu sem stjórnin hefur sent frá sér. Ungir jafnaðarmenn óttast að ís- lendingar missi allan trúverðug- leika sem forystuþjóð um skyn- samlega nýtingu fiskistofnanna og fullyrða að auki að veiðar íslenskra fiskiskipa á umræddu svæði séu siðlausar. „Við munum að sjálfsögðu ræða stefnu okkar við forystu flokksins," segir Sigurður Pétursson, formað- ur Sambands ungra jafnaðar- manna. „íslenskir stjórnmála- menn hafa verið tvístígandi í þessu máli og okkur finnst skorta að þeir kveði upp úr hvað þeim finnist sið- ferðislega rétt að gera.“ -GKG. Heil grind Meðal nýjunga: Rafmagns Servo Krabba stýring Fjórhjólastýring Tveggja hjóla stýring Tvöföld vökvadæla Sjálfvirkur útsláttur á bómu og skóflu Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 UM HELGINA FRÁ KL. 14 - 17 FRUMSYNING Á NÝRRI OG GJÖRBREYTTRI UÍNU FRÁ MF TRAKTORSGRÖFUM Samband ungra jafnað- armanna gefur frá sér yfirlýsingu: Mótmælir veiðum í Barents- hafi Samstarfshópur um sölu á lambakjöti: Harmar frum- hlaup Hagkaups Samstarfshópur um sölu á lamba- ein tekið ákvörðun um breytingar á kjöti harmar að Hagkaup hafí byij- honum. -GKG. að söluátak á lambakjöti á undan öðrum kaupmönnum og hefur hann sent Félagi dagvöruverslana bréf þar að lútandi. Átakið felst í því að kaupmenn í samvinnu við sauðfjárbændur taka þátt í nýju tilboði á lambakjöti sem hefjast átti 15. ágúsL Markmiðið var að kílóið af tilboðskjötinu yrði ekki dýrara en 398 kr/kg í smásölu. Hag- kaup byrjaði aftur á móti 12. ágúst að selja lambakjöt frá Goða hf. á 299 kr/kg þrátt fyrir að hafa áður farið þess á leit við SSL að fá 50 kr. kílóaf- slátt eins og öðrum verslunum var boðið upp á. Félag dagvöruverslana krefst þess að það fái fulltrúa í Samstarfshópinn til að tryggja eðlilegt samstarf milli framleiðenda og seljanda. Samstarfshópurinn vísar málaleit- an félagsins aftur á móti til Lands- samtaka sauðfjárbænda, Landssam- taka sláturleyfishafa og Stéttasam- bands bænda þar sem þau samtök stóðu að stofnun hópsins og geti því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.